Morgunblaðið - 10.03.1991, Side 1
104 SIÐUR B/C
58. tbl. 79. árg.
SUNNUDAGUR 10. MARZ 1991
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
Kalifornía:
Dómari aftur-
kallar fimm
ára regnbann
DÓMARI nokkur í San Francisco í
Bandaríkjunum bannaði regn árið
1986, um leið og fimm ára þurrkur
brast á. Hann tók svo bannið til baka
fyrir nokkrum dögum og ekki hefur
stytt upp síðan. Tilviljun, eða hvað?
Samuel King dómari lét það fara í
taugarnar á sér þegar kviðdómarar
gátu ekki mætt í réttinn til hans árið
1986 vegna mikilla rigninga. Hann
brást við því með eftirfarandi fyrir-
skipun: „Ég fyrirskipa hér með að það
hætti að rigna fyrir næsta þriðjudag.
Við skulum sjá hvernig til tekst.“
Þetta tókst svo vel að þar hefur ekki
rignt í fimm ár. Þegar starfsbróðir
hans minnti hann á fyrirskipunina
fyrir nokkrum dögum gaf hann út
nýja: „Ég ógildi hér með fyrirskipun
mína frá 18. febrúar 1986 og fyrir-
skipa regn frá og með 27. febrúar
1991.“ Þann dag var úrkoma rúmlega
100 mm í Kaliforníu og telja veður-
fræðingar að þar verði ekkert lát á
rigningum á næstunni.
Bretland:
Vildi hjálpa
Schwarzkopf
að klára stríðið
TÍU ára gamall breskur drengur, sem
orðinn var leiður á Persaflóastríðinu,
sendi yfirmanni fjölþjóðaherliðsins,
Norman Schwarzkopf hershöfðingja,
áætlun um leyniárás á Iraka og fékk
persónulegt þakkarbréf frá hershöfð-
ingjanum að launum. „Ég var að horfa
á stríðsfréttir í sjónvarpinu og hugs-
aði með mér að stríðið hefði staðið
alltof lengi og það yrði að stöðva það,“
sagði Ben Nicholas frá Peterstow í
Mið-Englandi. Ilann sendi Schwarz-
kopf áætlun um að senda orrustuþot-
ur, dulbúnar sem orrustuþotur íraka,
á bak við víglínuna og láta þær koma
aftan að írökum. Móðir Bens, Jenny
Nicholas, sagði fréttamönnum að
Schwarzkopf hefði sent Ben bréf þar
sem hann hældi honum mjög sem
framúrskarandi föðurlandssinna og
herfræðisnillingi og lofaði að láta
hann vita ef áætlunin yrði notuð.
HOFRUNGAHLA UP VIÐ EYJAR
Morgunblaðið/Sigurgeir
Höfrungar léku listir sínar’ fyrir Sigurgeir Jónasson ljósmyndara Morgunblaðsins og félaga hans þegar þeir sigldu inn í stóra höfr-
ungavöðu austan við Eyjai' á dögunum. Höfrungatorfa elti bát þeirra og stökkvandi höfrungar voru úti um allan sjó, eins og sjá má
dæmi um á myndinni. Sjá fleiri myndir og frásögn á bls. C6.
James Baker ræðir við ráðamenn í Kúveit:
Emmnn heitir auknu lýðræði
Kiyadh, London, Kairó, Taif í Saudi-Arabíu. Reuter.
EMIRINN af Kúveit, Jaher al-Ahmed al-Sabah, skýrði frá þvi í gær, laugardag, að
hann hygðist standa að lýðræðisumbótuni í landi sínu. Emírinn hefur hafst við í
Saudi-Arabíu frá því írakar réðust inn í Kúveit í ágúst sl. en segist nú ætla að halda
heim innan viku. Ráðamenn í Kúveit hafa undanfarið verið beittir miklum þrýstingi
af Bandaríkjamönnum sem vilja að lýðræði í landinu verði aukið. James Baker, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í gær viðræður við emírinn af Kúveit og skýrðu
bandariskir embættismenn frá því, að þeim loknum, að Baker hefði lagt til að haldn-
ar yrðu frjálsar kosningar í landinu. Að loknum viðræðum sínum við emírinn hélt
Baker til Kúveitborgar.
Baker er nú á ferð um Mið-Austurlönd.
Hann átti á föstudag viðræður við Fahd,
konung Saudi-Arabíu, og Saud al-Faisaí
prins, utanríkisráðherra landsins. Skýrðu
háttsettir bandarískir embættismenn frá því
í gær að Saudar hefðu í viðræðum við Baker
lýst sig reiðubúna til að taka virkan þátt í
að tryggja öryggi í Mið-Austurlöndum, koma
á efnahagssamvinnu ríkjanna á svæðinu og
finna lausn á deilum ísraela og araba.
Á morgun, mánudag, heldur Baker til ísra-
els og hann mun á ferð sinni einnig koma við
í Egyptalandi, Sýrlandi, Tyrklandi og Sov-
étríkjunum.
Fjörutíu blaðamönnum og tveimur banda-
rískum stríðsföngum var sleppt úr haldi í
Bagdad snemma á laugardagsmorgun og
héldu þeir til Amman í Jórdaníu.
Sigurvegcirinn Bush
reynir afi koma ú
vifitœkri lausn i Mið-
austurlöndum
SKÓLI
tyrirhverja ?
HELSTEFNA
Örlagasaga Laufeyjar
Einarsdóttur
DA6IJR 06 NOTT
I FJEREYJUM
BLAÐ
C