Morgunblaðið - 10.03.1991, Side 18

Morgunblaðið - 10.03.1991, Side 18
villandi försendum, bæði hvað varð- ar stöðu mála nú og kostnað við skólabyggingar. Það er engum til góðs að setja slíkar fullyrðingar fram svo ilia grundaðar," segir m.a. í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ennfremur vilja Samtök ís- lenskra sveitarfélaga að fræðslu- ráðin verði fyrst og fremst svæðis- bundin samstarfsráð samtaka sveit- arfélaga og tilnefning fulltrúa á þeirra vegum. Mjög nauðsynlegt er að tryggt verði samstarf fræðslu- ráða og fræðsluskrifstofa og fræðslustjóra. Aftur á móti sam- ræmist það alls ekki hlutverki ráð- anna að fræðslustjóri, sem er starfsmaður og fulltrúi ríkisvalds- ins, sé formaður fræðsluráðs.“ í 17. grein frumvarpsins kemur fram að skólahverfi sé sú eining sem stendur að einum grunnskóla eða fleiri. Sveitarfélög geta samein- ast um rekstur grunnskóla og mynda þá eitt skólahverfi. Sveitar- félag sem rekur tvo eða fleiri grunn- skóla telst eitt skólahverfi séu íbúar færri en 10 þúsund. Fjölmennari sveitarfélögum skal skipta í skóia- hverfi og annast viðkomandi svéit- arstjóm þá skiptingu með samþykki menntamálaráðuneytisins. Miða skal við, að íbúar í hveiju skóla- hverfi séu að jafnaði ekki fleiri en 15 þúsund. Sama sveitarfélag getur átt aðild að fleiri en einu skóla- hverfi ef börn og unglingar á skóla- skyldualdri úr viðkomandi sveitar- félagi eiga skólasókn til tveggja eða fleiri skólahverfa. Um þetta segir Samband íslenskra sveitarfélaga: „Ákvæði um skiptingu sveitarfé- laga í skólahverfi á að sjálfsögðu að vera heimiidarákvæði og í valdi sveitarstjóma. Ákvæðið á við fjögur sveitarfélög. Vafasamt er gildi þess að skipa tvær skólanefndir í Kópa- vogi, Hafnarfirði og Akureyri. í Reykjavík hlýtur fjöldi skólahverfa og íbúafjöldi í þeim að vera ákveð- inn af borgaryfirvöldum." Skörp skil Samkvæmt frumvarpinu er skól- anefndum fyrst og fremst ætlað að sjá „urrf mál sem lúta að húsnæði og búnaði grunnskóla en innra starf skólanna, nám og kennsla, sé eink- um á verksviði fræðsiuskrifstofa“. Að mati Sambands íslenskra sveit- arfélaga orkar sú skarþa skipting, sem hér er gerð, tvímælis og spurn- ing er hvort ekki sé til góðs, að kjömir fulltrúar íbúa sveitarfélaga eigi meiri stjórnunaraðild að rekstri skólanna en hér er gert ráð fyrir. Sambandið telur eðlilegt að fella beri niður ákvæði sem segir tii um þann barnafjölda sem hveiju sveit: arfélagi ber að senda í skóiann. í staðinn verði miðað við fasteigna- mat skattskyldra fasteigna í sveit- arfélögunum. „Ókeypis" skyldunám Fimmtugasta grein fmmvarpsins kveður á um að kennsla skuli veitt ókeypis í öllum opinbemm grunn- skólum. Námsgagnastjóm ákveður hvaða námsgöng eru látin í té og hvort þau eru afhent nemendum til eignar eða afnota. Námsbækur og önnur námsgögn sem skólar nota skulu vera í samræmi við gildandi lög og aðainámskrá. Vafamálum um. hvort námsgögn uppfylli skil- yrði laga og aðalnámskrár má skjóta til sérstakrar nefndar sem skipuð skal einum fulltrúa frá Kennaraháskóla íslands, einum fulltrúa frá Háskóla íslands og ein- um fulltrúa frá Landssamtökum foreldrafélaga. Ekki er heimilt að krefja nemendur í skyldunámi um greiðslu fyrir kennslu, námsgögn og annað efni sem þeim er gert skylt að nota samkvæmt lögum þessum og ríki og sveitarfélög eiga að leggja til. Menntamálaráðuneyt- ið setur nánari reglur um fram- kvæmd þessarar greinar. Um þessa grein frumvarpsins segir Samband sveitarfélaga: „Ákvæði 50. gr. um skyldu ríkisins til að sjá nemendum í skyldunámi fyrir ókeypis náms- gögnum eru ekki nógu ítarleg, en gert er ráð fyrir að ráðuneytið setji nánari ákvæði í reglugerð. Tryggja þarf að samtök sveitarfélaga verði samráðsaðili að setningu slíkra reglugerða þar sem þau eiga hér verulegra hagsmuna að gæta. Sérkennsla Ákvörðun um sérkennslu er breytt verulega frá núgildandi lög- um, þar sem nú er sagt, að „megin- stefnan skal vera sú, að kennslan fari fram í heimaskólum". Samband sveitarfélaga gerir ekki athuga- semd við méginstefnuna sjálfa, en vill að kveðið verði nánar á um kostnaðarskiptingu vegna þessarar kennslu og að samið verði um hana við sveitarfélögin. Ekki er fallist á að ráðuneytið færi með þessu ýms- an kostnað frá sérskólum yfir til almennu skólanna, þ.e. sveitarfé- laganna, svo sem flutningskostnað, kostnað af sérstakri umönnun, sér- stökum útbúnaði, tækjum o.fl. Skólasöfn I frumvarpinu kemur fram að í hveijum skóla skuli vera skólasafn. Heimilt sé þó að sameina almenn- ingsbókasafn og skólasafn ef það rýrir ekki gildi safnsins fyrir skól- ann, forstöðumenn beggjatelja slíkt æskilegt og menntamálaráðuneytið samþykki. Að skólasöfnum skal þannig búið að því er varðar hús- næði, bókakost, önnur námsgögn og starfslið að þau geti gegnt því hlutverki að vera eitt af meginhjálp- artækjum í skólastarfinu. Nánari ákvæði um skólasöfn, starfshætti, starfslið og menntun þess setur menntamálaráðuneytið í reglugerð. Samband íslenskra sveitarfélaga telur að sameining almenningsbók- asafns og skólasafns hljóti að verða ákveðin af sveitarstjórnum, sem greiða allan stofn- og rekstrar- kostnað beggja. Ekki sé minnst einu orði á sveitarstjórn í greininni, held- ur er aðeins gerð krafa um sam- þykkt menntamálaráðuneytis, sem engan kostnað greiðir. Þá telur Samband ísienskra sveitarfélaga ákvæði frumvarpsins um heilsu- vernd allt of óljós og óhjákvæmilegt sé að setja mun ákveðnari ákvæði um stjórn, rekstur og kostnað við heilsugæslu í grunnskólum en gert er í frumvarpinu. Þess skal að lokum getið að at- hugasemdir voru gerðar við það í stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga að engum sveitarfélögum eða skólanefndum utan Reykjavík- ur var sent frumvarpið til umsagn- ar. í Reykjavík var það aftur á móti sent bæði til borgarráðs og skólaskrifstofu. Fræðsluráð Flestir fræðslustjórar úti á lands- byggðinni lýsa sig andvíga ákvæð- um frumvarpsins um fræðsluráð, bæði hvað varðar skipan þess og verksvið — sér í lagi eftir breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Fræðsluráðin eiga, að þeirra mati, að vera vettvangur fyrir sam- starf og samráð sveitarfélaga um skipulag fræðslumála í umdæminu og fjalia á heildstæðan hátt um framkvæmdir í skólamálum, skipu- lag skólahverfa, sameiginlega þjón- ustu og heildarstefnumörkun sveit- arfélaga í þessum málaflokki. Því sé eðlilegt að fræðsluráðin séu starfrækt á vegum sveitarfélag- anna og verði þannig samstarfsað- ili fræðslustjóra með fullu sjálf- stæði gagnvart honum, en hann verði ekki settur í þá stöðu eins og ' frumvarpið gerir ráð fyrir að eiga sem formaður að bera ábyrgð á starfi nefndar sem vegna samsetn- ingar er mjög undirorpin þeirri hættu að lítið tillit sé tekið til vilja hennar og samþykkta. Jöfn aðstaða Kennarasamband íslands telur að margt horfi til framfara fyrir skólastarf í landinu í frumvarpinu. Þó sé enn langt í land að komið sé til móts við þær kröfur sem gera verður til skólastarfs í nútíma. þjóð- félagi. KÍ vill að ríkissjóður standi undir öllum kostnaði við grunnskóla og framhaldsskóla í landinu til þess að tryggja jafna aðstöðu allra til náms, en augljóst er á því frum- varpi, sem fyrir liggur nú, hversu mikil áhrif breytingar á lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga hafa á allt skólastarf, segir í umsögn KÍ. Þá segir að komið hafi í ljós að mörg sveitarfélög ættu í erfiðleikum með að veita þá þjón- ustu sem uppfyllir fyllstu kröfur um skólastarf. „Sveitarfélögin eru mjög misjafnlega sett hvað varðar skólabyggingar og búnað skóla. Jafnframt er skólahald tiltölulega dýrast í mörgum fámennustu og þar með fátækustu sveitarfélögun- um vegna kostnaðar við skólaakst- ur, heimavistir og mötuneyti. Þess- um sveitarfélögum verður að tryggja fjárveitingar til skólahalds — að öðrum kosti er ljóst að stór skref eru stigin aftur á bak í þróun grunnskóla á íslandi." ttSPHRISJÓOURIHH í KEFLAVÍK Tjarnargötu 12,230 Keflavík, Sími 92-16600, Fax 92-15899 arifötunum Af því tilefni að Sparisjóðurinn er fluttur í ný og glæsileg húsakynni, að Tjarnargötu 12, bjóðum við viðskiptavinum okkar og öðrum Suðurnesja- búum í kaffi og kökur á morgun, mánudaginn 11. mars. Við hvetjum alla til að heimsækja okkur og skoða nýju 3 e húsakynnin. §

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.