Morgunblaðið - 01.02.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991
Húsavík
21
Tvöföldun bensínnotkunar:
Fólksbílaeign jókst úr
199 á þúsund íbúa 1490
FIB mótmælir auknum skatti á bensín
Félag íslenskra bifreiðaeigenda mótmælir hugmyndum Jóns Sigurðs-
sonar iðnaðarráðhera um aukna skattlagningu bifreiðabensíns, að því
er segir í tilkynningu frá félaginu. „Ráðherra skal upplýstur um það
á þvi árabili sem bensínnotkun á mann hefur tvöfaldast þá hefur fólks-
bifreiðaeign á hverja 1.000 íbúa aukist úr 199 bílum í árslok 1970 í
490 bíla í árslok 1989,“ segir í tilkynningunni.
„FIB leggur áherslu á að farsæl-
ast til árangurs í eldsneytissparnað-
armálum er stóraukin kynning og
áróður þar sem landsmenn allir eru
virkjaðir í þessum þjóðþrifamálum.
FÍB er með í vinnslu bækling um
bensínsparnað og að auki pésa um
hagnýt umhverfisverndarráð fyrir
ökumenn.
Við hjá FÍB viljum vara við þeim
hugmyndum ráðherra að ætla enn á
ný að ganga í vasa bifreiðaeigenda
til þess eins að auka eyðslufé stjórn-
valda. Það sætir furðu að ráðamenn
hafi slíka vantrú á umbjóðendum sín-
um að þeir telji að bifreiðaeigendur
leggi ekki sitt af mörkum til þjóð-
þrifamála nema það komi við pyngju
þeirra.
FÍB hefur ætíð iagt áherslu á að
skattar sem lagðir eru á bifreiðir og
rekstrarvörur þeirra, að virðisauka-
skatti undanskildum, fari til vega-
framkvæmda með lagningu bundins
slitlags sem forgangsverkefni."
Loks segir í tilkynningunni: „Bíll-
inn er ekki lúxustæki heldur nauð-
synlegt heimilistæki allrar fjölskyld-
unnar. Það er vissulega góðra gjalda
vert að bæta almenningssamgöngur
en í núverandi ástandi þá er einka-
bíllinn mikilvægasta almenningss-
amgöngutækið. Hækkað bensínverð
bitnar í raun verst á þeim lægst laun-
uðu og gengur því þvert á hugmynd-
ir „þjóðarsáttarinnar“.“
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Ný sjúkrabifreið á Akranesi
Akranesdeild Rauða krossins afhenti á dögunum Heilsugæslustöðinni
á Akranesi nýja og mjög vel búna sjúkrabifreið til afnota. Þetta er
fimmta bifreiðin sem deildin fjármagnar til afnota fyrir Akraneslæknis-
hérað á síðustu tíu árum og hafa þær allar reynst mjög vel. Gísli
Björnsson formaður Akranesdeildar Rauða krossins afhenti bifreiðina
með viðhöfn. Sigurður Ólafsson forstjóri Sjúkrahússins veitti henni
móttöku og flutti deildinni þakkir fyrir mikilsvert framtak. Svanur
Geirdal yfirlögregluþjónn tók svo við lyklunum, en lögreglan á Akra-
nesi sér um akstur og umsjón sjúkrabifreiðanna í héraðinu.
Fimmtungur lána til félagslegra
íbúða á síðasta ári ekki tekinn
Framkvæmdir hafnar um áramót við 423 íbúðir af 827 sem heimilaðar eru
FIMMTI hluti lána, sem veitt voru til félagslegra íbúða á síðasta ári
hefur ekki verið nýttur. í fyrravetur samþykkti húsnæðismálastjórn
að veita lán til að hefja byggingu eða kaupa 827 íbúðir með lánum
úr Byggingarsjóði verkamanna, en umsóknir voru alls 1.688. Um síð-
ustu áramót voru framkvæmdir hafnar við, eða búið að kaupa, 423
íbúðir af þessum 827, eða um 51%. Hjá Húsnæðisstofnun liggja að
auki til athugunar gögn vegna kaupa eða byggingar 236 íbúða, sem
eru um 29% af úthlutuninni. Þá eru eftir 168 íbúðir, eða um 20%.
Pálmi Kristinsson, sem sæti á í húsnæðismálastjórn, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að þetta benti til að ekki sé sú þörf fyrir
félagsíbúðirnar, sem látið hafi verið í veðri vaka. Sigurður E. Guð-
mundsson, forsljóri Húsnæðisstofnunar, sagði hins vegar ekki hægt
að lesa slíkt út úr tölunum.
raunveruleikann og að húsnæðismál-
astjórn hafi gengið allt of langt í
úthlutun í fyrra eins og ég benti þá
á. Stór hluti umsókna frá fámennum
sveitarfélögum utan af landi sé því
marki brenndur að verið sé að hugsa
meira um að tryggja atvinnu heima
í héraði en að sinna húsnæðisþörf.
Umfram allt tel ég að þetta sýni
það, að mat manna á íbúðaþörfinni
hafi verið rangt, byggt á röngum
forsendum, eftirspurnin hafi tengst
fjárhagserfiðleikum fólks fremur en
byggingarþörfinni og úti á landi í
allt of mörgum tilvikum snúist um
að skapa vinnu heima í héraði sem
er eins og að leysa málin með því
að smíða nýjan togara til að bæta
úr aflabresti. Hugsanlegt er einnig
að sveitarstjórnarkosningar í vor
skýri þetta að hluta, einhveijir sveit-
arstjórnarmenn hafi viljað sýna
mikla framkvæmdagleði fyrir kosn-
ingar,“ sagði Pálmi.
Fólki fjölg-
ar í iðnaði
en fækkar í
fiskveiðum
Húsavík.
UM atvinnuhætti Húsvíkinga,
hefur atvinnumálanefnd bæjar-
ins sent frá sér fróðlega skýrslu,
sem miðuð er við 1. október og
er nú nýlega birt. Slík skýrsla
hefur verið samin hvert haust,
nú undanfarin ár.
Þar kemur fram fjöldi starfandi
fyrirtækja á Húsavík og fjöldi
starfsmanna í hverri atvinnugrein.
Atvinnurekendur á Húsavík eru
164 eða jafn margir og árið áður,
þó nokkur tilfærsla hafi orðið milli
atvinnugreina.
Heildarstarfsmannaijöldi var í
haust 1.022 og hefur fjölgað um
33 á árinu og mest í eftirtöldum
greinum. í iðnaði fjölgaði um 29
störf og er sú fjölgun mest á bíla-
og vélaverkstæðum. í opinberri
þjónustu fjölgaði um 7, við sam-
göngur og flutninga fjölgaði um
11 störf. I öðrum greinum varð lít-
il breyting nema í fiskveiðum, en
þar fækkaði um 22 störf, og er það
ekki gott, því undirstöðuatvinnu-
vegur Húsvíkinga hefur um árarað-
ir verið sjávarútvegurinn.
Við þjónuststörf vinna sam-
kvæmt skýrslunni 55,78% Húsvík-
inga, en 44,22% við framreiðslu og
úrvinnslustörf og fjölgar alltaf í
þjónustugreinunum þó hægt fari.
í stórum dráttum skipast Hú-
svíkingar eftir starfsgreinum þann-
ig að við fiskveiðar og fiskvinnslu
vinna 28,81% bæjárbúa, við bygg-
ingar og annan iðnað 16,89%, við
opinbera þjónustu 28,92% og við
viðskipti, samöngur og aðra þjón-
ustu 25,87%.
- Fréttaritari
Sigurður sagði húsnæðismála-
stjórn hafa samþykkt, eins og lafið
hafi verið í ljósi þegar í upphafi,
þegar hún tók þessar ákvarðanir
snemma á síðasta ári, að þessar lán-
veitingar féllu úr gildi um síðustu
áramót, kæmu þær ekki til nota á
árinu. „Hún hefur fyrir fáum dögum
síðan samþykkt að ítreka þetta, en
er auðvitað opin fyrir athugasemd-
um ef skyidi vera um eitthvað slíkt
að ræða.“
Sigurður sagði þetta vera í Tyrsta
skipti sem dregur svona úr, en á það
væri að líta að íbúðir færðust stöð-
ugt milli ára. „Á árinu 1990 til
dæmis hefjast framkvæmdir við
byggingu íbúða, sem samþykkt var
að veita lán úr Byggingarsjóði verk-
amanna til að reisa árið 1989.“
Hann sagði það sína skoðun, að
alls ekki mætti álykta af þessu að
í raun sé ekki jafn mikil þörf fyrir
þessar íbúðir eins og oft hefur verið
látið i veðri vaka. „Hins vegar verð
ég að segja sem mína skoðun, að
mér hefur stundum fundist að ýms
góðviljuð félagasaitltök sem hús-
næðismálastjórn hefur ákveðið að
styðja myndarlega við bakið á, hafi
ef til vill ekki reynst hafa nægilega
burði þegar á hólminn er komið. Auk
þess hef ég líka tilfinningu fyrir
því, að í sumum fáinennum byggðar-
lögum hafi í raun og veru þegar á
hólminn var komið ef til vill ekki
verið fyrir hendi jafn mikill fram-
kvæmdavilji eins og látið var í veðri
vaka þegar sótt var um lánin. Þetta
tvennt held ég að sé mest áberandi.
í ofanálag má segja að það kunni
að vera ástæða til þess að skoða þær
meginlínur sem farið hefur verið
eftir til dæmis á síðasta ári, varð-
anndi það að dreifa þessum íbúðum
sem víðast, hvort ekki sé nauðsyn-
legt að líta meira á þörfina þar sem
hún er mest,“ sagði Sigurður.
„Þetta er vísbending þess, að
íbúðaþörfin sem slík sé ekki í takt
við það sem menn hafa verið að láta
í skína, eins og Verkamannasam-
bandið hefur sagt að vanti 1.000
íbúðir," sagði Pálmi Kristinsson.
„Það er mitt mat að við næstu
uthlutun verði að taka tillit til þessa.
Ég tel að álit sem hafa verið að
berast um íbúðaþörf séu úr takti við
Málverkauppboð
haldíð á Hótel Sögu
MÁLVERKAUPPBOÐ Gallerí
Borgar, haldið í samvinnu við List-
munauppboð Sigurðar Benedikts-
sonar hf., fer fram í Súlnasal
Hótels Sögu sunnudagskvöldið 3.
febrúar og hefst kl. 20.30.
Um 80 verk verða boðin upp, nær
öll eftir þekkta listamenn. Á uppboð-
inu nú eru óvenju mörg verk eftir
gömlu meistarana, t.d eftir Jóhannes
S. Kjarval, Gunnlaug Blöndal, Jón
Stefánsson, Ásgrím Jónsson, Mugg,
Þorvald Skúlason, Finn Jónsson,
Kristínu Jónsdóttur, Þórarin B. Þor-
láksson, Gunnlaug Scheving, Jón
Þorleifsson og Snorra Arinbjarnar.
Af yngri málurum má nefna Hring
Jóhannesson, Kristján Davíðsson,
Erró, Baltasar, Eirík Smith, Kára
Eiríksson, Svein Björnsson, Jóhannes
Jóhannesson, Gunnar Hjaltason,
Gunnar Örn og Braga Hannesson.
Uppboðsverkin verða sýnd í Gall-
erí Borg við Austurvöll föstudag,
laugardag og sunnudag frá kl. 14,00-
18.00. (Frí'ttntilkyniiiiig)
Utsölupallunnn
Höfum opnad útsölupallinn
íversluninni
FRÍSPORT
Laugavegi 6.
Komið og gerið góð kaup.
Vörur dfrdbœru verði
Nike, Danskin, Carlton, Champion