Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1991 Sigurvegarinn Bush reynirad koma á víb- tækri lausn í Mióaust- urlöndum eftir stríðið við Persaflóa eftir Guðm. Halldórsson GEORGE Bush forseti hefur hlotið einróma lof fyrir frammistöðu sína í Persaflóastríðinu og virðist öruggur um stórsigur í kosningunum í nóvember á næsta ári. Bandaríkjamenn eru stoltir af skjótum sigri sínum í stríðinu og sigurgöngur eru fyrirhugaðar í Washington og fleiri borgum þegar bandarisku hermennimir koma heim. Þingið hef- ur hrósað Bush fyrir styrka og örugga forystu og hann hefur fengið ótrúlega mikinn stuðning meðal almennings. Níu af hveijum 10 Bandaríkj- amönnum eru ánægðir, með störf Bush forseta samkvæmt skoðanakönn- un í vikunni. Enginn annar forseti hefur notið eins mikillar hylli síðan skoð anakannanir hófust í Bandaríkjun- um. Harry S. Truman komst næst því þegar hann hlaut fylgi 87% kjós- enda skömmu eftir að hann varð forseti og Þjóðveijar höfðu verið sigraðir í síðari heimsstytjöldinni. Önnur nýleg skoðanakönnun benti til þess að ef kosið væri nú mundu 72% greiða Bush atkvæði, án tillits til þess hver yrði í framboði gegn honum. Flest blöð hafa hrósað forsetan- um. „Eðlisávísun hans var rétt og þær erfíðu ákvarðanir, sem hann tók, voru réttar," sagði fijálslynda blaðið Washington Post, sem hefur ekki verið þekkt fyrir að styðja Bush. „Forsetinn og ráðherrar hans unnu frábært starf við erfiðar aðstæður." New York Times sagði: „Heimurinn ofmat Saddam Husseln og vanmat einnig George Bush ... Ákvarðanir hans á erfíðum tímamótum reyndust farsælar og (}jarfar.“ Þingmenn demókrata og repúblik- ana lögðu deilumál til hliðar til þe|s að hylla Bush forseta fyrir að tryggja Bandaríkjamönnum fyrsta stórsigur sinn í styijöld síðan 1945. En þótt demókratar hrósi Bush nú fyrir að hafa tryggt skjótan og ótvíræðan sigur í stríðinu eins og hann lofaði greiddu flestir þingmenn þeirra at- kvæði gegn því í janúar að forsetinn fengi heimild til þess að grípa til valdbeitingar. Þeir vildu að efna- hagslegum refsiaðgerðum yrði hald- ið áfram og sú afstaða kemur þeim í koll nú. Repúblikanar hugsa sér gott til glóðarinnar í kosningunum á næsta ári. Einna kunnastur þeirra leiðtoga demókrata, sem munu tapa á stríð- inu, er Sam Nunn, öldungadeild- armaður frá Georgíu. Hann greiddi atkvæði gegn heimild til Bush til að heyja stríð, en segir nú að forsetinn „eigi mikið hrós skilið". Richard Gephardt frá Missouri vakti máls á því að fjárveitingar til heraflans yrðu stöðvaðar og stendur einnig illa að vígi. Hins vegar kann Albert Gore frá Tennessee að hafa styrkt stöðu sína, þar sem hann greiddi atkvæði með stríðinu, og sömu sögu er að segja um herskáan þingmann demó- krata í fulltrúadeildinni, Stephen Solarz. Enginn mótframbjóðandi Þar sem Bush virðist öruggur um stórsigur á næsta ári getur demókr- ötum veitzt erfítt að fínna mótfram- bjóðanda. Sagt er að enginn kunnur demókrataleiðtogi muni hætta sér í framboð gegn forsetanum nema því aðeins að til efnahagshruns muni koma. Mario Cuomo, ríkisstjóri í New York, sem hefur beðið átekta, viðurkennir að Bush sé ósigrandi eins og staðan sé nú. Nunn, sem er talinn koma til greina, hefur sagt að kannski sé fyrir beztu að demókratar hafi engan mótframbjóðanda í svipinn. Talið er einna líklegast að Lloyd Bentsen, öldungadeildarmaður frá Texas, fá- ist til að bjóða sig fram, því að hann sé orðinn svo gamall að hann hafí engu að tapa. Demókratar virðast helzt binda vonir við að minningin um sigurinn í stríðinu verði farin að fymast þeg- ar kosningamar fara fram. Þeir reyna einnig að beina athyglinni að innanlandsmálum, þar sem staða Bush er veikari. Óvíst er talið að sigurinn í stríðinu muni auka áhrif forsetans á heimavígstöðvunum. Samdráttar hefur gert vart við sig og 318 milljarða dollara halli er á fjárlögum. Hallinn er met og mun aukast vegna kostnaðarins við stríð- ið, sem mun nema um 70 milljörðum dollara, en þar af munu Bandaríkin aðeins þurfa að greiða 5 milljarða vegna loforða um aðstoð frá erlend- um ríkisstjórnum. Vextir eru tiltölu- lega háir og erlend samkeppni veld- ur bandarískum fyrirtækjum erfið- leikum. Demókratar reyna einnig að hagnast á erfíðleikunum í mennta- málum, heilsugæzlu, réttindamálum blökkumanna, málefnum heimilis- lausra og eiturlyfjamálum. Aukið sjálfstraust þjóðarinnar eft- ir sigurinn við Persaflóa getur hins vegar stuðlað að því að endir verði bundinn á samdráttinn. Nú þegar sjást merki þess að hann kunni að verða skammlífur og það mundi enn bæta vígstöðu repúblikana 1992. Herforingjar í kjöri? Margir þeirra gera sér vonir um að flokkurinn fái meirihluta í öld- ungadeildinni eins og á fyrra kjör- tímabili Ronalds Reagans og tilraun- ir virðast hafnar til að fá herfor- ingja úr Persaflóastríðinu í framboð fyrir repúblikana, þeirra á meðal Norman Schwarzkopf hershöfð- Bush: Vinsælasti forsetinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.