Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 8
■ 8’ C MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍF! JI/IMAM niG/JÍJ'/UOflOM SUNNUDAGUR 3. FEBRUAR 1991 4 UMHVERFISMÁL/SÆz/>*Vframlag einstaklinga máli? MARGTSMÁTT GERIR EITTSTÓRT EFST á lista „New York Times“ árið 1990 yfir metsölubækur er bæklingur sem heitir: „50 ráðleggingar r um hvað hver og einn getur gert jörðinni til góða.“ Þessi litla bók hefur líka verið gefin út í Bretlandi og lagfærð með tilliti til aðstæðna þar í Iandi. Það er sú útgáfa sem höfð er til hliðsjónar í þessum pistli. i „ Vinnuhópur í þágu jarðar" gæti verið lausleg þýðing á nafni útgefenda. í formála segir að hún sé tileink- uð óbornum kynslóðum. Þar segir og að útgefendur hafi leitað ráða hjá ábyrgum aðilum um hin ýmsu atriði eftir bestu vitund. Þeir ætli sér þó ekki þá dul að árangur af útgáfunni verði tvímælalaus og skjótur. : Hún sé hins vegar gott veganesti fyrir þá sem vilja leggja fram sinn skerf til umhverfisvemdar á sinn persónulega hátt. Ifyrsta kaflanum er farið nokkrum orðum um almennt ástand í um- hverfismálum á hinum alþjóðlega vettvangi. Nefnd eru gróðurhúsa- áhrifm, loftmengun, eyðing ózon- .lagsins, sagt er frá dýrum og plöntum í útrýmingarhættu, mengun jarðvatns, förgun hættulegs úrgangs og eyð- ingu sorps og súru regni eru gerð skil. Síðan er upp- talning í 50 Iiðum um nærtæk atriði, þau skýrð og lagð- ar fram ábendingar um hvernig mætti bregðast við. í þessum pistli er ætlunin að nefna nokkur atriði nánast af handahófí til fróðleiks, en vonandi verður þess skammt að bíða að bæklingur sem þessi verði gefinn út á íslensku og þá heimfærður á íslenskar aðstæður. Bent er á að umhverfisvernd eigi líka rétt á sér við eldhússtörfin. Menn eru hvattir til að nota umhverf- isvæn þvottaefni til dæmis en við heimilisstörf komi margskonar atriði til umhugsunar. Að vísu séu um- hverfisvænar vörur ennþá dýrari en hinar. Það muni hins vegar breytast ef allur fjöldinn fer að velja þær í ríkara mæli. Skjannahvítur pappír er t.d. ekki umhverfisvænn og spurt er hvort nokkur ástæða sé til að kaffipokar úr pappír þurfi að vera svona hvítir. (Já, góð spurning, hann fer beint í kaffikönnuna og verður undir eins brúnn!) Mælt er með að menn taki aftur að nota gömlu góðu borðtuskuna í staðinn fyrir pappírs- þurrkur. Hvatt er til að menn taki upp símann og kynni sér hver og einn í sinni heimabyggð hvemig sé háttað aðgerðum til umhverfisvemd- ar á ýmsum sviðum. Hvaða stofnan- ir séu fyrir hendi, hvar sé hægt að fá upplýsingar um aðgerðir til að lækka hitakostnað í húsum, hvert á að snúa sér til að losna við flöskur úr gleri eða plasti, dagblöð, rafhlöður o.s.frv. Ef þarf að mála híbýli, er mönnum bent á að nota blýlausa málinngu og þeir varaðir við að hella afgangs- málningu niður í holræsi eða jarð- veg. Bíldekk eru líka til umræðu og umhirða þeirra. Talið er að endur- nýta megi bíldekk að 35% en í Bret- landi t.d. eru aðeins 14% endurnýtt. Um hitun húsa: Hitakostnað má spara með góðri einangrun. Mönnum er ráðlagt að fylla þvottavélar áður en þær eru settar í gang til að spara vatn og rafmagn, láta gera við krana sem leka, láta ekki renna vatn með- an menn eru að bursta tennur eða raka sig, þvo bílinn upp úr fötu með kústi o.fl. Þetta em aðeins nokkur sýnishom. Hvaða bensín notarðu á bílinn? er spurt. Blýlaust eða ...? Er freon í ísskápnum? Notarðu úðabrúsa með klórflúori? Eða slökkvitæki með hall- oni? Láttu stilla ganginn í bílnum. Með því geturðu sparað 9% af bens- íni. Ekki þyngja bílinn að óþörfu með þungu drasli. Plastpokanotkunin mætti minnka. Þeir pokar eyðast ekki í náttúmnni en geta valdið miklum skaða. Veldu umhverfisvæna poka úr pappír við innkaupin. Þá má líka endumota. Eða úr taui. Nú, eða gamla góða netið! Notaðu tækifærið ef þú ferð í gönguferð um fjömr og hreinsaðu upp drasl í góðan poka. Það er bara gaman. Þá er minnt á þá staðreynd að 10% af dýrategundum heims séu í útrým- ingarhættu. Neytandinn getur haft sín áhrif á það. Tökum t.d. fílabein sem hefur verið eftirsótt vara fíla- stofninum til mikils tjóns. Fyrir 10 ámm vom 1,5 milljónir fíla í Afríku — núna em aðeins 750 þúsund. Fílar verða ef til vill útdauð dýrategund um aldamót. Ekki kaupa neitt úr fíla- beini og heldur ekki úr skjaldböku- skel! Hlébarðar og tígrisdýr em í útrýmingarhættu vegna feldsins sem notaður er í yfirhafnir, hatta og ábreiður. Sama má segja um fleiri dýr af katta-ætt. Er ekki betra að Hvers vegna hefur Fiat Uno verið mest seldi bíllinn í Evrópu ár eftir ár? Til að svara þeirri spurningu viljum við bjóða þér að reynsluaka Uno hvenær sem hentar þér best. Að fenginni reynslu segir það meira en mörg orð. Þessi brautryðjandi bíll sýnir svart á hvítu að lengi getur gott batnað. Stór að innan - lítill að utan. Gott pláss fyrir alla. Ein- falt að leggja í þröngt bflastæði. Pað sem þú tekur kannski fyrst eftir, er hversu Fiat Uno er þéttur og hljóðlátur. Hvinur og skrölt eru bannorð í hinum nýja Uno. Sterkari. Kraftmeiri. grannur. Pægilegri. En alltaf jafn eyðslu- Stflhreinni. Betri búnaður þetta, sem áður hefur að- og innréttingar. Allt eins þekkst í mun dýrari bflum. Núna í UNO. Ryðvörn í heimsklassa. Allt stál í ytra byrði galvanhúðað FIAT: UNO - 3 dyra, vél 1.000 cc., 45 hö., 4 gíra, bensíneyðsla 5,0 - 7,1 L7100 km., verð 595.000 kr. UNO S - 3 dyra, vél 1.000 cc., 45 hö., 5 gíra, bensíneyðsla 4,6 - 6,1 L7100 km.', verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.