Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 22
leei SHAM .31 HUDAQTJT3Ö'? QIQAJHVIUDHOM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991
Sönglist:
Óperusmiðjan með tón-
leika í Kristskirkju
ÓPERUSMIÐJAN heldur tónleika í Kristskirkju í Landakoti 18.
og 19. mars n.k..
Á tónleikunum í Kristskirkju
verða kirkjuaríur fluttar með
hljómsveit undir stjóm Úlriks Ól-
afssonar og Margrétar J. Pálma-
dóttur.
Óperusmiðjan varð að veruleika
fyrir ári, þegar ungir söngvarar,
sem höfðu verið í námi erlendis,
komu heim og vildu skapa sér
atvinnugrundvöll. Fyrsta verkef-
nið var óperan Systir Angelika
eftir G. Puccini, sem sett var upp
í leikhúsi Frú Emelíu. Um jólin
voru tónleikar á Akranesi og í
Njarðvík.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sigurður P. Bragason, Margrét Pálmadóttir, Jóhanna V. Þór-
hallsdóttir og Esther H. Guðmundsdóttir frá Óperusmiðjunni.
8. landsmót ís-
lenskra barnakóra
haldið á Akureyri
LANDSMÓT íslenskra barnakóra verður haldið á Akureyri helg-
ina 15.-17. mars. 20 kórar víðs vegar að af landinu hafa skráð sig
til leiks og verða þátttakendur um
um skólum á Akureyri og einnig
Á laugardeginum munu kórarnir
syngja saman í litlum hópum og
æfa ný lög, en á sunnudeginum
verða tónleikar í íþróttaskemm-
unni. Hver kór syngur eitt lag sér
en í lok tónleikanna verður myndað-
ur einn allsherjar bamakór úr öllum
kórunum. Aðgangur er ókeypis og
eru Norðlendingar hvattir til að
missa ekki af þessum einstaka
menningarviðburði. Tónmennta-
kennarafélag íslands stendur fyrir
landsmótunum og hafa þau verið
haldin annað hvert ár frá árinu
1977. Það er gleðilegt að áhugi á
750 börn. Kórarnir gista I fjór-
i Hrafnagili og Þelamörk.
bamakórastarfi í grunnskólum
landsins hefur aukist jafnt og þétt
og í mörgum skólum skipar kór-
starf þýðingarmikinn sess í skóla-
starfínu. Landsmót bamakóra hef-
ur áður verið á Akureyri, en mótin
hafa einnig verið haldin á Akra-
nesi, í Rangárvallasýslu, í Kópavogi
og tvívegist í Reykjavík. Sveitarfé-
lög og skólayfírvöld hafa jafnan
sýnt landsmótunum mikinn velvilja
og gert Tónmenntarkennarafélag-
inu kleift að halda þessi mót, sem
eru kórstarfínu ómetanleg lyfti-
stöng.
Landsmót íslenskra kóra haldið á Akureyri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forsvarsmenn Þjóðarflokks og Flokks mannsins kynntu sameiginlegt framboð samtakanna til Alþingis
í gær. F.v. Eyvindur Erlendsson, Áshildur Jónsdóttir, Árni Steinar Jóhannsson, Pétur Guðjónsson, Sig-
ríður Rósa Kristinsdóttir og Ingibjörg G. Guðinundsdóttir.
Þjóðarflokkur og Flokkur mannsins:
Sameiginlegt framboð
í öllum kjördæmum
SAMKOMULAG hefur tekist á milli Þjóðarflokksins og Flokks manns-
ins um sameiginlegt framboð til Alþingis í vor. Ákveðið hefur verið
að bjóða fram í öllum kjördæmuin undir listabókstafnum Þ, sem
verið hefur framboðsmerki Þjóðarflokksins. Á fréttamannafundi í
vikunni var stefnuskrá Þjóðarflokksins lögð fram sem grundvöllur
stefnumála framboðsins, en aðstandendur þess segja að einnig verði
byggt á stefnuskrá Flokks mannsins.
Þegar hafa verið lagðir franv
framboðslistar á vegum Þjóðar-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
eystra og á Austurlandi en fram-
boðslistar í öðrum kjördæmum
verða lagðir fram á næstu dögum.
Aðstandendur framboðsins tóku
fram að þessi tvö stjórnmálaöfl
hefðu ekki sameinast, heldur væri
um_ samstarf að ræða.
Ámi Steinar Jóhannsson leiðir
framboiðslistann á Norðurlandi
eystra og Sigríður Rósa Kristins-
dóttir á Austurlandi. Ámi Steinar
sagði í gær að Ingibjörg G. Guð-
mundsdóttir myndi að öllum líkind-
um leiða framboðslistann á Vest-
fjörðum, Helga Gísladóttir á Vest-
urlandi, Pétur Guðjónsson og Ás-'
hildur Jónsdóttir í Reykjavík, Þor-
steinn Sigmundsson á Reykjanesi
og Eyvindur Erlendsson í Suður-
landskjördæmi.
Pétur Guðjónsson sagði að fram-
boðið legði áherslu á að þjóðin ynni
saman. Framboðslisti samtakanna
væri fyrirmynd þess, þar sem tekist
hefði að byggja brú á milli Iands-
byggðar, þar sem Þjóðarflokurinn
er hvað sterkastur, og höfuðborgar-
svæðis en þangað hefði Flokkur
mannsins aðallega sótt sinn styrk.
„Stefnuskrár okkar eru mjög
svipaðar. Ef þessi þjóð ætlar að
vera til á næstu áratugum í ólgusjó
stórþjóðanna, verðum við að vinna
saman og við erum að sýna fram
á að það er hægt,“ sagði Pétur.
í stefnu framboðsins er lögð mik-
il áhersla á valdreifíngu og jafn-
rétti landshlutanna, pólitíska og
rekstrarlega ábyrgð og virkjun ein-
staklinga og félagasamtaka þeirra.
Fram kom á fréttamannafundin-
um í gær, að Þjóðarfiokkurinn hafn-
ar aðild að bandalögum sem stofna
sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti
þjóðarinnar í voða og vill þjóðarat-
kvæðagreiðslu um aðild að Evrópu-
bandalaginu ef til þess kemur en
fyrst og fremst er þó lögð áhersla
á að upplýsa þjóðina um eðli banda-
laga á borð við EB. Flokkur manns-
ins lýsti því hins vegar yfír fyrir
tveimur árum, að íslendingar ættu
að stefna að aðild að EB, með
ákveðnum fyrirvörum. Pétur Guð-
jónsson, sem verið hefur í foryrstu
fyrir Flokk mannsins, sagði að ekki
væri ágreiningur á milli samtak-
anna um þetta mál. Aðstæður í
Evrópu hefðu breyst og því væri
þessi afstaða Flokks mannsins til
EB úrelt.
Sigríður Rósa Kristinsdóttir
sagði að framboðið væri reiðubúið
að starfa með hvaða flokki sem
væri í ríkisstjórn ef málefni færu
saman. Um möguleika framboðsins
í kosningunum, sagði Pétur raun-
hæft að ætla, að það næði að koma
3-5 mönnum á þing.
----------------
Púlsinn:
Norskir djass-
menn og NA-12
SÖNGSVEITIN NA-12 frá Húsa-
vík hefur frá því sl. haust unnið
að undirbúningi að flutningi á
norrænni dagskrá í útsetningu
Norðmannsins Philip A. Kruse.
Söngsveitin er skipuð tólf söngfé-
lögum. Philip A. Kruse, sem er
kunnur tónlistarmaður og plötu-
framleiðandi í Noregi, hefur stjórn-
að hljómsveitum og í sjónvarpi og
útvarpi í Noregi og staðið að útg-
áfu á fleiri hundruð plötum. Dag-
skráin verður flutt í Púlsinum 16.
og 17. mars næstkomandi.
Hugleikur sýnir nýtt íslenskt leikrit
ÁHUGALEIKFÉLAGIÐ Hug-
leikur frumsýnir nýtt íslenskt
leikhúsverk í nýju leikhúsnæði í
Brautarholti 8 laugardagskvöld-
ið 16. mars. Leikritið sem heitir
Saga um Svein sáluga Sveinsson
í Spjör og samsveitunga hans,
gerist í íslenskri sveit fyrir all-
löngu og er eftir Unni Guttorms-
dóttur og Önnu Kristinu Krist-
jánsdóttur.
Leikritið gerist á þeim tíma þeg-
ar enn var reimt í sveitum landsins
og skyggnar konur krossuðu sig
og blessuðu bæjardyrnar. Galdrar
Sýnir
áMokka
MAGNÚS Kjartansson list-
málari heldur dagana 13.
mars til 3. apríl sýningu á
smámyndum á Mokkakaffi við
Skólavörðustíg 3a.
Mokkakaffí er opið daglega
frá kl. 9.30-23.30 nema sunnu-
daga frá kl. 14.00-28.30._
voru þá heldur ekki með öllu aflagð-
ir og holdið var stundum veikt þá
sem nú. Eða kannski var það þvert
á móti sterkara en andinn.
Hugleikur hefur nú flutt sig um
set og leikritið um hann Svein sál-
uga verður sýnt í sal Kvikmynda-
verksmiðjunnar hf. í Brautarholti
8. Þegar er uppselt á frumsýningu
en næsta sýning verður þriðjudags-
kvöldið 19. mars. Alls er áætlað að
sýningar verði 10-12, þ.e. dagana:
19., 21., 23., 27., 28. mars, 1., 4.,
6., og 8. apríl.
Sýningar hefjast kl. 20.30.
(Fréttatilkynning)
Eltt átnðl úr leíkverkí HugÍeiks.