Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 16
16 MOKGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.' MARZ 1991 eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur mynd: Ragnor Axelsson STYRKUR hverrar þjóðar er að hafa öflugt menntakerfi. Ungir Is- lendingar á skólaaldri standa nú í allt öðrum sporum en þeirra fyrir- rennarar. Uppeldisleg- ar aðstæður íslenskra barna hafa gjörbreyst vegna breyttra þjóðfé- lagshátta á flestum sviðum. A því leikur enginn vafi. Þó að grunnskólalögin hafi verið sett af stórhug og framsýni fyrir saulján árum er augljóst að löngu er orðið tímabært að taka þau til gagn- gerrar endurskoðunar — eins og ráð var fyrir gert við setningu þeirra. Grunnskólalög- in eru mannréttinda- skrá barna. Þau eru ekki til fyrir foreldra eða stofnanir. Þau eru til fyrir börnin. En er svo í raun? Skólamál, eins og flest annað er snertir þjóð- félagsumræðuna, eru oft á tíðum bitbein manna á meðal, hvort heldur sem er í sauma klúbbum kvenna eða innan veggja stjórnarkerfisins og sitt sýnist hverjum um ágæti þess kerfis, sem við búum við hveiju sinni. Það grunnskólakerfi, sem nú er við lýði, er sautján ára gamalt og eru flest- ir sannfærðir um að það sé fyrir löngu sér til húðar gengið. Öllum þegnum þjóðfélagsins ber lögum samkvæmt að sitja í skóla frá sex ára aldri til sextán ára aldurs eða á því tímaskeiði, sem einstaklingur- inn er að þroskast og mótast í „nýta“ menn og konur. En ef kerf- ið stendur sig ekki, hvað verður þá um börnin okkar, unglingana og síðar meir komandi fullorðnar kyn- slóðir. Eins og hið íslenska þjóðfé- lagsmynstur er nú saman sett þarf fullorðið fólk vel flest að stunda vinnu til að hafa ofan í sig og á og það á við bæði um konur og karla. Mæðurnar eru ekki lengur innan veggja heimilisins til að ala upp sín börn og því er enn brýnna en áður að „kerfíð“ komi til móts við heimilin í uppeldi þegnanna. Nýtt frumvarp endurskoðm þeirra þykirlönsu tímabær. Nú tíggurfyrír i'rumraro að nýjum grunnskólalögum sem ad erstefnt að rerði að lögum á þessu þingi. Deilt er um ágætí þess og hefurm.a. skólamálaráð Rerkia ríkurboriíar og síiórn Sambands íslenskra sreitarfélaíía lagstgejín þrí Fram er komið nýtt frumvarp til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.