Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR-3. FEBRUAR 1991
C 15
.JL
Bylting í Búkarest: mörgum
spumingum ósvarað.
Viðtalið var við Nicolae Militaru
hershöfðingja og prófessor Silviu
Brucan, tvo af leiðtogum Þjóðfrelsis-
fylkingarinnar, sem voru síðar settir
af. Brucan hafði verið sendiherra í
Washington og var handtekinn vegna
gruns um landráð í marz 1989. Milit-
aru varð landvamaráðherra 22. des-
ember 1989.
Brucan og Militaru sögðu í viðtal-
inu í Adevarul að Ion Iliescu núver-
andi forseti og leiðtogar Þjóðfrelsis-
fylkingarinnar hefðu skipulagt sam-
særi gegn Ceausescu nokkrum árum
fyrir byltinguna. Ráðagerðir um
valdarán fóru út um þúfur 1984, en
beðið var eftir hentugu tækifæri til
að láta til skarar skríða og stuðning-
ur sovézka sendiráðsins virðist hafa
verið tryggður.
Rúmenskur Gorbatsjov
Á stjómarárum Ceausescus var
talið hugsanlegt að Iliescu mundi
leysa hann af hólmi og taka upp
svipaða stefnu og Míkhaíl Gorbatsjov
í Sovétríkjunum. Iliescu var talinn
„bezti maðurinn" í stöðu kommúnist-
aleiðtoga í hinum misheppnuðu bylt-
ingaráformum 1984. Sjálfur hefur
hann alltaf neitað því að samsæri
hafi verið í undirbúningi fyrir bylt-
inguna 1989 og haldið því fram að
hann hafi verið djarfhuga andstæð-
ingur kommúnista — en ekki aðeins
kommúnistaleiðtogi, sem hafí reynt
að steypa öðrum kommúnistaleið-
toga af stóli.
Að sögn Brucans og Militarus
höfðu yfirmenn hersins og leynilög-
reglunnar og leiðtogar Þjóðfrelsis-
fylkingarinnar með sér samvinnu í
desember 1989. Þeir viðurkenndu að
það hefði komið samsærismönnunum
í opna skjöldu að Rúmenar og Ung-
veijar í Timisoara gerðu uppreisn
16. desember til að mótmæla því að
leynilögreglan eða öryggisþjónustan,
Securitate, hafði rænt ungverska
prestinum Laszlo Tokes. Uppreisnar-
mennimir í Timisoara hefðu orðið
fyrri til en leiðtogar Þjóðfrelsisfylk-
ingarinnar, en þeir hefðu notað tæki-
færið til þess að flýta fyrirætlunum
sínum og tekið við stjóminni.
Eitt helzta takmark samsæris-
manna hafði verið að snúa landhem-
um gegn Ceausescu-stjóminni. Ann-
ar tilgangur þeirra var að gera hluta
Securitate áhrifalausan og fá hann
síðan í lið með sér. Að sögn Militar-
us hershöfðingja fengu hann og svo-
kölluð „Hermálanefnd andspyrnunn-
ar“, sem var meðal annars skipuð
20 hershöfðingjum, stuðning um
25.000 hermanna innanríkisráðu-
néytisins. Þar af leiðandi lét sá hluti
heraflans til skarar skríða gegn Ce-
ausescu-stjóminni 22. desember.
Hreinsun afstýrt
Að sögn Alecs Russells skýrir frá-
sögn Brucans og Militarus um „leyni-
samkomulag" valdamikilla manna
fyrir byltinguna á sannfærandi hátt
hvers vegna 20.000 starfsmenn Sec-
uritate hurfu eins og jörðin hefði
gleypt þá eftir fall Ceausescus — án
þess að veita nokkra mótspymu.
„Þannig björguðum við allri þjóðinni
frá blóðugri borgarastyijöld," sagði
Brucan, „en um leið var komizt hjá
róttækri hreinsun á gamla kerfinu."
Þetta skýrir einnig að sögn Russ-
ells hvers vegna leiðtogar Þjóðfrelsis-
fylkingarinnar, þar á meðal Iliescu,
voru eins fljótir að ná samkomulagi
og raun bar vitni í miðstjómarbygg-
ingunni.
Hann segir að ef spurzt hefði um
þetta leynisamkomulag í byijun síð-
asta árs hefði það getað orðið stjóm
Rúmeníu að falli, en í ágúst hafi
ekki komið að sök að frá því var
greint. Þá hafði nær stöðugt verið
haldið fram kenningum um samsæri
frímúrara, zíonista, erlendra leyni-
þjónustustofnana og fleiri hópa. Lýs-
úr jaunsátri og velvopnaðir.
Úrvalssveit úr Securitate hélt
áfram að beijast eftir að Ceausescu
var handtekinn 23. desember og
sums staðar eftir að hann og eigin-
kona hans voru tekin af lífí á jóladag.
í viðtalinu sagði Brucan: „Herinn
hafði hendur í hári allmargra og
óbreyttir borgarar handtóku aðra.
Sumir gáfust upp þegar þeir höfðu
horft á sjónvarpskvikmyndina af af-
töku harðstjóranna. En þeim var öll-
um sleppt, aðallega af Securitate-íor-
ingjum. Samkvæmt upplýsingum
okkar höfðu flestir þeirra vegabréf
og þeir komust undan um Ungveija-
land eða Tyrkland. Hinir em enn á
meðal okkar.“ Hann gat ekki nefnt
tölur.
Brucan var spurður að því í öðru
viðtali hvers vegna hann og Militaru
hershöfðingi hefðu þagað í átta mán-
uði um það sem þeir vissu um hlut-
verk rúmenska hersins og Securitate
í uppreisninni og eftir að henni lauk.
Hann sagði: „Vegna þess að erfítt
var að íjalla um landherinn, eina
aflið sem gat haldið uppi lögum og
reglu. Securitate var líka viðkvæmt
mál. Þessir menn eru enn hér.“
Hann benti á að í ágúst 1990
hefðu aðeins nokkrir háttsettir for-
ingjar í Securitate verið handteknir.
Þeirra á meðal voru Iulian Vlad hers-
höfðingi, fjórir aðrir hershöfðingjar
og tveir aðrir háttsettir Securitate-
foringjar. Réttarhöidum gegn öðrum
fyrrverandi starfsmönnum Securit-
ate hafði verið frestað nokkrum sinn-
um. Þeir höfðu verið sakaðir um af-
glöp meðan á byltingunni stóð, en
ekki áður en hún var gerð.
Sett á svið?
Jafnvel áður en viðtalið við Brucan
birtist hafði stjómarandstaðan í
Rúmeníu komizt að þeirri hrollvekj-
andi niðurstöðu að sögn Russells að
hi’yðjuverkaárásimarfyrirjótin 1989
Skjótt samkomulag: Iliescu forseti ráðfærir sig við hershöfðingja sína í desember 1989.
Skrlðdrekar á aðaltorginu í Búkarest: sjónhverfíngar?
ing Brucans virtist hversdagsleg og
stuðningsmenn Þjóðfrelsisfylkingar-
innar töldu hana áróðursbragð. Leið-
togar stjómarandstöðu'nnar sögðu:
„Við vissum þetta og viðbrögð frá
okkur eru því óþörf.“
Nú viðurkenna margir Rúmenar
að samsæri gegn Ceausescu hafí
verið í undirbúningi fyrir byltinguna.
Iliescu vék sér undan að svara dag-
inn eftir. En Russell segir að þótt
ekki hafi beinlínis verið borið á móti
því sem kom fram í viðtalinu í ágúst
vanti eitthvað í sögu Barbu og félaga.
Þagað um bardagamenn
Meðan á byltingunni stóð fékk
umheimurinn fréttir af ofstækisfuliri
andspymu, að því er virðist af hálfu
sveita úr Securitate. En ekkert hefur
verið látið uppskátt um þessa óljósu
og óraunverulegu götubardagamenn,
sem vöktu skelfingu um nætur í
borgum Rúmeníu í um það bil eina
viku eftir fall Ceausescus og hurfu
síðan jafnsnögglega og þeir höfðu
birzt.
í viðtalinu minntist Brucan á úr-
valsstarfsmenn Securitate, sem enn
léku lausum hala. Hann kvaðst með-
al annars eiga við menn úr 2.000
manna herskóla öryggislögreglunnar
í Baneasa, rétt fyrir norðan Búkar-
est, 800 menn sérþjálfaða í baráttu
gegn hryðjuverkamönnum, 450
manna öryggissveit Ceausescus og
600 manna öryggisgæzlulið höfuð-
borgarinnar. Allir þessir menn voru
úrvalsskyttur, sérþjálfaðir í árásum
hefðu verið settar á svið — að þær
hefðu verið sjónhverfíngar, sem
hefðu þjónað þeim tilgangi að valda
glundroða og ringulreið og ýta undir
þá skoðun að Þjóðfrelsisfylkingin
væri bjargvættur þjóðarinnar.
Dan Iosif, sem hefur verið einn
nánasti samstarfsmaður Iliescus síð-
an í janúar og er nú ritari öldunga-
deildarinnar, heldur því fram að Þjóð-
frelsisfylkingunni sé það jafnmikil
ráðgáta og öðrum hvað gerðist í raun
og veru. „Ég er sjálfur forvitinn,“
segir hann, „svo að sennilega heldur
þetta áfram að vera ráðgáta þvert
gegn vilja allra.“
Iosif rifjaði upp að hann hefði leit-
að á líkum tveggja velvopnaðra
hi-yðjuverkamanna. Sjálfur var hann
yfirmaður öryggismála í miðstöð, þar
sem ætlunin var að handteknir
hryðjuverkamenn yrðu hafðir í haldi,
en hann heldur því fram að hafi
ekki séð einn einasta hryðjuverka-
mann á lífí. „Fólk segir að lögreglan
segist hafa skotið út í loftið, herinn
skaut út í loftið og Securitate skaut
út í loftið og fólkið andaði að sér
loftinu ...“
Sum rúmensk blöð hafa sakað
Iosif um að hafa haft yfirumsjón
með skotárásunum. Hann er ekki sá
eini, sem neitar því að hafa borið
nokkra ábyrgð. Upp á síðkastið hefur
færzt í vöxt að reynt sé að afsaka
fáfræði um það sem var á seyði með
því að halda því fram að öngþveitið
hafi verið svo mikið.
Á blaðamannafundi, sém herinn
hélt skömmu fyrir jólin, greindi
Costache Codrescu hershöfðingi frá
því að herinn hefði „afhent 1.020
grunaða hryðjuverkamenn viðkom-
andi stofnunum". Þegar skorað var
á hann að veita nánari upplýsingar
sagði hann: „Af hveiju spyijið þið
ekki Bandaríkjamenn, sem myrtu
Kennedy?“
Hundrað í haldi
Skömmu hafði Petre Roman for-
sætisráðherra sagt að aðeins 100
menn, sem væru grunaðir um hryðju-
verk, væru í haldi. Viku áður sagði
prófessor Virgil Megoreanu, yfír-
maður nýrrar „leyniþjónustu“, sem
tók við hlutverki Securitate, að marg-
ir hefðu verið leiddir fyrir rétt, en
hann veitti engar frekari upplýsing-
ar.
Nokkrum mánuðum áður hafði
Megoreanu viðurkennt að margir
fyrrverandi starfsmenn Securitate
störfuðu á vegum nýju öryggisþjón-
ustunnar, en haldið því fram að
breytt hefði verið um vinnuaðferðir.
Skipulaginu hefði einnig verið breytt
og verkefnin væru önnur en áður.
Hins vegar viðurkenndi Megore-
anu að erfítt væri að finna góða sér-
fræðinga með flekklaust mannorð
og að mikið af skjölum Securitate
væri ennþá til. Nýja leyniþjónustan
væri ábyrg gagnvart þinginu og
stundaði aðeins gagnnjósnir. Hún
hefði ekki vald til að handtaka fólk
eða úrskurða það í gæzluvarðhald.
Alec Russell segir að þegar bylt-
ingin sé athuguð sé erfítt að koma
öllu heim og saman. Myndbandsspól-
ur frá fyrstu klukkutímum valdafer-
ils Þjóðfrelsisfylkingarinnar og sjón-
varpsmyndir af götubardögunum
sýna að stjómleysi ríkti.
Her að miklu leyti skipaður nýlið-
um innan við tvítugt ráfaði um göt-
urnar til þess að beijast við „hiyðju-
verkamennina“. Sveitir vopnaðra
borgara reyndu að „veija bylting-
una“. Á Otopeni-flugvelli var sveit
foringjaefna myrt í misgripum af
starfsbræðrum. En vissir staðir virt-
ust vera „friðhelgir“, þótt haldið
væri uppi harðri skothríð umhverfís
þá.
Sjónvarpshúsið slapp
Byggingar umhverfís sjónvarps-
stöðina eru óíbúðarhæfar eftir bar-
dagana, en varla gat heitið að stöðin
sjálf yrði fyrir skoti. Þó gerðu flestir
ráð fyrir að takmark stuðnings-
manna Ceausescus væri að ná henni
á sitt vald. Codrescu gat ekki út-
skýrt hvers vegna hryðjuverkamenn-
irnir, sem virtust velvopnaðir, reyndu
ekki að skjóta niður loftnetið.
Erfiðara er að skilja hvers vegna
enginn „hryðjuverkamaður“ reyndi
að að skjóta á leiðtoga Þjóðfrelsis-
fylkingarinnar þegar þeir stóðu á
svölunum. „Andartaki eftir að þeir
fóru inn fór allt úr böndunum á ný,“
sagði Ion Savila, félagi í félaginu
„21. desember“, þegar hann rifjaði
upp atburðina.
I hverri viku koma fram nýjar og
óstaðfestar kenningar í rúmenskum
blöðum. Jafnvel yfirvöldin eru farin
að taka þátt í þessum leik. í nóvemb-
er benti Megoreanu á að erlendir
öfgasinnar kynnu að hafa verið við-
riðnir uppreisnina í Timisoara.
Ionescou og félagar hans í „Félagi
sannleikans", sem hafa tekið sér fyr-
ir hendur að rannsaka byltinguna,
kynna sér um þessar mundir þúsund-
ir greina, þar sem ýmsar bollalegg-
ingar um hana koma fram. Þeir eru
sannfærðir um að staðreyndir máls-
ins hafí einhvers staðar verið skráðar
og aðeins þurfí að bera saman heim-
ildir. ‘
Aðrir eru ekki eins vissir. í þeim
hópi er prófessor Radu Florescu, einn
kunnasti rúmenski háskólamaðurinn
sem hrökklaðist í útlegð á valdaárum
Ceausescus og núverandi starfsmað-
ur miðstöðvar í austur-evrópskum
fræðum í Massachusetts í Bandarikj-
unum. Að sögn Russells efast hann
um að sannleikurinn muni koma í
ljós — en þó ekki vegna yfirhylming-
ar.
Florescu líkir byltingunni við heim
rúmenskra þjóðsagna og ævintýra á
miðöldum. Úppljóstranir Silviu Bruc-
ans í ágúst hafi vakið svo lítinn
áhuga að það sýni að flestir Rúmen-
ar vilji heldur trúa þjóðsögum um
byltinguna og því geti orðið bið á
því að sannleikurinn komi í ljós.