Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 4
ÍP.GÍ SflAM ,ð t flUDAaiJTeÖH GKlAJaMIjnaOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991 Formaður Samtaka fiskvinnslustöðva: Verkfallið ósanngjarnt FYRIRHUGUÐ vinnustöðvun fiskvinnslufólks í frystihúsum víðsvegar um landið næstkomandi miðvikudag, til að krefjast hækkunar skattleys- ismarka, mælist ekki vel fyrir meðal atvinnurekenda, sem segja að aðgerðirnar komi niður á röngum aðila. Arnar Sigurmundsson, formað- ur Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að aðgerðirnar komi á óvart enda virðist þær ekki byggjast á félagslegum grunni. „Aðgerðunum er ekki beint gegn fyrirtækjunum, en þær koma að sjálfsögðu niður á þeim og við erum mjög ósáttir við að lenda í þessu núna á miðri vertíð. Ef fólk ætlar að mótmæla skattastefnu ríkisstjórn- arinnar, finnst okkur ekki sanngjamt að þau bitni eingöngu á frystihúsun- um og fiskvinnslustöðvum í landinu," segir Amar. Hann sagðist búast við að fram- kvæmdastjóm samtakanna myndi hittast til að ræða málið og hugsan- leg viðbrögð. Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveiten- dasambands íslands, sagði skiljan- legt að fiskvinnslufólki blæði það í augum, að sjómenn, sem hafi notið mun meiri tekjuauka á síðast liðnum tveimur árum en aðrir, skuli njóta skattleysismarka sem nemi 104.860 krónum þegar 57.379 króna skatt- leysismörk gildi fyrir aðra. „Ég tel að þetta sé undirstaða þeirrar gremju sem þama er að bijótast út en við vonum að hún birtist ekki í ólögleg- um aðgerðum á borð við skyndiverk- fall sem hefur ekkert annað en tjón fyrir alla aðila í för með sér,“ sagði Þórarinn. Hann bætti því við að þess- ari kröfu yrði einnig að fylgja krafa um lækkun ríkisútgjalda. Samkvæmt útreikningum Vinnu- veitendasambandsins hefur sjó- mannaafslátturinn á síðasta ári kost- að ríkissjóð um 1100 milljónir króna og ef skattléysismörk allra launþega yrðu færð upp til jafns við upphæð sjámannafsláttarins myndi það, að mati sambandsins, þýða í reynd að tekjuskattur yrði lagður niður þar sem hann færði þá ríkissjóði engar nettótekjur. Snær Karlsson, formaður fisk- vinnsludeildar Verkamannasam- bands íslands, sagði að þessar að- gerðir væru sjálfsprottnar og tengd- ust hvorki einstökum verkalýðsfélög- um né sambandinu sjálfu. „Ég hef fulla samúð með mínu fólki. Þetta mál er þó ekki nýtt, heldur hefur verið á samningaborðinu oftar en einu sinni, en þessi skattamismunun er náttúrlega óþolandi. Það eru eng- ar forsendur fyrir henni og ekki óeðli- legt að vakin sé athygli á því með þessum hætti,“ sagði hann. Vagna Sólveig Vagnsdóttir, form- aður samtaka fiskvinnslúfólks á Vestfjörðum, sagði að ijölmargir hefðu haft samband við þær fisk- vinnslukonur, sem standa að átakinu, í gær. Starfsfólk frystihúsa víða hélt fundi síðdegis til að ræða aðgerðirn- ar og hefur sumstaðar þegar verið samþykkt að ieggjá niður störf eða fara í veikindafrí næstkomandi mið- vikudag. Vagna Sólveig sagðist vera á ann- arri skoðun en Vinnuveitendasam- bandið um lögmæti aðgerðanna. „Við teljum okkur ekki veija að bijóta neitt með þessum aðgerðum. Við eigum rétt á að mótmæla og höfum látið verkstjóra og förstjóra frystihúsa vita af aðgerðunum," VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 15. MARZ YFIRLIT í GÆR: Yfir Grænlandi er 1.037 mb hæð en hægfara lægðardrag yfir vestanverðu landinu. Um 200 km suður af Vest- mannaeyjum er 1.000 mb lægð á hreyfingu austur og önnur 985 mb lægð um 1.200 km suðvestur í hafi, hreyfist austnorðaustur. SPÁ: Hæg breytileg átt eða gola og snjókoma eða slydda víða um vestanvert landið í kvöld og nótt, en austankaldi og sumstaðar rign- ing eða slydda á morgun. Um austanvert landið verður austan- og suðaustan kaldi eða stinningskaldi, og dálítil snjókoma eða slydda norðantil en rigning með köflum sunnan til. Hiti breytist lítið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUIMNUDAG: Austan- og suðaustan- át't, talsveröur strekkingur norðvestan lands en mun hægari annars- staðar. Slydda eöa rigning öðru hverju sunnan- og vestanlands, ól með Norður- og Austurströndinni, en líklega úrkomulítið í inn- sveitum norðvestanlands. Hiti víðast 0-5 stig, hlýjast suðaustan- lands. TÁKN: Heiðskírt ✓ Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * # * », fm »-.»r Snjókoma * * * •J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j~ Skafrenningur [~7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veöur Akureyri Reykjavik 2 1 snjóél snjókoma Bergen 6 þokumóða Helsinkl +4 snjókoma Kaupmannahöfn 7 þokuruðningur Narssarssuaq t4 léttskýjað Nuuk •5-8 snjókoma Osló 3 þokaígrennd Stokkhólmur 4 rfgning á síð.klst. Þórshöfn S skýjað Algarve 18 heiðskirt Amsterdam vantar Barcelona 16 mlstur Berlín 15 mistur Chicago 0 iéttskýjað Feneyjar 15 þokumóða Frankfurt 13 heiðskírt Glasgow 10 alskýjað Hamborg 15 mistur Las Palmas vantar London 12 rigning á sfð.klst. Los Angeles 8 heiðskfrt Lúxemborg 15 mistur Madrfd 15 iéttskýjað Malaga 21 léttskýjað Mallorca 16 skýjað Montreal 0 skýjað NewYork 4 atskýjað Orlando 18 þokumóða París 18 skýjað Róm 17 þokumóða Vfn 16 léttskýjað Washíngton 2 rignlng Winnipeg +5 léttskýjað Iðnaðarmenn eru þessar vikurnar Morgunblaðið/Sverrir vinna við innréttingar Perlan á Öskiuhlíð Stefnt að opnun í júní VINNA við innréttingar Perlunnar, útsýnishúss Hitaveitu Reykja- víkur við heitavatnsgeymana á Öskjuhlíð, stendur nú sem hæst. Framkvæmdum á að ljúka í byrjun júní, þannig að hægt verði að taka húsið í notkun fyrir miðjan júní, að sögn Jóhannesar Zoega fyrrverandi hitaveitustjóra sem hefur umsjón með bygg- ingarframkvæmdum. Áætlaður kostnaður við húsið fullbúið er á núverandi verðlagi 1.200 milljónir kr., að sögn Jóhannesar. Þessa dagana er unnið við ýmsaþætti innréttingánna. Verið er að klæða veggi og loft, ganga frá eldhúsi, setja upp glerhandrið á stigá og palla, og fleira. Flísa- lögn á gólf er langt komin og einnig lagning vatns- og raf- magnsleiðslna. Bjarni Árnasop veitingamaður sem hefur ásamt félögum sínum tekið á leigu veitingaaðstöðu Perlunnar segir að undirbúning- ur þeirra sé vel á veg kominn og myndi ljúka í maí. Veitinga- staðir verði opnaðir ásamt ann- arri aðstöðu um leið og húsið verði tilbúið. Starfsmenn hafa verið ráðnir. Bjarni sagði að þeg- ar væri talsvert um að fólk vildi panta borð, en ekki væri hægt að taka við borðapöntunum fyrr en opnunardagur hefði verið ákveðinn. Valur Valsson formaður Sambands viðskiptabankanna: Astæðulaust að endurskoða vexti RAUNVEXTIR algengra skuldabréfalána eru svipaðir, hvort sem lánin eru verðtryggð eða óverðtryggð, að sögn Vals Valssonar form- anns Sambands viðskiptabankanna. Telur hann á misskilningi byggð þau ummæli Steingríms Hermannssonar á alþingi í fyrradag, að raunvextir óverðtryggðra Iána væru rúmlega 10%, eða rúmlega 2% hærri en á verðtryggðum. Segir Valur að forsætisráðherra miði við framfærsluvísitöluna en bankarnir verði að samræma vexti sína á grundvelli lánskjaravísitölunnar sem hafi hækkað minna og því sé ástæðulaust að endurskoða vextina nú. „Ummæli forsætisráðherra eru byggð á því að hækkun framfærslu- vísitölunnar síðustu þijá mnuði hafi aðeins verið um 5% og því sé ástæða til að lækka nafnvexti af óverð- tryggðum inn- og útlánum. Eins og því miður oft hefur sést áður eru þessi viðhorf forsætisráðherra á misskilningi byggð,“ sagði Valur. „Bankamir verða að samræma vexti af óverðtryggðum og verð- tryggðum lánum á grundvelli lán- skjaravísitölunnar en ekki fram- færsluvísitölunnar. Síðustu þijá mánuði hefur lánskjaravísitalan hækkað um 8%, svo notuð sé við- miðun forsætisráðherra. Jafnframt er ástæða til að vekja athygli á því að í janúar óskuðu aðilar vinnu- markaðarins og Seðlabanki íslands fyrir hönd stjórnvalda, eftir því að bankamir tækju vaxtaákvarðanir sínar til lengri tíma en áður hafði verið. Með því yrði stefnt að stöðug- leika í vöxtum næstu mánuði í stað stanslausra vaxtabreytinga og óró- leika sem þeim fylgja. Bankarnir tóku vel í þessi tilmæli og með vaxtaákvörðunum sínum þann 1. febrúar síðastliðinn var stefnt að því að ekki þyrfti að koma til vaxta- breytinga næstu mánuði. Var þá byggt á spá aðila vinnu- markaðarins, Seðlabanka og Þjóð- hagsstofnunar en þær voru allar svipaðar. Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir um framfærsluvísi- töluna eru í fullu samræmi við þess- ar spár og því ástæðulaust að taka vexti nú til endurskoðunar," sagði Valur Valsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.