Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIVIA/RAÐ/SMA BL'NNyTXÁGUR rlO, MARZ 1991 31 AUGL YSINGAR RnnrjRSprratlHN Lausar stðdur Aðstoðarlæknir Lausar eru til umsóknar 12 stöður 1. árs aðstoðarlækna við Borgarspítalann. Stöð- urnar eru veittar frá 1. júní nk. til eins árs og veita rétt til lækningaleyfis að 12 mánaða starfi loknu. Aðstoðarlæknar munu dvelja á hinum ýmsu deildum sjúkrahússins í 2-4 mánuði í senn skv. fyrirfram ákveðnu kerfi og eftir vali („blokkir"). Umsóknum skal skilað til skrifstofu fram- kvæmdastjóra fyrir 1. apríl nk. Skurðlækningadeild Tvo reynda aðstoðarlækna (súperkandidata) vantar á skurðlækningadeild. Stöðurnar veit- ast til eins árs, önnur frá 1. júní og hin frá 1. júlí 1991. Umsóknarfrestur er til 27. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Gunnlaugs- son, yfirlæknir. Lyflækningadeild Þrjár stöður reyndra aðstoðarlækna eru lausartil umsóknar. Stöðurnarveitasttil eins árs, tvær frá 1. júní næstkomandi og ein frá 1. ágúst. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Umsóknir sendist Gunnari Sigurðssyni, yfir- lækni, sem veitir allar upplýsingar. Blikksmíði -járnsmíði Óskum eftir að ráða blikk- og járniðnaðar- menn ásamt vönum aðstoðarmönnum í málmiðnaði. Einnig getum við bætt við okkur nemum í blikksmíði. Ath.: Mikil vinna. Upplýsingar gefnar á staðnum hjá verk- stjóra/framkvæmdastjóra. Blikk og stál hf., Bíldshöfða 17. Fóstra Okkur vantar fóstru og starfsstúlku á dag- heimilið okkar. Um er að ræða heilsdags- og hlutastarf (m.a. skilastaða kl. 15.30-17.30 sem er 25% vinna). Upplýsingar gefur forstöðukona Kristín í síma 53910. Foreldrafélag Hraunkots v/Flatahraun í Hafnarfirði. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Dagheimilið Öldukot Dagheimilið Öldukot óskar eftir áhugasöm- um fóstrum eða öðru starfsfólki með uppeld- islega menntun. Um er að ræða hlutavinnu fyrir hádegi og eftir hádegi og/eða allan dag- inn á 1 —3ja ára deild. Dagheimilið ertveggja deilda heimili, sem býður upp á góða vinnu- aðstöðu og góða starfsemi. Nánari upplýsingar veitir Margrét Steinunn Bragadóttir, forstöðumaður, í síma 604365 milli kl. 10.00-14.00. Vanur vélstjóri óskar eftir starfi á togveiðiskipi. Má vera úti á landi. Hefur mikla reynslu. Upplýsingar í símum 92-12723 og 92-15983. Vaktavinna 6 tíma vaktir ★ Vegna breyttra framleiðsuhátta og auk- innar eftirspurnar eftir Vinyl-glófanum verður tekin upp vaktavinna í vettlinga- deild okkar í Súðarvogi 44-48. ★ Um er að ræða tvær vaktir frá kl. 8.00- 14.00 og 14.00-20.00. Vikuleg vaktaskipti. ★ Við erum að leita að ungu og samvisku- sömu fólki. ★ Nýtt launakerfi. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu okkar á Skúlagötu 51 eða í síma 12200. SJÓKUEÐAGEROIN HF 66*N SEXTÍU OG SEX NORÐUR Heilsugæslustöðin á Akranesi Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar á heilsugæslu- stöðina á Akranesi eftir 1. maí nk. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 93-12311. Framreiðslumenn Traust veitingahús vantar hressan þjón fljót- lega. Góðar vaktir. Góð laun. Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merkt: „F - 6859“, fyrir 14. mars. Bókari/ritari Samband íslenskra myndlistarmanna auglýs- ir eftir bókara/ritara í fullt starf. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á bókhaldi, vera vanur almennum skrifstofustörfum og tölvuvinnslu. Umsóknir berist skrifstofu SÍM, Freyjugötu 41,101 Reykjavík, í síðasta lagi 15. mars nk. Stjórn SÍM. Skrifstofustarf Við erum sex starfsmenn í útflutningsfyrir- tæki á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem óskum eftir hressum samstarfsfélaga. Um er að ræða almenn skrifstofustörf. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í gerð inn- og útflutningspappíra. Umsóknir óskast sendar á auglýsingadeild Mbl. merktar: „H - 224“ fyrir 18. mars. Forstöðumaður eld- húss Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar óskar að ráða forstöðumann í eldhús. Upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg Benediktsdóttir, forstöðumaður, í síma 29133 alla virka daga milli kl. 10 og 12. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skulu berast stjórn Vinnu- og dvalarheimilisins, Hátúni 12, 105 Reykjavík, fyrir 5. apríl nk. SJÁLFSBJÖRG FÉLAG FATLAÐRA I REYKJAVlK OG NÁGRENNI Hátúni 12, pósthólf 5183, slmi 17868 Atvinna óskast Maður um þrítugt með iðnmenntun og víðtæka þekkingu og reynslu á stjórnun og rekstri fyrirtækja óskar eftir starfi. Vinsamlegast sendið upplýsingartil auglýsing- deildar Mþl. fyrir 14/3, merktar: „I - 6870". RIKISSPITALAR Tölvufræðingur Tölvudeild Ríkisspítala óskar eftir að ráða tölvunarfræðing. Æskiiegt að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Nánari upplýsingar gefur Guðbjörg Sigurðar- dóttir í síma 602384. Starfsmaður Starfsmaður óskast til starfa við almenn störf í borðstofu starfsmanna á Vífilsstaða- spítala. Um er að ræða afleysingar vegna vetrar- og sumarfría. Vinnutími er frá 07.45 til 14.15 og frá 07.45 til 16.15. Umsóknarfrestur er til 14. mars. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 602805. Afgreiðslustarf Bifreiðaumboð óskar eftir að ráða starfs- rhann til frambúðar í varahlutaverslun sína. Enskukunnátta nauðsynleg og einhver reynsla æskileg. Umsóknir skilast til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 17. mars merktar: „Bíll - 12073“. Sölu- og markaðsmál Óskum að ráða starfsmann til að vinna að sölu- og markaðsmálum hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Starfið felst í markaðssetningu, áætlanagerð og sölu á framleiðsluvörum KEA. Við leitum að einstaklingi, ★ sem hefur menntun og reynslu á sviði sölu- og markaðsmála, ★ getur starfað sjálfstætt og skipulega, ★ sem á auðvelt með mannleg samskipti, ★ sem er hugmyndaríkur og hefur frumkvæði. í boði er skemmtilegt, krefjandi starf og gott vinnuumhverfi. Nánari upplýsingar veitir Þorkell Pálsson í síma 96-30300. Skriflegar umsóknir sendist til: Kaupfélag Eyfirðinga, markaðsstjóri, Hafnarstræti 91-95, 600 Akureyri. Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara Vinnu- og dvarlarheimili Sjálfsbjargar óskar að ráða aðstoðarmann sjúkraþjálfara. Upplýsingar gefur Kristín Erna Guðmunds- dóttir, yfirsjúkraþjálfari, í síma 29133. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. Rafmagnstækni- fræðingur Innflutnings- og verktakafyrirtæki óskar eftir að ráða rafmagnstæknifræðing eða -verk- fræðing á orkusviði. Starfið felst í ráðgjöf og upplýsingamiðlun til rafveitna og rafverk- taka. Enskukunnátta áskilin. Umsóknir berist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. mars nk. merktar: „V - 6797“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.