Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1991 C 9 lofa þeim að lifa? Þá er hvatt til þess að fólk kanni merkingar á snyr- tivörum. Sum þeirra framleiðslufyrir- tækja nota dýr í tilraunaskyni — stundum bara fyrir prjál. Forðist slík- ar vörur — aflið upplýsinga — spyrjið. í Bretlandi eru 2 milljónir tonna af pappír endurunnar árlega. Allt of lítið. Hægt er að nota endurunninn pappír í miklu meiri mæli án þess að gæðin verði minni. Dagblöð er einfalt að endumýja — vikurit með litmyndum eru erfiðari. Flokkið þau því sér. Geymið hin og komið þeim í endurvinnslu. Skapið eftirspum í verslunum eftir umhverfisvænum vömm. Það spyrst! Gler er auðvelt að endurvinna. Safnið því saman. Það þarf ekki að vera hreint, má vera með áföstum límmiðum (litað gler á þó að flokkast sér), komið því í endurvinnslu. Veldu umhverfisvæn- ar umbúðir við innkaup — gler frem- ur en plast. Notið taubleyjur (þetta verður erfitt fyrir marga). Bakteríur geta komist í gmnnvatn þegar óhreinum pappírsbleyjum er fleygt — geta verið smitandi. Mætti hugsa sér taubleyjur að hluta? Og pappírsbleyj- ur úr óbleiktum pappír. Svo segir í bþkinni að best sé fyrir bamið að nota ullarbuxur yfir taubleyjumar. Smáræði sem telur þó: Taktu með þér þinn bolla í vinnuna í staðinn fyrir að nota kaffibollann úr plasti sem þar er. Endumýta má notuð umslög með því að setja límmiða yfir nafn fyrri viðtakanda. Látið gera við hluti sem bila þótt smálegir séu í stað þess að fleygja þeim. Bent er á í hvílíkri hættu regn- skógar jarðar em — því er spáð að verði ekki gripið til verndaraðgerða verði aðeins 20% þeirra, sem nú standa, eftir um aldamótin. Minnt er á að enda þótt regnskógar hylji aðeins 2% af yfirborði jarðar, lifír þar helmingur allra tegunda jurta, og dýraríkis veraldar. íjórða hver jurt sem notuð er til lyfjagerðar kem- ur af regnskógasvæðinu. Samtök sem vinna gegn krabbameini hafa lýst því yfir að 70% af jurtum sem Xnotaðar em í krabbameinslyf vaxi aðeins í regnskógum. Og marga fleiri kosti regnskóga mætti auðvitað telja. Með gróðursetningu tijáa og efl- ingu skógræktar er unnið gegn gróð- urhúsaáhrifum og þá em ótaldir fjöl- margir aðrir kostir sem af þeirri iðju fást og skilgreindir eru í ritinu. „Gakktu í skógræktarfélag“, segir þar, „talaðu máli trjáa og skógrækt- ar við vini og kunningja. Með því lætur þú þér annt um framtíðina. Varað er við notkun skaðlegs skor- dýraeiturs, sbr. reynsluna af DDT og bent á að börn jarðar eiga heimt- ingu á að fá fræðslu um þessi mál öll. I einum kaflanum em leiðbeining- ar um hvemig nýta megi lífrænan úrgang til áburðar, bæði það sem til fellur í eldhúsi og í garðinum. Sagt er að um 30% af því sem til fellur í eldhúsi sé lífrænn úrgangur. Tilmæli em um að menn takmarki bílakstur eftir föngum og mælt með reiðhjólinu (einn dag í viku t.d. til að byija með), noti almenningsvagna eða bara gangi. Fæðuval skiptir líka miklu máli. Mælt er með minna kjötáti en nú tíðkast. Fáir leiða hugann að því hvemig það er framleitt (það vita þó íslendingar!). Minnst er á hvernig regnskógar hafa orðið að víkja fyrir nautgriparækt. Helmingur komupp- skem í Bretlandi er notaður í fóður- bæti handa nautgripum. Sagt er að minnki Bandaríkjamenn kjötát um 10% mundi það sem með því sparast af komi og sojabaunum nægja til að fæða 60 milljónir manna — allan þann flölda sem nú deyr árlega úr hungri! Þá er því og haldið fram að lífslíkur grænmetisætu séu 9 ár umfram kjötætunnar. Minnkaðu því kjötskammtinn, lærðu að búa til góða grænmetisrétti, reyndu að rækta grænmeti í garðholunni þinni. Upp- skeran getur orðið mikil þótt plássið sé lftið. Á ferðalögum þarf líka að hafa umhverfisvemd í huga. Fleygðu aldr- ei msli á víðavangi. Gakktu vel um tjaldstæði, sýndu umhverfinu virð- ingu. I lokakaflanum er ítrekað að þess- ar ábendingar séu aðeins upphafið — nú eigi að hefjast handa. Allir eigi að ganga til liðs við „móður jörð“ þótt í smáu sé. Og lesandinn er hvatt- ur til að koma upplýsingum sem um er fjallað í bókinni á framfæri við aðra — þannig muni vinnast hver áfanginn af öðmm. Hætta er þó á að margir sem ekki hafa kynnt sér málavöxtu hugsi sem svo: „Æ, það munar ekkert um það sem ég get gert.“ Það er rangt, segja útgefendur — því margt smátt gerir eitt stórt — og getur því skipt sköpum. SIiÓLAIVIÁL/Hvertermarkmib tölvukennslu ígrunnskólum ? Tölvukennsla MARKMIÐ sérstakrar tölvu- kennslu í grunnskólum hafa yfir- leitt verið þau að nemendur geti nýtt sér tölvuna við verkefni í skólanum og ekki síður í fram- haldsskólum. Einnig hefur verið haft í huga að nemendur geti orðið frambærilegir á vinnumark- aði. eftir Gylfo Pólsson Vélarnar sem notaðar hafa verið eru mismunandi en víðast em notaðar PC-tölvur. Þær em enda algengastar í öðrum skólum og fyrir- tælg'um. —Varðandi þann hugbúnað sem kennt er á er annað uppi á teningnum. Mýgrútur alls kon- ar forrita er á markaðnum og ogjörningur væri að elta ólar við all- an þann fjölda. Þess í stað hefur stefnan verið sú að kenna á fá forrit en leggja áherslu á að það sem nemendur læra nýtist þeim við önnur forrit. Það skiptir t.d. ekki höfuðmáli á hvaða ritvinnsluforrit er kennt held- ur að áhersla sé lögð á að þjálfa helstu aðgerðir og sýna fram á nota- gildi ritvinnslunnar. Best em einfóld forrit sem hafa þó þær aðgerðir sem algengastar em. Til þess að nemendur komi til með að geta nýtt sér tölvukunnáttu sem best í framhaldsskóla og atvinn- ulífi er mikilvægt að fylgjast grannt með því sem er að gerast í tölvuheim- inum. Ekki dugir að kenna á tæki eða hugbúnað sem víðast er hætt að nota utan skólans. Því verður að endurnýja búnaðinn í takt við tímann og hafa vakandi auga fyrir nýjung- um sem auðvelda kennsluna. Menn verða því að gera sér grein fyrir því að tölvukennslu í skólum fylgir ekki aðeins töluverður stofn- kostnaður heldur einnig allmikill rekstrar- og viðhaldskostnaður. Það er því ekki nóg að „skaffa settið" og halda svo að það dugi um alla framtíð. í mörgum grunnskólum er tölvukenusla valgrein í 10. bekk. Helstu breytingar sem nú eru ryðja sér til rúms em nettengingar og gluggakerfí. Helstu kostir net- tengingar em að hægt er að nýta harðan disk á einni vél fyrir marg- ar. Þ.e. hægt er að hafa forrit o.fl. á einum stað í stað þess að þurfa að afrita þau fyrir allar vélarnar og hægt er að setja gögn á netið frá einni vél og nota seinna á annarri án þess að þurfa að flytja þau á milli með disklingum. Þetta auðveld- ar alla kerfisstjómun þar sem aðeins þarf að viðhalda forritum á einni vél í stað þess að uppfæra marga diskl- inga. Einnig geta margar tölvur nýtt einn og sama prentarann. Gluggakerfi unnu sér fyrst sess á almennum markaði með Macintosh- tölvunni frá Apple. Síðan hafa kom- ið á sjónarsviðið ýmis gluggakerfi fyrir einkatölvur og er Windows einna þekktast. Gluggakerfi byggj- ast á stöðluðum og einföldum sam- skiptum forrita (tölvu) og notanda. Með stöðlum er átt við valmyndir, innsláttarsvið, flýtilykla, hjálp o.fl. sem er eins í öllum forritum glugga- kerfa. Öll samskipti eru einföld en öflug. Tölvunotkun í einstökum náms- greinum er ekki almenn. Þó eru til forrit einkanlega í stærðfræði og fleiri greinum en mörgum kennurum vex í augum að nota þau enda skil- yrði víða erfið. í sérkennslu eru hins vegar ýmsir vegir færir og má segja að á því sviði getur tölvan verið töfr- atæki. E.t.v. meira um það síðar. Að lokum skal aðeins minnst á tölv- una sem hjálpartæki kennarans. Tölvur eru afbragðstæki til náms- efnis- og verkefnagerðar. Til þess að þær nýtist þarf að uppfylla nokk- ur atriði. Þær þurfa að vera staðsett- ar í vinnuherbergjum kennara þar sem þeir geta gengið að þeim í næði. Kennarastofa eða tölvustofa nemenda eru vonlausir staðir. Vélin þarf að vera nógu öflug til að geta keyrt upp flestan þann hugbúnað sem kennarar þurfa. (Harður diskur, góður grafískur skjár.) Fullkominn prentari þarf að vera á staðnum, helst geislaprentari. Tækin ættu að vera einföld í notkun svo að allir gætu lært á þau en nauðsynlegt að tölvukennari skólans hefði það hlut- verk inni í sinni kennsluskyldu að leiðbeina kennurum, sýna þeim mög- uleikana sem tækin bjóða upp á og kynna nýjungar. Þar með væri kom- ið á síkennslu meðal kennaraliðsins. (Þakka Þorsteini Þorsteinssyni, tölv- unarfræðingi, veitta aðstoð, G.P.) sem tryggir bestu hugsanlegu ryðvörn. Ryðvarnarábyrgð í 8 ár! Uno er enn eitt tækniundrið frá Torino á Ítalíu, sem tekur mið af óskum þínum og fjöl- skyldu þinnar um, hvernig bíll á að vera. Góða ferð! ítalska verslunarfélagið hf. SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVlK • SlMI 91 688 850 >35.000 kr. UNO 60 S - 5 dyra, vél 1.108 cc„ 57 hö„ 5 gíra, bensíneyðsla 4,5 - 6,1 L/100 km„ verð 695.000 kr. UNO TURBO - 3 dyra, vél 1.300 cc„ 118 hö„ 5 gíra, verð 1.050.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.