Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 7
'MÖRttt/MLÁÓlÐ 'g*CrNNUÐÁGt!lR '3.'TE6ÍÍÚ’AR,'íððl
X ^
heldur er eins og það sé að .gera
eintómar æfingar.
Eg hóf nám í Listdansskóla Þjóð-
leikhússins í ársbyijun 1981 en
hætti þar vorið 1987. Þá var ég
farin að stunda einkaskóla með, tók
m.a. tíma f Jassballettskóla Báru.
Það var oft sagt við okkur að gott
væri að taka slíkt með þó við settum
klassíska ballettinn í fyrsta sæti.
Eftir að ég hætti í Listdansskóla
Þjóðleikhússins fór ég í Modern
jassballettflokk hjá Báru og var þar
í eitt ár. Árið eftir tók Hlíf Svavars-
dóttir við íslenska dansflokknum
og hún tók mig inn í flokkinn í eitt
ár. Það er því ekki rétt sem fram
kom í viðtali sem Morgunblaðið
átti við Gray Veredon dansahöfund
og birtist laugardaginn 19. janúar
sl. Þar segir að að ekki hafi verið
pláss fyrir mig innan hins þrönga
ramma sem íslenska dansflokknum
sé sniðinn. Hið rétta er að ég var
lausráðin hjá íslenska dansflokkn-
um áður en ég ákvað sjálf að yfir-
gefa flokkinn árið 1989 og fara til
Þýskalands. Þessi ummæli kunna
hins vegar að eiga við einhverja
aðra unga dansara.
Mér fannst mjög gaman að kom-
ast út til Þýskalands til að vinna.
Þar er danslífið allt öðruvísi en
hér. Þar sá ég hve mikið er til af
góðum dönsurum. Samkeppnin er
þar líka mun meiri en hér, þrátt
fyrir hve tækifærin eru hér af
skornum skammti og að hér eru
ekki veittir fleiri samningar við
dansara. Hjá íslenska dansflokkn-
um eru dansarar nokkuð öruggir í
sessi sem ríljisstarfsmenn. Það fyr-
irkomulag hefur sína galla og sína
kosti. Það hefur að mínu viti verið
sagt of margt neikvætt um íslenska
dansflokkinn. Það er talað um að
dansararnir víki þaðan ekki nógu
fljótt. En hafa ber hugfast að það
er mjög einstaklingsbundið hve
dansarar geta dansað lengi. Ég
bendi á að það eru allir dansarar
flokksins með í Draumi á Jónsmess-
unótt, svo það virðist engum ofauk-
ið í flokknum. Hins vegar er hollt
fyrir alla dansflokka að endurnýjun
sé talsverð, það er bara allt annað
mál. En sé einhveiju ábótavant í
starfsemi íslenska dansflokksins þá
er stjórn flokksins ábyrg fyrir því,
ekki einstakir dansarar. Staðreynd-
in er sú að tækifærin hér eru svo
fá að ef að dansarar vilja fá eitt-
hvað að gera þá þurfa þeir helst
að starfa erlendis.
Hvað snertir einkalífið þá var ég
í föstu sambandi hér heima í fimm
og hálft ár, en því var lokið áður
en ég flutti til Þýskalands. Nú bý
ég með ítölskum vini mínum, sem
er dansari eins og ég. Við dönsuðum
saman í Stadt Theater í Darm-
stadt. En við vorum bæði óánægð
þar og hættum. Við höfum verið á
lausum samningum síðan, en ætlum
að fá okkur fasta vinnu í haust.
Ég hef þegar fengið þijú atvinnutil-
boð og hef helst í huga að ráða
mig til Köln. Við lifum fremur ró-
Iegu lífi þarna ytra. Förum einstaka
sinnum út að skemmta okkur en
að öðru leyti fer tíminn í æfingar
og vinnu. Ég hef aldrei reykt og
drekk sjaldan áfengi og þá mjög
lítið magn. Ég er þeirrar skoðunar
að þetta tvennt fari illa saman með
listdansi. Það veitir ekki af að halda
sér í góðu formi, samkeppnin er
hörð. Eg hugsa líka talsvert um
hvað ég borða, eins og nú er orðið
algengara en var að fólk gerði. Ég
borða lítinn sykur og sælgæti og
sárasjaldan kjöt. Ég lifi þess í stað
mikið á grænmeti, fiski, hrísgijón-
um, baunum og pasta. Ennfremur
nota ég fremur jurtafeiti en dýra-
fitu.
Fljótlega eftir að ég kom út sá
ég þar ganga aftur sömu vandamál-
in og við var barist í danslokknum
hér heima. Dansararnir voru
óánægðir með stjórn flokksins,
óánægðir með þau verk sem upp
voru sett o.s.frv. Óánægjan var
bara meiri og vandamálin stærri.
Þegar fram í sótti fór mér að finnast
sem lífíð í íslenska dansflokknum
hefði verið hreinn dans á rósum
miðað við ástandið í ballettflokkn-
um í Darmstadt. Það var gott að
átta sig á þessu, það varð til þess
að ég mikla ekki eins fyrir mér
vandamálin sem við er að stríða hér.
Laun dansara í Þýskalandi eru
nokkuð góð. Stundum eru þau jafn-
vel mjög góð. Það er líka mikið af
aðkomufólki sem dansar í Þýska-
landi, sem og er mikið þar af erlend-
um söngvurum. Leikararnir eru
hins vegar oftast þýskir. Við ballett-
inn í Köln, þangað sem ég er að
hugsa um að ráða mig, starfar
Katrín Hall. Þar dansaði líka Svein-
björg Alexanders um margra ára
skeið. María Gísladóttir dansaði
einnig í mörg ár í Þýskalandi. Hún
er góð vinkona mín síðan hún
kenndi mér forðum daga í Þjóðleik-
húsinu. Okkur varð strax vel til
vina, hún hvatti mig til þess að
koma heima og taka próf fyrir sýn-
inguna á Draumi á Jónsmessunótt.
Mér finnst óskaplega gaman að
dansa og vona að ég geti dansað
sem lengst. Það er mjög einstakl-
ingsbundið hvað fólk getur dansað
lengi. Sumir dansarar hætta um
þrítugt, en svo hefur maður heyrt
um fólk sem dansar fram yfír fímm-
tugt. Ég vona að ég endist alla
vega fram að fertugu. En þó ég
vilji dansa sem mest vil ég ekki
helga mig framanum eingöngu. Ég
er ákveðin í að eignast barn. En
ég vil ekki standa í slíku fyrr en
ég er í tryggu sambandi því ég vil
aðeins bjóða barninu mínu það
besta. Það er tiltölulega auðvelt
fyrir dansara að vera með barn í
Þýskalandi, það hækkar jafnvel
kaupið. Aðrar aðstæður eru líka
góðar svo það stendur ekki í vegin-
um. Ég hef alltaf haft gaman af
börnum og ætla ekki að svipta sjálfa
mig þeirri ánægju að eignast barn.
Ég er ágætlega ánægð með að
starfa í Þýskalandi en ef ég ætti
að velja myndi mig langa mest til
að dansa í Frakklandi. En þar er
mjög erfitt að komast að. Frakkar
eiga góða ballettskóla og þar er
allt morandi í góðum dönsurum.
Hins vegar er það svo í dansheimin-
um að það er ekki bara hæfnin sem
úr sker, heppnin er líka stór þáttur
í frama fólks. En enginn listdansari
er þó svo heppinn að hann hafi efni
á að slá slöku við. Maður verður
alltaf að æfa sig. Ég er ánægð
þegar ég get æft þijá tíma á dag,
þá er ég í fríi. Venjulega æfi ég
mig mun lengur. Samt hafa æfing-
ar ballettdansara breyst. Áður voru
allir píndir áfram og afleiðingin
varð sú að mjaðmaliðirnir og hnjá-
liðimir gáfu sig hjá mörgum döns-
urum þegar aldurinn færðist yfir.
Nú er tæknin og þekkingin á
mannslíkamanum miklu meiri og
fólk fær ekki að reyna meira á sig
en talið er heppilegt fyrir hvern og
einn. Það er ekkert skrítið þó það
sé mikið álag að dansa, þetta eru
ekki beint eðlilegar hreyfíngar. Það
er líka einstaklingsbundið hvað fólk
getur boðið sér í æfingum.
Mér finnst mjög gaman að koma
í heimsókn til Islands en ég verð
þó að játa að ég er farin að hlakka
til að fara út aftur. Þó mér þyki
vænt um landið mitt hugsa ég enn
sem komið er fremur sjaldan heim
til íslands, nema þá til fólksins
míns. Það er svo mikið um að vera
hjá mér í Þýskalandi. Ég vona að
ég geti farið strax út eftir fímmta
febrúar þegar sýningum á Draumi
á Jónsmessunótt lýkur.
í dansheiminum ríkir endalaus
keppni og maður verður að læra
að lifa með því. En það er oft erf-
itt. Ég er líka viðkvæm og tek
stundum of nærri mér ýmislegt sem
gerist, sérstaklega ef mér fínnst ég
órétti beitt, en þannig er sjálfsagt
flestum farið. Það er líka leiðinlegt
að horfa uppá þegar kunningsskap-
ur og jafnvel pólitík er látin ráða
meiru um val á fólki heldur en
hæfni og geta. Það er erfitt að leiða
slíkt hjá sér, mjög erfitt.“ í síðustu
orðum Þóru býr sársaukinn sem
jafnan er fylgifískur óréttlætisins.
Orð hennar minna á að til er margt
fólk sem byrgir innra með sér
vængstífðar vonir, jafnt í listaheim-
inum sem annars staðar. Tlminn
breytir ekki innræti mannanna, í
dag eins og áður eru til menn sem
jafnan eru tilbúnir til að brenna
vængi þeirra sem reyna að gera
draum sinn að veruleika.
SKÓÚTSALA
Skóverslun Þóröar,
Kirkjustræti 8,
sími 14181
Laugavegi 41,
simi 13570
wmm
GYM 80" ALLT ÞAÐ BESTA A EINUM STAÐ
GYM80"
SUÐURLANDSBRAUT 6 - BAKHÚS - SÍMI: 678383
LJCII Cll OPNUNARTÍMI:
ntiLdu7.00-22.00
r^kt
Um helgar:
9.00-18.00
Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud.
Kl. 18.20 Fitubrennsla Kl. 18.20 Fitubrennsla Kl. 18.20 Fitubrennsla Kl. 18.20 Fitubrennsla Kl. 14.00 Fitubrennsla
GYM80
llLAND
TÍMATAFLA
ArKÓr DityO
Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 1
Kl. 19.20 Púltími Kl. 19.20 Þrektími Kl. 18.20 Fönktími Kl. 13.00 Magi, rass.læri
. SÖLBAOSSTOFÁ
Hin margromaða reykja vikur
sér um Ijósin og býður upp átrimmform rafmagnsnudd
til grenningar og vegna appelsínuhúðar,
giktar, vöðvabólgu o.fl.
SUÐURLANDSBRAUT 6 - BAKHUS - SIMI: 678383