Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991 39 Minninff: Anna Ástveig Bjarnadóttir Fædd 8. febrúar 1911 Dáin 9. mars 1991 Eg lít beint á þig, Jesú minn, jafnan þá hryggðin særir. I mínum krossi krossinn þinn kröftuglega mig nærir. Sérhvert einasta sárið þitt sannlega græðir hjartað mitt og nýjan föpuð færir. Hvort ég sef, vaki, sit eður stá í sælu og hættum nauða, krossi þínum ég held mig hjá horfandi á blóð þitt rauða. Lát mig einninn, þá ævin þverr, út af sofna á fótum þér; svo kvíði ég sízt við dauða. - Amen. (37. Passíusálmur) Það er fagur laugardagsmorgunn, 9. mars. Sólin skín inn um gluggann hjá mér og heldur fyrir mér vöku. Klukkan er vart orðin átta og allt útlit fyrir að þetta verði prýðisdag- ur. Klukkutíma síðar hringir síminn. I símanum er mamma: „Sæl Sigga mín, ég ætla nú bara að láta þig vita, að ég er inni í Njörvó“ — Hjart- að hættir að slá eitt augnablik; Mamma í Njörvó á þessum tíma dags, það hlýtur eitthvað að hafa komið uppá. „Amma þín er dáin, hún dó snemma í morgun." Ég horfi á tólið — amma dáin! Elskuleg amma mín, AnnaÁstveig Bjarnadóttir, eða amma í Njörvó eins og ég kallaði hana ávallt, var nýorð- in áttræð er algóður Guð tók hana heim til sín. Það er einkennilegt hvað dauðinn kemur oft að óvörum. Við teljum okkur oft hafa svo langan tíma til að gera hitt og þetta og lifum oft eins og við komum til með að vera hér á jörð um alla eilífð, en gleymum því, að það er Guð sem öllu ræður og Guð sem ákveður hvenær hann tekur okkur heim. Við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Upp í huga minn kemur máltæk- ið: „Frestaðu aldrei til morguns því sem þú getur gert í dag“ — í dag er rúmur mánuður síðan amma varð áttræð. Það vildi svo til að á afmæl- isdegi hennar hafði ég ekki tækifæri til að heimsækja hana svo ég hringdi til hennar og óskaði henni til ham- ingju með daginn og sagðist myndi kíkja við tækifæri. Tíminn flaug áfram og þetta tækifæri kom aldrei. Er ég sit hér við eldhúsborðið heima og hripa niður þessar fátæk- legu línur, fljúga minningarnar um ömmu fyrir augum mér, minningar um góða konu, góða ömmu. Það var sama hvenær maður kom til ömmu og afa, alltaf var tekið jafnvel á móti manni, með alls konar kökum og öðru góðgæti. Ein er sú minning um ömmu, sem ég veit að mun alla tíð dvelja í mínu hjarta en hún er sú, hversu mjög hún trúði á mátt bænarinnar. Jesús sagði í Markús 11:2^ „Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast." Rúm fjögur ár eru nú síðan ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá náð til að kynnast Drottni Jesú Kristi, sem mínum persónulega frelsara. Þegar ég lít til baka yfir þessi fjögur ár man ég vart eftir því að við amma höfum hist eða talað saman, án þess að hún hafi beðið mig fyrir einhveiju bænarefni. Það blessaði niig alltaf jafnmikið í hvert skipti sem við töluð- um saman, því ég fann hversu einlæg trú hennar var og aldrei efaðist ég um að Guð myndi ekki svara bænum hennar. Þó sárt sé að horfa á eftir elsku ömmu, þá snýst sú hryggð í fögnuð er ég hugsa til þess staðar sem hún nú dvelst á, heima hjá Guði. í Bibl- íunni stendur að þrenging vor hér á jörð sé skammvinn og léttbær og að hún afli okkur eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt. — Enginn kemst í gegnum lífið án erfiðleika eða þrenginga. Þó við tækjum saman alla þá erfiðleika, þrengingar og sorg sem hafa orðið á okkar lífsgöngu myndu þeir strax hverfa í skuggann fyrir þeirri dýrð sem okkur mun opin- berast í eilífðinni er við komum til Guðs. Elsku afi minn, ég veit að^missir þinn er mikill og bið því góðan Guð að umvefja þig kærleika sínum og gefa þér allan þann styrk sem þú þarft á að halda í þinni miklu sorg. Börnum ömmu, bamabömum og barnabarnabömum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning ömmu. Sigga Þegar mamma hringdi í mig og sagði að amma væri dáin brá mér mjög. Síðan hefur verið eins og steinn í hjartanu á mér. Minningar rifjast upp. Það var regla þegar við systkinin vorum lítil að koma við í Njörvasundi á föstu- dögum. Þá átti amma alltaf til súkk- ulaðitertu eða ömmutertu eins og við kölluðum hana, vöfflur með íjóma og kók. Upp í hugann koma líka ferðimar í kartöflugarðana sem fjölskyldan var með í mörg ár þar var amma alltaf yfirstjórnandinn. Allt var í föstum skorðum hjá þeim ömmu og afa því alltaf varð inaturinn að vera til á réttum tíma. Hjá ömmu og afa lærði ég að borða grjónagraut því enginn eldaði hann betur en hún. Amma sagði mér margar álfasögur, sem ég trúði eins og nýju neti. Stundum finnst mér ég ekki hafa gefið mér nógu mikinn tíma með þeim. En ég var farin að hjóla oftar til þeirra upp á síðkastið og er ég þakklát núna fyrir það. Amma missti tiiikið þegar sonur hennar Bjarni dó fyrir tveimur mán- uðum. Ég veit að það hafa orðið kærleiksríkir endurfundir hjá þeim og fær hún nú að hvíla við hlið hans. Elsku afi, ég veit að þú hefur mist mikið, en öll eigum við góðar og fallegar minningar um ömmu. Elskulega ömmu mína kveð ég með söknuði. Berglind Amma fæddist á Mýrarhúsum í Grundarfirði, dóttir hjónanna Bjarna Tjörvasonar og Ingibjargar Maríu Jónsdóttur. Systkini hennar eru nú öll látin nema yngsta systirin Jónína sem býr á Akranesi, en þau voru: Jón Bergmann, Sigfús, Jódís, Jónína og Ingvar sem fórst ungur. Ung missti amma móður sína og var þá sett í fóstur á Hallbjarnar- eyri í Eyrarsveit þar sem hún var til 18 ára aldurs er hún fluttist til Reykjavíkur. Amma unni sveitinni sinni alla tíð og talaði mikið um hana og Kirkju- fellið sem henni þótti svo fallegt. Þótt það liðu áraraðir milli þess að hún færi vestur. Þegar hún fluttist til Reykjavíkur vann hún í físki í Melshúsum á Seltjarnarnesi og kynntist hún þar afa, Karli Sveins- syni fyrrv. leigubifreiðarstjóra. Hófu. þau búskap í Bakkakoti á Seltjarnar- nesi hjá foreldrum afa, Önnu Guð- mundsdóttur og Sveini Eyjólfssyni og bjuggu þau þar fyrstu búskapar- ár sín. Hjónaband afa og ömmu var mjög gott og traust og áttu þau tæplega 60 ár saman. Amma var alla tíð heimavinnandi húsmóðir og var alltaf til taks þegar börnin komu heim úr skólanum og var heimilið hennar allt. Amma og afi áttu miklu barna- láni að fagna, því börn þeirra urðu öll dugandi og drífandi þjóðfélags- þegnar. En mikil var sorg þeirra er þau misstu son sinn Bjarna fyrir tveimur mánuðum, langt fyrir aldur fram. Börnin eru: Sveina sem erelst, Bjarni heitinn, Páll, Ingibjörg og yngstur Ómar Örn. Ég er elsta barnabarn afa og ömmu og var fyrstu tvö árin hjá þeim ásamt móð- ur minni Sveinu og sótti alla tíð mikið til þeirra. Og í öllum skóla- fríum fékk ég að fara og vera hjá þeim og alltaf fannst mér jafngott að koma til elsku ömmu og afa. Alltaf var hún tilbúin að hlusta á mig og taka þátt í öllum mínum málum í sorg og í gleði. Hún var í raun „móðir ættarinnar" eins og ein frænka mín, bróðurdóttir afa Anna Hinriksdóttir, kallaði hana. Ég bið góðan guð að styrkja elsku afa í þessari miklu sorg hans og kveð eisku ömmu mína með þessari bæn og þakka henni fyrir allt. Leið þú mína litlu hendi ljúfi Jesús þér ég sendi bæn frá mínu bijósti sjáðu blíði Jesús að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu hald mér fast að spori þínu að ég fari aldrei frá þér alltaf Jesús vertu hjá mér. (Fagnaðarljóð Ásm. Eiríkss.) Hrönn BYKO B R E I D D ■ ■ ■ ■■ VERDLÆKKUN INNIPLAST- MÁLNINGU BYKOBMIDDMNI BYKD HBIIUBNBDI MJÓDDIN HBHMBRRMMBMBK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.