Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991 21 Afföllin í ’86 kerfinu og húsbréfakerfinu Afföll í fasteignaviðskiptum eru Sjónhverfingar ráðherra Undanfarið hefur utanríkisráð- herra margoft komið fram í fjöl- miðlum og sagt álit sitt á gangi samningaviðræðna. Alltaf er ráð- herrann jafn bjartsýnn á að nú sé viðræðunum að_ ljúka með góðum samningi fyrir ísland. En ráðherr- ann hefur varla sleppt orðinu þegar upplýsingar berast um það frá við- ræðunum í Brussel að ekkert sé hæft í því sem ráðherrann segir. Nýjasta dæmið er að ráðherrann fullyrti að EB krefðist ekki veiði- heimilda innan íslenskrar lögsögu en það var jafnharðan borið til baka. Leitum annarra leiða | Við eigum að hafa góð samskipti við EB, eiga samvinnu við þá sem og aðra á ýmsum sviðum eins og hingað til hefur verið gert á jafn- réttisgrundvelli án þess að afsala okkur þeim stjórntækjum sem við þurfum á að halda til að tryggja afkomu þjóðarinnar og sjálfstæði. íslendingar hafa haft góð samskipti við EB hingað til. Við gerðum til- tölulega hagstæðan viðskiptasamn- ing við bandalagið árið 1972 og höfum haft samvinnu á sviði menn- ingarmála, menntamála, rannsókna og þróunar- og umhverfismála svo eitthvað sé nefnt. Engin ástæða er til að ætla að sú samvinna leggist af þótt ísland gerist ekki aðili að EB eða EES. Höfundur er þingkona Kvennalistans. Jóhanna Sigurðardóttir Hvað er þetta annað en afföll? Fyr- ir marga var þessi kostnaður það hár að ófáar fjölskyldur hafa jafn- „Munurinn á afföllun- uni í húsbréfakerfinu og ’86 kerfinu er sá, að íbúðarkaupendur verða ekki fyrir afföllunum í húsbréfakerfinu. Það eru íbúðarseljendurnir sem bera afföllin, ef þeir selja húsbréfin á markaði en láta þau ekki ganga upp í næstu íbúðarkaup. Hins vegar lenti stór hluti affall- anna í ’86 kerfinu beint á íbúðarkaupendun- um.“ vel misst allt sitt vegna þeirra. Einnig er hægt að segja að hin geysilega verðsprenging sem varð á íbúðarverði í kjölfar ’86 kerfisins hafi ekki verið neitt annað en af- föll, en íbúðarverð hækkaði svo til á einu bretti um allt að 10% með tilkomu ’86 kerfisins, sem jók út- gjöld fjölskyldna vegna íbúðar- kaupa um hundruði þúsund króna. Munurinn á afföllunum í húsbréf- akerfinu og ’86 kerfinu er sá, að íbúðarkaupendur verða ekki fyrir afföllunum í húsbréfakerfinu. Það eru íbúðarseljendurnir sem bera afföllin, ef þeir selja húsbréfin á markaði en láta þau ekki ganga upp í næstu íbúðarkaup. Hins vegar lenti stór hluti affallanna í ’86 kerf- inu beint á íbúðarkaupendunum. í næstu grein mun ég fjalla um aðstoð hins opinbera við íbúðar- kaupendur, en nú tekur aðstoðin mið af tekjum og eignum þeirra, þannig að hinir tekjulægri og eigna- minni njóta nú meiri aðstoðar en áður. Höfundur er félagsmálaráðherra. Gera verður greinarmun á vöxt- um og ávöxtunarkröfu. Vextir sem íbúðarkaupendur bera koma fram á fasteignaveðbréfinu og eru fastir 6,0%. Ávöxtunarkrafan er hins veg- ar það sem kaupendur húsbréfa fá fyrir að lána fjármagn sitt á hverj- um tíma. Hún ræðst af eftirspurn húsbréfa. Þetta eru ekki þeir vextir sem íbúðarkaupendur bera. Afföllin ráðast svo af mismuninum á ávöxt- unarkröfunni og vöxtunum. í húsbréfakerfinu gefa íbúðar- kaupendur út fasteignaveðbréf sem íbúðarseljendur geta skipt fyrir húsbréf. Algengt er að húsbréf gangi áfram upp í næstu íbúðar- kaup seljendanna. í fasteignavið- skiptum eru húsbréf metin á upp- reiknuðu verði og því verða engin afföll við slík viðskipti. Ef ávöxtun- arkrafan verður há til lengri tíma, og afföllin einnig, má búast við að íbúðarverð hækki. Þá væri hægt að segja að íbúðarkaupendur greiði í raun hærri vexti en 6,0% í formi hærra íbúðarverðs og þar með hærra láns. Þetta hefur hins vegar ekki gerst þrátt fyrir að ýmsir spáðu því að íbúðarverð myndi stórhækka með tilkomu húsbréfakerfisins. íbúðarverð hefur lækkað sem hefur skilað sér í lægri greiðslubyrði og minni lántökum fyrir fólk. HÚSBRÉF Vextir - Ávöxtunarkrafa - Afföll Notaðu AKRA með öðru úrvals hráefni.... ogútkoman verður frábær! Súkkulaðiterta með rommkremi eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Stundum hafa sést í fjölmiðlum fullyrðingar þess efnis að vextir íbúðarkaupenda sem notfæra sér húsbréfakerfið séu hærri en 6,0%. Að vextirnir séu yfir 7,0%. Þetta er á misskilningi byggt. Ávöxtunar- krafa húsbréfa er nú yfir 7,0%. Vextir íbúðarkaupenda af fast- eignaveðbréfum eru hins vegar fastir 6,0%. Gengi húsbréfa breytir þar engu um því íbúðarkaupendur fá aldrei húsbréf í hendur, heldur gefa þeir út fasteignaveðbréf með föstum vöxtum. Ýmsir hafa að und- anförnu ruðst fram á ritvöllinn og ruglað þessum hugtökum saman, hver sem tilgangurinn er með því. Vextir — Ávöxtunarkrafa ekki nýtt fyrirbæri. Þau voru líka í ’86 kerfinu. íbúðarseljendur sem fengu allt að 75% af íbúðarverðinu greidd á einu ári, samkvæmt al- menna húsnæðislánakerfinu frá 1986, fengu þær greiðslur án vaxta og verðbóta. Af þeim greiðslum voru því afföll. Þessi afföll voru ekki lægri en 10%. En þetta voru ekki einu afföllin í ’86 kerfinu. Bið- tíminn kostaði líka peninga. Lán- tökukostnaður, háir vextir og stundum lögfræðikostnaður vegna síendurtekinna framlenginga á skammtímalánum í bönkum sem íbúðarkaupendur í ’86 kerfinu þurftu að taka á meðan þeir biðu eftir afgreiðslu láns kostaði sitt. Léttþeytið 70 g AKRA smjörlíki, 90 g sykur, 90 g púðursykur og 3 egg. Hrærið saman við 150 g hveiti, lti tsk. natron, 2 tsk. salt, 25 g kakó og 150 g mjólk. Bakið við 190°C í 20 mínútur. Rommkrem Hrærið saman 50 g kakó, 500 g flórsykur og 350 g AKRA smjörlíki og bætið í rommdropum eftir smekk. Skreytið kökuna. Verði ykkur að góðu! bm SMJÖRLÍKISGERÐ Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.