Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1991 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1991 23 Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Hætta á nýrri vinstri sljóm TJllestir eru sammála um að taka beri skoðanakönnunum með Jyrirvara, en jafnframt að þær gefi vísbendi’ngu um, hvert straumarnir liggja. í því ljósi er óneitanlega erfitt að skilja kannanir, sem nýlega hafa birzt, sem benda til þess, að meiri- hluti kjósenda fylgi Sjálfstæðis- flokknum að málum en jafnframt að meirihluti þeirra styðji núverandi ríkisstjóm! Hvernig svo sem skilja ber þessar niðurstöður fer hitt tæp- ast á milli mála, að nú er meiri hætta á því, að stjómarsamstarf vinstri flokka verði endurnýjað en nokkru sinni fyrr. Löngun vinstri flokkanna til þess að halda áfram sámstarfi í ríkis- stjórn, sem á annað borð hefur komizt _á, hefur að vísu alltaf verið sterk. í því sambandi má minnast þess, að þegar vinstri stjórn Her- manns Jónassonar var fallin í des- ember 1958, eftir miklar sviptingar milli þáverandi stjómarflokka í nokk- ur misseri, var samt sem áður gerð ákveðin tilraun til þess að endurreisa þá stjórn. Og jafnvel eftir ófarir vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar, sem splundraðist vorið 1974, var gerð ákveðin tilraun til þess að endur- reisa þá ríkisstjórn eftir kosningar, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði unnið einhvern mesta sigur sögu sinnar. Sú vinstri stjórn, sem nú situr, er í vissum grundvallaratriðum ólík tveimur fyrri vmstri stjórnum, sem nefndar vora. í fyrsta iagi hefur ágreiningur um veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli ekki valdið henni erfiðleikum, eins og raun varð á í tíð hinna fyrri vinstri stjórna. í öðru lagi hafa átökin milli stjórnarflokkanna ekki verið jafn hatrömm og þau voru á áram áður, þótt ágreiningur þeirra í milli hafi vissulega verið mikill. En einmitt af þessum sökum er verulega hætta á, að markviss tilraun verði gerð að loknum kosningum í vor til þess að endurreisa þetta stjórnarsam- starf, hvað svo sem forystumenn ein- stakra stjómarflokka kunna að segja fyrir kosningar. Verði vinstri stjórn endurreist að kosningum loknum er augljóst, að áfram verður haldið á sömu braut og verið hefur undanfarin misseri. Engin tilraun verður gerð til þess að ná tökum á útþenslu ríkisbáknsins, sem er að verða eins og krabbamein í efnahagslífí þjóðarinnar. Þvert á móti er líklegt,_ að Steingrímur Her- mannsson og Ólafur Ragnar Gríms- son leggi áherzlu á að hækka skatta enn frá því sem nú er, eins og m.a. má sjá á forsíðu Þjóðviljans í gær, þar sem formaður Alþýðubandalags- ins boðar svonefndan hátekjuskatt og fjármagnsskatta. í Ijósi fenginnar reynslu af fjármálastjórn þeirra fé- laga má búast við, að raunvextir verði áfram háir á íslandi vegna þess, að ekkert lát verði á lánsfjárþörf opin- berra aðila. Kjaraskerðingin í tíð núverandi ríkisstjómar er gífurleg og þótt hún eigi ekki sök á henni allri, hefur hún enga tilburði sýnt til þess að draga úr henni, heldur þvert á móti. Núver- andi ríkisstjórn hefur lagt blessun sína yfir kvótakerfið og einhveija mestu eignatilfærslu í allri sögu þjóð- arinnar og þar með afhent fámennum hópi manna yfirráð yfir þeirri auð- lind, sem lögum samkvæmt er eign þjóðarinnar allrar. Sáralitlar líkur eru á því, að nokkur breyting verði á fisk- veiðistofnunni, sitji vinstri stjórn áfram við völd. Stöðug togstreita hefur verið innan stjórnarinnar um byggingu álvers og hvað eftir annað hefur sú staða komið upp, að leita þurfti stuðnings Sjálfstæðisflokksins til þess að koma fram á Alþingi nauð- synlegum samþykktum um nýtt ál- ver. Það er því fyrirsjáanlegt, að engin breyting verður á þeirri stöðnun, sem einkennt hefur íslenzkt þjóðfélag á síðustu misserum, verði vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar endur- reist að kosningum loknum. Af þess- um sökum m.a. er landsfundur Sjálf- stæðisflokksins, sem lýkur í dag, ein- hver sá mikilvægasti, sem lengi hefur verið haldinn. Stuðningsmenn flokks- ins og óháðir kjósendur um land allt bíða þess með eftirvæntingu hveijar meginlínur Sjálfstæðismenn leggja í upphafi þeirrar kosningabaráttu, sem framundan er. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vinna mikinn sigur í þing- kosningunum til þess að flokknum megi takast að koma í veg fyrir end- urreisn þeirrar vinstri stjórnar, sem nú situr. Q/t SIGUR- JL w Tc »jón Sig- hvatsson, eða Jonni, sem hefur búið í Banda- ríkjunum tólf ár, sagði í sjónvarpssamtali að bandarískt þjóðfélag væri meingallað. Hann sagði það væri að vísu gott þjóðfélag fyrir þá sem ættu peninga, en ekki hina. Samt væri margt gott um þetta samfélag. En það vantar velferðarþráðinn í þjóð- félagsvefnað Bandaríkjanna, þótt mannúðarmálum sé víða sinnt af kost- gæfni. Þetta vitum við. Og Bandaríkja- menn eiga áreiðanlega eftir að leggja meiri áherzlu á þennan þátt næstu árin. Ég heyrði ekki betur en Jonni ruglaði saman sósíalisma og velferð. Hann sagðist vera „svona góður og gildur sósíalisti í eðli sínu“, einsog hann komst að orði. Ég veit aðvísu ekki nákvæmlega hvað það merkir, því ég sé ekki neinn sé sósíalisti í raun. Allir gera útá markaðinn, Jonni líka. Og gamlir marxistar austan tjalds. Markaðurinn var fyrirheitið í áramóta- boðskap Gorbasjovs. En sósíalismi og markaðsbúskapur eru andstæður. Só- síalisti gerir ekki útá markað, heldur kenningu sem er gjaldþrota. Við höfum upplifað þetta gjaldþrot sósíalismans. Velferð er ekki sama og sósíalismi, þvertá móti. Það höfum við séð svart á hvítu í öllum sósíalistískum ríkjum. Sósíalismi er ekki sama og mannúð. Velferðarríkið er ekki fyrst- ogsíðast vaxið af sósíalisma, heldur af húmanisma 19. aldar. En þó umfram allt af hugsjónum borgarastéttarinnar frönsku. Jafnvel járnkanslarinn Bis- marck tók þennan þátt í arf og hann hefur verið meginþráður í stjórnmála- vefnaði þýzkra kapítalista eftir stríð. Ég held Jonni hafi einfaldlega átt við hann sé velferðarsinni. Það væri í anda íslenzkrar reynsluþekkingar að hafa tröllatrú á velferðarhugsjóninni. En sósíalistar hafa hvergi framkvæmt hana, þótt hún sé ívaf í kenningunni. Og Bandaríkjamenn eru aftarlega á merinni í þessum efnum. Sú meri er enn á harðahlaupum í villta vestrinu. Og stúlkubarn einsog Sam í In Co- untry fær það með sjónvarps’mjólkinni HELGI spjall að hver sé sjálfum sér næstur. Það er fyrsta boðorðið í kúrekasið- ferði vestrans. Ég var aðvísu sjálfur kúreka- fíkill á sínum tfma og óforbetranlegur aðdá- andi Tim Holts sem var mestur allra kúreka og höfuðprýði Gamla bíós! Meiri en útlagar einsog Grettir, eða Gunnar á Hlíðarenda. En ég óx uppúr þessum hasar, þótt ég hafi ávallt vitað einsog Siguijón Sighvatsson og aðrir einstaklingshyggjumenn að „sam- keppni sé gulls fgildi". Lífið hafði ann- an boðskap að færa en einstaklings- hörku kúrekanna og kenninguna um að hver sé sjálfum sér næstur. Og ég kynntist því auk þess hvemig fólkið í Njálu hafði ekki í öllum höndum við örlög sín, þvertámóti. Jafnvel Njáll lifði með andstæðum sínum. Njálupersónur tala ekki uppúr forritum sem leiða að góðum bókarlokum, þvertámóti. (Þrátt fyrir allt blóðið og vígaferlin er mikill friðarboðskapur í mörgum fornritum okkar einsog Bjami Guðna- son prófessor benti á í merkum fyrir- lestri þarsem hann lagði einkum útaf Heiðarvíga sögu, Laxdælu og Hávarð- ar sögu Ísfírðings, en það mætti þá einnig fínna þessari athvglisverðu kenningu stað víðar í fornritum okkar, ekkisízt Njáls sögu. Blóðlyktin vekur einungis hefndarhug, það vissu höf- undar Islendinga sagna. Og þeir lýstu því án frammígripa. Yfirborð hetju- sagnanna á sér friðsamlegan undirtón. Það er munur á sýnd og reynd, sagði dr. Bjarni. Áheyrendur kunnu áðurfyr að leggja útaf sögunum; vissu hvert höfundur var að fara. Skilningsgrund- völlur þeirra var óskertur. Manndráp voru af hinu illa, en þó r.æsta óumflýj- anleg á blóðugri vargöld. Við þekkjum þetta. Bófahasarinn allíkringum okkur, ekkisízt í sjónvörpunum. Minnir á yfir- borð hetjusagna. En þá er að huga að táknlegum merkjum friðar og líkn- semdar einsog prófessorinn gerði svo eftirminnilega og bora sig innfyrir skelina, að sál verksins. Islendinga sögur era ekki einungis sálarlaus skemmtirit, heldur mikilvægar dæmi- sögur úr tlóðugum samtíma sturlunga; ekkisízt greining á margþættu og and- stæðufullu eðli mannsins. En líknsam- ur boðskapur kirkjunnar í táknlegu gervi margvíslegra skírskotana alls staðar nálægur. Þeir þekktu þetta vel karlamir á sturlungaöld, en þar var Sturla Þórðar- son friðarins megin einsog skáld eru gjama. Bókmenntaprófessorinn kom úr annarri átt en miðaldafræðingurinn Einar Pálsson en þeir hittust á miðri leið og það var skemmtilegt að vera viðstaddur. Það var einsog að upplifa sögulega sól í austri, svoað vitnað sé til táknfræði fornritanna, eða Ijós yfir Helgafelli sem getið er um í kristnum boðskap Laxdælu.) 1 O fC EN SAM ÓX INNÍ »bandaríska drauminn. Og þar er ekki rúm fyrir neinar mótsagn- ir. Hún vissi fólkið í sjónvarpinu hefur alltaf á reiðum höndum orð til að lýsa tilfínningum sínum. En í lífínu sjálfu er því sjaldnast til að dreifa. Það varð henni aðvísu umhugsunarefni. En þá var bara að hreiðra um sig í sjónvarp- inu; láta sig dreyma um góð sögulok. Sjónvarpssápur styðjast við hand- ritahöfunda. í lífinu er handritið óskrif- að. Einsog í allri sannri list. •J Qf* BANDARÍSKl BLÁS- -l-^vl*arinn Miles Davis segir hann sé orðinn hundleiður á kvenfólki þar vestra. Það sé öllum stundum að leika útúr sjónvarpssápum. Gervifólk er ágætt á skjánum. En lífið og veru- leikinn kalla á aðrar dýptir en yfírborð- ið. Sápufólk er einsog hveijar aðrar sápukúlur. Davis segir slíkt fólk geti ekki veitt neina hamingju. Einungis þekking, aukin þekking, geti veitt einhveija fyll- ingu. Og hún sé forsenda hamingju; ekki hávaðinn eða yfírborðið, heldur það sem vex einsog grasið; hljóða- laust. Sjálfur kann hann bezt við að blása í trompettið — með hljóðdeyfi. Þá verður það manneskjulegra. Einsog lífíð sjálft. M. (meira næsta sunnudag.) ATHYGLI ÞJÓÐARINN- ar beinist að Sjálfstæð- isflokknum um þessa helgi og hefur raunar gert undanfarnar vik- ur, ekki sízt vegna fyr- irsjáanlegra kosninga um formann á landsfundi. En jafnvel þótt slíkar kosningar stæðu ekki fyrir dyrum mundi fólk hafa mikinn áhuga á því, sem gerist á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Astæðan er einfaldlega sú, að hér er á ferðinni langöflugasta stjórnmálahreyfing landsmanna og á vettvangi hennar endur- speglast helztu þættir í þjóðmálaátökum líðandi stundar. Á undanförnum árum hefur þess gætt í vaxandi mæli, að andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins halda því fram, að flokkur- inn sé í raun ekkert annað en bandalag hagsmunahópa og stjórnist af þeim, þess- um í dag og öðrum á morgun. I forystu- grein Alþýðublaðsins sl. fimmtudag er þetta orðað svo: „Hinn stóri flokkur er reyndar ekkert annað en kosningabanda- lag sérhagsmunahópa.“ Ekki er úr vegi að fjalla um þessa gagnrýni andstæðinga Sjálfstæðisflokksins um þessa helgi, er hinn fjölmenni landsfundur flokksins stendur yfir. Eins og Morgunblaðið hefur margsinnis bent á, endurspeglar Sjálfstæðisflokkurinn nánast alla þjóðfélagshópa í þessu landi. Á 1.400 manna landsfundi flokksins, sem nú stendur yfir í Laugardalshöll, er að finna fólk úr öllum stéttum og starfshópum samfélagsins. Að þessu leyti er Sjálfstæð- isflokkurinn einstæður meðal stjóm’mála- hreyfinga hérlendis. í þessu er fólginn bæði styrkleiki og veikleiki flokksins — en þó fyrst og fremst styrkleiki. Það er hægt að tala um sérhagsmuna- hópa bæði á neikvæðan og jákvæðan hátt. Samtök á borð við Landssamband ísl. út- vegsmanna eða Stéttarsamband bænda hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Þau eru annars vegar vettvangur samráðs þeirra, sem starfa að þessum atvinnugrein- um, sem eru undirstöðuatvinnuvegir lands- manna, en hins vegar geta þau breytzt í þrönga hagsmunahópa, sem beijast fyrir sérhagsmunum, sem eru beinlínis skaðleg- ir fyrir þjóðarheildina. Þar má nefna bar- áttu LÍU fyrir núverandi kvótakerfi og baráttu bændasamtakanna gegn auknu frjálsræði í landbúnaðarstarfsemi, þ. á m. einhveijum innflutningi á búvörum. Sú staðreynd, að kjarna eða forystu- sveit helztu hagsmunasamtaka í landinu er að finna innan Sjálfstæðisflokksins, veldur því, að flokkurinn verður kjörinn vettvangur þeirrar málamiðlunar, sem nauðsynlegt er að fari fram öllum stundum í okkar samfélagi. Og í því felst sá styrk- ur, sem flokkurinn hefur af því að hafa þessa hópa innan sinna vébanda. Þannig er t.d. augljóst, að hvort sem Sjálfstæðis- flokkurinn er í stjórn eða stjórnarand- stöðu, getur hann gegnt lykilhlutverki í því vandasama verkefni að ná sáttum um fiskveiðistefnu, sem þjóðin öll getur fallizt á. Hið sama má segja um nauðsyn þess að ná skynsamlegri málamiðlun um land- búnaðarstefnuna, þar sem bændur fá ann- ars vegar 'viðunandi umþóttunartíma til að komast út úr offramleiðslu á sauðfjár- afurðum, en neytendur og skattgreiðendur sjá ljósglætu framundan og hafa von um minni kostnað af landbúnaðinum, þegar til lengri tíma er litið. Sjálfstæðisflokkurinn getur hins vegar ekki gegnt þessu málamiðlunarhlutverki, ef hagsmunahóparnir verða of fyrirferð- armiklir innan flokksins. Þá kemur til kasta forystusveitar flokksins að skipa þessum hagsmunahópum til sætis, þar sem þeir eiga heima. Frægt dæmi um þetta er fundur, sem þáverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins efndi til með verzlunar- stéttinni í Reykjavík á kreppuárunum 1967-1969. Þá var kjaraskerðing óumflýj- anleg en jafnframt taldi forysta Sjálfstæð- isflokksins óhjákvæmilegt að verzlunin tæki á sig umtalsverða álagningarskerð- ingu. Því var illa tekið en á fyrrnefndum fundi fór ekki á milli mála, hver það var sem valdið hafði. Verzlunarstéttin kyngdi álagningarskerðingu, þótt með þungum hug væri. Það er þess vegna grundvallarmisskiln- ingur hjá andstæðingum Sjálfstæðis- flokksins, þegar þeir telja, að flokkurinn sé að þróast í að verða bandalag sérhags- munahópa. Hinir svonefndu sérhagsmuna- hópar eru auðvitað ekkert annað en fólkið í landinu, sem hefur fundið sér þennan vettvang, sem Sjálfstæðisflokkurinn er til þess að stilla saman krafta sína á grund- velli sameiginlegra hugsjóna, þótt átök verði á þessum vettvangi um einstök mál- efni. Þess vegna má segja, að málefnaátök séu eðlileg innan flokksins og þvert á móti óeðlilegt að þau séu ekki til staðar. í tímans rás breytist staða hagsmuna- hópanna í þjóðfélagi okkar. Þannig er t.d. augljóst, að meira jafnvægi ríkir nú milli verkalýðshreyfingar og vinnuveitendasam- taka en gerði fyrir t.d. 20-30 árum. Sú var tíðin, að verkalýðshreyfingin hafði yfir- höndina í samskiptum þessara aðila. Því fer fjarri, að svo sé nú. Raunar má spyija, hvort samtök vinnuveitenda séu orðin of sterk en verkalýðshreyfingin of veik, þótt vóna megi, að þróunin leiti jafnvægis enda fer bezt á því. Forystumenn þessara hags- munasamtaka talast nú við af ábyrgð, sem á skorti áður fyrr og það er a.m.k. af hinu góða og á eftir að verða þjóðinni allri til heilla. En breytingar á styrkleika endur- spegluðust óhjákvæmilega innan Sjálf- stæðisflokksins og gætu valdið flokknum vissum vandkvæðum. Þá reyndi á forystu- sveit flokksins að skapa það jafnvægi, sem ef til vill hefði raskazt um of utan vé- banda hans, svo mikilvægt er hlutverk þessa öflugasta stjórnmálaafls í landinu. MARGIR SJÁLF- stæðismenn hafa haft áhyggjur af — ný vinnu- því, hvernig vinnu- brögð hafa þróazt innan Sjálfstæðis- flokksins á undanförnum tveimur áratug- um. Þar er ekki sízt átt við prófkjörin, sem hafa markað starf flokksins í vaxandi mæli á þessu tímabili. Morgunblaðið hefur m.a. hvað eftir annað frá 1970 látið í ljósi efasemdir um gildi prófkjöranna og haft uppi gagnrýni á þau vinnubrögð, sem tíðkazt hafa í þeim. Prófkjörin á vettvangi Sjálfstæðis- flokksins eru viðameiri en annars staðar. Þátttaka í þeim er margfalt meiri en hjá öðrum flokkum. Kostnaður frambjóðenda er orðinn of mikill. Augljóst er, að margir hika við að taka þátt í prófkjöri vegna kostnaðar. Auglýsingar, blaðaútgáfa, skrifstofuhald, mannahald, símakostnaður o.s.frv. veldur því, að sennilega er kostnað- ur einstaklings, sem leggur í prófkjörsbar- áttu í einhverri alvöru, á bilinu hálf til ein og hálf milljón króna. Að auki leiða prófkjörin til þess, að bræður beijast. Samheijar breytast í and- stæðinga í nokkrar vikur og neikvætt umtal um náungann getur orðið meira en góðu hófi gegnir. Prófkjörin innan Sjálf- stæðisflokksins á síðustu tveimur áratug- um hafa valdið því, að sár hafa opnazt, sem seint gróa. Samstaða verður minni en ella. Stundum sýnast þingmenn, sem eiga prófkjör yfir höfði sér, í meiri baráttu innbyrðis heldur en við andstæðingana. Þrátt fyrir þetta virðist raunsætt að ætla, að prófkjör verði fastur þáttur í starfi Sjálfstæðisflokksins í framtíðinni, enda lýðræðisleg aðferð, hvað sem öðru líður. Ef að líkum lætur munu frambjóð- endur í prófkjörum beita vaxandi tækni til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við kjósendur. Sennilega á aug- lýsingamennska eftir að aukast og kostn- aður sömuleiðis. Þáttur fjölmiðlanna í próf- kjörsbaráttu vex og viðleitni einstakra frambjóðenda til þess að færa sér þau tækifæri í nyt, sem íjölmiðlarnir bjóða upp Nýir tímar REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 9. marz Frá 29. landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Morgunbiaðia/KGA á eða til þess að nota ijölmiðlana, ef kost- ur er. í þessu felst, að starfsemi Sjálfstæðis- flokksins verður opnari, átökin á milli ein- staklinga og hópa verða augljósari og þá vaknar sú spurning, hvort sameiginlegar hugsjónir verða nægilega sterkar og sam- eiginlegir hagsmunir nægilega miklir til þess að halda þessum víðfeðma flokki sam- an, þegar til lengri tíma er litið. Æ fleiri mál verða þverpólitísk, þegar andstæður minnka í stjórnmálabaráttunni. í ARATUGI HAFA Möguleikiá ““mi, meirihluta? hvort flokkurinn hefði nokkru sinni möguleika á því að ná einn meirihluta á Alþingi. Slíkar hugmyndir hafa fram að þessu verið óraunhæfar. Spurning er hins vegar, hvort þjóðfélagið hafi breytzt svo mikið á síðustu tveimur áratugum, að meirihluti Sjálfstæðismanna á Alþingi sé ekki lengur óraunhæfur kostur. Fólksfjöldinn á suðvesturhorninu er orð- inn mikill. Reynslan í kosningum frá 1978 sýnir, að sveiflur milli flokka eru miklu meiri en þær hafa nokkru sinni áður ver- ið. Hver hefði trúað því, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn missti meirihluta sinn i borgar- stjórn Reykjavíkur vorið 1978, að rúmum áratug síðar ætti flokkurinn eftir að fá yfir 60% greiddra atkvæða í Reykjavík?! Mikill kosningasigur Alþýðuflokksins í þingkosningunum vorið 1978, þegar flokk- urinn fékk um 22% greiddra atkvæða á landinu öllu, er einnig til marks um þessar miklur sveiflur. Hið sama má segja um þann árangur, sem Bandalag jafnaðar- manna náði í einum kosningum og Borg- araflokkurinn í öðrum. Skoðanakannanir sýna stöðugt ótrúlega mikið fylgi Sjálf- stæðisflokksins meðal kjósenda og hafa sýnt síðustu misseri. Þegar menn horfa á þessar miklu sveifl- ur í kjósendafylgi, sem fyrst og fremst hafa orðið á suðvesturhorni landsins síðasta rúman áratug, er ekki lengur óhugsandi og útilokað, að Sjálfstæðis- flokkurinn gæti náð því marki, að fá rneiri- hluta á Alþingi í þingkosningum. Slíkt markmið sem í eina tíð var fráleitt verður nú að teljast raunhæfur möguleiki. Sú var tíðin, að stjórnmálaflokkarnir höfðu nokkuð glögga mynd af fylgi sínu. Raunar svo mjög, að þeir vissu nokkurn veginn, hveijir fylgismenn þeirra voru. Hópur óákveðinna kjósenda var takmark- aður. Þetta er gjörbreytt. Fólk er tilbúnara til þess að kjósa þennan flokk i kosningum nú og annan í næstu kosningum. Hópur óákveðinna kjósenda er orðinn langstærsti hópurinn og margir þeirra taka mið af því andrúmi, sem stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum tekst að skapa í kring- um sig fyrir kosningar. Viðhorfin eru líka breytt. Sú var tíðin, að kjósendum. þótti varhugavert að af- henda einum flokki öll völd í landinu í eitt kjörtímabil. Nú virðast slíkar hugmyndir ekki lengur fráleitar. Ríkisstjórnir eins flokks eða fjögurra til fimm flokka virðast geta komið til greirta. Sennilega stöndum við á miklum tíma- mótum í stjórnmálabaráttunni. Hvort nýir tímar og ný vinnubrögð verða þjóðinni til farsældar er svo allt annað mál. En við skulum vona það. Hrun kommúnismans í heiminum ýtir undir þá von. „Þegar menn horfa á þessar miklu sveiflur í kjósendafylgi, sem fyrst og fremst hafa orðið á suðvesturhorni landsins síðasta rúman áratug, er ekki lengur óhugsandi og úti- lokað, að Sjálf- stæðisflokkurinn gæti náð því marki, að fá meirihluta á Al- þingi í þingkosn- ingum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.