Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 C 13 var: „Auga fyrit' auga og tönn fyr- ir tönn.“ En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.“ Hér kemur fram önnur aðferð gegn hinu illa: Það versta sem við getum gert er að beita illsku gegn illsku, því þá eykst illskan í heiminum. Eða fitnaði ekki púkinn í fjósinu hjá Sæmundi fróða í þjóðsögunni, í hvert sinn sem honum var blótað? Púkann var aðeins hægt að sigra á einn hátt: Með því að blóta aldr- ei. (Þjóðsögur Jóns Ámasonar, 1. bindi, bls. 481.) Þessi aðferð er ekki ný af nálinni, Sókrates spurði til að mynda árið 399 f.Kr. þegar hann var að bollaleggja málið við Krítón vin sinn: „Er það skoðun okkar, að við eignm aldrei að gera rangt að ásettu ráði, hvemig sem á stendur, eða að við megum það stundum, þegar svo ber undir, en stundum ekki?“ Krítón og hann komast svo að þeirri niðurstöðu að „aldrei sé rétt að gera rangt né gjalda rangt með röngu, og þó að maður mæti illu eigi hann ekki að hefna sín með því að gjalda illt með illu.“ (Síðustu dagar Sókratesar, HÍB 1983, bls. 87.) Þetta er niður- staða viskunnar. Fullyrðing Jesú síðar meir: „Sannleikurinn gerir yður fijálsa," merkir einmitt að raunveruleg þekking og skilningur frelsi menn undan oki heimsku og illsku. Ef skilningurinn er fyrir hendi þá leggja menn niður aðferð- ir heimskunnar, því þeir skilja hvers vegna þær eru rangar. Eina raun- hæfa og varanlega leiðin til að sigra illmennið er að sýna því góð- mennsku og speki, eða að minnsta kosti sýna því ekki illsku á móti. Ef illmenni mætir illu, þá lærir það ekkert og mun ömgglega halda uppteknum hætti — það kann ekk- ert annað. Það mun sæta færis og bíða í myrkrinu eftir tækifæri til að hefna. Ef illmennið fær ekki illsku á móti og jafnvel góð- mennsku, er því bent á nýjan veg, sem nefndur er vegur dyggðarinn- ar. Það er sigrað og annaðhvort skreppur það saman og deyr eins og púkinn á fjósbitanum eða það breytir til betri vegar. Hvenær sigrar illskan? Hvenær sigrar ofbeldið? Sigraði Saddam Hussein þegar hann réðst inn í nágrannaríki sitt Kúvæt? Sigraði Stalín þegar hann gerði leynilegt samkomulag við Hitler um innlimun Eystrasaltsríkjanna gegn vilja íbú- anna? Nei, hið illa sigrar í rauninni aldrei. Hið illa er sandur en hið góða bjarg. Hvenær sigra andstæð- ingar sem deila? Þegar þeir sætt- ast. Jesús ráðlagði: „Vertu fljótur til sátta við andstæðing þinn, meðan þú ert enn á vegi með honum, til þess að hann selji þig ekki dómaran- um í hendur og dómarinn þjóninum og þér varpað í fangelsi. Sannlega segi ég þér: Eigi munt þú komast út þaðan fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.“ (Matt. 5, 25-27.) 111- deilur eru hryggilega algengar. Andstæðingar kæra hvor annan fyrir dómstólum í stað þess að sætt- ast. Það er betra að fóma eigin hagsmunum en að kæra andstæð- ing sinn. Fyrirgefning hlýtur að vera betri og göfugri heldur en hefnd. Slíkar fyrirgefningar eru vit- urlegar og eru þáttur í því að bæta ástandið, en ekki til að viðhalda því. Orð voru vopn og skjöldur Sókr- atesar. Ofbeldi var fjarri honum, en andstæðingar hans vildu ekki rökræða við hann og drápu hann í staðinn. Urðu þeir meiri menn af? Nei, Sókrates hafði sagt við dómara sína: „Ég ætla að fullyrða að ef þér drepið mig, slíkan mann, þá munuð þér ekki vinna mér meira tjón en sjálfum yður,“ (bls. 53) „og ég hygg, að réttlætislögmálið leyfi ekki, að betri maður bíði tjón af verra manni." (Bls. 54 í Síðustu dögum Sókratesar.) Sókrates reyndist sannspár, dómarar hans og böðlar féllu og fallið var’ mikið, en Sókrates lifir enn í huga og hjarta vestrænnar menningar, sem góð fyrirmynd um heiðarlegan mann og hetju. Dómar- ar hans beittu góðmenni ranglæti, sem varð þeim sjálfum að fjörtjóni, en beit ekki á fórnarlambið. „Sá sem launar gott með illu, frá hans húsi víkur ógæfan eigi.“ (Orðskv. 17, 13.) Hugsun og hegðun ofbeldis- og ofríkismanna verður ekki breytt með því að beita sömu aðferðum og þeir. Illska, dráp og ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Siðareglan „þú skalt ekki mann deyða“ er sönn og algild. Aðstæður afnema hana ekki. Við öðlumst aldrei þann rétt að taka líf annars manns. Hver getur gefið okkur slíkan rétt? Blindir leið- togar stórþjóða geta það ekki, jafn- vel þó þeir trúi því sjálfir. Hugur þeirra stendur iðulega til valda og ríkidæmis í heiminum, en ekki til frelsis og lífs hins vanmáttuga. Skynsemin segir og góðsemin sýnir að alltaf og undantekningalaust eigi að gera gott og rétt, jafnvel þó allt óréttlæti heimsins hellist yfir mann. Ef óréttlæti er beitt gegn okkur þá eigum við ekki að hefna okkar. Við eigum umhugsunarlaust „að fara tvær mílur með þeim sem neyðir okkur til að fara með sér eina mílu“. Jesús sagði ennfremur: „Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka.“ Með öðrum orðum sama manns: „Slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina.“ „Reynið síðan að snúa honum frá villu síns vegar,“ myndi heim- spekingurinn Immanúel Kant (1724-1804) bæta við. Þetta er snjallasta og eina raun- hæfa leiðin til að sigra ofbeldið og fylgismenn þess, því aldrei er rétt að gera það sem er rangt í eðli sínu. Þó ofbeldissinnar noti mælskulist- ina til að fegra málstað sinn og hylja raunverulegar ástæður gjörða sinna, og þó þeir telji fólki trú um að þeir stundi aðeins réttlæti og hafi göfug markmið, eins og að frelsa eitt land úr klóm annars, þá breytir það ekki siðferðilegum stað- reyndum og siðaboðum. Það hlýtur að vera eilíflega rangt að vinna gegn lífínu og fórna mannslífum til að tryggja eigin hag. Lífið er for- senda alls sem er og allt sem er í andstöðu við það er rangt og illt. Án lífs er ekkert. Illmenni skortir þekkingu. Það reynir að glepja fólk til að trúa að því gangi gott eitt til og hugsi um velferð annarra, en ekki sína eigin. Sjálft heldur það, að ranglæti og siðleysi dugi best til að öðlast völd og hamingju. Hinn vitri telur að slík skoðun beri vott um þekkingarskort á eðli hins góða. Speki aldanna Þannig getum við bundið enda á sögu ofbeldisverkanna. Ofangreind aðferð er besta leiðin til að bregð- astndð kúgun, hatri, valdbeitingu, ofbeldi og ofríki — með því að sýna ekki sams konar atferli, og með því að benda á hið góða. En það þarf tvennt til: Öfluga skynsemi sem hefur viskuna að markmiði, og góð- semi sem stuðlar að friði. Við upp- skerum nefnilega eins og við sáum. Það er speki aldanna og sá lærdóm- ur sem draga má af mannkynssög- unni. Það vex ekki friður af ófrið- arsæði. Eftírtaldar verslanir Glæsibæ verða hér eftir opnar alla sunnudagai ASUNNUDOGUM GLÆSIBÆ ‘ FRÁ KL. 13.00 KiMætöffli* GlaBSibæ '68 5166. JÍpeintPÍÍafeari BAKARÍ - KONDITORI - KAFFI '•4 1V/I 1T IV ,c;i. N íTIL LANGIBAR SÖLUTURN VSILÆSIBÆR 00 iSfíSí tif V í f : »< : • f Fií f t 'tt í r i t i r«> >. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.