Morgunblaðið - 01.02.1991, Side 48

Morgunblaðið - 01.02.1991, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR í. FEBRÚAR 1991 y/ /Zeynum einu sjnn/ enn. það g&etí. -feh'st í þriája sinn-" IZ-J7 .. .þegar allt getur gerst. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reservad © 1990 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Liflínan er mjög stutt! Það væri verra ef það væri betra! Þessi orð vinar míns, sem hann notar gjarnan þegar hann er yfir sig ánægður með eitthvað, voru einu orðin sem náðu að lýsa ánægju minni þegar ég kom frá því að sjá Rocky Horror í Iðnó í annað sinn. Já, reyndar annað sinn, því eftir frumsýninguna var fyrsta hugsun mín sú að ég ætlaði að sjá Rocky Horror aftur. Söngleikir eru yfirleitt ekki flokkaðir sem auðveld verk, hvorki í uppsetningu né flutningi. Leikfé- lag MH réðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar ákveðið var að taka Rocky Horror til sýninga. En útkoman er hreint út sagt frábær. Fæstir búast við því að sjá hjá menntaskólakrökkum jafn atvinnumannslegan blæ á leik- sýningu og er á Rocky Horror. Leikstjóranum Kolbrúnu Halldórs- dóttur hefur tekist að fá krakkana til að leggja sitt besta af mörkum. Án þess að á nokkurn mann sé hallað þá er stjarna leiksins Páll Óskar Hjálmtýsson sem leikur Frank-n-Furter, en hann stæði ekki einn undir verkinu ef meðleikarar hans væru ekki meiriháttar góðir líka. Það er eins og þau byggi hvert annað upp og myndi þannig stór- kostlega heild. Maður hefur það líka á tilfinningunni að þeim þyki ofsa- lega gaman að því sem þau eru að gera og þau smita ósjálfrátt áhorf- endur með þessari gleði og ákafa. Jón Ólafsson hefur útsett tónlistina sem er mögnuð og vel leikin af hljómsveitinni sem er á sviðinu allan tímann. Hún kemur áhorfandanum í slíkt stuð að hann er varla tilbúinn til að yfirgefa salinn eða leikhúsið að sýningu lokinni, enda hef ég aldrei fyrr farið á leiksýningu þar sem leikendum hefur verið jafn Ljósmynd: Benedikt Guðmundsson ákaft fagnað í leikslok og á Rocky Horror. Við þetta bætist að bún- ingar, dansatriði, söngur og allt annað sem þarf til að gera sýningu eins og þessa jafn afburða góða og raun ber vitni, er allt frábært. Kærar þakkir leikarar í Leikfé- lagi MH fyrir að hafa svona mikinn áhuga á því sem þið takið ykkur fyrir hendur. Kærar þakkir fyrir frábæra sýningu. Það væri verra ef það væri betra! Guðrún G. Bergmann HINN RÉTTIVEGUR Til Velvakanda. Menn innan ólíkra kristinna safn- aða eiga það til að deila um kenn- ingar innan guðfræðinnar sem kennd er við kristindóm. Jafnvel hefur smávægilegur ágreiningur orðið til þess að sundra kirkju Krists. í þeim efnum er bréfritari ekki undanskilinn. Til Velvakanda. Mig langar til þess að þakka tón- listarstjóra Ríkisútvarpsins, Guð- mundi Emilssyni, fyrir stórbætta tónlistardagskrá í útvarpinu. Svo frábrugðin er þessi dagskrá því, sem við höfum átt að venjast um hríð, að tala má um byltingu. Lengi áttu Mantóvaní og félagár stóran þátt í flutningi tónlistar í útvarpinu. Þótt þeir séu alls góðs maklegir þykir okkur mörgum gott, að nú er öldin önnur. Við hlýðum á klassiska tónlist, m.a. frá hljóm- Einn daginn þegar ég sem svo oft áður velti þessum guðfræðilegu spurningum fyrir mér og bað Guð um að sýna mér hveijir bæru gæfu til að mega kallast sannir lærisvein- ar fékk ég svarið. Ég var ekki fyrr búinn að orða spurninguna en lítið Biblíuvers hljómaði í hugskoti mínu. í marga daga hafði ég beðið Guð leikum erlendis, og fáum auk þess að heyra fróðleg aðfararorð og kynningar á undan flutningnum. Um leið og ég þakka Guðmundi Emilssyni, tónlistarstjóra, fyrir þetta framtak hans og samstarfs- fólks, leyfi ég mér að minna á, að margir telja að Ríkisútvarpið skuli vera fræðandi og menntandi fyrst og fremst, en ekki einvörðungu til afþreyingar. Ágústa Ágústsdóttir, Holti í Onundarfirði. um að vísa mér á rétta veginn í hinum stóra flokki ólíkra trúarsafn- aða. Hver af þeim höndlar sannleik- ann, spurði ég mig. Hvaða veg á ég að ganga, hrópaði ég til Guðs. Og svarið kom, með orðum Jesú Krists: „Ég er vegurinn, sannleikur- inn og lífið.“ Allir kristnir söfnuðir eiga sér sama konung, sem er Kristur Jes- ús. Þess vegna er enginn öðrum æðri, því Guð fer ekki í manngrein- arálit. Vegur okkar liggur því ekki að einum söfnuði, heldur liggja vegir safnaðanna um eina sanna veginn, sem er Jesús Kristur. Einar Ingvi Magnússon Látið úti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin loga á morgnana núna í skammdeginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. Bættur tónlistar- flutningnr í útvarpi HÖGNI HREKKVÍSI ' * Víkverji skrifar Frá því var sagt í Morgunblaðinu á dögunum, að Sigurður Þor- steinsson hefði keypt flutninga- og rannsóknaskip og gert samning við bandaríska flotann um útgerð þess í Karíbahafi. I fréttinni segir meðal annars: „Sigurður varð á sínum tíma landskunnur er hann keypti varðskigið Maríu Júlíu og sigldi á því frá íslandi ásamt konu og stór- um barnahópi á vit ævintýra í fram- andi löndum." í fréttinni kemur einnig fram, að Sigurður sé skip- stjóri á nýja skipinu og fjórir synir hans séu meðal skipverja. Allt er þetta gott og blessað nema hvað það var ekki varðskipið María Júlía sem Sigurður keypti á sínum tíma og sigldi á til annarra landa. Það skip var selt vestur á- firði og hefur verið gert út þaðan í mörg ár. Sigurður Þorsteinsson keypti hins vegar varðskipið Sæbjörgu og hélt á því til Spánar ásamt fjöl- skyldu sinni. Síðár seldi Sigurður Sæbjörgina og keypti varðskipið Albert. Þá var Sigurður kominn til Bandaríkjanna, þar sem hann er enn að kaupa skip og að láta draum- inn rætast. xxx Imörgum stórmarkaðanna er hægt að losna við einnota flösk- ur og dósir gegn endurgjaldi og er það sjálfsögð og eðlileg þjónusta. Kunningi Víkveija fór skömmu eft- ir hátíðir í Hagkaup í Skeifunni með nokkra flöskupoka og mataði vélarnar. Stundum neituðu þær að taka við flöskum þar sem á þær vantaði tölvumerki. Kunninginn velti þessu ekki mikið fyrir sér og henti þessum fimmkölium í rusla- körfu við hlið vélanna. Svo mikið hafði safnast fyrir á heimilinu af þessu drasli að maður- innn þurfti að sækja fleiri flösku- poka út í bíl. Þegar hann kom að vélunum í annað skiptið, nokkrum mínútum síðar, var þar kominn pilt- ur klæddur í bláan samfesting, merktan Hagkaup, og var í óða önn að tína flöskur upp úr rusladallinum og líma á þær tölvumerki. Hann kom sér snarlega í burtu án þess að svara er Víkveiji gusaði út úr sér einhveiju um þjónustu við kúnn- ann, lág laun verslunarfólks og sj álfsbj argarviðleitni. XXX annast sagna verður Víkveiji svolítið ráðvilltur er yfir hann dembast fyrri hluta hvers mánaðar fréttir um að þessi eða hin vísitalan hafi hækkað um einhver prósentu- stig. Svo er reiknuð út vísitala aft- urábak og áfram og niðurstaðan verður meiri eða minni verðbólga. Þegar þessar vísitölur skullu á skrifara hér áður fyrr seildist hann gjarnan eftir tóbakinu og kaffilboll- anum, en nú er fokið í þau skjól. í staðinn er komið Nikorette-tyggjó til að stemma stigu við reykingun- um. Þar tók þó ekki betra við er könnun á því hvort neytandi er háður nikótíni eða ekki var lesin. Fyrsta spurningin i könnunninni er svohljóðandi: Hve margar sígarett- ur reykir þú á dag (1 vísitöluvindill ca. 2,5 sígarettur). Það var þetta innan sviganna sem Víkveiji staldraði við!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.