Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 2
z o MOHG®146m»ÍÐSSflíIÍ?yCMM^3í fMB&Ö&íirWM'I IBreiðholtsskóla er nú starf- rækt starfsdeild, sem svo er kölluð, fyrir unglinga, sem allir hafa fengið að kynnast þessari kvíðatil- fmningu. Þessir krakkar hafa beðið hvem ósigurinn á fætur öðrum eftir því sem árin líða. Lengi hafa þau haft neikvæða ímynd af sjálfum sér, getu sinni og umhverfinu sem þau lifa og hrærast í. Skólann hafa þau tengt við „leiðinlegt" — jafnvel „fáránlegt“ og hafa svo sem ekki séð mikinn tilgang í því að mæta yfir höfuð í skólann. Skólinn varð að lokum að vítahring í hugum þeirra. Erfitt er að alhæfa um hóp unglinga. En um þá má sameigin- lega segja að hið almenna skóla- kerfi hafi ekki nýst þeim sem skyldi auk þess sem þau eiga við margvís- legan persónubundinn vanda að etja. Una Guðný Hún Una Guðný er 15 ára. Bróð- ir hennar, sem er árinu eldri, hefur beitt hana ofbeldi frá því hún man eftir sér. Foreldramir era fráskildir og faðirinn skiptir sér sem minnst af þeim systkinunum. Það er hálft ár síðan hún reyndi að segja móður sinni frá barsmíðum bróður síns, en þá var henni ekki trúað. Bróðir- inn er misþroska og hefur gengið á milli unglingaheimila í nokkur ár og nýlega útskrifaðist hann af geð- deild Landspítalans. Hann fór til- neyddur inn á geðdeildina. Að öðr- um kosti hefði hann verið sviptur sjálfræði og settur á stofnun til lengri tíma. „Mér hefur gengið mjög erfíðlega í námi alla tíð. Ef ég er í stórum hópi, þá get ég ekki lært. Ég fékk blöðrabólgu þegar ég var minni og var þá uppnefnd „Una pissubuna". Ég var líka með þeim feitustu í skólanum og það vildi enginn tala við mig. Svo breyttist það þegar ég var tólf ára. Ég byij- aði að reykja og missti þá allt spik- ið á einu sumri,“ segir Una. Verklegt nám og fínir kennarar Eftir áramót í fyrra var Una send í Hlíðardalsskóla, sem er heimavist- arskóli rétt hjá Þorlákshöfn. „Mér fannst það alls ekki spennandi. Það mátti ekkert gera. Það mátti ekki reykja og það mátti ekki einu sinni fara inn í herbergi til strákanna. Hæsta einkunnin hjá mér var 5,0 og hinar vora allt niður í 0,1.“ Una byijaði í haust í starfsdeild Breið- holtsskóla og mun útskrifast þaðan í vor. Hún segir að námið lofi góðu og henni líði mjög vel í skólanum, í fyrsta skipti á ævinni. Hún leggi metnað sinn í að mæta sem hún gerði ekki áður og á jólaprófunum hafi hún fengið 7,5 í meðaleinkunn. „Kennararnir eru skemmtilegir. Það skiptir öllu máli að þeir séu fínir. Ég er ekki alveg orðin læs. En námið er skemmtilegt. Við sitj- um ekki bara og gónum í bækur. Maður verður rangeygður á því. Kennslan er mikið til í verklegu formi. Og námið fer eingöngu fram í skólanum. Það er engin heima- vinna. Það jjefur manni kost á að vinna líka. Eg er nýbúin að fá vinnu í matvörubúðinni í Austurveri. Ég er í skólanum frá átta til hálfeitt og svo vinn ég frá eitt til sjö. Þetta er fínt. Annars finnast mér starfs- kynningarnar einna skemmtilegast- ar. Ég hef fengið að fara í starfs- kynningu á Stjömuspásmiðjuna og á útvarpið,. Rás 2.“ Sálfræðingmr Um skeið hefur Una gengið til sálfræðings ásamt móður sinni, bróður og fósturföður. „Við byijuð- um á því að ganga til sálfræðings þegar bróðir minn lenti inn á ungl- ingaheimilinu. Við mamma höfum aldrei getað talað af alvöru um málin nema hjá sálfræðingnum. Heima föram við alltaf að rífast. í fyrstu fannst mér lítið gagn í sál- fræðingnum. Eftir á að hyggja held ég að hann hafi gert eitthvert gagn.“ Ragnar Þorsteinsson og Vernharður Lin- net, kennarar í starfsdeild Breiðholts- skóla. Skiltió að baki þeim smíðaði einn nemandinn í fyrra og segja kennararnir að það sé kjörorð deildarinnar — „Hér gerum við engin axarsköft." Una Guðný. Morgunblaðið/Árni Sæberg Pælt í bílvél. „Námið er skemmtilegt. Við sitjum ekki baraog gðnum í bækur. Maður verður rang- eygður á því. Kennslan er mikið til í verklepu formi. Og námið fer eingöngu fram í skðlanum. Það er engin heimavinna. Það gefur manni kost á að vinna líka.“ Pönkarar og útkrotaðir jakkar Una segir ekki mikið þegar hún er spurð út í áhugamálin. „Jú, ann- ars. Ég fer á hestbak þegar ég fæ tækifæri til. Og svo fer ég stundum á kvöldin í unglingaathvarfið, Tryggvagötu. Það er staður fyrir unglinga, sem eiga ekki mikið af vinum, og eiga erfitt heima fyrir. Pési, sem er héma líka í skólanum, er með mér í athvarfinu. Við spil- um, förum út að borða, í bowlirig eða geram eitthvað skemmtilegt og svo era haldnir fundir annað slagið. Ég hef gaman af þessu. Núna erum við t.d. að smíða kajaka. Þarna eru mínir vinir. Þessir krakkar era ekk- ert meira i víni en gengur og gerist þó þeir líti ógeðslega pönkaralega út og gangi um með hanakamba og síðar fléttur. Ég veit varla sjálf hvað orðið pönkari þýðir, en þeir kalla sig líka anarkista og djöfla- dýrkendur. Þetta er stundum al- gjört rugl í þeim. Sjálf drekk ég ekki mikið — eiginlega bara um helgar. Ég flokka mig ekki sem pönkara þó ég gangi í útkrotuðum jakka eins og hinir og ég hef aldrei komið nálægt dópi. Það loðir gjarn- an við pönkara að þeir séu í dóp- inu. Það getur kannski verið rétt hafa í önnur hús að venda og grunn- skólarnir hafa gefist upp á. Lögum samkvæmt geta skólastjórar í grunnskólum ekki rekið nemendur úr skólum. Þeir hafa þó leyfi til þess að vísa nemendum burtu um stundarsakir, en hafa yfirleitt ekki treyst sér til þess að taka þá aftur inn þegar að því hefur komið. í athvarfinu eru nú sex nemendur og von er á fleiram. Kristján Sig- urðsson, fyrrum skólastjóri í Ein- holtsskóla, hefur verið fenginn til að sinna þessum unglingum ásamt öðram kennara. í Einholtsskóla er hvert sæti skipað. Þar eru nú sext- án unglingar — sem flestir hafa verið á Unglingaheimili rikisins. „Við köllum nýja athvarfið neyðarathvarf vegna þess að við erum svo sannarlega að vonast til þess að þau þurfi ekki að vera þar lengi. Það er fyrst og fremst verið að vinna með krökkunum til þess að reyna að koma þeim aftur inn í skólana,“ segir Ás- iaug. Svo vikið sé aftur að starfsdeild Breiðholts- skóla, sem hér verður aðal- lega til umfjöllunnar, sjá tveir kennarar um kennsl- una, sem er mjög svo óhefðbundin. Við heim- sóttum nemendur og kenn- ara, þá Ragnar Þorsteins- son og Vemharð Linnet, einn kaldan og blautan mánudagsmorgun og litum inn í kennslustund. Starfs- deildin hefur yfir tveimur kennslu-„skúram“ á lóð skólans að ráða og þar fer fram ýmis athyglisverð starfsemi. Nemendur og kennarar sátu á hópfundi þegar við svifum inn úr rigningunni og voru að ræða atburði liðinnar viku. Það var hlýlegt inni og opinskátt tekið á hlutunum, sem ýmist gengu vel eða illa. Jafnframt skipulögðu kenn- arar og nemendur dagskrá komandi viku. Orðið var fijálst og ýmislegt bættist í umræðuna. í lok fundarins fletti Vernharður upp í bókinni um Bubba og byijaði að lesa þar sem frá var horfið síðast á meðan nem- endur sátu afslappaðir og hlustuðu með athygli. Þungarokk Við litumst um í bóknámsstof- unni, sem stúkuð hefur verið niður í tvennt með bókahillum. Öðram megin eru skólaborð, stólar, skóla- tafla, landakort og fleiri nauðsynj- ar. Hinum megin er afslappaðra umhverfi, appelsínugult sófasett, sófaborð, plaköt með helstu popp- goðum uppi á veggjum og segul- bandstæki. Kennarar reyna eftir mætti að notfæra sér áhugamál nemendanna og óhætt er að segja að tónlist sé þar á meðal. Á mánu- dagsfundina fá menn að koma með sín þijú uppáhaldslög þá vikuna á snældu. Allir verða að hlusta og viðkomandi nemandi flytur síðan lítinn fyrirlestur um tónlistina sem oftar en ekki er þungarokk. Tvisvar á vetri gefa nemendur út blað og velur þá hver og einn sér ákveðið efni til að ijalla um. Þannig hefur næsta blað þegar verið skipulagt og meðal efnis í því verður lófalest- ur, vopn fommanna, Síðan skein sól, léttvín, fíkniefni, Slayer, Ný dönsk, skotvopn og veiðar, Sex Pist- ols, anarkismi og pönk og bókaum- sögn. í hinni kennslustofurini hefur verið innréttað eldhús og smíða- verkstæði, hvort tveggja vel tækj- um búið. Skóladagurinn Dagarnir skiptast mjög misjafn- lega niður á nemendur og öll kennsia er mjög svo persónubundin. Engir tveir nemendur hafa sömu Jói og Una í eldamennskunni. með meirihlutann. Inn á milli eru krakkar; sem koma ekki nálægt þessu. Oneitanlega vekjum við at- hygli út á við fyrir kiæðaburðinn. Ég er samt ekki í neintim uppreisn- arhug. Maður lendir bara inni í ákveðnum hópi. Kærastinn minn fyrrverandi, sem er ári yngri en ég, var t.d. með hanakamb á hausnum. Hann er núna á Torfastöðum — heimili úti á landi fyrir vandræða- unglinga sem hafa verið í dópi og drykkju." Söngur Við spjöllum um framtíðina og Una hristir hausinn þegar hún er spurð um framtíðaráformin. „Ég veit ekki hvað ég vil. Ég hef satt best að segja ekki hugmynd um það. Kannski fer ég í söngskóla. Eða kannski langar mig til að opna föndurbúð.“ Una er ein tíu nemenda, 14 og 15 ára, sem nú sitja í starfsdeild Breiðholtsskóla, en þeir koma úr þremur grannskólum af höfuðborg- arsvæðinu. Árið 1987 var ákveðið að stofna slíka deild við skólann og er þetta þriðji veturinn, sem hún er starfrækt. Ákveðið var að veija einni milljón í tækjakaup og innrétt- ingar fyrir deildina. Ástæða þess að deildin var stofnuð var sameigin- legur áhugi starfsmanna skólans og fræðslustjóra Reykjavíkur, Ás- laugar Brynjólfsdóttur, við að vinna að námstilboði fyrir þá nemendur, úr efstu bekkjum skólans, sem eru að flosna úr námi. Eldri starfsdeild- ir era starfræktar í Réttarholts- skóla og Fellaskóla og verið er að reyna að koma upp starfsdeild við Seljaskóla. Hinsvegar má segja að skortur á húsnæði sé helsti þrösk- uldurinn fyrir stofnun slíkra deilda við skólana, að sögn Áslaugar. Neyðarathvarf Þá hefur nýlega verið brugðið á það ráð að opna neyðarathvarf í Mjódd fyrir þá unglinga, sem ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.