Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 31
MOJiGUjSBLAftJP
c) %
Séra Friðrik
á fundi með
KFUM-
félögum í
Reykjavík
árið 1949.
Hjá honum
stendur séra
Magnús
Runólfsson.
Hér er séra
Friðrik
staddur á
fundi með
hafnfirskum
piltum, sem
nú eru
komnir á
miðjan ald-
ur.
SIMTALID...
ER VIÐ MATTHÍAS HALLDÓRSSON
AÐSTOÐARLANDLÆKNI
Færri smitaðir held-
ur en búist var viÖ
góðan
Er Matthías
627555
Landlæknisembættið,
daginn.
- Góðan dag.
Halldórsson við.
Já. Augnablik ...
Matthias hér.
- Blessaður. Þétta er á Morg-
unblaðinu. Jóhanna Ingvarsdótt-
ir heiti ég. Hvað er að frétta af
herferð gegn eyðni hér á landi?
Maður er alveg hættur að sjá
áróður frá ykkur í sjónvarpi.
Já. Ætli það sé ekki vegna
þess að það er ekki eins mikill
áhugi hjá fjárveitingavaldinu nú
og var áður enda má- ætla að
áhuginn minnki um leið og nýja-
brumið fer að fölna. Stefnan er
svo sem alveg óbreytt frá því sem
verið hefur. Það er eins og held-
ur hafi hægt á sjúkdómnum hér
á landi miðað við það sem búist
hafði verið við í upphafi viðvíkj-
andi því hversu margir myndu
smitast á ári. Eflaust eru ein-
hveijir smitaðir, sem ekki er vit-
að um, en nýjum tilfellum fjölgar
ekki, svo vitað sé, eins mikið og
upphaflega var álitið.
- Eru einhveijar skýringar á
því?
Það er nátt-
úrulega hugsan-
legt að fræðslan
hafí haft eitt-
' hvað að segja.
Hún hefur að
mörgu leyti verið
meiri hér en í
mörgum öðrum
löndum. Auk
þess má ætla að
auðveldara sé að
ná til fólks í svo
litlu landi eins
og ísland er.
Aftur á móti er
draga neinar skýrar ályktanir
af þeim tölum, sem við nú höf-
um, því þær eru svo sveiflu-
kenndar frá ári til árs.
- Hversu margir hafa greinst
með veiruna á ári hveiju?
Árið 1986 greindust þrettán
með veiruna. Arið 1987 greind-
ust fimm, 1988 þrettán, 1989
sex manns og árið 1990 greind-
ust fimm einstaklingar með
HlV-veiruna. Eins og sjá má eru
þetta töluverðar sveiflur og þar
af leiðandi er ómögulegt að segja
til um nú hvaða stefnu þetta
mun taka. En ég held að menn
geti að minnsta kosti verið hóf-
lega ánægðir með að þetta virð-
ist ekki eins kröftugt hér og
búist hafði verið við. Frá byijun
hafa alls sextán einstaklingar
fengið alnæmi, sem er lokastigið,
og af þeim eru tíu látnir. Þess
má líka geta að konur eru mun
færri en karlar í hópi smitaðra.
Það er ein kona fyrir hveija sex
til sjö karlmenn, en nú spá menn
því úti í heimi að auknar líkur
séu á því að konum muni fjölga
verulega. Þannig var sérstakur
alnæmisdagur haldinn þann 1.
desember sl. sem
helgaður var
konum. Á Is-
landi eru homm-
ar enn stærsti
hópur smitaðra,
en á heimsvísu
fýllir gagnkyn
hneigt fólk 60%
nýrra tilfella.
- Jæja. Þá
ætla ég að þakka
þér kærlega fyr-
ir upplýsingarn-
ar. Vertu bless-
aður.
Já. Það
ekki hægt að Matthías Halldórsson
var
ekkert. Blessuð.
Monsieur Goudréc barón lét
reisa 50 kúa fjós í Reykjavík um
aldamótin. Hann lagði veg frá
fjósinu og niður að sjó, sem síðan
heitir Barónstígur. Þessi skýring
fylgir stórum og fallegum mjólk-
urbrúsa frá rjómabúinu á
Hvítárvöllum og með áletruðu
nafni búsins, sem hefur verið á
minjasýningu á loftinu í Geysis-
verslun. Og þá spyija margir:
Hver var hann þessi merkilegi
barón, sem hér settist að? Árni
Óla blaðamaður á Morgunblað-
inu skrifaði um hann grein 1936
og birtast hér glefsur úr henni:
Arið 1898 kom hingað maður,
sem mikið var um talað,
bæði vegna ættgöfgi hans og þó
sérstaklega vegna þess, að hann
gerðist hér bóndi og réðst í ýmsar
framkvæmdir, sem öðrum hefði
ekki dottið í hug. Maður þessi var
C. Gauldréc Boilleau barón. Faðir
hans var franskur og hafði verið
sendiherra Frakka í Líma í Perú,
en móðir hans dóttir öldungadeild-
armanns í Bandaríkjunum. Var
hann því af góðum ættum og
höfðu foreldrar hans verið efnað-
ir. Sjálfur hafði hann lokið námi
við Eton-háskóla í Englandi.
Honum er svo lýst, að hann
hafi verið meðalmaður á hæð,
dokkur á brún og brá og snyrti-
menni, seintekinn og hægur í öllu
dagfari, en fjörugur þegar menn
fóru að kynnast honum, og hrókur
alls fagnaðar í samkvæmum og
þegar hann hafði gesti hjá sér.
Annars fór hann einförum og vildi
sem fæstum kynnast. Reyndu
ýmsir heldri borgarar Reykjavíkur
að komast í kunningsskap við
C. Gauldréc Boilleau barón
hann og vita deili á honum og
ferðalagi hans, en hann forðaðist
sem mest að tala við menn, svar-
aði oft engu, þótt á hann væri
yrt á ensku og þýzku og lét sem
hann skildi ekki. En hann var þó
mikill málamaður og talaði sjö
tungumál þegar hann kom hingað
og íslensku lærði hann á ótrúlega
stuttum tíma. Hann kunni vel að
leika á hljóðfæri, sérstaklega á
„celló“ og lék tvisvar á hljómleik-
um hér í bænum. Og það er
mælt, að kvenfólki hafi litist
mæta vel á hann.“
Baróninn keypti sér hús í bæn-
um, sem varð seinna Laugavegur
90. En það kom brátt í ljós, að
erindi hans hingað var ekki það
FRÉTTALfÓS
ÚR
FORTÍD
Baróninn
og mjólk-
urbúið
að kynnast landinu sem ferða-
maður, heldur hafði hann þugsað
sér að gerast stórbóndi á íslandi.
Frétti hann nú að jörðin Hvítár-
vellir í Borgarfirði mundi föl, fór
þangað og keypti jörðina um vor-
ið. Hús byggði hann handa sjálf-
um sér á Hvítárvöllum og hafðist
þar aðallega við þegar hann var
heima, sem sjaldan var lengur en
hálfan mánuð í einu, því hann
virtist vera eirðarlaus og vildi allt-
af vera að ferðast. Á veturna
dvaldist hann langdvölum í
Reykjavík, en heimtaði að hann
væri sóttur þangað hvernig sem
á stóð. Voru þessi ferðalög hans
dýr, og báru meiri vott um að í
honum byggi eirðarlaus sál en
fjáraflamaður og framsýnismað-
ur. í fylgd með honum var ungl-
ingspiltur, sem hét Richard Lec-
hner og var talinn fóstursonur
hans og ritari. Þeir voru oftast
saman.
„Um þessar mundir fékk barón-
inn þá hugmynd að setja á stofn
Morgunblaðið/Sverrir
Mjólkurbrúsi úr búi barónsins
á Hvitárvöllum.
kúabú í Reykjavík. Byggði hann
þá fjós hér fyrir 40 kýr, og gekk
það undir nafninu Barónsfjósið."
Ætlaði hann að græða á því að
selja mjólk í bæinn. Hugmynd
barónsins var sú, að hafa kýrnar
uppi á Hvítárvöllum á sumrin og
gera smjör, skyr og osta úr mjólk-
inni og flytja svo hey á sumrin
hingað suður. Til að annast flutn-
inga keypti hann lítinn flutninga-
bát til að hafa í eftirdragi. Segja
Borgfirðingar, að allur búskapur
á Hvítárvöllum hafi gengið ævin-
týri næst, en þó hafi þeim fátt
þótt ævintýralegra og skemmti-
lega en þegar gufubáturinn kom
öslandi upp eftir allri Hvítá. En
íjósið var dýrt, mjólkurlítrinn
seldur á að.eins 15 aura og kýrnar
víst gallagripir. Var því tap á
búinu en það mun hafa verið
fyrsta kúabú, sem sett var á stofn
hér á landi í því skyni að selja
mjólk og varð baróninn brautryðj-
andi á því sviði.
En baróninn mun hafa verið
félítill, er hann kom þingað. Hafði
hann eytt aléigu sinni í einhveija
konu vestanhafs. Þó átti hann
eitthvað af hlutabréfum í járn-
brautum þar vestra og varð bróð-
ir hans, sem átti heima í Balti-
more, að selja þau fyrir hann.
Þessi bróðir ávítaði hann harðlega
í bréfum sínum fyrir það upp-
átæki að fara til íslands, og kvaðst
ætla að hann ætti nú að vera orð-
inn svo veraldarvanur að hann
gerði ekki fleiri skyssur. Hefði
hann árangurslaust reynt að ná
eignum hans úr klóm konunnar.
Nú ætti hann að hverfa frá ís-
landi og fara út í hinn menntaða
heim, því þar gæti hann áreiðan-
lega orðið frægur sem hljómlistar-
kennari.
Ekki hlustaði baróninn á það,
reyndi að bjarga málum með alls
kyns stórum hugmyndum, að
setja á stofn stórt hrossabú og
stofna útgerðarfélag með 16-20
togurum. Ekki fékk hann þá fyrir-
greiðslu i lagabreytingu sem
þurfti. Hélt hann til London og
þóttist ætla til Vínarborgar. En
skammt fyrir utan London skaut
hann sig í járnbrautarvagninum.
Var hann aðeins með eitt penný
á sér, og stórskuldaði á gistihús-
inu þar sem hann hafði búið.