Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1991 Örlagasaga Laufeyjar Einarsdóttur sem giftist tékkneskum manni fyrir síóari styrjöldina, satífangabúóum í Tékkóslóvakíu í 18 mánuði og sá á eftirmanni sfnum ofan í fjöldagröf. Nú fylgisthún grannt með nýfengnu frelsi Tékka eftir Elínu Pólmadóttur / myndir: Ragnar Axelsson Á SKÁPNUM hjá Laufeyju Einarsdóttur eru nokkrar ljósmyndir í ramma. Sagan á bak við myndirnar er mikil örlagasaga, saga þessarar 85 ára gömlu konu. Þarna er gulnuð mynd af Mazarek forseta Tékkóslóvakíu, sem stofnaði þar lýðveldi 1918 og Benes, sem tók við forsetaemb- ættinu af honum. Myndin er trosnuð á brúnum, enda fáldi Laufey hana á sínum tíma í fóðrinu á kápunni sinni. Annars væri hún ekki þarna. Því allar eigur henn- ar voru af henni hirtar eftir að kommún- istastjórnin tók við og sjálf sat hún 18 mánuði í fangabúðum. Þarna er líka mynd af glæsilegum manni, Jan Jedlicka, Tékkanum sem hún giftist 1938 og sem var skotinn án dóms og laga tveimur árum síðar ofan í fjöldagröf. Mynd af þeim hjónum ungum og hamingjusömum áður en stríðsvélin tók að mala. Á veggn- um fyrir ofan máluð mynd af ægifögrum Tatrafjöllum, sem blöstu við frá litla bænum Ruzomeberok í Slóvakíu þar sem þau bjuggu meðan hildarleikurinn mikli, heimsstyrjöldin síðari, var í algleymingi. Því það var ekki fyrr en með komu Rús- sanna, „frelsaranna“ sem þau áttu von á, að verstu hörmungarnar dundu yfir. Og nú, mörgum áratugum síðar, eftir að þeirra oki er af létt í Tékkóslóvakíu, eru vinir sem aldrei þorðu að hreyfa sig af ótta, farnir að skrifa Laufeyju og spyrja hvort þeir geti ekki hjálpað henni að fá húsið sitt og sinn hlut réttan. Þótt hún sé ákveðin í að eyða ekki peningum í slíkt, hefur hún þáð þessháttar tilboð frá manni sem vildi á sínum tíma kaupa af henni húsið og hafði borgað svolitla upphæð inn á það þegar það var tekið. Takist honum það kveðst hún bara fegin að geta borgað það aftur, annars sé farsælast að Tékkó- slóvakía fái frið til að vinna sig út úr sínummálum. Laufey Einarsdóttir er þrátt fyrir allt, sem fyrir hana kom á lífsleiðinni, sátt við guð og menn. Laufeyju er ofarlega í huga velferð tékknesku þjóðar- innar, nú þegar Tékkar eru orðnir frjálsír aftur og hef- ur óbilandi trú á að þeir muni klára sig. Myndin af fyrstu forsetum lýðveldisins var enn í fóðrinu á kápunni hennar þegar hún kom til íslands 1947. „Ég veit ekki hvað þeir hefðu gert við mig ef hún hefði fundist þá. Þó hefði ég heldur viljað að myndin væri af Mazarek einum, því Benes eftirmað- ur hans í forsetaembættinu laumað- ist úr landi og stjórnaði úr útlegð. Það hefði Vaclav Havel aldrei gert. Hann hvikaði aldrei, sat í fangelsi mörgum sinnum. Hann er alveg flekklaus og þessvegna hefur hann tiltrú allra,“ segir Laufey. Og hún . segir mér hvernig allt breyttist í landinu eftir að Rússar komu og kommúnistarnir tóku völdin 1. mars 1948. „Þeir voru ekki nema 10% af þjóðinni og svo hefur verið allan tím- ann síðan, ég sá um daginn fréttir um að enn væru kommúnistar ekki nema 10% í Tékkóslóvakíu. En eftir þetta voru tékknesku ráðamennirnir bara eins og peð í þeirra höndum. Alexander Dubcek tóku þeir og fóru með til Moskvu þegar þeim hentaði. Ég hafði aldrei verið hlynnt komm- únistum, en ég hefði aldrei trúað að það væri slík helstefna. Allir mín- ir vinir voru venjulegt millistéttar- fólk og höfðu engin forréttindi. í þeim böðuðu sig þeir sem voru í flokknum og meðreiðarsveinar þeirra. Ég skal segja þér lítið dæmi. I heimsókn hjá vinkonu minni bað ég um að fá að hringja og hún svar- aði: „Við höfum engan síma. En það er sími hjá fólkinu uppi á lofti. Hann er í flokknum." Báðir heimilisfeðurn- ir unnu sömu vinnu, en sá á loftinu fékk helmingi hærri eftirlaun en hinn.“ Þekkti mann sinn í fjöldagröfinni Áður en við höldum lengra skulum við átta okkur á því hvernig aldrað- ur íslendingur, Laufey Einarsdóttir, tengist Tékkóslóvakíu böndum til- finninga og þekkingar. Hún hafði kynnst ungum Tékka sem var í við- skiptaerindum á íslandi á árinu 1936 og þau héldu brúðkaup sitt í litla friðsæla bænum Ruzomberok í SIó- vakíu tveimur árum síðar. Þótt ekki væri þá langt í heimsstyijöld breytti það ekki svo mikið lífi ungu hjón- anna, því Þjóðveijar tóku ekki Jan Jedlicka í herinn. Hann var Tékki og þeim treystu þeir mátulega. Það var því ekki fyrr en undir stríðslok sem hörmungarnar börðu að dyrum hjá þeim. Rauði herinn sótti fram síðsumárs 1944 og bærinn var ýmist á valdi Þjóðveija eða Rússa. Þau hjónin höfðu hvorugt verið á bandi Þjóðveija eða Rússa, aðeins verið tékkneskir ættjarðarvinir og skiptu sér ekki af neinu. Framsókn rúss- nesku hermannanna fylgdu mikil umsvif skæruliða, sem notuðu tæki- færið til þess að gera uppreisn og losna við Þjóðveija. Skæruliðarnir gerðu fyrst alvarlega vart við sig í borginni Vrútky í 60 km ljariægð frá þeirra bæ 26. ágúst 1944. Þang- að voru þau að fara í brúðkaup með fleiri gestum, sem raunar fór fram þótt skæruliðar kæmu á staðinn til eftirlits. Einn þeirra hélt þó að Lauf- ey væri Þjóðveiji af því að hún tal- aði slóvensku með erlendum hreim, en hann trúði þeim þó að hún væri íslendingur. Þau komust heim með lest tveimur dögum seinna og gengu þessa 15 mínútna leið heim til sín. Við hvert götuhorn voru þau stöðvuð og veittu því athygli hve prúðasta fólk var allt í einu orðið ókurteist og ruddalegt. Kunningi þeirra sagði þeim að hryllilegt ástand væri í bænum. Væri verið að fara í öll hús og hann hefði hugsað sér svonefnda frelsun allt öðru vísi. Nú væri ein- mitt verið að fara í hús í þeirra hverfi. Laufeyju leist ekki á blikuna því hún sá að allir sem var verið að leiða burtu voru Slóvakar og Tékk- ar, sem hún vissi ekki til að hefðu komið nálægt pólitískri starfsemi. En maður hennar var óhræddur, kvað enga ástæðu til að óttast, ekki hefðu þau neitt á samviskunni eða hefðu verið skráð í neitt félag. Þau skildu bara halda stillingu sinni og láta húsleitina yfir sig ganga. Það gerðu þau meðan þrír vopnaðir menn fóru um húsið. Maður Laufeyjar hafði undan- farna mánuði gegnt slökkvistarfi í heimavarnarliðinu og verið á vakt þar eina nótt í viku og svo var nú. Þegar hann kom ekki heim næsta morgun fór Laufey að leita og kom þá í ljós að hann hafði verið handtek- inn ásamt fjölda annarra kvenna og karla og vissi enginn ástæðuna. En hvorki virtust hann né dómari í hæstarétti sem hún náði tali af vera kvíðnir. Von var á yfirheyrslum og þá mundi slíkt leiðréttast, nema ef skæruliðartækju völdin af dómurun- um. Og það var einmitt það sem gerðist. Fangarnir voru bara fluttir burtu á bílum án yfirheyrslna eða dóms aðfaranótt 1. september og engar upplýsingar fengust um hvað gert yrði við þá. 3. september tók hinn reglulegi her við völdum, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.