Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 22

Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 22
J. 22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 MYNDLISTÆr listin vanmáttug? Eitt lítið hlutverk myndlistarinnar NÚ UM stundir fylla drunur vígfvélanna loftið í ákveðnum heimshlut- um, og endurómur þeirra dynur á eyrum manna um allan heim í gegnum gegndarlausar lýsingar fjölmiðlafólks, sem fjallar um hildar- leiki heilla þjóða sem spennandi íþróttakeppni. Þar skiptir talnaleik- urinn öllu máli, og fréttafólkið heldur varla vatni yfir fjálglegum lýsingum á hátæknilegum eiginleikum hinna glitrandi morðtóla. '’Allir þessir viðburðir hljóta að fylla hugsandi fólk vanmáttarkennd fyrir hönd þeirrar menningar, sem elur slíka ógn af sér. Hafa hug- sjónir trúarbragðanna, vonir bókmenntanna og sýnir myndlistarinn- ar ekkert að segja, þegar á reynir? Slík ályktun virðist eiga fullan rétt á sér við fyrstu sýn. Og þó. Menningin hefur nefni- lega aldrei náð yfirhöndinni í mannlegu þjóðfélagi, hversu mikið sem menn vilja láta í það skína á tyllidögum. Þegar rætt er um hags- muni þjóða og ein- stakra hópa er ætíð gengið út frá efnahagslegum, pólitískum ogjafn- vel trúarlegum þáttum; menning, sem erfitt er að skilgreina, er þar oftar en ekki En hinir ýmsu þættir menningar hafa þó átt drjúgan þátt í að, móta viðhorfm til mannlegra samskipta, og halda stöðugt áfram að hafa þar áhrif; þannig má segja að þrátt fyrir allt hafi myndlist átt nokkum hlut í að móta það neikvæða við- horf til styijalda, sem almennt ríkir nú meðal siðaðra þjóða. Þetta nei- kvæða viðhorf er í raun tiltölulega nýtt'á Vesturlöndum (varla meira en aldargamalt) og hefur tæpast unnið sér meira en yfirborðsfylgi annars staðar, eins og dæmi um mannskæðar borgarastyrjaldir í mörgum löndum þriðja heimsins sanna enn í dag. Varðandi þetta má nefna nokkur George Segal: Aftaka (1967). dæmi. Eftir að ljósmyndun var kom- in til sögunnar um miðja síðustu öld, var í fyrstu litið á hana sem listgrein (og það er góð ljósmyndun vissulega enn). Með ljósmyndum úr tveimur illræmdum styrjöldum þess tíma, Krímstríðinu og Borg- arastyrjöldinni í Bandaríkjunum, sýndi þessi listgrein Vesturlandabú- um svart á hvítu að stríð var ekki sá tími hetjudáða, riddaramennsku og háleitra hugsjóna sem róman- tískar bókmenntir og pólitískar hvatningaræður vildu vera láta; stríð var ekki annað en slátrun, lím- lestingar og þjáningar venjulegs fólks, sem gat enga björg sér veitt. Eins og til að hnekkja á þessum staðreyndum kom út 1863 ein fræg- asta myndaröð spænska lista- mannsiníT'Franciseo Goya, „Ógnir stríðsins", þar sem hann sýndi fram á þá grimmd sem kemur yfir mann- skepnuna í stríði, grimmd sem fær menn og konur til að fremja ódæðis- verk sem mannleg augu eiga jafn- vel erfitt með að horfa upp á. Slík- ur var máttur myndanna að þær voru aldrei birtar meðan listamað- urinn lifði, af ótta við að það stríð sem hann fjallaði um stæði mönnum enn of nærri. En myndirnar eru jafn kraftmiklar nú og þær voru fyrir meira en öld síðan. — Er það ekki undarleg tilviljun að Rauði krossinn, fyrstu mannúðarsamtökin sem stefna að því að lina þjáningar hinna stríðshijáðu, var stofnaður sama ár, 1863? Styijaldir og stríðsrekstur hafa haft mikil áhrif á myndlist alla tíð síðaii, og myndlistin síðan á viðhorf fólks til slíkra viðburða. Fyrri heimsstyijöldin var mikið afhroð fyrir vestræna menningu, þar sem þjóðir sendu í nafni menningarinnar og trúarinnar magnaðar bombur og ský af eiturgasi yfir andstæðing- inn. Viðbrögð myndlistarinnar voru margs konar; Dada-istar vildu leggja í rúst þá vestrænu menn- ingu, sem hafði brugðist mannleg- um vonum svo hrapallega, á meðan fylgismenn De Stijl reyndu að finna grunn að nýjum og betri heimi, og súrrealistarnir leituðu í innri djúp persónunnar í von um að finna þar einhver raunverulegri gildi. Það er of snemmt að spá fyrir um hvernig listamenn munu minn- ast þeirra styijalda sem nú geysa fyrir allra augum við Arabíska fló- ann, og í leynd við Eystrasaltið. Víst er, að sem fyrr eru fórnarlömb- in að mestu það fólk sem síst skyldi, þ.e. saklausir borgarar. Það er eitt hlutverk myndlistarinnar að benda stöðugt á þetta, og þá fara menn vonandi ekki jafn glaðbeittir af stað næst. En ef til vill hafa slíkar ábending- ar myndlistarinnar ekki nokkurn skapaðan hlut að segja í stríðs- manginu — og þó. Það má alltaf vona. eftir Eirík Þorláksson aukaatriði. MYNDBÖND/- þid myndina „Losti“? UM NAFNGIFTIR MYNDBANDA FYRIR nokkrum árum skrifaði ég aðfinnslugrein um útlit hlífðar- kápa myndbandahulstra hérlendis og þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan oggæðastuðullinn bráðbatnað, vantar þó uppá að þar komi ætíð fram þau aðalatriði um innihald sem Ieigjandanum eru nauðsynlegust. Hinsvegar heyra nú að mestu leyti sögunni til þær örmu sparnaðaraðgerðir sumra útgefenda að teikna sjálfir - eða „sá laghenti í fjölskyldunni" - kápuna, þetta andlit myndarinnari Bæði eru umboðin orðin færri, stærri og metn- aðarfyllri og flest vinna þau eftir ákveðnum fyrirmælum hinna erlendu dreifiaðila hvað útlitið snertir sem annað. Sú leið er oft- ast farin að auglýsingastofa er fengin til að snara texta erlendu kápunnar á íslensku og er fátt við það að athuga. Fyrmefnd meginatriði verða þó jafnan að vera Ijós, einsog lengd myndarinnar, gerð, fram- leiðsluland og -ár, að maður tali ekki um efnisþráð, nafn leikstjóra, leikara og ann- arra helstu list- rænu bakhjarla myndarinnar - einkum og sér- ílagi ef þeir hafa sett umtalsvert mark sitt á verk- ið. A þessu vill vera nokkur mis- brestur. Og þá komum við að aðalatrið- inu - hinu íslenska heiti myndar- innar. Á kápuhulstrinu kemur það yfirleitt ekki fram. I þeirri miklu og óhjákvæmilegu málhreinsuna- ramræðu hefur þetta atriði orðið mikið til utanveltu og gott ef þessi vinnubrögð era ekki kolólögleg líka. Rök myndbandaútgefenda era einkum þau að íslenskt heiti á kápu yrði villandi fyrir bæði starfs- fólk og viðskiptavini. Flestallir þekki nafn myndanna á frammál- inu af bíóauglýsingum - þar sem íslenska heitinú er gert mishátt undir höfði þó það sé í flestum til- fellum til staðar. Varasamt og ruglandi að breyta kunnum og góðum nöfnum þekktrar söluvöra. Þá hefur komið fyrir að mynd- bandadreifiaðilinn gefur myndinni annað íslenskt nafn en það sem hún gekk undir í kvikmyndahúsi. Þá vill og brenna við- að þau era heldur klisjukennd og höfða hvorki til efnis né frumheitis. Eins gerist það æ algengara að hreinléga ekk- ert íslenskt heiti er að finna á hulstri né bandi (þetta á fyrst og fremst við um myndir sem frum- sýndar era á myndbandi), þýðand- inn og/eða útgefandinn gjörsam- lega sleppt því! Þeir myndbandaleigjendur sem ég ræddi við krossa sig ef minnst er á íslensk heiti, segja það heyri til undantekninga ef viðskiptavinur biðji um mynd samkvæmt íslensku heiti hennar nema þá helst að spurt sé um myndir sem enn gangi í kvikmyndahúsum eða hafa nýlokið göngu sinni. Að mínu áliti er hér um nokkra fordóma að ræða. Lengi vel var myndbandageiranum til dæmis mun tamara að nota hið alþjóðlega orð „video" í stað þess heldur stirða „myndbands" sem smá vinnur á, í dag er latínan að hverfa. Og heilsíðu kvikmyndaauglýsingar í Morgunblaðinu þar sem hver ein- asti titill og texti er þýddur á „yl- hýra málið“ taka sig vel og fag- mannlega út. Er það hættulegt eða hallærislegt að komi fram að „director of photography" sé kvik- myndatökustjóri, „film editor“ sé klippari o.s.frv.? En rétt er að staldra við það að kvikmyndamáli hefur lítill gaumur verið gefinn í ensk-íslenskum orðabókum til þessa, og ósamræmis hefur gætt hjá þýðendum. Enn hef ég ekki kynnt mér íslensku alfræðiorða- bókina, er óskandi að einhver hafí munað eftir þessari vinsælustu list- grein samtíðarinnar við samning þeirrar merkisbókar. Hér þarf hugarfarsbreytingu. Meðan afstaða þeirra sem ráða er á þessum einstefnunótum geta þeir ekki reiknað með breytingum hjá viðskiptavininum né starfsfólk- inu. En einsog þeir hafa breytt útliti kápanna til hins betra og bætt upplýsingagildi þeirra til muna ættu þeir að sjá til þess að íslenska heitið - það skímarnafn, sem frómir bíóstjórar hafa veitt afurðum sínum, komi undantekn- ingarlaust fram á kápunni og sýni einnig þann metnað að þýða lista- mannatitla á „plakötunum", sem yfir höfuð prýða framhlið kápanna. Byggja upp nýja hefð sem engan fælir frá en er rættlætiskrafa sem hefði tvímælalaust mikil og góð áhrif, ekki síst á glæsilegu æsku landsins. Það þarf ekki að minna neinn á að við erum íslendingar á Islandi. Sofandaháttur á varðstöðu í þess- um geira menningarinnar er graf- alvarlegur, ekki síst sökum gífur- legra vinsælda hans og áhrifa. En einsog málin standa í dag ráðlegg ég viðskiptavinum að biðja um „Sea of Love" en ekki „Losta“ útá næstu myndbandaleigu - ef þeir vilja ekki koma tómhentir heim! eftir Sæbjörn Voldimarsson BÆIiUR/Vœru bœkur til án lesenda? Lestur er undirstaða allrar menntunar ÞEgSI pistill væri ekki til án bóka. Bækur væru ekki til án les- enda. Og lesendur væru ekki til án lestrarkennslu. Okkur finnst það óumdeilanleg réttindi að vera kennt að lesa, svo að við séum læs á alla þá texta sem prentaðir eru á hverjum degi. í öllum heiminum. Og af því að okkur finnst þessi réttindi svo sjálfsögð og óvefengjanleg gleymum við jafnvel að veija þau og tala máli þeirra. Og þá er hættan oft á næsta leiti. Allir era sammála um að öll heimsins börn skuli hafa mögu- leika til að læra að lesa, því að læsi er óumdeilanleg undirstaða almennr- ar menntunar og þar með sjálfstæðis þeirra. Þess vegna beindu Sameinuðu þjóðimar athygli heimsins að mikil- vægi lestrarkunn- áttu, með því að helga eitt ár barátt- unni fyrir almennu læsi. En þegar Vesturlandabúar tala um ólæsi beina þeir gjarnan máli sínu til fátækari þriðja heims landa. En gleyma að líta sér nær. Að iitast um í sínum eigin heimagarði. Nýbirt skýrsla vakti Breta snögg- lega til umhugsunar um læsi þeirra eigin barna. Þar er skýrt frá rannsókn á lestr- arkunnáttu grann- skólabama í Bret- landi er sýnir Ijóslega að mikið vantar á að vakað sé nægilega yfir ungviðinu. í skýrslunni kemur fram að lestrarkunn- áttu barna er mjög ábótavant í einum af fimm skólum á Bretlandseyjum, og hefur þetta hlutfall ekki breyst á þeim tólf árum sem liðið hafa frá síðustu rannsókn á læsi í skólum. Alvarlegasta niðurstaða þessarar úttektar er sú, að lestrarkunnátta sjö ára barna hefur versnað stórlega. Ástandið hefur ekki verið metið svo slakt í fjöratíu og fimm ár. Þeim börnum hefur fjölgað um helming á síðustu ijórum árum, sem éiga í vand- ræðum með að ná valdi á einföldustu orðum og setningum. Sumir kenna nýjum lestrarkennsluaðferðum um þetta hrapallega ástand í breskum skólum, þó skýringin sé ljóslega alls ekki svo einföld. í skýrslunni er ennfremur lögð áhersla á að þau börn virðast læra fyrr og betur að lesa, sem njóta for- eldra er hjálpa þeim í náminu. Aftur á móti vegnar þeim börnum verr sem þurfa að skipta oft um kennara eða skóla á hinum fyrstu viðkvæmu árum skólagöngu sinnar. Einnig kom fram að það hefði jákvæð áhrif á námsár- angur barna, ef skóla þeirra væri stjórnað af festu og aga. Lestrarkunnátta er frumskilyrði allrar menntunar, svo að þessi nei- kvæða úttekt á breskum skólum kref- ur stjórnvöld og skóla um skýr og ákveðin viðbrögð. Slæm launakjör þá hér í Bretlandi hafa hrakið kennara úr starfi, svo nú er mik- ill kennaraskortur í skólum landsins. Og börnin verða auðvit- að fórnarlömb þess- arar háskalegu þró- unar. Þetta neyðar- ástand hefur orsakað að skólabekkir eru of stórir til þess að hægt sé að sinna þörfum hvers barns fyrir sig, og ör kennaraskipti koma jafnframt losi. á kennslu. Og líklegt er að lestrarkunnátta barna fari enn versnandi ef skólum og kennuram verður ekki sinnt af meira örlæti. Bretar þurfa því að taka til hend- inni í sínum eigin heimagarði og hlúa að vaxtarbroddunum. En líklega er stærsta lexía þessarar rækilegu skýrslu sú að engin þjóð hefur efni á því að skera menntun sína við nögl. Hún verður að fjárfesta í framtíðinni. eftir Guðrúnu Nordol Menntun fjárfesting framtíðarinnar. 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.