Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.02.1991, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MIIM IMfl NG AR suNNunÁGt’RUi. PEBRÚAR 1991 24 C Minning: Herborg Húsgarð Fædd 18. febrúar 1932 Dáin 23. janúar 1991 Þann 23. janúar lést að heimili sínu Herborg Húsgarð, meinatækn- ir, eftir stutta en erfiða sjúkdóms- legu. Hún háði hatramma en vonlausa baráttu við krabbamein, en missti þó aldrei móðinn þó hún væri auð- vitað jafn ósátt við þessi örlög, sem allir aðrir er hana þekktu. v Herborg var færeysk, fædd í Syðri Götu á Austurey, og átti ætt- ir að rekja til hins fræga Þrándar í Götu. Hún var ákaflega stolt af uppruna sínum og heimabyggð og var mætur fulltrúi þjóðar sinnar hér á landi. Eftir að skólagöngu lauk í Fær- eyjum, hleypti Herborg heimdrag- anum og fór til Noregs til frekara náms. Hún lauk námi í meinatækni og vann við þau störf þar um hríð. í Noregi kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Jens Tómassyni, jarð- fræðingi. Þau giftust í apríl 1959, fluttu heim til íslands 1963 og bjuggu eftir það í Reykjavík. Þau ignuðust fjögur börn. Fyrsta barn eirra lést skömmu eftir fæðingu en hin eru Sverrir, fæddur 1961, stundar nám í veðurfræði í Noregi, Unnur, fædd 1964, er við tónlist- arnám í Frakklandi og Eiríkur, fæddur 1973, menntaskólanemi. Máltækið segir: Hver er sinnar gæfu smiður. í því felst einnig hæfíleikinn að velja og hafna. Þau hjón, Herborg og Jens, voru svo sannarlega gædd þeim hæfileika, og var aðdáunarvert hvernig þau lifðu og nutu lífsins. í dag hlýtur öll fjölskyldan að vera þakklát fyrir allar þær ánægju- stundir er þau eiga í minningunni, og má þakka það áræði og sam- heldni þeirra hjóna. Það er til dæmis minnisvert þegr ar þau — mitt í þessu hefðbundna byggingarbasli, sem þjakar alla ís- lendinga — brugðu fyrir sig betri fætinum og fóru bæði til Japans, en þangað var Jens boðið í fræðslu- og fyrirlestraferð. Þá fóru þau einn- ig til Englands með alla fjölskyld- una og dvöldu þar í sex mánuði. Innréttingaf og húsgögn voru látin lönd og leið í það skiptið, fyrir að sjá sig um og reyna eitthvað nýtt. Kynni okkar Herborgar hófust er hún kom til starfa á Rannsóknar- stofu Háskólans við Barónsstíg fyr- ir allmörgum árum. Áður hafði hún' starfað í nokkur ár að Keldum. Það var óumflýjanlegt að taka strax eftir henni, því henni fylgdi svo mikill gáski og kátína, en um leið sýndi hún sig í að hafa munninn fyrir neðan nefíð, þegar það átti við. Það má með sanni segja að hún hafí verið litríkur persónuleiki er setti svip á staðinn. Áberandi þætt- ir í skapferli hennar voru stoltið, samviskusemi, glaðværð og síðast en ekki síst hreinskilni, sem var eftirtektarverð. Hún var hávær og einörð er henni mislíkaði eða þegar hún sagði manni til syndanna og þá skipti ekki máli við hvern hún átti orða- stað. En hún var líka jafn einlæg í gleði sinni, er hún skemmti sér á góðri stund. Þá var hún ætíð hrók- ur alls fagnaðar og þau hjón eftir- sótt í allan mannfagnað. Við vinnufélagar hennar vissum lítið um Færeyjar eða það fólk er eyjarnar byggja, en eftir viðkynn- inguna við Herborgu, einkum við að hlusta á stórbrotnar frásagnir hennar af mönnum og málefnum, hefur skilningur okkar aukist á þessari frændþjóð okkar. Mér er þó til efs, að þeir geti allir verið jafn skemmtilegir og hún. Nú, þegar hún er horfin, áttar maður sig á þvílík forréttindi það eru að hafa kynnst henni, og átt hana fyrir starfsfélaga og vin. Eg sendi eiginmanni, börnum og systkinum hinnar látnu mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Tilveran er sannarlega snöggtum snauðari án Herborgar, en minning- in lifir og sú minning er, umfram allt, glöð og góð. Guðrún Árnadóttir Á morgun verður til grafar borin Herborg Húsgarð, sem lést 23. jan- úar, langt um aldur fram. Hálfa ævina og rúmlega það höfum við þekkst. Á þessum tíma höfum við stofnað fjölskyldur og alið upp börn og ræktað frændgarðinn. Við erum í sömu stórijölskyldunni og tengslin voru náin og góð. Ég sá Herborgu fyrst í Osló þeg- ar ég kom við hjá Jens bróður mínum á leið til Stokkhólms. Hann kynnti mig þar fyrir verðandi mág- konu, og það varð hún nokkru síðar. Herborg vann þá í Osló í fagi sem á þeim tíma var lítt þekkt, en það er meinatækni. Þar lærði hún þetta starf. Herborg var færeysk að ætt og uppruna, fædd og uppalin í Götu á Austurey. Hún ólst upp í stórri fjöl- skyldu með sterkar rætur í fær- eyskri menningu og sterka þjóðern- iskennd. Að heiman hélt hún til Noregs og stundaði þar skóla og vinnu í nokkur ár. Þar kynntist hún Jens, sem tók hana með sér til |s- lands og gerði hana að miklum ís- lendingi, þótt tengslin við föður- landið rofnuðu ekki á neinn hátt. Þau Jens stofnuðu bú í Reykjavík eftir að Jens kom heim frá námi. Þau eignuðust 4 böm, en fyrsta barnið dó rétt eftir fæðingu. En hin börnin eru: Sverrir, við nám í veður- fræði í Osló; Unnur, við nám í píanó- leik í París og Eiríkur Magnús, í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sambýlismaður Unnar er Birgir Jóakimsson, auglýsingateiknari. Þessi fjölskylda bjó öll í Bakkaseli þar til nám erlendis tvístraði hópn- . um nokkuð. Sambýlið gekk einstak- lega vel og var ijölskyldan einstak- lega samrýnd bæði í blíðu og stríðu. Fyrstu búskaparárin á íslandi voru enginn dans á rósum. Þá þurfti að koma þaki yfír fjölskyld- una og þurfti til þess ærna vinnu og erfiði, sem hjónin tóku bæði óskiptan þátt í. Það voru oft langir dagar og erfitt að ná endum sam- an. En allt gekk þetta og furðu fijótt rættist úr efnahagnum. Her- borg fór fljótlega að vinna í sínu fagi, meinatækni. Fyrst vann hún á'Keldum, en síðar á rannsóknastof- um tengdum Landspítalanum. Rétt áður en hún veiktist var búið að ákveða að hún tæki að sér deildar- stjórastarf í meinatækni á Borg- arspítalanum. Af því varð ekki vegna veikindanna. Það sem mest einkenndi Her- borgu var hversu lífsglöð hún var. Hún var skemmtileg í umgengni og hafði mikla ánægju af að hafa fólk í kringum sig. Hún bauð því oft fólki heim með litlum fyrirvara. Þessa nutu tengdafólk, samstarfs- menn hennar, samstarfsmenn Jens, auk þess sem systkini hennar og frændfólk úr Færeyjum naut oft gestrisni hennar.' Lífsgleði hennar hélst jafnvel eftir að sjúkdómurinn var farinn að rista hana djúpum rúnum og hún vissi vel að hveiju stefndi og það innan skamms. Nú er Herborg öll og mikill harm- ur er kveðinn að fjölskyldunni í ‘Bakkaseli. Þau hafa misst mikið og munu lengi sakna. Það er ekki auðvelt að hugga og það gerir eng- inn nema tíminn. En megi hann sem í öllu og alls staðar býr veita ykkur huggun harmi gegn. Haukur Tómasson Herborg, færeysk vinkona mín, er dáin. Ég kynntist henni fyrir nær tveimur áratugum, þegar ég var að stíga mín fyrstu skref sem full- orðin manneskja, nýbúin að afla mér starfsmenntunar, eignast barn og farin að vinna. Hún hins vegar með margra ára starfsreynslu að baki, og bömin Sverrir og Unnur komin vel á legg. Okkur varð strax vel til vina. Síðan höfum við verið starfsfé- lagar, með nokkrum hléum þó, þar til í haust sem leið er hún fór að vinna á sýkladeildinni á Borg- arspítalanum. Hafði ég hlakkað mjög til náins samstarfs á ný. En það fór á annan veg. Hún gat að- eins unnið í nokkra daga. Eins og menn bregðast við lífinu, þannig taka menn og dauðanum. Og Herborg var hetja allt lífíð, fram í dauðann. Rétt innan við tvítugt, skömmu eftir lát föður síns, tók hún sig upp frá Færeyjum og til Oslóar, þar sem hún Iagði stund á örverufræði, sem þá var ung fræðigrein. Útskrifaðist hún sem meinatæknir og vann síðan í nokkur ár. Það segir meir en nokk- uð annað, að hún fékk kveðju um hver jól í 30 ár frá vinnufélögunum í Osló. í Osló kynntist hún mannsefninu, Jens Tómassyni, jarðfræðingi, sem þar var við nám og þess vegna lágu leiðir hennar til íslands. Um Herborgu má segja, hún var drengur góður. Heiðarleikinn og réttsýnin voru hennar leiðarljós, bæði hvað varðaði menn og mál- efni. Fordómalaus var hún, stolt og skapmikil. Hún var hrókur alls fagnaðar. Herborg var mjög fær meina- tæknir. Hún hélt sér vel við í faginu og það var gott að leita til hennar með vandamál. En ekki síst var þroskandi að ræða við hana um lífíð után rannsóknastofunnar. Um gleði og sorg, barnauppeldi og stjórn- mál, unglinga og listir. Hún gaf mér innsýn í færeyska menningu. Hún var stolt af uppruna sínum, þótt trúlega hafí hún stundum gold- ið hans í þessu landi. Og hún var stolt af bömunum sínum, enda hafði hún ástæðu til. Sverrir stundar nú nám í veðurfræði í Osló, á fornum slóðum foreldra sinna. Unnur er í framhaldsnámi í píanóleik í París. Sambýlismaður hennar, Birgir Jóakimsson, er þar líka við nám. Eiríkur, yngsta barnið, stundar nám í menntaskóla. Hún sagði við mig, þegar ljóst var að hveiju stefndi, að það gerði henni stríðið léttbærara að vera þess fullviss að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af börnunum. Ég hef aldrei áður fylgt vini að landamærum lífs og dauða. Og enn einu sinni ■ kenndi hún Herborg mér. Með því að tala sem fyrr af hreinskilni og djúpu viti, og nú um dauðann. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Herborgu að vini. Jens og fjölskyldunni sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Helga Erlendsdóttir t Litli sonur okkar og bróðir, MAGNÚS MÁR BJÖRNSSON, sem lést þann 28. janúar verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðju- daginn 5. febrúar kl.13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Björn Magnússon, Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, Árni Guðjón. t Elskulegur faðir minn, afi og langafi KRISTINN SÍMONARSON fyrrum verkstjóri, Stórholti 28, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju 5. febrúar kl. 15.00. María Kristinsdóttir, Kristján Finnbjörnsson, Kristín Halla Daníelsdóttir, Gunnlaugur Traustason og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGI HALLBJÖRNSSON, Brekkustíg 14, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Rósa Eyjólfsdóttir, Sigríður Þóra Ingadóttir, Grétar Sigurðsson, Þórður Ingason, Helga Guðbjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Minningarathöfn um elskulega móður okkar, ömmu og langömmu, RANNVEIGU GUNNARSDÓTTUR frá Kópaskeri, Grenimel 13, fer fram frá Neskirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður fyrir norðan. Þórhallur Björnsson, Gunnþórunn Björnsdóttir, Gunnar K. Björnsson, Kristlaug Björnsdóttir, Ásta Björnsdóttir, Sigríður J. Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bjarni Guðbjörnsson, Lovisa H. Björnsson, Guðlaug Ólafsdóttir, Halldór Sigurðsson, Björn Benediktsson, Mig langar með fáum orðum að þakka Herborgu samfylgdina. Her- borg Húsgarð var gift Jens Tómas- syni föðurbróður mínum. Hún var frá Götu á Austurey í Færeyjum. Allt mitt líf var Herborg til stað- ar, en hún var sú kona sem óx og stækkaði í huga mínum. Að ytra útliti varð Herborg stöðugt fallegri og smartari í tauinu, eins varð hún skemmtilegri, opnari og ræðnari. Herborg var sérstök. Heimili hennar, gestrisni og talandi, allt var þetta svolítið framandi. Enda var hún færeysk og hafði búið um skeið í Noregi. Þennan bakgrunn flutti hún með sér til íslands. Herborg var ein traustasta stoðin í minni fjölskyldu og minnist ég margra boða og heimsókna. Kær- astar eru mér þó stundir sem ég og móðir mín áttum með henni og Jenna síðastliðinn nóvember þegar ég var stödd heima. Herborg var hress og kát, þrátt fyrir veikindi og vissu um hvert stefndi. Elsku Jenni, Unnur, Sverrir, Eiríkur og Birgir, missir ykkar er mikill en megi sama andlega þrekið og jákvætt viðhorf sem einkenndi Herborgu allt fram á hennar dauða- stund verða ykkur styrkur í þessari þraut. Sigrún Hauksdóttir Þegar hringt var á sýklarann- sóknadeild Landspítalans kom það oft fyrir að svarað var með færeysk- um hreim. Margir hafa vafalaust velt því fyrir sér hver ætti þessa rödd. Við sem vinnum á deildinni þekktum hana vel og þann einstakl- ing sem að baki bjó. Þetta var hún Herborg. Herborg Húsgarð var fædd í Færeyjum 18. febrúar 1932 og ólst þar upp. Hún sagði okkur margt frá uppvaxtarárum sínum þannig að okkur fínnst við vita töluvert um það hvemig það var að alast upp í Götu á stríðsárunum. Frásagnir hennar voru þannig að maður sá ljóslifandi fyrir sér það sem hún lýsti. Herborg fór til Noregs ung að árum, þar lærði hún meinatækni og vann við sýklarannsóknir við Folkehelsen í Osló, sem var virtasta rannsóknastofan í sýklafræði í Nor- egi. Þar öðlaðist hún faglega reynslu, sem hún miðlaði okkur á sýkladeildinni af. Við urðum mjög vör við það, að Herborg átti góða vini á Folkehelsen og var mikils metin af samstarfsfólki sínu þar eins og hér. í Osló kynntist Herborg eftirlif- andi eiginmanni sínum Jens Tómas- syni, sem var þar við nám. Við erum þakklát fyrir það að leiðir þeirra lágu saman því að öðrum kosti hefð- um við sennilega aldrei kynnst Herborgu. Hún hóf störf sem meinatæknir á sýkladeildinni 1972 en hafði áður unnið nokkur ár á Tilraunastöð Háskólans. að Keldum. Herborg var, eins og áður hefur verið vikið að, dugandi og samviskusamur starfsmaður, en hún var svo miklu meira en það. Hún var okkur mjög góður félagi og deildi með okkur gleði sinni og sorgum. Hún var hrókur alls fagnaðar á gleðistund- um hvort sem það var með því að leiða færeyskan dans eða segja ferðasögur frá Japan. í umræðum kom hún mjög oft með skemmtileg sjónarmið og varpaði nýju ljósi á málin, því hún hafði af annarri reynslu að miðla, en við hin. Þegar ljóst var í haust hversu alvarlega veik Herborg var kom það best í ljós hvem mann hún hafði að geyma. Við minnumst þes með virðingu hvaða æðruleysi hún sýndi og þökkum það að hafa fengið að deila með henni sorgum hennar á þessum tíma. Þrátt fyrir skuggann sem grúfði yfír tókst Herborgu að gera okkar síðustu samverustundir á þessari jörð að dýrmætum stund- um, sem við munum ekki gleyma. Kæri Jens, Eiríkur, Unnur og Sverrir, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þó Herborg sé dáin, mun minningin um hana lifa í hugum okkar allra um ókomin ár. Samstarfsfólk á sýklarann- sóknadeild Landspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.