Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FQSTUUAGUR 15. MARZ 1991 m m m \írKEPPNIN ÍSLENSKi HANDBOLTINN ÚRSUt 4. UMFERÐ Föstudagur 15. mars ÍBV - FH Kl. 20:00 Vestmannaeyjar Laugardagur 16. mars Haukar - Valur Kl. 16:30 Strandgata, Hafnarfirði Mánudagur 18. mars Víkingur - Stjarnan Kl. 20:45 Laugardalshöll Laugardagur 16. mars KR - Grótta Kl. 16:30 Seljaskóli Laugardagur 16. mars Selfoss - KA Kl. 16:30 Selfoss Mánudagur 18. mars Fram - ÍR Kl. 18:00 Laugardalshöll ^ár VÁTRYGGINGAFÉLAG Í8LANDS HF Læknar ákveða dauðastund 100. hvers sjúklings TUnUGU SJÚKLINGAR TEKNIR ÚR SAMBANUIÁ HVERJU ÁRI Hörður Einarsson, Gulli í Karnabæ og Jóhann í Hagvirki STÚRSKULUUGI REFTIR GJALDÞRUT ARNARFLUGS 'Jtsi áítm áÆdáMMl M&é&tá CHHÍ efán na4á4ÁdtdHfu mei, mfééum ó&cá&H&áum Bullið sem þingmenn láta út úr sér í svefngalsanum við þinglok Islenska stálfélagið ORKAÁ GJAFVERDITIL AÐ BRÆDA UPP ÚTLENSKA ÖSKUHAUGA Ég er maniskur, móðursjúkur og ofsóknarbrjálaður Omar Stefánsson lýsir sjúkdómseinkennum sínum PRESSAN ps. Reimar og Ólafur eru í PRESSUNNI í dag HANDKNATTLEIKUE / 1. DEILD Petr Baumruk hefur skorað flest mörk með langskotum. Karl Þráinsson hefur skorað flest mörk með gegnumbrotum. Einvígi Vfldnga og Valsmanna ÚRSUTAKEPPNIN um íslands- meistaratitilinn íhandknattleik er að breytast í einvígi Víkinga og Valsmanna, sem hafa fjög- urra stiga forskot (8 stig) á Stjörnunna og ÍBV, sem eru með fjögur stig. Hafnarfjarðar- liðin FH og Haukar eru gott sem úr leik þegar aðeins þrjár umferðir af tíu eru búnar. FH er með eitt stig, en Haukar ekkert. Mjög þýðingarmikill leikur verður í Valshúsinu á mið- vikudaginn kemur, en þá taka Vals- menn á móti Víkingum. Áður en leikurinn fer fram verða þeir búnir að leika einn leik. Valsmenn sækja Hauka heim á morgun og á mánu- dagskvöldið leika Víkingar gegn Stjörnunni í Laugardalshöllinni. Víkingar fá því litla hvíld fyrir leik- inn gegn Valsmönnum. Einn leikur verður í kvöld. Eyjamenn fá FH- inga í heimsókn. Hraðaupphlaup sterk vopn Hraðaupphlaup eru sterk vopn hjá Víkingum og Valsmönnum, þar sem hornamenn þeirra eru fljótir fram. Valsmenn hafa skorað flest mörk úrhraðaupphlaupum í úrslita- keppninni, eða 20, en Víkingar koma næstir með 15. Valdimar Grímsson hefur skorað flest mörk, átta, úr hraðaupphlaupum og Jakob Sigurðsson sjö, en Víkingarnir Birgir Sigurðsson og Bjarki Sig- urðsson hafa skorað sex mörk hvor. Víkingar hafa aftur á móti skor- að flest mörk með gegnumbrotum, eða sextán. Karl Þráinsson hefur skorað sjö þeirra, en aftur á móti hefur Brynjar Harðarson skorað fimm af tíu mörkum sem Valsmenn hafa skorað með gegnumbrotum. Patrekur Jóhannesson hefur skorað sex mörk fyrir Stjörnuna. Birgir með lang flest mörk af línu Víkingar hafa skorað lang flest mörk af línu, eða alls 21 mark. Birgir Sigurðsson. sem er marka- hæstur með 28 mörk, hefur skorað sextán mörk af línu, en næstur á blaði kemur Jón Örn Stefánsson, Haukum, með fimm mörk. Vals- menn hafa skorað sjö mörk af línu og Stjörnumenn sex. Eyjamenn hafa skorað flest mörk úr hornum, eða fimmtán. Valur og Stjarnan hafa skorað tólf horna- mörk og Víkingar ellefu. Helgi Bragason frá Eyjum hefur skorað Einar Þorvarðarson hefur varið flest skot. flest mörk úr hornum, eða níu. Hafsteinn Bragason, Stjörnunni og Bjarki Sigurðsson, Víkingi, koma næstir með sjö mörk, eh síðan koma Valdimar Grímsson, Val, Jakob Sig- urðsson, Val og Haraldur Hannes- son, ÍBV, með sex mörk. Baumruk með flest langskot Petr Baumruk úr Haukum hefur skorað flest mörk með langskotum, eða 14. FH-ingar hafa skorað flest mörk með langskotum, eða 29. Haukar koma næstir á blaði með 26, ÍBV og Stjarnan hafa skorað 24, Valur 20 og Víkingur 17. Guð- jón Árnason, FH, hefur skorað ellefu mörk með langskotum.' Það hefur Eyjamaðurinn Sigurður Gunnarsson einnig gert. Stefán Kristjánsson, FH og Jón Krjstjáns- son, Val, hefa skorað tíu mörk. Einar hefur varið mest Einar Þorvarðarson, Val, hefur varið lang flest skot, eða 53/4. Magnús Árnason, Haukum, hefur varið 42 skot og Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV, 41. Brynjar Kvar- an, Stjörnunni, 29 og Hrafn Mar- geirsson, 25. Um 3.150 áhorfendur hafa séð þá níu leiki sem búnir eru í úrslita- keppninni, eða 350 áhorfendur að meðaltali á leik. Lang flestir áhorf- endur sáu leik ÍBV og Víkings, eða 850 og tólf manna lúðrasveit. Að lokunm má geta þess að úrslitakeppnin væri mun jafnari ef þrjú félög hefðu ekki hafið keppni með aukastig. Þá væri staðan þann- ig: Valur 6 stig, Víkingur og ÍBV 4, Stjarnan 3, FH 1 og Haukar 0. Knattspyrnudómaranámskeið Knattspymudómarafélag Kópavogs heldur nómskeið fyrir verð- andi knattspyrnudómara og Irefst það mánudagjnn 18. mars nk. kl. 18.00 í Digranesskóla í Kópavogi. Þótttökugjald er kr. 1.000,- sem greiðist við skróningu. Leiðbeinandi verður Heimir Berg- mann. Skróning og upplýsingar veita Ari í síma 41724 og Gísli i síma 46483 ti! mónudags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.