Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNIÍDAGÚR 3. FEBRÚAR 1991
TÆIiNXÆr lausn í sjónmáli?
Umhvetfis-
vænt plast
MJÖG sést í fjölmiðlum ritað um þann umhverfisvanda sem plast
veldur. Hér skal ekki einblínt á það hvemig framleiðsla plast-
frauðs með freongösum veldur eyðingu ósonlagsins, heldur er
horft á annað og einfaidara atriði. Vandinn er sá, að hin geysi-
mikla notkun plasts í umbúðum veldur myndun nútímafjallgarða
af mannavöldum, þar sem eru úrgangshaugarnir. Plast eyðist
semsé ekki úti i náttúrunni. En ýmislegt er farið að gerast í þá
átt að skylda iðnaðinn til að framleiða þess konar plast sem eyð-
ist. Þrýstihópar umhverfisverndarsinna ýta á löggjafa heilla ríkja.
Árangurinn er farinn að koma í ljós. Fyrstu lagalegar aðgerðir
liggja þegar fyrir. Ítalía hefur bannað framleiðslu plasts sem
rotnar ekki í náttúrunni. Heyrst hefur að Danmörk fylgi í kjölfar-
ið. Altént er þrýstingur nægur til að framleiðendur umbúða og
hráefnis til slíks hafa hafið leitina að plasti sem rotnar á fyrirsjá-
anlegum tíma í náttúrunni, þ.e. grafið í jörð.
Flaska úr eyðanlegu plasti ný, eftir 19 vikur ogeftir 36 vikur.
Vanalegt plast er búið til úr
löngum sameindum sem
unnar eru úr olíu. Þessi sambönd
virðast gersamlega ónæm fyrir
rotnunargerlum og öðru sem eyð-
ir vanalegum úr-
gangsefnum á
fyrirsjáanlega
skömmum tíma.
Um tíma hefur
verið reynd lausn
þessa máls, sem
í lengdina er ekki
talin fullnægja
kröfum um um-
hverfisvemd. Hún felst í að blanda
þessi „hörðu“ plastefni úr olíu
„linari" efnum sem eru mynduð
úr línsterkju og rotna í náttú-
runni. Aðeins hluti plastsins rotn-
ar þar með, og eftir verður plast-
hlutur sem hefur skroppið saman,
en tekur ekki mikið rými. Þessi
leið var reynd til að plastiðnaður-
inn fengi friðþægingu fyrir fram-
leiðslu sína, en er ekki talin nægi-
lega góð umhverfislega séð til
lengdar. (Það metur vitaskuld lög-
gjafi hvers lands eða yfirþjóðlegar
stofnanir.)
Lykillinn að þessu máli er að
framleiða efnin ekki úí- olíu, held-
ur línsterkju eða sykri. Tvö evr-
ópsk iðnfyrirtæki eru komin áleið-
is með að leysa vandann. Lausn
þess konar vanda er
alltaf tvíþætt:
1) Að fínna framleiðsluaðferð.
Það er í sjálfu sér vísinda-
legt vandamál.
2) Seinni hlutinn er oft érfíðari
viðfangs. Hann er sá að
gera aðferðina samkeppnis-
hæfa, þ.e. nógu ódýra. Hins
vegar leysist það mál af
sjálfu sér, ef löggjafínn
kemur til og bannar eldri
ódýrari aðferðir, sem hinar
nýju eiga að ráða bót á.
Biopol
Breska fyrirtækið ICI hefur
hafíð framleiðslu plasts sem myn-
dað er úr sykurefnum við geijun.
Þetta plast brotnar algerlega í
náttúruleg efni, þ.e. í vatn og
koltvísýring. Ráða má hörku og
sveigjanleik efnisins. Það eyðist á
nokkrum mánuðum í náttúrunni.
En gallinn er sá að enn er það
verulega dýrara í framleiðslu en
vanalegt plast.
Mater - Bi
ítalska fyrirtækið Ferruzzi er
komið með á markað heilan flokk
efna undir þessu samheiti. Megin-
uppistaða hráefnisins er línsterkja
eða mjölvi úr maís. Sterkjuhlut-
fallið er frá hálfum upp í 80%,
og ræður það sveigjanleik plasts-
ins. Afgangurinn er efni sem
framleidd eru með vanalegum
efnafræðilegum aðferðum, og
hvílir leynd yfír þeim, nema fyrir-
tækið fullyrðir að einnig þessi
hluti brotni niður fyrir áhrif gerla,
líkt og sá hluti sem unninn er úr
línsterkjunni. En það sem mestu
máli skiptir: sem stendur er fram-
leiðslukostnaður ekki nema
nokkrum sinnum meiri en venju-
legs plasts. Þeim mun frekar sem
bann slíkra efna í umbúðir er orð-
ið eða er að verða staðreynd í
nokkrum Evrópulöndum, eygir
fyrirtækið mikla framleiðslu þessa
efnis. Það hefur þegar hafið fram-
Ieiðslu þess til notkunar í umbúð-
ir snyrtivara og lyfja. Það hefur
þegar sett stórfé í markaðssetn-
ingu og þróun þessarar vöru, og
virðist hafa forskot á aðra, eða
hefur þegar eitt sér hafíð kapp-
hlaupið, um það bil sem fyrstu
þjóðlöndin eru að krefjast rotnan-
legs plasts.
eftir Egil
Egilsson
Rauði kross íslands heldur námskeið
til undirbúnings fyrir
í Munaðarnesi 6.-12. apríl 1991.
Þátttökuskilyrði eru:
- 25 ára lágmarksaldur
- góð tungumálakunnátta, a.m.k. enska
- góð starfsmenntun
(ýmis störf koma til greina)
- góð almenn þekking og reynsla
Námskeiðið fer fram á ensku og verða leiðbeinendur
m.a. frá Alþjóðarauðakrossinum í Genf.
Fjöldi þátttakenda er áætlaður um 20 og er
þátttökugjald kr. 13.000 (innifalið er fæði, gisting,
kennslugögn og ferðir Rvk - Munaðarnes - Rvk).
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ,
Rauðarárstíg 18, Rvk.
Umsóknum ber að skila á skrifstofu RKÍ fyrir 23.
febrúar nk. Þar veitir Elínborg Stefánsdóttir nánari
upplýsingar.
Rauði kross Islands
Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími: 91-26722
VISINDI/Fullo'rdin og enn dularfull?
Fiseindin sextíu ára
Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að austurríski eðlisfræðingur-
inn Wolfgang Pauli (1930-1958) sagði fyrir um tilvist fiseindarinnar,
þeirrar eindar sem æ síðan hefur valdið eðlisfræðingum meiri höfuð-
verk en aðrar eindir náttúrunnar. Engu að síður hafa fiseindir verið
stöðugur hvati til frekari rannsókna á grundvallar eiginleikum efnis-
ins. Tilgáta Paulis var frumleg og djörf þar sem hún sagði fyrir um
tilvist eindar sem var gjörólík rafeindum og róteindum, einu eindunum
sem þá voru þekktar.
Aðferðin sem Pauli notaði til að
setja fram hugmynd sína var
einnig frumleg, en hann sendi póst-
kort til gesta á eðlisfræðiráðstefnu
sem haldin var í Tuebingin í Þýska-
landi og ávarpaði
þá sem „heiðruðu
geislavirku dömur
og herrar“. Hann
nefndi einnig
ástæðuna fyrir því
að hann gat ekki
sótt ráðstefnuna
sem var að hann
kaus frekar að fara
eftir Sverri
Ólafsson
á hátíðardansleik sem haldinn var í
Zurich, en þar var Pauli prófessor í
fræðilegri eðlisfræði.
í lok ársins 1930 voru hugmyndir
eðlisfræðinnar um uppbyggingu efn-
isins afar einfaldar, miðað við það
sem þær eru í dag. Gert var ráð
fyrir því að atómkjarninn saman-
stæði af jákvætt hlöðnum róteindum
og að neikvætt hlaðnar rafeindir
hreyfðust umhverifs atómkjarnann
samkvæmt lögmálum skammtakenn-
ingarinnar. Vitað var að nokkrir
atómkjamar voru skammlífir (óstöð-
ugir) og gátu ummyndast í léttari
atómkjarna við það að senda frá sér
rafeindir. Ferill þessi, sem nefnist
betahrun, var mikið áhyggjuefni eðl-
isfræðinga þar sem hann virtist ós-
amrímanlegur lögmálinu um viðhald
orkunnar, en enginn var reiðubúinn
að fóma því lögmáli fyrr en algjör
nauðsyn krafði.
Pauli innleiddi físeindina til að
bjarga eðlisfræðinni úr þessari erfiðu
stöðu. Hann gerði ráð fyrir því að
sú orka sem virtist hverfa í betahrun-
inu væri falin í hreyfingu físeindarin-
anr sem þangað til hafði ekki greinst.
Margir leiðandi fræðimenn tóku hug-
myndinni vel og innan nokkurra
mánaða höfðu þeir gert sér nokkuð
ljósar hugmyndir um það hveijir
helstu eiginleikar eindarinnar þyrftu
að vera. Eitt af því sem þeir gerðu
sér fljótt grein fyrir vom þeir erfið-
leikar sem þeir mundu hafa við að
fínna eindina.
Rafeindir og róteindir búa yfir
rafhleðslu og víxlverka því fyrir til-
stuðlan rafsegulkraftsins við allt
hlaðið efni. Það er vegna þessa eigin-
leika sem þessar vel þekktu eindir
eru jafn auðgreinanlegar og raun ber
vitni. Eðlisfræðingarnir Hans Bethe
og Rudolf Peierls leiddu rök að því
að físeindin væri massalaus og að
víxlverkan hennar við efni væru nán-
ast engin. Samkvæmt reikningum
þeirra gátu físeindir ferðast margra
ljósára vegalengd í gegnum venjulegt
efni án þess að finna fyrir tilvist
þess! Þetta var ekki uppörvandi fyrir
þá sem langaði að leita að físeindinni.
Það var ekki fyrr en árið 1952
að Fred Reines og Clyde Cowan tókst
að sanna tilvist físeindarinnar með
tilraun. Hugmynd þeirra var einföld
og byggist á þeirri staðreynd að sú
vegalengd sem físeindir geta ferðast
í efni er einungis meðalfjarlægð.
Flestar ferðast skemmri eða lengri
vegalengdir og örfáar ferðast ein-
ungis mjög skammar vegalengdir.
Ef haft er í huga að billjónir'físeinda
ferðast í gegnum jörðina á hverri
sekúndu er ekki vonlaust að nokkrar
stöðvist eftir einungis stutta ferð.
Hugmynd Reines og Cowan var að
Wolfgang Pauli (1900-1958).
fínna þessar örfáu físeindir.
Árið 1932 uppgötvaði James
Chadwic nifteindina sem ásamt rót-
eindum eru höfuðeindir atómkjarn-
ans. Fljótlega þar á eftir var orðið
ljóst að við betahrun ummyndaðist
róteind í rafeind, nifteind og fiseind.
Reines og Cowan tókst að sanna til-
vist físeinda með athugun á s.k.
öfugu betahruni. í því víxlverkar fi-
seind við nifteind en það leiðir til
myndunar róteinda og andrafeinda.
Árangur þeirra markar markar ein
merkilegustu tímamót í sögu einda-
fræðinnar. Hann var einnig mikil
gleðitíðindi fyrir Pauli sem af flestum
er talinn einn mesti eðlisfræðingur
aldarinnar.
Síðan 1952 hefur þekking eðlis-
fræðinnar á físeindinni stóraukist þó
enn sé margt óljóst um eiginleika
þessarar furðulegu eindar. Trúlegt
er að físeindir komi í þremur afbrigð-
um og eins er hugsanlegt, en engan
veginn víst, að hver þessara einda
eigi sér andeind. Spumingunni um
massa físeinda er einnig, enn sem
komið er, ósvarað og eins hvort eitt
fiseindaafbrigði geti ummyndast í
annað.
Fiseindir gegna engu að síður
mikilvægu hlutverki í eindarann-
sóknum, hvort sem þær eru gerðar
á sviði fræðilegrar- eða tilraunaeðlis-
fræði. Saga fiseindarinnar síðustu
60 árin hefur verið merkileg og við-
burðarík og víst er að næstu áratug-
ir verða ekki síður spennandi og rík-
ir af merkilegum uppgötvunum.