Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 21
rai i/ iHcm í MORGUNBLAÐIÐ MENNINGÁRSTR^ÖMiðfr’ní'íl^wfí cmvlyít/hbí'ov 3.' FEBRÚAR 1991 Ó 21 FOLK UHinn kraftmikli leikstjóri Oliver Stone byijar tökur á nýrri mynd núna í apríl og fjallar hún um morðið á John F. Kennedy út frá rannsókn saksóknarans Jims Garri- sons frá New Orleans, sem komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hefði ekki verið einn að verki. James Woods hefur sam- þykkt að leika félaga Osw- alds í myndinni en Charlie Sheen mun leika Oswald sjálfan. Ekki hefur verið ráðið í lilutverk Garrisons en leikararnir Jeff Bridges, Michael Keaton og Dennis Quaid munu koma til greina í rulluna. UNæsta mynd Sylvester Stallones eftir Rocky V er gamanmynd. Hún heitir Oskar og er leikstýrt af John Landis en hún segir frá glæpamanni (Stallone) sem vill gerast heiðarlegur að ósk deyjandi föður síns. ■Sti ágæta gamanleikkona Whoopi Goldberg leikur grafalvarlegt hlutverk í nýj ustu mynd sinni, „The Long Walk Home“ eftir Richard Pearce. Myndin gerist í Alab- ama á sjötta áratugnum og segir ffá kynþáttabaráttunni þar í borg en Goldberg leikur vinnukonu sem tekur þátt í mótmælaaðgerðum svert- ingja. Sissy Spacek leikur á móti henni. UNæsta mynd Johns Tra- volta vetður „All Shook Up“, sem ijallar um kennara er kemur í munaðarleysingj- askóla í Texas á sjötta ára- tugnum að kenna rokk og ról. Leikstjóri er Jeffrey Homaday. Pyotr Zaichenko sem leigubílstjórinn og Poytr Mamonov sem saxafónleikarinn í sovésku myndinni Leigubílablús. LEIGUBÍLA Pavel Lungin er sovéskur handritshöfundur og leikstjóri sem hreppti leik- stjómarverðlaunin á Cannes sl. vor fyrir mynd sína Leigu- bílablús. Hún er um tvo ólíka menn sem hittast af tiiviljun. Annar er drykkfelldur gyðingur og saxafónleikari, leikinn af rokkstjömunni Pyotr Mam- onov, sem segist vera í beinu sambandi við guð, en að sögn Ieikstjórans stendur hann fyrir þá sem unna frelsinu. Hinn er leigubílstjórinn Ivan, stífur gyðingahatari sem reynir að niðurlægja og síðan endurbæta saxafónleikar- ann, en Ivan stendur fyrir þá sem vilja óbreytt ástand. „Það er skrítið," segir leik- stjórinn Lungin, „að þegar ég byrjaði á handritinu var öll samúð mín með lista- manninum en þegar á leið fór ég að finna meira til með hinum. Það rann upp fyrir mér að eins og ástandið er núna er sennilega betia fyiir listamanninn að skilja og takast á við iífið heldur en hinn venjulega borgara. Þeg- ar kvikmyndatökur hófust var ég orðinn gagntekinn af leigubílstjóranum." Leigubílablús er fyrsta leikstjómarverkefni Lungins en áður skrifaði hann eftir pöntun kvikmyndahandrit sem aðrir filmuðu. Franskir aðilar ijármögnuðu þessa fyrstu mynd hans og eiunig hans næstu, sem mun iíka (jalla um Sovétríkin og frel- sið. „Það er furðulegt: Allir vissu hvernig átti að ganga inn I sósíalismann, en enginn veit bvemig á að komast útúr honum.“ RÚSSLANDSDEILDIN Ein af jólamyndunum í Bandaríkjun- um var Rússlandsdeildin eða „The Russia Ho use“ eftir samnefndri njósna- sögu John Le Carré frá 1989, sem kom- ið hefur út á íslensku. Leikstjóri myndar- innar er Ástralinn Fred Schepisi (Rox- anne, Móðir fyrir rétti) en með aðalhlut- verkin fara Sean Connery og Michelle Pfeiffer. Connery leikur drykkfelldan breskan bókaútgefanda sem fenginn er til að stunda njósnir fyrir bresku leyniþjón- ustuna. Hann á að hafa uppá Dante, rússneskum vísindamanni, sem skrifað hefur handrit að bók um hversu lélegt kjamorkuvopnakerfi Sovétríkjanna í rauninni er. Pfeiffer leikur milliliðinn og kemur handritinu áfram og ástin kvikn- ar á milli hennar og Connerys. Myndin var tekin í Moskvu. Með önn- ur hlutverk í henni fer sannkallað einval-____ alið; Roy Scheider, James Fox, John Coimery og Pfeiffer; njósnasaga Le Carrés. Mahoney og Klaus Maria Brandauer, en handritshöfundurinn er breska leikrit- askáldið Tom Stoppard. Anjelica Huston og John Cusack í „Grifters". Fyrsta mynd Frears vestra B reski leikstjórinn Steph- Frears er með fremstu mönnum í sínu fagi í Bretlandi. Myndir hans eins og Fallega þvottahúsið mitt með Daniel Day-Lewis og Hættuleg sambönd með Glenn Close og John Mal- covich hafa hlotið viðurkenn- ingu jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda um allan heim. Hann hefur nú gert sína fyrstu bíómynd í Bandaríkj- unum og hefur sú ekki feng- ið síðri dóma en bresku myndirnar. Hún heitir „The Grifters" og er gerð eftir sakamálasögu Jims heitins Thompsons, sem nýlega var uppgötvaður af Hollywood- maskínunni með þeim afleið- ingum að um fimm myndir eftir sögum hans eru í fram- leiðslu þessa dagana eða eru >egar tilbúnar. Annar sakamálahöfundur, Donald E. Westlake, skrifar kvikmyndahandritið en með aðalhlutverkin fara Anjelica Huston, John Cusack og Annette Bening. Sagan segir frá þremur svikahröppum sem rugla einkalífinu saman við atvinnumennskuna með slæmum afleiðingum. Hvert jeirra um sig er tilbúið að svíkja hitt þar til dauðinn skilur þau að. Af leikurunum er Huston sérstaklega hrósað og sagt að hún eigi góða möguleika á útnefningu til Óskarsins. Einn af framleiðendum myndarinnar er Martin Scorsese. KVIKMYN DIR Er hann David Lynch Kanadamanna? Önnur mynd Moddins VESTUR-íslenski kvikmyndagerðarmaðurinn Guy Maddin hefur sent frá sér nýja mynd, „Archangel" en síðasta mynd Maddins, Sögur frá Gimlispítala („Tales from the Gimli Hospital") vakti talsverða athygli þegar hún var sýnd hér á kvikmyndahátíð Lista- hátíðarárið 1989. Gimlispítalinn gerðist í íslendingabyggðinni í Kanada og sagði í kómísk- um, súrrealískum stíl, sem minnti á myndir þögla m^mmmmmm skeiðsins, frá Ein- manna Einari og Gunnari feita um síðustu aldamót og kvenna- málum þeirra. Farsótt geisaði, ís- lendingarnir sváfu undir moldarhaugum, rökuðu sig á milli augabrúnanna og stigu glímu. Máddin komst á kvikmyndakortið eftir að Ben Barenholtz tók að sér eftir Arnald Indriðason dreifingu myndarinnar í Bandaríkjunum, en hann dreifði á sínum tíma „Eras- erhead“, fyrstu mynd Davids Lynch. Gimlispíta- lanum var líkt við hana og hún myndaði hreyfingu aðdáenda (,,cujt“) þar sem hún var sýnd. í Kanada var hún sögð mesti smellur landsins í þeim dúr. í nýjasta hefti bandaríska kvikmyndaritsins „Premier“ er grein um þtjá unga leik- stjóra sem þykja minna á það sem David Lynch hefur gert og er greinin kölluð „Börn Davids Lynch“. Maddin er einn þessara leik- stjóra og er vitnað í biblíu bandaríska skemmtanaiðn- aðarins, „Variety“, þar sem Minnisleysi í Rússlandi Úr nýjustu mynd Vestur-íslendingsins Guy Maddins. segir að nýja myndin hans eigi eftir að verða „meiri- háttar neðanjarðarklassík". Hún kostaði ekki nema 22 milljónir íslenskra króna og gerist nyrst í Rússlandi í bænum Arkangelsk í fyrri heimsstytjöldinni og rúss- nesku byltingunni. Her- menn bandamanna eru á staðnum og kanadískur her- maður, John Boles, missir minnið eftir að hann lendir í sinnepsgasi. Hann tekur hina gullfallegu hjúkrunar- konu Veronkha fyrir ástina sína látnu en Veronkha er aftur gift minnislausum belgískum flugmanni svo misskilningsfarsinn er fullkomnaður. Eins og Gimlispítalinn er„Archangel“ tekin í svart/hvítu en er tæknilega betur gerð en fyrirrennarinn ef marka má „Premier“. Það var augljóst í Gimlispítalan- um að Maddin hefur sér- stakan áhuga á að skopast með tækni og myndatöku þögla skeiðsins og í „Arc- hangeí" heldur hann áfram þeirri iðju. Tilgangurinn með því er að vísu óljós en það gefur myndum hans sannarlega sérstætt yftr- bragð. Við hefðum líklega aldrei séð Gimlispítalann nema af því hún kom hingað á kvik- myndahátíð. Á sama hátt er líklega eini möguleikinn á að sjá „Archangel“ hér ef boðið verður uppá hana á kvikmyndahátíð 1991. IBIO Kvikmyndaklúbbur ís- lands sýnir tvær myndir eftir franska leik- stjórann Jean Vigo (1905- 1934) í febrúar. í gær frumsýndi klúb- burinn „L’Atalante" í Regnboganum og verður hún sýnd aftur á morgun, mánudag, kl. 21.00. Hún er frá 1934 og segir frá Jean og Juliette á fljóta- bátnum L’Atalante en vera kvenmanns um borð hefur mikil áhrif á karlasamfé- lagið á bátnum. Þann 9. og 11. febrúar verður myndin Núll 5 hegð- un eða „Zero de Conduite" sýnd. Hún er frá 1933 og segir frá nokkrum skóla- drengjum sem skipuleggja uppreisn gegn harðvítugum aga skólayfirvalda. í frettabréfi klúbbsins segin Jean Vigo hefur oft verið nefndur Rimbaud kvikmyndanna. Hann náði ekki að lifa lengur en til 29 ára aldurs og þótt verk hans séu örfá og hafi verið vanmetin, bönnuð og hund- suð ftam yfir seinni heims- styijöld eni þessar tvö hundruð mínútur sem verk hans telja, hrein og klár snilld. Úm það er kvik- myndaheimurinn sammála í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.