Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991 Með svartan blett á tungumri eftirJón Óttar Ragnarsson Hví skyldum við hafa áhyggjur af íslenskunni? Vegna þess að sag- an kennir okkur að það er undan- tekning að mál smáríkja lifi af öld tækni og efnahagssamruna og jafnframt að tilskipanir stjórnvalda breytir þar engu um. Reglan er að þau deyi. Sagan kennir líka að reglugerð- ir kerfisóvita — sem vegna skorts á hugarflugi sveigja þjóðina undir eina samræmda stafsetningu og orðfæri — breyta engu um varð- veislu tungumála, heldur einungis ræktarsemi fólksins sem málið tal- ar! Hið fræga dæmi Nóbelsskálds- ins segir allt sem segja þarf: Fjall- göngugarpur sem á eitt par af gönguskóm kemst ekki langt. Hann þarf nokkur til þess að geta brugðist við aðstæðum til að klifra marga og ólíka tinda. Líkhús Eins og í lífríkinu þar sem teg- undir deyja og tegundir dafna sýn- ir sagan að ekkert hræ er eins steindautt og þjóðtunga í andar- shtrum. Margir benda á gyðinga sem ZentiS gæðasultur og marmelaði KOSTUR, Heildsölubirgðir Sími: (91) 691625 dæmi um þjóð sem tókst að vekja slíkt hræ til lífs. Því miður er þetta mat á misskilningi byggt. Án jid- dískunnar í Austur-Evrópu og hins síkvika helgimáls rabbíanna hefði hebreskan aldrei orðið lifandi mál. Aðrar þjóðir hafa reynt að blása í glæður deyjandi tungutaks og jafnan orðið frá að hverfa. Reynsl- an er öll á einn veg. Ef fólkið yppt- ir öxlum, gildir einu hvað vald- stjórnir og menntastéttir predika. Málið deyr. Af síðari tíma dæmum um evr- ópskar tungur sem sagan dæmdi til dauða má nefna mál Hjaltlend- inga og Orkneyinga, Comwallbúa í Suður-Englandi, dalmatískuna í Júgóslavíu, frísneskuna í Hollandi og blessaða skoskuna. Fjölmörg önnur eiga undir högg að sækja og fara vafalaust sömu leið: Samískan („lappneskan") í Norður-Skandinavíu, velskan, ír- skan, „þjóðarmállýska“ Lúxem- borgara, bretónskan í Norður- Frakklandi o.m.fl. Frelsisstríð Áhugi á eigin máli er nátengdur sjálfstæðisbaráttu. Eistar og Lett- ar halda t.d. enn sínum hlut þrátt fyrir innrætingu rússneskunnar og þótt hátt í helmingur íbúanna séu Rússar. Ástæðan er einföld: Án þjóðtungu er krafan um sjálfstæði andvana fædd. Sama gildir um Grænlendinga. Eftir að þeir einbeittu sér að því að mennta eigin kennara til að leysa af hólmi danska kennarastétt — sem var á góðri leið með að ganga af grænlenskunni dauðri — tókst að snúa vörn í sókn a.m.k. í bili. En frelsisstríð er ekki nóg. írar máttu beijast með oddi og egg til að endurheimta sjálfstæði. Samt mistókst þessari miklu menningar- þjóð — þrátt fyrir landlægt Breta- hatur — að spoma gegn yfirþyrm- andi áhrifum enskunnar. Sú sorglega staðreynd að írskan er að líða undir lok þrátt fyrir linn- ulausan áróður og aðgerðir stjórn- valda, stjómmálaflokka og menn- ingarforkólfa til að halda í henni lífi sýnir að án stuðnings ungs fólks og almennings er baráttan vonlaus. Hetjulegt málhreinsunarátak ís- lendinga á 19. öld heppnaðist vegna þess að það var samofið sjálfstæðisbaráttu með nýja kyn- slóð í fylkingarbijósti. Þó var sú aðgerð bamaleikur hjá orrustunni framundan .. . andspænis ofurefli engilsaxneskunnar. Tungumáladauði Skilyrði tungumáladauða eru vel Jón Óttar Ragnarsson „í þeirri sókn sem framundan er — og ein getur bjargað menn- ingu okkar frá gleymsku — verður ís- lenskan okkar beittasta sverð og glæstasti gunnfáni. Þann fána eigum við að draga hátt á hún nú þegar samruni Evrópu vofir yfir.“ kunn. Þau mikilvægustu eru sex: Það fyrsta er að unga kynslóðin sé tvítyngd, þ.e. geti talað eigið mál og það nýja af nokkum veginn sömu kunnáttu. Þegar svo er kom- ið styttist í að valið sé á milli. Númer tvö er að hin framandi tunga sé tekin að gegnsýra þau hugðarefni sem standa hjarta unga fólksins næst. I dag eru þessi áhugamál einkum söngtextar, poppdansmúsík, kvikmyndir, sjón- varp og tölvur. Það þriðja er að staða þýðinga og þýðenda hafi verið gengisfelld með þeim afleiðingum að erfitt er í stórum stíl að koma mikilvæg- ustu hugverkum gamla málsins yfir á það nýja (og öfugt) svo inn- tak, hughrif og neisti skili sér. Það fjórða er að lýðskrumarar sem kyija lofsöngva um varðveislu tungunnar og kreddustóðið sem í síbylju tönnlast á einni samræmdri málsmeðferð sé nógu iðið við að drepa eldmóð unga fólksins og áhuga þess á íslenskunni í dróma. Það fimmta er að í kjölfar sigur- sællar sjálfstæðisbaráttu leiki nið- urrifsöflin lausum hala. Um leið hættir fólk að tengja eflingu máls- ins við þær vonir sem það nærir í bijósti sér: drauminn um frelsi, sjálfstæði, fegurð og frama. Það sjötta og síðasta — nú þeg- ar hillir undir samruna Evrópu með níu opinberum þjóðtungum — er að unga fólkið telji sig eiga frama og framtíð fremur undir því að vera fullnuma í nýja málinu en því gamla. Orrustan um íslenskuna Nú þegar öll skilyrði eru upp- fyllt og niðurlæging samfélagsins blasir við er síðasta vonin að hefja útboð allra krafta og blása til orr- ustu. En hún verður margfalt mannskæðari en sú fyrri því óvin- urinn er ósýnilegur. Hann býr í okkur sjálfum. Spurningin er ekki hvort okkur tekst að hindra erlend fjarskipti eða áhrif, heldur hvort við erum búin að sætta okkur við að vera dottnir niður í aðra deild og erum á hraðleið niður í þá þriðju í efna- hagsmálum sem menningarmál- um. Forystumenn íslenskra stjórn- mála hafa sólundað þjóðararði síð- ustu áratuga 'hít loðdýra, fiskeldis og byggðastefnu. á sama tíma erum við orðnir þriðja flokks menn- ingarþjóð sem hundsar jafnvel greinina sem er í fararbroddi í listaheiminum. Kvikmyndin er listgrein okkar tíma. Það er hún sem í dag á mestan þátt í yfírþyrmandi og ein- hæfum engilsaxneskum áhrifum. Með því að koma okkur á kortið í kvikmyndaiðnaði hér heima sláum við því tvær flugur í einu höggi. En jafnframt þurfum við að auka fijálsræði og sveigjanleika á öllum sviðum. þ.á m. í íslensku- kennslu og verðlauna rausnarlega það unga fólk sem stuðlar að end- urvakningu íslenskunnar í söng- textum, dægurtónlist, tölvumáli o.s.frv. Við þurfum að finna nýja far- vegi fyrir fjármagn í vandaðar þýðingar og enda þótt við eign- umst ekki ofurmenni á því sviði a borð við Magnús Ásgeirsson heit- inn nema á nokkurra alda fresti (sjá innskot) eigum við aragrúa úrvalsþýðenda. I þeirri sókn sem framundan er — og ein getur bjargað menningu okkar frá gleymsku — verður íslen- skan okkar beittasta sverð og glæstasti gunnfáni. Þann fána eig- um við að draga hátt á hún nú þegar samruni Evrópu vofir yfir. Ef við glutrum niður okkar dýr- mætasta menningararfi og einu hljómfegursta hljóðfæri vestrænn- ar menningar glötum við næst sjálfsvirðingunni.. . síðan sjálf- stæðinu! Innskot: Þýðing sem endurvekur inntak, skynhrif og galdurinn í frumgerðinni er ævistarf og ein- ungis á færi snillinga. Hin fræga túlkun Magnúsar Ásgeirssonar á einu þekktasta kvæði Oscars Wil- des (um dauðadæmdan samfanga hans í fangelsinu í Reading) er í flokki meistaraþýðinga af því tagi sem horfið hafa af sjónarsviðinu í kjölfar hnignun íslenskrar menn- ingar á síðustu tveimur áratugum. Berið vísurnar saman! The Ballad of Reading Gaoi He did not wear his scarlet coat, for blood and wine are red, and blood and wine were on his hands when they found him with the dead, the poor dead woman whom he loved, and murdered in her bed Yet each man kills the thing he loves, by each let this be heard, some do it with a bitter look, some with a flattering word. The coward does it with a kiss, the brave man with a sword! Kvæðið um fangann Hann bar ei skarlatsbúnað sinn, því blóð er rautt og vín, og blóð og vín um hendur hans og hennar rekkjulín, sem myrka nótt hann myrti af ást, að morgni kom i sýn. Því allir myrða yndi sitt, Þess engin dyljist sál; Vopn eins er napurt augnaráð og annars blíðumál; til verksins heigull velur koss en vaskur maður stál! Höfundur er rithöfundur. -------------------- ■ DR. D.J. Sandole, prófessor í lausn milliríkjadeilna og alþjóða- samskiptum við George Mason University í Bandaríkjunum flytur fyrirlestur föstudaginn 15. mars um þjóðernisdeilur og öryggismál í Evr- ópu í Odda, hugvísindahúsi Há- skóla Islands, á vegum Alþjóða- málastofnunar háskólans og Menn- ingarstofnunar Bandaríkjanna. mun dr. Sandole ræða um þjóðernis- deilur þær sem sprottið hafa upp í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum, þau áhrif sem þessar deilur kunna að hafa á samskipti austurs og vest- urs, og hvernig unnt er að bregðast við þeim á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins, Evrópubandalagsins og Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Fyrirlesturinn hefst kl. 15.30 í stofu 101 í Odda og eru allir velkomnir. TILBOÐ Á SKfeAPÖKKUMj OG ELDRITEGUNDUM AF SKÍÐUM OG SKÍÐASKÓM J /J) KAUPIÐ í ALVÖRU SKÍÐAVERSLUN MEÐ ÚRVAL MERKJA í SKÍÐABÚNAÐI Skíðifrá VÖLKL, KNEISSL, DYNASTAR og FISCHER. Gönguskíði frá KNEISSL og VÖLKL. ^KneissL SCOTT Skíðaskór frá LANGE, ROCES og DOLOMITE. - ■ ■ ■ Skíðastafir frá SCOTT, VÖLKL og KNEISSL. Y14 f / Bindingar frá SALOMON og TYROLIA. Skíðagleraugu frá SCOTT. medico m. íMf^m Skíðafatnaður frá VÖLKL, MEDICO, CREBLÉT, EISBÁR, RYWAN og CODEBA. Greiðslukortaþjónusta. Sendum gegn póstkröfu um land allt. BORN TO PERFECTtON ' ski . iínn.s VTYROUA PÚÐAPEYSTUR. STRETCHBUXUR OG SVIGHLÍFAR. SKÍÐAHJÁLMAR, SKÍÐAHÚFUR, SKÍÐAHANSKAR. SKÍÐAÁBURÐUR O.FL., O.FL. SKÍÐAÞJÓNUSTA: GERUM VIÐ, 1/brcIljnÍn SLÍPUM OG BERUM Á SKÍÐI. ■■■ ■ ÁRMÚLA 40 - SÍMI35320 in® A14RKIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.