Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. MARZ 1991
37
Þyrla Landhelgisgæslunnar keníur með slasaðan mann á slysadeild
Borgarspítalans.
mjög huglægt, og hefur engan veg-
inn verið skilgreint í íslenskri heil-
brigðisþjónustu. Við höfum ekki
afmarkað þá þætti er gæðin skuli
vera metin eftir. Við höfum ekki
nema að litlu leyti unnið staðla, sem
nota má sem viðmið og höfum ekki
sett okkur viðunandi mörk, sem
tákna að ákveðnum gæðum sé náð.
Við höfum t.d. nýlega hafið skrán-
ingu óhappa, sem er að því ég best
veit ekki fyllilega sambærileg milli
stofnana. Lítið hefur verið |mnið
úr niðurstöðum, enda má iíkur að
því leiða að talsvert vanti _ á að
skráningin sé áreiðanleg. Ýmsar
fleiri aðferðir við að meta gæði eru
hafnar, eins og t.d. að yfirfara
sjúkraskrár m.t.t. rannsókna og
meðferðar við ákveðnum sjúkdóm-
um. Við höfum þó færst í rétta
átt, umræða um mikilvægi gæða-
þjónustu er orðin talsverð, en oft
yfirborðskennd. Fullyrða má að
þjónusta sé hér góð miðað við aðrar
þjóðir og til skamms tíma a.m.k.,
tel ég að talsvert hafi verið um
„ofþjónustu" að ræða. Nú er öldin
önnur, þjónustan er víða skorin nið-
ur, sérstaklega á sumrin eins og
áður hefur verið minnst á, sem að
sjálfsögðu þýðir það að „gæðin“
minnka.
Umbunarkerfi
Umbunarkerfi stofnana, deilda
og starfsfólks er tískuumræðuefni
meðal stjórnenda og stjórnvalda.
Hugmyndin er að umbuna þeim sem
standa sig vel. Eina umbunin sem
ég verð verulega vör við, er byggð
á allt annarri hugmyndafræði, nefn-
ilega þeirri, að umbuna þeim sem
lítilli og lélegri vinnu skila, með enn
minni vinnu. Hins vegar er afburða-
starfsfólki umbunað með enn meiri
vinnu. Hvað fjármál snertir, þá fá
þeir sem standa sig vel, minni fjár-
veitingu næsta ár, en þeir sem illa
standa sig njóta afraksturs þeirra
sem skila rekstrarafgangi. Þó verð-
ur að taka fram aðforsendur þær
sem notaðar hafa verið til fjárveit-
inga eru oft og tíðum mjög óréttlát-
ar og úreltar og aðgangur stofnana
að fjármagni virðist vera misgreið-
ur. Til að bæta afköst og árangur
í opinberum rekstri, þyrfti að taka
allt launakerfi opinberra starfs-
manna til gagngerrar endurskoðun-
ar. Núverandi kerfi hvetur til enda-
lausrar meðalmennsku.
Starfsinannahald
Starfsfólk sjúkrahúsanna er dýr-
mætasta fjárfesting þeirra, nær
70% rekstrarkostnaðar er launa-
kostnaður. Óánægja starfsfólks,
sem leiðir til uppsagna og þar með
mannaskipta, veldur sjúkrahúsum
ómældum beinum og óbeinum
kostnaði. í Bandaríkjunum hefur
kostnaður á hver einstök manna-
skipti hjúkrunarfræðinga verið met-
inn á 5—20 þús. Bandaríkjadala
(275.000-1.100.000 ísl. kr.), allt
eftir aðstæðum viðkomandi stofn-
ana. Þessi kostnaður er ekki svona
mikill hérlendis, én hann er samt
sem áður verulegur og vaxandi.
Að lokum er ekki úr vegi að vekja
athygli á mikilvægi hæfra stjórn-
enda á erfiðum tímum. Það má
segja að þegar allt leikur í lyndi,
sem er aldrei á sjúkrahúsum, þá
mæðir minna á stjórnendum. A
krepputímum, sem við lifum núna,
reynir á samskiptahæfni, hugmynd-
aflug, leiðtogahæfileika og frum-
kvæði þeirra sem eru í stjórnun,
enda eru þetta þættir, sem farið
er að meta æ meir erlendis við ráðn-
ingu starfsfólks í ábyrgðarstöður,
þó að sjálfsögðu verði menntun,
þekking og reynsla aldrei vanmetin.
Lokaorð
Við íslendingar erum svo lánsöm
að búa við góða heilbrigðisþjónustu.
Góð heilbrigðisþjónusta hlýt'ur allt-
af að kosta rnikla peninga, og hiut-
fallslega mun kostnaður halda
áfram að aukast jafnt og þétt mið-
að við þjóðarframleiðslu vegna auk-
inna krafna almennings og aukinn-
ar tæknivæðingar. Jafnvíst er, að
áfram mun ríkja ágreiningur milli
fagfólks annars vegar og stjórnmál-
amanna hins vegar um hversu
miklu opinberu fé skuli varið til
heilbrigðismála. Áframhaldandi
ágreiningur milli þessara tveggja
hópa mun tryggja hagsmuni þeirra
sem þjónustunnar njóta, þ.e. við
munum stefna áfram að því að veita
fullkomnustu heilbrigðisþjónustu á
sem hagkvæmastan hátt.
Höfundur er lyúkrunarforstjóri
Borgarspítalans.
tilefni timnmotq
FerðohnómtaeU
AM/FM útvarpmfö
tvöföldu segulbandi.
■j.ÝÁ'JF
SvefwpoW
Caravan Starter 0
Bakpoki
Vandaöur poki,
60 Itr.
JJjOJ *
KAUPSTAÐUR
/ MJÓDD
Siónvarp
Mark 14" lita-
siónvarp meö
i «e
Siónauki
Jason 7x35,
sjáltstillandí fokus
yy\
AIIKUG4RDUR
MARKAÐUR VIÐ SUND