Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991
Jóhann Lárusson
Akranesi - Minning
Fæddur 26. júní 1937
Dáinn 8. mars 1991
Föstudaginn 8. mars lagði ég og
fjölskylda mín af stað í ferðalag.
Ætlunin var að eyða helginni í
góðra vina hópi, en margt fer öðru-
vísi en ætlað er. Þennan sama dag
var ég áþreifanlega minntur á
hversu miskunnarlaust lífið getur
verið er mér barst sú fregn að pabbi
minn hefði látist fyrr um daginn.
Já, það er stutt á milli gleði og
sorgar.
Pabbi andaðist á sjúkrahúsinu á
Akránesi, en á Akranesi var hann
fæddur og uppalinn. Hann var alla
tíð mikill Akurnesingur í sér og
hafi sterkar taugar til æskustöðva
sinna.
Er hann var rúmlega þrítugur
að aldri veiktist hann mikið og í
kjölfar þess kom í ljós að hann þjáð-
ist af ólæknandi andlegum sjúk-
dómi. Með ómældri hjálp mömmu
og systkina sinna náði hann að
halda þessum sjúkdómi niðri, en það
komu nokkur tímabil í lífi hans er
hann varð mikið veikur. Þessi erfiðu
veikindatímabil reyndu mikið á
hann og hann varð aldrei sami
maðurinn eftir þau.
Þrátt fyrir veikindi sín og annað
mótlæti í lífínu hafði hann alltaf
mikinn vilja til að njóta lífsins á sem
bestan hátt. Þetta kemur best fram
í heilræði því er hann hafði ávallt
að leiðarljósi: „Treystu guði og lifðu
einn dag í senn“. Hann var góður
vinur vina sinna og ávallt tilbúinn
að veita hjálp til allra sem leituðu
til hans. Hann hlífði aldrei sjálfum
sér, því honum fannst greiðvikni
og hjálpsemi við vini og kunningja
sjálfsagður og mikilvægur þáttur í
mannlegum samskiptum. Hann
lagði mikinn metnað í að við systk-
inin hefðum það sem best og var
alltaf reiðubúinn til að gefa góð ráð
og hvetja okkur ef eitthvað fór úr-
skeiðis. Hann sá svo auðveldlega
og jákvæðu hliðarnar á hlutunum.
Hann var svo heppinn að eignast
tvö barnaböm á meðan hann lifði
og það hafði mikla þýðingu fyrir
hann. Jafnvel'þó þau séu ung að
árum og hann hafði notið þeirra
alltof stutt þá fór ekki framhjá
neinum að afahlutverkið átti vel við
hann. Það er mér ákaflega minnis--
t
Eiginmaður minn,
MAGNÚS SIG. KRISTIIMSSON
málarameiatari,
Arnarhrauni 14,
Hafnarfirði,
andaðist 14. mars.
Marta Einarsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HEBA A. ÓLAFSSON,
lést á heimili sínu, Sigtúni 43, Patreksfirði, miðvikudaginn
13. mars. Jarðarförin auglýst síðar.
Atli Karl Pálsson,
Sigurður Ingi Pálsson, Margrét Þór
og barnabörn.
t
Útför
SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR,
sem lést á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 5. mars, verður
gerð fró Borgarneskirju laugardaginn 16. mars kl. 14.00.
Börn og tengdabörn.
Jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Galtafelli,
Hrunamannahreppi,
fer fram frá Hrepphólakirkju laugardaginn 16. mars kl. 14.00.
Áslaug Árnadóttir, Margrét Árnadóttir,
Herdís Árnadóttir, Hannes Bjarnason,
Svavar J. Árnason, Hrafnhildur Magnúsdóttir,
Hjalti Árnason, Guðrún Hermannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
stætt er hann og mamma voru í
heimsókn hjá okkur í Ósló siðastlið-
ið haust að sjá hversu gaman hon-
um þótti að Agnesi litlu. Hann vildi
helst ekki hverfa úr návist hennar.
Nú er hann horfinn og þó að
sorgin lami okkur sem eftir stönd-
um, er það okkur þó huggun að
vita að nú líður honum vel hjá Frið-
þjófi bróður okkar sem hann hefur
saknað svo sárt. Við systkinin vilj-
um þakka pabba fyrir alla þá ást
og umhyggju sem hann gaf okkur.
Blessuð sé minning hans.
Elsku mamma við vitum að þú
hefur miSst mest, megi styrkur
guðs verða þér að liði í sorginni.
Erlingur Jóhannsson
í dag er gerð frá Akraneskirkju
útför Jóhanns Lárussonar, er and-
aðist á Sjúkrahúsi Akraness 8.
mars sl.
Jóhann Björnsson Lárusson
fæddist á Akranesi 26. júlí 1937'
og voru foreldrar hans hjónin Lárus
Þjóðbjörnsson, húsasmíðameistari á
Akranesi, f. 12. september 1908
og Margrét Sigríður Jóhannsdóttir,
f. 2. nóvember 1911, d. 9. júlí 1983.
Lárus er sonur Þjóðbjarnar
Björnssonar, bónda á Neðra-Skarði
í Svínadal, og konu hans Guðríðar
Auðunsdóttur, húsfreyju. Margrét
Sigríður var dóttir Johanns Björns-
sonar, er var bóndi í Bakkatúni í
Stafholtstungum, en frá 1905 for-
maður og hreppstjóri á Akranesi,
og konu hans Halldóru Sigurðar-
dóttur húsfreyju.
Johann Lárusson lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á Akur-
eyri vorið 1958. Hann stundaði nám
í stærðfræði og sögu við heimspeki-
deild Háskóla íslands 1960-1963,
en jafnframt var hann stundakenn-
ari við Matsveina- og veitingaþjóna-
skólann í Reykjavík 1961-63 og
forfallakennari við Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar í Reykjavík á sömu
árum. Jóhann stundaði nám í húsa-
smíði við Iðnskólann á Akranesi
1959 og 1960. Hann lauk sveins-
prófi í húsasmíði 1963 og fékk
meistarabréf í iðngreininni 1966.
vann hann við húsasmíðar á Akra-
nesi á árunum 1963-66. JÓhann
fluttist á Hellissand árið 1966 og
varþar sveitarstjóri 1966-67. Kenn-
ari við Barnaskólann á Hellissandi
1967-70. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs
Hellissands og nágrennis 1971-76.
Vann við bókhaldsstörf á Hellis-
sandi 1976-80. Jóhann fluttist til
Akraness árið 1980 og hóf störf
sem skattaendurskoðandi á Skatt-
stofu Vesturlandsumdæmis og
gegndi hanN því starfi til 1. nóvem-
ber 1989 er hann gerðist fulltrúi
aðalbókara Akraneskaupstaðar.
Lionsklúbbur Nesþinga á Hellis-
sandi var stofnaður 29. nóvember
1970 og var Jóhann Lárusson á
meðal 19 stofnfélaga. Hann varð
þegar áhugasamur félagi og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
klúbbinn og var m.a. formaður hans
1974-75. Eftir að Jóhann flutti á
Akranes gekk hann í Lionsklúbb
Akraness 1. apríl 1980. Áhuginn
var hinn sami og hann var með-
stjórnandi í Lionsklúbbi Akraness
Asta Valdimars-
dóttir - Kveðjuorð
Vinkona mín, Ásta Valdimars-
dóttir, er horfin sjónum mínum og
eftir sit ég með söknuð, en minning-
ar um góða vinkonu. Leiðir okkar
lágu saman haustið 1982 þegar ég
fór að kenna við Lækjarskóla. Þá
starfaði hún þar sem baðvörður og
allt til síðasta dags.
Ég minnist með söknuði allra
þeirra samverustunda sem við átt-
um. Ekki brást það að í frímínútum
var ávallt nýlagað kaffi, stjanað í
kringum mann og mikið spjallað.
Við töluðum mikið um fjölskyldur
okkar en Ásta var mikil fjölskyldu-
manneskja og vinur vina sinna.
Ásta átti stóra og góða ljölskyldu,
börn og barnaböm sem hún var
alltaf að pijóna á. Henni þótti ákaf-
lega vænt( um fjölskylduna og fjöl-
skyldan bæði elskaði hana og virti.
Það fylgdi Ástu sérstök hlýja og
kærleikur og aldrei brást hún von-
um mínum. Þegar böm meiddust í
tímum sendi ég þau fram til Ástu.
Hún huggaði þau og batt um sárin
og litlu síðar komu þau til baka
hress og kát. Hún var alltaf tilbúin
að rétta hjálparhönd.
Ásta var mjög dugleg, hún vann
fulla vinnu og meira til, slíkur var
krafturinn í henni. Aldrei kvartaði
hún yfir þreytu eða lasleika, þess
vegna er það sárt nú að allt í einu
er hún horfin.
Ég sakna Ástu minnar og kveð
hana með virðingu og þökk. A þess-
ari kveðjustundu sendi ég Reyni,
börnunum og öðrum ættíngjum
innilegar samúðarkveðjur.
Úlfar Daníelsson
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
Vallargötu 4,
Vestmannaeyjum,
andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að morgni mánudagsins
11. mars.
Jarðarförin verður gerð frá Landakirkju laugardaginn 16. mars
kl. 14.00.
Kristbjörg Sigurjónsdóttir, Ingvar Sigurjónsson,
Ása Sigurjónsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins
míns, fósturföður, bróður og frænda,
GUÐMUNDAR JÓHANNESAR ÁRNASONAR,
Snorrabraut 52.
Mimi Hovgaard,
Sólva Vagadal,
Stefán Hovgaard,
Samúel Óðinsson,
Ragnheiður Árnadóttir,
Kristrún Sigurðardóttir,
Árni Jónsson Sigurðsson,
Jón Sævar Sigurðsson.
Jörmundur Vagadal,
Sigurður Gissurarson,
Stefán Einarsson,
Sjöfn Þórðardóttir,
1981-82 og aftur 1987-88. Ritari
klúbbsins var hann 1985-86 og
formaður Lionsklúbbs Akraness
1986-87. Svæðisstjóri á svæði 1 í
Umdæmi 109-B starfsárið
1988-89 og sá m.a. um unglinga-
skipti. Jóhann sótti Umdæmisþing
Lionshreyfingarinnar á íslandi í
Reykjavík 1974, í Grindavík 1980,
á Egilsstöðum 1985, í Kópavogi
1986 og á Húsavík 1988.
Öll sín störf fyrir Lionshreyfing-
una vann Jóhann Lárusson af
áhuga og alúð og Lionsmenn á
Akranesi eru honum sérstaklega
þakklátur fyrir mikla vinnu er hann
lagði í gerð spjaldskrár fyrir klúbb-
inn.
20. ágúst 1960 stóð brúðkaup
þeirra Jóhanns Lárussonar og
Svanheiðar Ólafar Friðþjófsdóttur.
Svanheiður er dóttir hjónanna Frið-
þjófs Baldurs Guðmundssonar,
bónda og útgerðarmanns á Rifi á
Snæfellsnesi, og k.h. Halldóru
Kristleifsdóttur, húsfeyju.
Börn Svanheiðar og Jóhanns eru:
Erlingur Sigurður, f. 14. febrúar
1961, stúdent frá M.A., íþrótta-
fræðingur í Ósló, Friðþjófur Hall-
dór, f. 23. september 1963, d. 4.
júlí 1971, Margrét Björk, f. 3. mars
1967, stúdent frá Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi og hús-
freyja í Reykjavík og Friðgerður
Ólöf, f. 21. apríl 1972, nemi við
Fjölbrautaskóia Vesturlands.
Það er mikið skarð fyrir skildi
þegar góðir drengir falla frá langt
um aldur fram. Við Lionsmenn á
Akranesi söknum góðs félaga og
biðjum algóðan Guð að blessa minn-
ingu Jóharins Lárussonar.
Jósef H. Þorgeirsson
Mig langar með örfáum orðum
að minnast vinar míns og mágs
Jóhanns Lárussonar er andaðist
snögglega að morgni 8. mars
síðastliðins. Kynni okkar hófust
fyrir þijátíu og fjórum árum og
varð okkur þá strax vel til vina og
á þá vináttu hefur aldrei borið
skugga. Donni, eins og hann var
ævinlega kallaður, fæddist á Akra-
nesi 26. júní 1937, elstur sinna
systkina sonur hjónanna Margrétar
Johannsdóttur sem lést 1983 og
Lárusar Þjóðbjörnssonar sem lifir
son sinn. Hann ólst upp á Akranesi
og bjó þar lengst af utan nokkurra
ára er hann bjó á Rifi á Snæfells-
nesi en þangað sótti hann konuna
sína Svanheiði Friðþjófsdóttur og
gengu þau í hjónaband árið 1960.
Donni lauk stúdentsprófi frá MA
1958 og stundaði jafnframt hús-
asmíðanám hjá föður sínum og lauk
prófi í þeirri grein. Þó hann gerði
smíðarnar ekki að sínu aðalstarfi
stundaði hann þær alltaf með og
þá aðallega í frítíma sínum frá öðr-
um störfum, m.a. byggði hann hús
sín sjálfur. Donni var ákaflega
vandvirkur og ber handbragð hans
þess ótvírætt vitni, hvort sem var
við smíðar eða önnur störf sem
hann innti af hendi. Ég sá ekkert
nema góðar minningar um Donna
hann var vandaður maður og sam-
viskusamur og mátti ekki vamm
sitt vita í neinu. Hann var einstak-
lega bóngóður og gott til hans að
leita. Við glöddumst oft saman á
góðum stundum og stóðum saman
þegar syrti að, en hann átti sínar
erfíðu stundir sem fæstir komast
hjá að eiga.
Svana og Donni eignuðust fjögur
börn en urðu fyrir þeirri þungu
sorg að missa ungan son sinn Frið-
þjóf af slysförum, en hin eru: Erl-
ingur við nám í Ósló kvæntur og á
eina dóttur, Margrét Björk banka-
maður í Reykjavík í sambýli og á
einn son og yngst er Friðgerður
nemi í Fjölbrautaskólanum á Akra-
nesi.
Það er erfitt að sætta sig við
skyndilegt fráfall Donna og ykkar
missir er mikill, eiginkonunnar og
barnanna, sem voru sólargeislarnir
í lífí hans.
En mennirnir álykta en Guð ræð-
ur. Ég mun ávallt minnast Jóhanns
Lárussonar þegar góðs manns er
getið.
Ég sendi þér Svana mín, börnum
ykkar og fjölskyldunni allri innileg-
ar samúðarkveðjur á sorgarstundu.
Siguróli Jóhannsson