Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Hrútnum býðst óvænt við- skiptatækifæri í dag. Hann ætti hann að leggja meira á sig en hann gerir til að höndla það sem honum finnst eftir- sóknarvert. Naut (20. apríl - 20. maí) (ffö Nautið hittir óvenjulegt fólk í dag. Það er ósammáia ein- hveijum í peningamálum. Það ætti að sinna verkefnum heima fýrir. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Tvíburinn fær nýjar hugmynd- ir um það hvemig hann geti best tryggt fjárhagslega af- komu sína í framtíðinni. Hann ætti samt að forðast að vera of ýtinn eða yfirtroðslusamur. Krabbi (21. júní - 22. júií) Ef það er eitthvað sem krabb- ann langar sérstaklega mikið til að kaupa ætti hann að láta það eftir sér. Vinnufélagi hans kemur með óvenjulega og skemmtilega tilllögu. (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið ætti að hafa langtíma- markmið í huga í dag og treysta fyrst og fremst á sjálft sig, en leita ekki sífellt eftir áliti annarra. Meyja (23. ágúst - 22. september) Meyjan er að skipuleggja ferðalag með maka sínum. Hún þarf ekki að ýta á eftir hlutunum. Henni fínnst hún tæpast eiga þetta meðlæti ski- lið. Vog (23. sept. - 22. október) Nú er tilvalið fyrir vogina að brydda upp á einhverjum nýj- ungum heima fyrir. Hún ætti ekki að láta áhyggjur af börn- unum sínum verða þess vald- andi að hún gleymi góðum vini. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Sporðdrekinn fær nýjar hug- myndir sem auðvelda honum iausn á verkefni sem hann hefur með höndum. Hann verður að varast að halda of mikið aftur af sjálfum sér. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) & Bogmaðurinn ætti ekki að vera of orðhvatur við náinn ætt- ingja eða vin í dag. Það gæti dregið dilk á eftir sér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er öll í því að skipu- leggja í dag. Hún blómstrar í félagsstarfi. Það er engin ástæða til þess að hún uni því sífellt að þeir sem minna geta troði sér fram fyrir hana. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) $71. Vatnsberinn lýkur farsællega við mikilvægt verkefni sem hann hefur haft til úrlausnar í vinnunni. Hann ætti að reyna að mæta samverkamanni sínum á miðri leið. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ?n£ Fiskurinn nýtur þess að eign- ast nýja vim' í dag. Hann ætti ekki að leyfa sér að láta verk- efnin hrannast upp í vinnunni. Stj'órnuspána á að lesa sem dcegradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. GRETTIR TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK Það er eins gott fyrir þig að vakna ... skólabíllinn er að koma. Eg er vakandi, en nestið mitt er ennþá sofandi. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Taktu þér sæti í suður, sem sagnhafí í 4 spöðum: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 764 ♦ ÁDG10 ♦ G982 ♦ 85 Austur ♦ ÁDG98532 ♦ 43 ♦ Á64 Vestur Norður Austur Suður — — 1 tígull 4 spaðar Eass Pass Pass Utspil: tígulsjö. Austur á blokkina í tígli og þú trompar í þriðja sinn með gosanum, en vestur hendir hjarta. Hvernig spilarðu? Spaðakóngurinn er greinilega í austur, svo það blasir við að ryðja sér leið inn á borðið til að spila trompinu þaðan. Sem sagt, laufás og meira lauf. Vestur ♦ K ♦ 987543 ♦ 76 ♦ D1072 Norður ♦ 764 ♦ ÁDG10 ♦ G982 ♦ 85 Austur ♦ 10 ♦ K62 ♦ ÁKD105 ♦ KG93 Suður ♦ ÁDG98532 ♦ 43 ♦ Á64 Ekkert við því að gera eða segja. Vestur fékk einfaldlega hugljómun og uppskar ríkulega. Ef vestur yfirtrompar strax með kóng, fara tapslagirnir í laufi niður í hjarta blinds. Umsjón Margeir Pétursson Það gerist ekki oft að sovézkur stórmeistari leiki af sér peði strax í fjórða leik, en þetta átti sér þó stað á opna alþjóðamótinu í Bern í Sviss um daginn: Hvítt: Fiora- monti (2.290), Sviss. Svart: Goldin (2.535), Sovétríkjunum. 1. Rf3 - d6, 2. d4 - Bg4, 3. e3 - Rd7, 4. Be2 - e5?, 5. dxe5 - dxe5 (Enn verra var 5. — Rxe5, 6. Rxe5 — Bxe2, 7. Dxe2 — dxe5, 8. Db5+.) 1 Wk L 11 jilifl §§§ iH§ , Xl. ■ W> é éii* S| 6. Rxe5! (Nú er 6. — Bxe2 svarað með 7. Dxd7+. Eftir langa um- hugsun lék Goldin:) 6. — Bb4+, 7. c3 — Rxe5, 8. Dxd8+ — Hxd8, 9. cxb4 — Rd3+, 10. Bxd3 — Hxd3, 11. Rc3 og hvítur er sælu peði yfir, en Goldin tókst að skrapa jafntefli gegn lítt reyndum andstæðingi sínum. Þetta hafði þó slæm áhrif á hann, því hann tapaði tveimur næstu skákum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.