Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 30
3Ö -ÓL MORGDNBLAÐIÐ SAMSAFIMK) s AGUR 3. FEBRÚAR 1991 ÆSKUMYNDIN... ERAF JÓNIPÁLISIGMARSSYNI, STERKASTA MANNIHEIMS Sjálfum sérnógur Hann var eins og nýfætt lamb þegar hann fædd- ist, ljóskrullhærður, og svo sem ekkert stærri eða sterkari en önnur nýfædd börn, 16 merkur og 52 cm. Frænkur hans dunduðu sér gjarnan við að setja slaufur í hárið á honum og að því búnu leit- aði hann uppi háhælaða skó og veski til að spranga •*, með. Hann vildi fara sínar eigin leiðir, var róleg- ur, samviskusamur, og sjálfum sér nógur. A ungl- ingsárum leit hann ekki við klíkunum, sem reyktu, drukku og stunduðu útiverur langt fram eftir morgnum. Hann valdi það heldur að vaxa í bæl- inu. Samt sem áður var alltaf nóg að gera og voru það íþróttir hvers kyns sem áttu hug hans allan og það er varla til sú íþróttagrein sem hann hefur ekki komið nálægt. Jón Páll Sigmarsson stendur nú á þrítugu og hefur fjórum sinnum sigrað í keppninni um sterkasta mann heims. Hann fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 28. apríl 1960. Tæplega tveggja ára fluttist hann, ásamt móður sinni, Dóru Jónsdóttur, og fósturföður, Sveini Guðmundssyni, til Stykkishólms þar sem hann bjó til níu ára aldurs. „Ég fór að æfa glímu fimm ára með fósturpabba, sem var glímumaður mikill, en hann hafði gefið mér og bróður mínum íþróttagalla og fylgdi það skilyrði að við ættum að vera duglegir í íþróttum." Birna Sigurðardóttir, markaðs- stjóri, bjó í Stykkishólmi á ungl- ingsárum og hafði þá m.a. það hlut- verk með höndum að passa Jón Pál, sem þá var fjögurra og fimrh ára og fór hún eitt sinn út í Skáleyj- ar með honum, en þar var fjölskyld- an við eggjatínslu, dúntekju og sel- veiðar á sumri hveiju. „Hann var rosalega þijóskur og það var útilok- að að ætla sér að reyna að kaupa r .hann með amerísku tyggjói eða ópali, eins og krakkarnir vildu í þá daga. Ef hann tók eitthvað í sig, varð því ekki breytt. Að því leytinu má segja að hann hafi verið erfiður við mig. Á hinn bóginn var hann mikill Ijúflingur og gat dundað sér tímunum saman. Hann þurfti ekk- ert frekar á félagsskap að halda og var alfarið á móti því að ég hefði nokkuð við vinkonur mínar, sem Iíka voru í vist, saman að sælda á meðan ég átti að vera að sinna „Hann var rosalega þijóskur og það var útilokað að ætla sér að reyna að kaupa hann með amerísku tyggjói eða ópali,“ segir barnapía Jóns Páls Sigm- arssonar. honum.“ Þess má geta að þegar Jón Páll komst á fermingaraldur laun- aði hann Birnu pössunina að nokkru leyti með því að passa ungan son hennar. Áreiðanlegar heimildir herma að Jón Páll hafi matað litla sveininn á próteini og hráu kjöti með það að markmiði að gera úr honum mann. Níu ára gamall flútti Jón Páll í Árbæinn og hóf að æfa með Fylki. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Ár- bæjarskóla og var að eigin sögn daglangt í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. í æsku gekk hann hinsveg- ar með þann draum að fara í íþróttakennaraskólann. Fjórtán ára gamall fór Jón Páll að draga mjög úr þeim hópíþróttum, sem hann lagði stund á, og segir ástæðuna þá að menn séu ekki allir tilbúnir til að leggja jafn mikið á sig til að ná árangri. Hann hafi því ákveðið að stóla eingöngu á sjálfa sig. Sautj- án ára mætti hann á sína fyrstu æfingu í Jakabóli í Laugardalnum og mun þá 'hafa sagt: „Nú er ég mættur til að verða hrikalegur." Meðal þeirra kraftajötna, sem þá voru í sviðsljósinu, var Skúli Oskarsson. „Hann virkaði á mann sem hár, grannur, frekar hlédræg- ur, en þó geðugur piltur. Og ekki átti maður þá von á því að þessi drengur ætti eftir að verða sterk- asti maður heims. En hann sýndi það strax að hann ætlaði sér að verða bestur og mestur. Hann hafði ógurlegt kapp, æfði stíft og var fljótur að ná árangri. Þó ég segi sjálfur frá held ég að hann hafi verið einlægur aðdáandi minn svona í fyrstu. Eitt er þó ljóst að aldrei hefur hann Jón Páll þurft að líta upp til mín, í þeirri orðsins fyllstu merkingu. ÚR MYNDASAFNIN1I ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Séra Friðrik ogKFUM Séra Friðrik Friðriksson setti sterkan svip á íslenskt þjóðlíf á fyrri hluta þessarar aldar, einkum fyrir afskipti sín af fé- lags- og trúmálum. Hann stofnaði Kristi- legt félag ungra manna í Reykjavík 1899 og átti meðal annars þátt í stofnun Knattspyrnu- félagsins Vals skömmu síðar. Séra Friðrik fæddist á Hálsi í Svarfaðardal 25. maí 1868. Hann lauk stúdentsprófi 1893 og stundaði um skeið háskóla- nám í Kaupmannahöfn og las með- al annars læknisfræði. Hann starf- aði í KFUM í Kaupmannahöfn á árunum 1895 til 1897 og heimkom- inn stofnaði hann KFUM í Reykjavík. Hann lauk guðfræði- prófi aldamótaárið 1900 og var skipaður prestur við Laugarnesspít- ala og vígður það sama ár. Síðar gegndi hann meðal ann- ars starfi annars prests við Dómkirkjuna, prestsþjónustu í Mos- fellsprestakalli, var sóknarprestur um tíma í Garðaprestakalli á Akranesi og í Útskála- prestakalli um skeið. Séra Friðrik var framkvæmdastjóri KFUM frá upphafi og langt fram á efri ár, en séra Magnús Runólfs- son tók síðan við af honum sem forstöðumaður félagsins. Séra Frið- rik lést 9. mars 1961 á 93 aldurs- ári. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar um það leyti sem KFUM var 50 ára, árið 1949. Frá helgistund í tilefni 50 ára afmælis KFUM 1949. Á myndinni má meðal annars þekkja herra Sigurgeir Sigurðsson biskup og frú Guðrúnu Pétursdóttur, séra Bjarna Jónsson vígslubiskup og frú Áslaugu Ágústsdóttur og séra Árna Sigurðsson Fríkirkjuprest. SUNNUDAGSSPORTID Siglingar SIGLINGAR eru íþrótt sem ætti að vera íslendingum í blóð borin og töluverður hópur fólks stundar hana hérlendis sér til skemmtun- ar og keppni. Alls munu félagsmenn Siglingasambands íslands vera um eitt þúsund talsins í dag og hefur töluverð gróska verið i starf- semi þess þau 15 ár sem liðin eru frá stofnun sambandsins. Sökum veðurs er eingöngu keppt í siglingum á sumrin en þeir hörðustu í íþróttinni munu einnig æfa á vetrum. Keppt. er í þremur flokkum, seglbrettum, kænum, og kjölbátum og eru 10 stórmót haldin árlega í þessum flokkum hérlendis. .Einnig mun nokkuð um að íslend- 'ingar sendi lið utan til keppni en árangur á þeim vettvangi hefur verið upp og ofan á síðustu árum. Ari Bergman Einarsson formað- ur SÍL segir að fjölgun félagsmanna innan sambandsins hafi verið hæg og jöfn en mest hafi hún orðið hjá þeim sem stunda þessa íþrótt á kjöl- bátum. Þar er áhöfnin 5-7 manns þannig að aldrei eru undir 50 manns sem keppa á sumrin á þessum bát- um. Sigling á kjölbátum er nokkuð dýr íþrótt því hver bátum kostar um milljón en hægt er að kaupa þá ódýrari notaða. Hinsvegar mun seglbrettaiðkun kosta álíka og skíðaiðkun svo dæmi sé tekið. Mestur fjöldi siglingamanna er í Reykjavík en auk þess eru til klúbb- ar siglingafólks á ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Hinir síðastnefndu stunda íþrótt sína á Lagarfljóti. BÓIUN ÁNÁTTBORDINU Ari Skúla- son hagfræð- ingur Aldrei þessu vant er ég með eina bók á náttborðinu. Það er „Sól í Norðurmýri" eftir Þórunni Valdimarsdóttur og Megas. Ég er mest fyrir skáldsögur. Því miður finnst mér að íslensku skáldsögurn- ar hafi dalað hin síðari ár þannig að ég hef frekar snúið mér að þýdd- um skáldsögum. KarlV. Matthías- son sóknar- prestur * Eg er að lesa barnabókina„Bjé- tveir, bjétveir" eftir Sigrúnu Eldjárn fyrir strákinn minn á kvöld- in. Fyrir utan hana eru yfirleitt tvær bækur á náttborðinu mínu. Það er sálmabóki'n, sem ég yfirleitt glugga f á hveiju kvöldi, og til að vega upp á móti henni gríp ég gjarn- an í einhveija góða reyfara eða þá í þjóðsögurnar. PLATAN ÁFÓNINUM Ása Ólafs- dóttir mynd- listarmaður Eg er að hlusta á kven-trúbador frá Chile sem heitir Violetta Parra. Hún var lærimeistari Victors Jahra, en af honum fóru miklar sögur þegar Chile var í fréttum hér í eina tíð. Ég er mjög hrifin af Vio- lettu og þó ég skilji ekki beint spænsku textana, þá finnst mér hún koma tilfinningunum mjög vel til skila. Af íslenskum tónlistarmönn- um finnst mér gaman að hlusta á Björku Guðmundsdóttur og Megas. Benny Carter hefur verið mjög oft á fóninum hjá mér að und anförnu. Það er gamall og góður saxófónleikari, sem kjörinn var djassmaður ársins í fyrra þó hann sé nú orðinn 83 ára gamall. Svo hef ég verið að hlusta á diskinn með Jóni Páli Bjarnasyni sem gef- inn var út í Bandaríkjunum i fyrra. Hann er aldeilis frábær — einn besti djassmaður íslands. MYNDIN ÍTÆIUNU * Eg var að koma frá Danmörku og keypti mér þar óperuna „Cosi fan Tutte“ eftir Mozart. Ég horfi töluvert á kvikmyndir, sem ég hef misst af í bíóhúsunum þó mér finnist alltaf skemmtilegra að fara í bíó. Ég held að ég sé hrifn- ust af dramatískum kvikmyndum. Svo er ég líka gjörn á það að fá mér kvikmyndir, sem byggðar eru á leikritum auk söngleikjaútgáfa. Það er orðið býsna langt síðan ég hef verið með mynd í tæk inu. Það er samt ekkert voðalega langt síðan ég sá „Pelle sigurveg- ara“. Ég geri nú ekki mikið af því að leigja mér myndir, en þessi var alveg stórkostleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.