Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 5
fgfif jíAT;j5inar'i g ji.ujaciijjimu?- niQAjflyiuíiHOM MOTJT.UNBLABIÐ StJNNUDAGUR' 3: KEBRÚAR 1991 J é e 5 geymdi hún öll þessi ár en lét mig hafa það aftur í fyrra. Það er um gamlan karl sem fer á sjó og er samið upp úr allra handa frægum íslenskum ljóðum. Alveg stjörnugal- ið! ... En þetta voru dropar í hafið; oftast leið mér illa. Ég svaf ekki vel á næturnar, ég varð einfari, öll tilvera mín snerist um að losna einhvem veginn við að fara í skólann. Ég bjó til veik- indi, reyndi að framkalla asmaköst og bronkítisköst með því að anda að mér moldarryki úti í iðnaðar- hverfinu. Stundum varð ég miklu veikari en ég ætlaði mér. Öllum móral ýtti ég til hliðar. Stal úr búð- um, sígarettum og öðrum nauðsynj- um eða hlutum upp á sportið. Og gommu af bókum sem ég seldi Kidda sódó sem hafði fornbókasölu niðri í miðbæ ... * Á þessum árum töpuðu menn eða sigruðu í skólanum. Þar gilti reglan um „survival of the fittest“ — sá sterkasti lifir af. Skólinn var að framleiða menn inn í ákveðin munstur. Þeir sem pössuðu ekki inn í munstrin enduðu sumir á Litla- Hráuni sem þjófar, nauðgarar eða morðingjar, sumir dóu, sumir héldu áfram að tapa í lífinu, voru lúserar það sem eftir var. Mér fannst ég hafa verið undir þau ár sem skipta barn miklu máli, og það merkir mig alla ævi. Ég gleymi aldrei skelfíngunni, van- máttarkenndinni, óttanum við stríðni og hlátur félaganna ef kenn- arinn tók mig fyrir. Hræðslunni við að svara vitlaust. Enn í dag fer ég í baklás ef ég þarf að skrifa nafnið mitt undir opinber skjöl og svoleiðis. Það þyrmir yfir mig. Eg skil undirmáls- fólk betur en annað fólk vegna þess að ég hef umgengist það meira en aðra og talið mig til þess. En ég átti undankomuleið inn í bækurnar, og smám saman flúði ég líka markvisst inn í músík. Bubbi Morthens þótti þetta skemmtilegt og fékk sjö. Þegar prófinu var skilað var blaðinu hent í mig og sagt: „Við viðurkenn- um ekki svindl hér!“ Eftir þetta gerði ég stóra krossa yfir nærri því hvert einasta prófblað sem var sett á borðið hjá mér. Ég fór í skólann en ég lærði ekkert, slóst í frímínútum, kom fullur á skólaböll og aðrar skemmtanir, var farinn að reykja reglulega ellefu- tólf ára, valdi mér kunningja sem voru á svipuðu róli. Þegar ég hitti fólk núna sem var með mér í skóla segir það: „Ég man ekkert eftir þér. Hvar varstu þessi ár?“ Ég var þar, bara horfinn inn í krabbaske- lina mína. Árið 1985 hitti ég einn fyrrverandi kennara minn á AA- móti vestur í Dölum og ég labbaði til hans og sagði „Sæll og bless-' aður, manstu eftir mér? Þú kenndir mér.“ Þá sagði hann: „Nei, ég kenndi þér ekki, við vorum saman f tímurn." Kennararnir gáfust upp á mér, allir nema einn. Dagbjört hét hún og kenndi mér íslensku, sennilega í fyrsta bekk í gagnfræðaskóla. Þau Arthúr bróðir kenndu saman nýlega og hún sagði honum að ég hefði skilað einni merkilegustu úrlausn á prófi sem hún hefði fengið í hend- ur. Þetta var próf í bókmenntum og ég hafði skrifað ljóð í stað þess að svara spurningunum. Þetta ljóð Sterk rök má færafyrir því aö ef ekkert ergert fyrir þessa nemendur, er mörgum þeirra tiættara að hrasaá lífsleiðinni en öðrum. bekkjarkennslu og að vinna í hópum þar sem þeir einfaldlega bíða ósigur á hveijum einasta degi. Ég hef oft sagt við sjálfa mig og aðra að ég myndi sjálfur fara að hugsa minn gang ef ég færi á hverjum morgni með það hugarfar í skólann að mér ætti eftir að líða illa. Myndi maður ekki heldur reyna að mótmæla því með einhveijum stælum, breyttri hegðan eða jafnvel með því að hætta að koma? Og það er einmitt t hvernig ég fari að því að mæla framfarirnar. Hvað þeim við- víkur verð ég að segja að mín besta mælieining er mætingin, sem var allt niður í 60% hjá þeim áður en þau komu hingað. Það er undan- tekning ef þessir nemendur fara niður fyrir 90% í mætingu. Sumir hafa reyndar 100% mætingu. Þetta finnst mér segja heilmikla sögu enda hafa þessir krakkar sagt okkur að þetta sé í fyrsta skipti sem þeim líði alls ekki illa , í skólanum. Sum- ir hafa tekið svo sterkt til orða að segja að þeim líði bara vel í skólan- um. Þetta starf er mjög gefandi þegar árangur- inn verður sýni- . . . , ..... 'egu1-- Að sama konti fra verri heimilom en skaPi verður maður oft svekktur þegar lítið miðar þrátt fyrir mikla vinnu. Eg hef oft haldið því fram að það þyrfti að byija neðar í grunnskólanum á þessu starfsdeildar-úrræði því við getum séð í dagjafnvel 11-12 ára nemend- ur, sem augljóslega munu lenda inn á starfsdeild á seinni stigum. Það er sorglegt að horfa upp á, en spurningin er alltaf sú hvenær tíma- bært sé að flokka nemendur þannig niður,“ segir Ragnar. „Mér finnst mikiil misbrest- ur á pví í grunnskðlunum að krökkum séu kenndir hagnytir hlutir um líf fullorð- Það er alls ekkert gegnum- áhyggjuefni á meðal þeirra að fá ekki atvinnu. „Brugðið var á það ráð að bjóða upp á eins árs starfs- nám, sem hafði það að markmiði að auka hæfni og færni nemend- anna við að takast á við daglegt líf með því hugarfari að standa sig í atvinnu. Starfskynning var veiga- mikill þáttur starfsnámsins. Nem- endur fengu smám saman að detta inn í atvinnulífið. Það, sem hinsveg- ar kom mér á óvart eftir að hafa rætt við nokkra nem- endur þarna ytra, var að það var mikið kappsmál hjá unglingunum að ná sér í und- irstöðumennt- un, sem létta myndi þeim at- vinnuleitina. Bretarnir voru með annað úr- ræði, sem geng- ur undir nafn- • inu „Youth Training Sc- heme“; eins- konar vinnu- skóli. Þar gátu unglingar verið í allt að tvö ár og voru að hluta til í skóla og að hluta til í lau- naðri vinnu. Ríkið og atvinn- urekandinn skiptu launun- um á milli sín. Þetta var mjög vinsælt fyrir- bæri, en fékk kannski þá gagnrýni að þarna sæktu at- vinnurekendur ódýrt vinnuafl. Á hinn bóginn fengu ungling- arnir tækifæri til að spreyta sig, þjálfuðust og fengu svo leiðsögn í skóla um leið. Við íslend- ingar höfum sáralítið af slíkum úr- ræðum. Þeir, sem hingað til hafa ekki getað þegið það sem grunn- skólinn býður upp á, hafa lent út úr kerfinu. Og það eru mjög ólíkar ástæður fyrir því af hverju þeir hafa ekki getað þegið það. Þessir nemendur mínir eiga það eitt sam- eiginlegt að þeim hefur ekki gengið vel í hinu hefðbundna bekkjarkerfi og fýrir því eru margvíslegar ástæð- ur. Brenndir einstaklingar Sumir eiga við það mikla lestrar- örðugleika að glíma að þeir hafa ekki getað tileinkað sér bóklegt nám, ýmist vegna lesblindu eða þjálfunarskorts. Hugsanlega geta sumir verið minna greindir en geng- ur og gerist. í öðru lagi höfum við haft mjög greinda nemendur, sem hafa lent upp á kant við skólakerf- ið og upphátt hafa þeir mótmælt skólakerfinu. Áhugasviðið hefur verið allt annað en skólinn hefur boðið upp á. í þriðja lagi höfum við haft nemendur, sem koma frá heim- ilum þar sem hlutirnir eru ekki í lagi — uppeldislaus börn, sem hafa verið látin ganga sjálfala frá 8-9 ára aldri. í sumum tilvikum hefur drykkjuskapur á heimilunum átt þátt í því svo og skilnaðir svo dæmi séu tekin. Við höfum haft nemend- ur, sem ekki hafa séð mikinn til- gang í því að vakna á morgnana. Þetta eru óneitanlega brenndir ein- staklingar, sem hugsanlega hafa verið teknir í gegn af félögum sín- um. Sumir hafa þurft að þola ein- elti í skóla Qg aðrir hafa þolað reynslu, sem ég myndi aldrei vilja fara sjálfur í gegnum. Þeir, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér á einhvern hátt, lenda oftar en aðr- ir í því að verða teknir fyrir af jafn- öldrum sínum eða öðrum. Börn og unglingar eru auðvitað misjafníega búin til að taka við slíku. Margir af þessum neméndum hafa mjög slæma reynslu af hefðbundinni Foreldrar Foreldrum starfsdeildarnemenda er flestum ljós sú slæma námslega og félagslega staða sem börn þeirra eru í. Væntingar þeirra eru því ekki miklar til hefðbundins náms. Foreldrarnir hafa átt erfitt með að fá börnin til að stunda skólann og grípa því fegins hendi nánast hvaða námstilboði sem er ef það mætti verða til hjálpar. „Það er engin launung að sumir nemendanna búa við þannig aðstæður heima fyrir að það þýðir lítið að leita til heimil- anna um aðstoð. Hinsvegar er það alls ekki algilt að þessi börn komi frá verri heimilum en önnur börn." Stefnt er að góðri samvinnu for- eldra, nemenda og kennara. For- eldrar eru fengnir til aðstoðar við vettvangsferðir og starfskynningar. Tvisvar yfir veturinn er skipulagður foreldradagur, en eftir því sem þurfa þykir símaviðtöl og aðrir fundir. Skólinn ætlast til þess að foreldrarnir sinni skyldum sínum við börnin, með því að búa þeim skilyrði til að stunda námið og taki fulla ábyrgð á ákvörðunum þeirra og hegðan. „Það et' vissulega dýrt fyrir þjóð- félagið að hafa tvo kennara í fullu starfi með tíu nemendur. Á það ber á hinn bóginn að líta að það er líka dýrt að gera ekkert fyrir þessa nemendur. Spurningin er hvort þjóðfélagið vill leggja peninga í for- varnarvinnu í stað þess að sitja hugsanlega uppi með einstaklinga, sem finna sig kannski ekki í neinu í þjóðfélaginu," segir Ragnar Þor- steinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.