Morgunblaðið - 01.02.1991, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991
41-
Ný frímerki 7. febr-
úar og 7. marz nk.
_______Frímerki__________
Jón Aðalsteinn Jónsson
Fyrir fáum dögum sendi Póst-
og símamálastofnunin út tilkynn-
ingu um fyrstu frímerki ársins
1991. Henni fylgdi svo á sérstöku
blaði tilkynning um önnur þau
frímerki, s'em út verða gefin á
árinu. Evrópufrímerki koma út
29. apríl í tveimur verðgildum, og
er „þema“ þeirra „Evrópa geims-
ins“. Þá kemur þriðja og síðasta
smáörkin (blokkin) í tilefni
NORDIU-sýningarinnar á næsta
sumri út 23. maí. Myndefni henn-
ar er sem fyrr hluti af landakort-
inu frá 16. öld.eftir Olaus Magn-
us. Sama dag koma einnig út
Norðurlandafrímerki í tveimur
verðgildum. Er sameiginlegt
„þema“ þeirra „Áfangastaðir
ferðamanna". Myndefni íslenzku
frímerkjanna verður Jökulsárlón
og Strokkur. Þá verður nokkurt
hlé eða þar til 14. ágúst. Þá koma
út tvö frímerki með myndefni af
keppnisíþróttum. Er þar um að
ræða framhald af flokki þeim, sem
hófst í fyrra. Sjöunda útgáfa póst-
stjórnarinnar, „Merkir Islending-
ar“ kemur einnig út þennan sama
dag, 14. ágúst. Ekki er greint frá
því í tilkynningunni, hveijir hljóta
nú náð fyrir augum útgáfunefnd-
ar póststjórnarinnar. Dags
frímerkisins verður að venju
minnzt 9. október. Ekki er ólík-
legt, að menn hefðu átt von á
sérstakri smáörk þann dag, svo
sem hefur verið venja undanfarin
ár. En trúlega hefur útgáfunefnd-
inni þótt ofrausn að gefa út tvær
smáarkir á sama ári. Hins vegar
er val þess frímerkis, sem út verð-
ur gefið þennan dag, fremur und-
arlegt m.t.t. Dags frímerkisins.
Þennan dag er sem sé boðuð út-
gáfa frímerkis í tilefni aldar-
afmælis Sjómannaskólans. Ekki
er hér fremur en áður greint frá
myndefni merkisins. Er þó vart
annað hugsanlegt en þegar sé
búið að ákveða það. Níunda og
síðasta frímerkjaútgáfa póst-
stjórnarinnar verður svo 7. nóv-
ember. Þann dag koma út hin
árvissu jólafrímerki í tveimur
verðgildum, teiknuð af íslenzkum
listamanni, en ekki er hann nefnd-
ur á nafn í tilkynningunni. Ekki
er verðgildi getið við aðrar útgáf-
ur en þær tvær, sem fyrstar eru
í röðinni, enda tekið fram, að
nánar verði tilkynnt um þær útg-
áfur síðar. En nú skal stuttlega
greint frá næstu frímerkjum.
Fyrstu frímerki ársins verða tvö
fuglafrímerki, teiknuð eða hönnuð
af Þresti Magnússyni, svo sem öll
fyrri fuglamerki. Ekki verður ann-
að séð af myndum en Þresti hafi
sem fyrr tekizt frábærlega vel
með verk sitt. Lægra verðgildið
er 25 kr með mynd af flórgoða.
Hann er andarættar og heldur sig
við tjarnir og síki. Er nákvæm
lýsing á útliti hans og hegðun í
tilkynningunni, sem þarfláust er
að rekja alla hér. Flórgoðinn verp-
ur 3-6 eggjum í flothreiður við
sefgrónar grynningar. Á veturna
dvelst hann á sjávarvogum. Ekki
veit ég, hvað veldur því, að póst-
stjórnin kallar þessa önd ekki sef-
önd á frímerki sínu. Ég held það
sé það heiti, sem fuglafræðingar
nota sem aðalnafn þessarar and-
artegundar. Bjarni Sæmundsson
gerir það a.m.k. í bók sinni um
ísl. fugla 1936. Bjarni nefnir að
vísu öll þau önnur heiti á þessum
fugli, sem honum var kunnugt
um og sum hver örugglega eitt-
hvað staðbundin. Eru þau alls sjö.
Heitið flórgoði kemur hér næst á
eftir sefandarnafninu. Eitt nafn
vantar samt hjá Bjarna. Hjá for-
feðrum mínum austur í Meðal-
landi hét hann flóðflýtur, og er
það nafn vel skiljanlegt. Ég segi
hét, því að hann mun hafa flæmzt
með öllu burtu, þegar allar mýrar
voru ræstar fram og vistsvæði
hans eyðilagt. - Hærra verðgiid-
ið, 100 kr., er með mynd af súlu,
en hún er sjófugl og aflar fæðu
sinnar að öllu leyti úr sjó. Segir
í lýsingu hennar, að hún sýni
mikla flugfimi, þegar hún er í leit
að æti. Steypir hún sér þá lóðrétt
á kaf eftir fiskum, stundum úr
30 m hæð eða meira. Hún er stór
fugl og hvítur. Helztu varpstöðvar
ri'rrrf'ii»
M M M A l> Hi 4ln4HnA>JLiA»<fciiiBii AmáfciiJ
Frímerki 7. febrúar 1991.
Frímerki 7. marz 1991.
súlunnar hér á landi eru í Eldey
við Reykjanes og svo í Súlnaskeri
við Vestmannaeyjar.
Fuglafrímerki þessi eru eins og
áður prentuð hjá Courvoisier S.
A. í Sviss í svonefndu rastadjúp-
þrykki. 50 frímerki eru í örkinni.
Hinn 7. marz koma svo út tvö
landslagsfrímerki í tveimur verð-
gildum. Á lægra verðgildinu,10
kr., er mynd af fjailinu Vestra-
horni í Á.-Skaftafellssýslu. Það
fjall er sagt 454 _m hátt og „eitt
af fáu fjöllum á íslandi, sem eru
nær eingöngu úr gabbrói“, eins
og þar segir. Fjallið er hömrum
girt og svipmikið, þar sem það
stendur á nesi milli tveggja fjarða.
- Hærra verðgildið er 300 kr.,
og það kemur vissulega við buddu
safnaranna. Hins vegar mun nú
vera þörf fyrir svo hátt verðgildi
pnryw w wvvww wwwvw im
þrátt fyrir minnkandi verðbólgu
og þjóðarsátt. Myndefni þessa
frímerkis er sótt til Kverkfjalla,
sem er ijallabálkur í norðurjaðri
Vatnajökuls. Jarðylur er þar uppi
á efsta tindi, en aðalhverasvæðið
er í þröngum dal, sem nefnist
Hveradalur. Þar er einn mesti
gufuhver landsins, Glámur.
Eins og frímerkjasöfnurum er
vel kunnugt um, standa fyrir dyr-
um tvær frímerkjasýningar hér í
Reykjavík á þessu ári. Fyrri sýn-
ingin verður haldin 16.-17. febrú-
ar nk. Verður það lítil undirbún-
ingssýning fyrir íslenzka safnara
undir samnorrænu sýninguna
NORDIU 91, sem hér verður í
júní nk. Er þess að vænta, að les-
endur fái einhveijar fréttir um
þessar sýningar báðar í næsta
þætti.
Hálf milljón af barnabibl-
íum send til Sovétríkjanna
HINN árlegi Biblíudagur verður
að þessu sinni sunnudaginn 3.
febrúar. Útvarpað verður frá
guðsþjónustu í Hafnarfjarðar-
kirkju kl. 11.00 í tilefni dagsins.
Aðalfundur Hins íslenska Biblíu-
félags verður haldinn í Laugarnes-
kirkju kl. 15.45 að lokinni guðsþjón-
ustu þar, sem hefst kl. 14.00. Stjóm
Hins íslenska Biblíufélags hefur
ákveðið að allt það fé sem að þessu
sinni safnast í tengslum við Biblíu-
daginn renni til samnorræns átaks
sem fólgið er í því að senda hálfa
milljón eintaka af myndskreyttum
Barnabiblíum til Sovétríkjanna.
Söfnunin fer fram við guðsþjónustu
í kirkjum landsins, við guðsþjónustur
annarra kristinna trúfélaga og á
kristilegum samkomum.
Sú venja hefur skapast að helga
annan sunnudag í níu vikna föstu
starfi Hins íslenska Biblíufélags.
Biskup íslands, sem er forseti félags-
ins, hefur sent prestum, forstöðu-
mönnum safnaða og annarra kris-
tinna trúfélaga bréf þar sem þess
er farið á leit að vakin sé athygli á
starfi Biblíufélagsins við guðsþjón-
ustur og á fundum og samkomum.
Biblíufélögin á Norðurlöndum
höfðu frumkvæði að því í tilefni af
1000 ára afmæli kirkju Rússlands
árið 1988, að láta prenta 150.000
eintök af svonefndri Tolkovaja-
Biblíu, sem er í þremur bindum og
færa rússnesku kirkjunni að gjöf.
Framkvæmdastjórar Biblíufélag-
anna á Norðurlöndum fóru til
Moskvu í desember sl. til að afhenda
formlega síðustu eintök þeirrar útg-
áfu. Það er til marks um breytta
tíma í Sovétríkjunum að á fundi
framkvæmdastjóranna með patr-
íarkanum í Moskvu voru þeim af-
hent eintök af nýrri útgáfu Biblíunn-
ar á rússnesku sem heimamenn hafa
unnið að undanfarin ár, þrátt fyrir
tilfinnanlegan skort fjármuna og
erfiðleika við að útvega pappír til
prentunarinnar. Ennfremur heim-
sóttu þeir aðsetur nýlega stofnaðs
Biblíufélags.
Norrænu Biblíufélögin hafa á
síðastliðnu ári unnið að undirbúningi
útgáfu á myndskreyttum sovéskum
barnabiblíum og hafa sett sér það
markmið að senda ti! Sovétríkjanna
500.000 eintök á 11 tungumálum.
Hið íslenska Biblíufélag er aðili að
þessu átaki.
(Fréttatilkynning)
Sigrirður Ólafs
son — Minning
Fæddur 29. ágúst 1904
Dáinn 24. janúar 1991
Mig langar í örfáum orðum að
minnast tengdaföður míns, Sigurð-
ar Olafssonar, er andaðist á Borg-
arspítalanum hinn 24. þ.m. Sigurð-
ur var fæddur að Sandprýði á Eyr-
arbakka. Hann var sonur Ólafs
Ölafssonar, bónda og söðlasmiðs,
og Sigríðar Jónsdóttur. Hann var
yngstur af átta systkinum.
Sigurður giftist Annie M. Johan-
sen en hún lést 1964. Þau eignuð-
ust tvo syni, Ólaf og Bjarna.
Kynni okkar Sigurðar hófust fyr-
ir um 15 árum er ég kynntist Bjarna
syni hans. Við stofnuðum heimili
okkar á Gunnarsbrautinni í sama
húsi og Siggi, eins og hann var
ætíð kallaður. Hann var einstakur
maður, alltaf boðinn og búinn að
rétta hjálparhönd ef eitthvað þurfti
að laga, hvort sem það var að sjóða
eitthvað saman eða negla, þá gerði
hann það. Hann var mjög handlag-
inn og vinnusamur maður. Hann
var alltaf að dunda sér við eitthvað
í bílskúrnum hjá sér. Þær voru
margar ógleymanlegar stundirnar
sem við áttum saman í sumarbú-
staðnum austur að Skeiðháholti.
Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá
honum að komast þangað.
Margs er að minnast á kveðju-
stund. Ekki má gleyma allri þeirri
góðvild sem hann sýndi mér og
börnunum okkar. Hann reyndist
mér sem besti faðir og var okkur
öllum afar kær.
Að leiðarlokum er erfitt að kveðja
góðan tengdaföður og söknuðurinn
er sár, því nú er tómlegt í húsinu
hjá okkur.
Megi algóður Guð blessa minn-
ingu hans. Hvíli hann í friði.
Helga Rut Júlíusdóttir
+ Útför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ÓLAFSSONAR vélstjóra, Gunnarsbraut 38, sem andaðist á Borgarspítalánum 24. janúar sl., verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 1. febrúar, kl. 15.00. Ólafur Sigurðarson, Ellen Einarsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Helga Rut Júliusdóttir og barnabörn. --
+ Útför KRISTMUNDAR ÞORSTEINSSONAR, Klafastöðum, verður gerð frá Innra-Hólmskirkju laugardaginn 2. febrúar kl. 14.00. Birgitta Guðmundsdóttir, Guðmundur E. Sigvaldason.
+ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI MARINÓ ÓLAFSSON frá Skálakoti, Hvolsvegi 13, Hvolsvelli, sem andaðist 23. janúar sl., verður jarðsunginn frá Ásólfsskála- kirkju laugardaginn 2. febrúar kl. 14.00. Bilferð verður frá Hlíðarenda, Hvolsvelli, kl. 12.30. Katrín Marta Magnúsdóttir, Magnús Bjarnason, Ásgerður Ásgeirsdóttir, Viðar Bjarnason, Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir, Rúna Bjarnadóttir, Gísli Norðdahl, Ólafur L. Bjarnason, Birna Þorsteinsdóttir og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför
INGÓLFS J. STEFÁIMSSOIMAR,
Suðurgötu 25,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar Sólvangs, Hafnarfirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnhildur Ásgeirsdóttir.
HMMMMMMMIHHMlMnnMMMM HBHUl