Morgunblaðið - 24.03.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 24.03.1991, Síða 1
112 SIÐUR B/C 70. tbl. 79. árg. Breska þingið; 25 herbergja íbúð sem eng- inn vissi um Starfsmenn neðri deildar breska þings- ins urðu ekki lítið undrandi þegar þeir opnuðu dyr sem verið höfðu læstar um árabil og fundu 25 herbergja svítu sem enginn vissi um. íbúðarhúsnæði þetta er fyrir ofan þingsal deildarinnar og er talið að það hafi verið notað kynslóð- um saman til að hýsa þjónustulið þing- forsetans. Síðast var búið þar árið 1945. Ibúðin fannst þegar gerð var saumnál- arleit að tiltæku skrifstofurými í þing- húsbákninu. Húsnæðisskorturinn er mikill og hefur herbergjunum 25 þegar verið úthlutað þingmönnum neðri deildarinnar sem búið hafa við frum- stæð vinnuskilyrði í húsakynnum sem miðuð voru við allt aðra og rólegri tíma en nú eru. Svíar hræðast atvinnuleysi Atvinnumálastofnun Svíþjóðar spáði því í vikunni að atvinnuleysi yrði kom- ið í 4,5% árið 1992 en það hefur ekki verið svo mikið síðan í seinni heims- styrjöldinni. Spá stofnunarinnar hefur vakið upp minningar um atvinnubóta- vinnu í kreppunni á fjórða áratugnum. Flestir hagfræðingar telja atvinnuleysi, sem var 2,3% í febrúar miðað við 1,4% á sama tíma í fyrra, óumflýjanlegt ef takast á að rjúfa vítahring hækkaðra launa og aukinnar verðbólgu. Fyrri ríkisstjórnir, jafnt jafnaðarmanna sem hægri manna, hafa reynt að halda at- vinnuleysi niðri, hvað sem það kostar, og er mikill vilji fyrir því að viðhalda þeirri hefð. Lifði af þrjá- tíu hæða fall Barbara, gulbröndóttur högni sem var vitlaust kyngreindur sem kettlingur og hlaut þess vegna nafn sem betur hefði hæft læðu, féll ofan af þaki skýjakljúfs í Hong Kong í síðustu viku og lenti á blikkþaki þrjátíu hæðum neðar. Bar- bara fór úr kjálkalið og braut einn fótlegg — að öðru leyti er hann heill á húfi eftir fallið. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Ami Sæberg FRÁ SIGLUFIRÐI Saksóknarar í Nurnberg-réttarhöldunum: „Sekt Saddams Husseins jafn auðsönnuð og Adolfs Hitlers“ Washington. Reuter. BANDARÍKJAMENN, sem sóttu þýska nasista til saka í Niirnberg-réttarhöldun- um eftir heimsstyrjöldina síðari, sögðu á föstudag að jafn auðvelt yrði að sanná stríðsglæpi á Saddam Hussein íraksför- seta og á helstu samstarfsmenn Adolfs- Hitlers. Saksóknararnir sögðu að nægar sannanir væru fyrir stríðsglæpum Iraka. Þeir hefðu ■ráðist inn í Kúveit að tilefnislausu; her- námsliðið hefði nauðgað, pyntað og myrt óbreytta borgara í landinu; kveikt hefði verið í kúveiskum olíulindum; mikil verð- mæti tekin herfangi; óbreyttir borgarar teknir í gíslingu; stríðsföngum misþyrmt og þeir auðmýktir. „Sekt Saddams er jafn auð- sönnuð og Adolfs Hitlers," sagði einn af saksóknurunum, Benjamin Ferencz. Hins vegar er ljóst að vandkvæði eru á því að höfða mál gegn írösku ráðamönnun- um þar sem þeir eru enn við völd. „Það væru hörmuleg mistök ef Saddam Hussein tæki ekki út refsingu fyrir stríðsglæpi Iraka,“ sagði einn af saksóknur- unum fyrrverandi er þeir komu saman til að minnast þess að 45 ár eru liðin frá réttar- höldunum í Núrnberg. Þeir undirrituðft ályktun þar sem þeir hvöttu Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkjastjórn og bandamenn í stríðinu fyrir botni Persaflóa til að leiða Saddarn og samstarfsmenn hans í Bylting- arráði Iraks, helsta valdatæki forsetans, fyrir rétt vegna glæpa sem írakar frömdu eftir hernám Kúveits. Pólverjar heiðra Reagan Lech Walesa, forseti Póllands, sem er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, sæmir hér Ronald Reagan, fyn-verandi Bandaríkjaforseta, æðstu orðu pólska lýð- veldisins í gær. Walesa iét þau orð falla við þetta tækifæri að pólska verkalýðs- hreyfingin Samstaða hefði ekki getað komið stjórn kommúnista frá völdum án stuðnings Bandaríkjamanna og Reagans. Reuter Júflöslavia: HARDSKEYTT VALDATAFL 20 I Mannbjörg varð... 24 Palestfnumenn í Jerúsalem VID EIGUM /ESKUDÝRKUN QG ELLIKVfDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.