Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991 ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæöi, þjónusta <^>-gardínubrautir eftirmáli meö úrvali af köppum í mörgum litum. Ömmustangir, þrýsti- stangir, gormar o.fl. Sendum í póstkröfu um land allt. Einkaumboö á íslandi Sími: 31870 - 688770. Tjarnargötu 17 - Keflavík - Sími: 92-12061 ARISTONÖÍ Þriðji stærsti framleiðundi heimilistækja í Evrópu ÞURRKARI Ver& kr. 38.970 “stgr. ÁRMÚ 20 Aæ>/i KJÖLUR hf. _A 30 S: 678890-678891 Árásir og illmælgi eftir Arthúr Björgvin Bollason Þann 7. mars síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu harla kostuleg grein, eftir Franziscu Gunnarsdótt- ur, þar sem hún eyðir heilli opnu til að koma lesendum í skilning um að ég hafi um árabil fátt annað haft fyrir stafni en að níðast á minn- ingu Gunnars Gunnarssonar skálds. Frúin hefur um það mörg orð og miður fögur, að það sé háttur smá- menna af mínu sauðahúsi að leggj- ast á nái andlegra stórmenna. Þessi magnaða ónáttúra hafi leitt mig til þess að véla grandvara fréttamenn og sómakæra útgefendur og rit- stjóra til að taka þátt í þessum ljóta leik. Ég verð að játa, að þessi skrif ollu mér mikilli furðu. Burtséð frá því fáheyrða persónulega skítkasti sem fyrir kemur í greininni — og ég hirði ekki að ræða um á þessum vettvangi — þykir mér full .ástæða til, vegna lesenda Morgunblaðsins, að fara nokkrum orðum um ásakan- ir frúarinnar um meinta „aðför“ mína að Gunnari Gúnnarssyni skáldi. Greinarhöfundur gefur mér að sök, að ég hafi í bók minni „Ljós- hærða villidýrið" sem kom út hjá Máli og menningu fyrir síðustu jól, látið að því liggja að Gunnar Gunn- arsson hafi verið málsvari „hel- stefnu" þýska nasismans. Þeir sem ekki þekkja til gætu dregið þá ályktun af furðuskrifum frúarinnar að umrædd bók fjalli meira eða minna leyti um skáldið Gunnar Gunnarsson. Því fer hins vegai; viðs fjarri. í þessu bókarkorni rek ég afskipti Þjóðveija af íslenskum menningararfi allt frá dögum þý- skrar rómantíkur á 19. öld. Áhugi þýskra fræðimanna á menningar- arfi íslendinga tók á sig ýmsar kynlegar myndir á valdatímum nas- ista og af sjálfu leiðir að það örlaga- ríka tímabil fær dijúgt lými í bók- inni. Einn þáttur þessa máls var dálæti þýskra nasista á verkum Gunnars Gunnarssonar og sam- skipti hans og fleiri íslenskra menntamanna við mannvitsbrekkur Þriðja ríkisins. Að þessum þætti er vikið í einum kafla bókarinnar. Við lestur fyiTnefndrar greinar gat ég ekki varist þeim grun að frúin hefði ekki lesið bókina. Það kom mér altént spánskt fyrir sjón- ir, þegar ég rakst á þann fróðleiks- mola, að „áhugi Þjóðveija á nor- rænni menningu átti ekki rætur til nasismans að rekja. Norrænu félög- in voru t.d. stofnuð um 1919. Nas- istar gleyptu hugmyndina síðar.“ Þeir sem leggja á sig það ómak að lesa „Ljóshærða villidýrið“ munu reyndar komast að því að þessi áhugi á sér miklu dýpri rætur í þýskri sögu en ætla mætti af þess- ar staðhæfingu frúarinnar, en sú saga er einmitt rakin í fyrstu köfl- um bókarinnar. Það ýtir og undir þann grun að frúin hafi látið hjá líða að lesa „Ljóshærða villidýrið", að hún byggir ásakanir sínar ekki á efni bókarinnar sjálfrar, heldur fyrst og fremst á nokkrum orðum sem ég lét falla í viðtali við Helga H. Jónsson fréttamann í sjónvarp- inu skömmu eftir að bókin kom út. Þegar ummæli frúarinnar eru skoð- uð nánar verður ekki betur séð en að aðför mín að Gunnari Gunnars- syni sé fólgin í því að ég skyldi voga mér að nefna þá staðreynd að Gunnar heimsótti Þýskaland nokkrum sinnum á valdatíma nas- ista og gekk m.a. á fund Adolfs Hitlers í mars 1940. Það er einkum frásögn mín af fundinum með Hitl- er sem fer fyrir bijóstið á frúnni. Nú er þessi fundur sem slíkur ein- föld söguleg staðreynd, sem enginn dregur í efa. Það sem frúnni sárnar er að ég skuli hafa getið þess að fundurinn hafi átt sér stað „löngu eftir að stríðið byijar“. Þetta finnst henni hæpin fullyrðing, því í mars 1940 hafi ekki verið liðnir nema 5 mánuðir frá þvi að stríðið hófst. Ég sé í sjálfu sér ekki ástæðu til að deila á tímaskyn frúarinnar og maður getur svo sem spurt sig: hvað er 5 mánaða heimsstyijöld milli vina? Svari þar hver fyrir sig. Þegar rýnt er nánar í áðumefnda grein kemur í ljós að frúin gerir síst minna úr samskiptum Gunnars Gunnarssonar við nasista en ég geri í „Ljóshærða villidýrinu". Til samræmis við meginefni þeirrar bókar beindi ég einkum sjónum að áhuga þýsku nasistanna á Gunnari Gunnarssyni og verkum hans. Það vakti hins vegar ekki fyrir mér að gera neina „úttekt“ á lífsviðhorfum skáldsins, ehda hefði slíkt að sjálf- sögðu fallið utan við ramma þessar- ar bókar. Ég læt heldur hvergi að því liggja að Gunnar hafi lagt bless- un sína yfir „stefnu, sem uppvís var orðin að hrottaskap og fjöldamorð- um“. Á hinn bóginn get ég fallist á það sem frúin segir sjálf, að Gunn- ar „gætti ekki nægilega að því í fyrstu, hvað í henni fólst“. Og það gildir sjálfsagt um fleiri. Sé hægt að lesa einhveija ásökun á hendur Gunnari Gunnarssyni og öðrum ís- lenskum andans mönnum, sem nutu gistivináttu nasista, út úr skrifum mínum, þá er hún sú sama og fram kemur í orðum frúarinnar sjálfrar: að þeir hafi verið glámskyggnir á eðli þessarar mannhatursstefnu í fyrstu. Frúin bendir reyndar rétti- lega á að slík .glámskyggni sé ekki einsdæmi í sögunni, en það er efni í aðrar bækur. Af lestri þessarar greinar fæ ég því ekki annað ráðið en að „glæpur“ minn sé sá að virða ekki einhvers konar „tabú“, sem frúin telur að mér hafi borið skylda til að virða. Það er hálfspaugilegt — og þó kannski í samræmi við aðrar þversagnir í þessari grein — að manneskja sem sýnist vilja banna að talað sé um vissar sögu- legar staðreyndir skuli taka á sig krók til að lofa og prísa „rannsókn- arblaðamennsku" og „hreingern- ingar“ í fjölmiðlum. Eins og áður sagði hirði ég ekki um það hér að elta ólar við persónulegar svívirð- ingar og aðdróttanir frúarinnar, enda fær hún að standa reiknings- skil þeirra orða á öðrum vettvangi. Að lokum vil ég gefa lesendum Morgunblaðsins kost á því að bera saman orð mín í lokakafla bókarinn- ar „Ljóshærða villidýrið“ um við- skipti Gunnars Gunnarssonar við þýska nasista og ásakanir frúarinn- ar um að hér sé á ferðinni fólskuleg árás og „aðför að látnum lista- manni“: „Sá kapítuli þeirrar sögu er hér hefur verið sögð sem snertir okkur íslepdinga að líkindum mest eru afskipti íslenskra rithöfunda og fræðimanna af menningarlífi Þjóð- veija á nasistatímanum. Það hlýtur að valda nokkurri furðu að mikil- hæfir rithöfundar á borð við Gunn- ar Gunnarsson og Guðmund Kamb- an skyldu finna hjá sér hvöt til að leggja lag sitt við stofnanir þýska nasistaflokksins. í því sambandi er þó vert að hafa í huga að umrædd- ir höfundar vora í erfiðri aðstöðu. Það var ekki áuðvelt fyrir höfund ofan af Fróni að hafna því þegar Þjóðveijar buðu honum gull og græna skóga, enda var hér vissu- lega um vegtyllu að ræða. Hvað sem öðru leið höfðu Þjóðveijar um aldir Arthúr Björgvin Bollason „ Af lestri þessarar greinar fæ ég því ekki annað ráðið en að „glæpur“ minn sé sá að virða ekki einhvers konar „tabú“, sem frúin telur að mér hafi borið skylda til að virða.“ verið í hópi fremstu menningar- þjóða álfunnar. Við þetta bætist að þjóðernishyggja nasismans snart að líkindum viðkvæma strengi í bijóstum íslenskra þjóðernissinna, altént framan af. Þeir voru ljóst og leynt stoltir af því að eylandinu í norðri skyldi vera hampað svo mjög sem raun bar vitni og þeirri skoðun haldið að þýskum lesendum að mannlíf á sögueyjunni hafi verið með einstakri reisn o_g óvenjulegum glæsibrag til forna. A þessum árum var Island lítt þekkt á meginlandi álfunnar og slíkt skjall hefur að lík- indum látið eins og fegursta tónlist í eyrum íslenskra þjóðernissinna.- I ljósi þessa er rétt að vera var- færinn í mati á afskiptum íslenskra skálda og fræðimanna af menning- arpólitík nasista. Það gildir og um fylgismenn nasismans á Fróni að þeir voru flestir fljótir að snúa við blaðinu, þegar ljóst varð hvílíkt fen grimmdar og mannlegrar niðurlæg- ingar Hitler var að ota þjóð sinni út í.“ Höfundur er bókmenntafræðingur og þáttagerðarmaður lijá Sjónvarpinu. ARISTONÖl Þriðji stærsti framleiðandi heimilistækja t Evrópu ÞVOTTAVÉL • Verð kr. 49.200 - stgr. ARMU 20Á2A KJÖLUR hf. LA 30 S: 678890-678891 VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Hvað er BÍSN? Stjórn BÍSN frá vinstri: Stefán J.K. Jeppesen, Kristján Guðmunds- son, Atli Georg Lýðsson, Gunnhiidur Jóhannsdóttir og Ólafur Lofts- son. Á myndina vantar Hildi E. Vignisdóttur og Jóhönnu L. Eiríks- dóttur. eftir Ölmu Thorarensen Allír landsmenn vita hvað Há- skóli íslands er og flestir vita jafn- vel hvað Stúdentaráð er. Þeir eru aftur á móti færri sem vita hveijir sérskólarnir eru og hvað BÍSN er, Bandalag íslenskra sérskólanema. Sérskólar eru í raun allir þeir skólar sem eru á framhalds- eða háskólastigi, fyrir utan Háskóla ís- lands. Þeir sérskólar sem eru láns- hæfir hjá LÍN geta fengið inngöngu í BÍSN. í dag eru alls 16 sérskólar meðlimir í BÍSN: Tækniskólinn, Kennaraháskólinn, Samvinnuhá- skólinn, Leiklistarskólinn, Stýri- mannaskólinn, Fósturskólinn, Lyfj- atækniskólinn, Garðyrkjuskólinn, Þroskaþjálfaskólinn, Iþróttakenn- araskólinn, Fiskvinnsluskólinn, Myndlista- og handíðaskólinn, Iðn- skólinn, Tónlistarskólinn, Tölvu- háskólinn og Söngskólinn; í allt um 4 þúsund nemendur. í nóvember 1979, þegar BÍSN var stofnað, var tilgangurinn aðal- lega að standa vörð um hagsmuni sérskólanema hjá LÍN, sem þangað til höfðu verið frekar takmarkaðir. í dag á BÍSN tvo fulltrúa í LÍN, á móti tveim fulltrúum Stúdentaráðs Háskóla íslands, tveim frá Sam- „Var tilgangurinn aðal- lega að standa vörð um hagsmuni sérskóla- nema hjá LIN, sem þangað til höfðu verið frekar takmarkaðir.“ bandi íslenskra námsmanna erlend- is og þrem fulltrúum frá ríkinu. Fólkið í eldlínunni, stjórn BÍSN, eru alls sjö manns úr hinum ýmsu skólum; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og þrir meðstjórn- endur. Stjórnin er kosin árlega og munu næstu kosningar verða á aðalfundi nú í lok mars._ Með árunum hefur BÍSN aukið umsvif sín og alla starfsemi og til dæmis er félagslíf orðið fastur liður í starfi BÍSN. Af viðburðum í fé- lagslífinu mætti nefna_ að dagana 15.-22. mars heldur BÍSN í fyrsta sinn menningarviku, þar sem sér- skólarnir verða kynntir og boðið upp á áhugaverða skemmtidagskrá. Dagskrá menningarvikunnar verð- ur auglýst og fæst einnig gefins á skrifstofu BISN. Það má benda á það að menningarvika þessi er opin öllum að kostnaðarlausu. í dag er mikilvægur hluti af starfi BÍSN fólginn í samstarfi við önnur samtök, eins og til dæmis: Sam- starfsnefnd námsmannahreyfinga, Byggingafélag námsmanna, og At- vinnumiðlun námsmanna. Sam- starfsnefndin vinnur meðal annars að lánamálum, en nú í vetur gaf hún út afsláttarskírteini handa öll- um framhaldsskólanemum, í sam- vinnu við Ferðaskrifstofu stúdenta. Byggingafélagið er búið að sækja um framkvæmdalán hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins og á að nota það til byggingar á námsmannaíbúðum fyrir sérskólanema. Atvinnumiðlun námsmanna sér aðallega um að útvega námsmönnum sumarstörf, og er hún starfrækt í rúma tvo mánuði á ári, frá enduðum maí til júlíloka. Af áhugaverðum málefn- um af erlendri grund mætti nefna NOD, eða Nordisk Operation Dags- verk, sem er peningasöfnun til styrktar uppbyggingu menntunar barna í Brasilíu. Söfnunin mun lík- legast fara fram í október á þessu ári, og er BISB þar í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar og lðn- nemasamband íslands. Að lokum má benda á, að besta kynning sem almenningur, og þá sérstaklega þeir sem hyggja á fram- haldsnám, getur fengið á sérskól- um, menningarvikan, er öllum opin að kostnaðarlausu. Höfundur er háskólanemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.