Morgunblaðið - 24.03.1991, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT
ERLEIMT
ININILENT
Kosninga-
baráttan
er hafin
Kosningabaráttan fyrir þing-
kosningamar 20. apríl hófst með
þingslitum á miðvikudag. Málþóf
og einkennilegar uppákomur settu
svip sinn á síðstu daga þingsins.
Meðal annars töfðust þingslit
vegna deilna um stjómarsetu í
Landsvirkjun.
Tveggja manna leitað
TVeggja ungra manna var leitað
á Steingrímsfjarðarheiði eftir að
bíll þeirra fannst mannlaus. Annar
maðurinn fannst látinn, en hins er
enn leitað.
VerkfaU fiskvinnslufólks
Meirihluti fískverkafólks í
landinu Iagði niður vinnu á mið-
vikudag til að knýja á um hækkun
skattieysismarka. Á mörgum stöð-
um mætti fólk þó til vinnu.
Smyglaður vodki úr sjó
Sex skipverjar á Laxfossi hafa
játað að eiga 600 lítra af smygluð-
um vodka, sem tollgæzlan gerði
ERLENT
Þjóðarat-
kvæði um ný-
skipan Sovét-
ríkjanna
Fyrsta þjóð-
aratkvæða-
greiðslan í
sögu Sovétrilg-
anna var hald-
in síðastliðinn
sunnudag.
Spurt var hvort
kjósendur
væru fylgjandi
nýskipan Sovétríkjanna. Kjörsókn
var 80% en fimm lýðveldi af
fímmtán auk Litháens tóku ekki
þátt. Samkvæmt opinberum nið-
urstöðum vora 76% kjósenda
fylgjandi tillögu stjómvalda.
Æðsta ráð Sovétríkjanna hefur
ákveðið að niðurstaðan hafi leið-
beiningargildi fyrir stjómvöld en
ekki var samþykkt tillaga þingfor-
setans um að úrslitin væru bind-
andi fyrir öll Sovétríkin.
Finnska stjómin missir
meirihluta
Talið er að stjómarmyndun
verði erfið í Finnlandi eftir að
ríkisstjómarflokkamir þrír, Jafn-
aðarmannaflokkurinn, Hægri-
flokkurinn og Sænski þjóðarflokk-
urinn misstu meirihluta sinn á
þingi í kosningum á sunnudag.
Miðflokkurinn vann mikinn sigur
og hefur nú 55 þingmenn í stað
40 áður og er nú stærsti flokkur
landsins. Vangaveltur eru um
samsteypustjóm Hægriflokksins
og Miðflokksins en saman hafa
þessir flokkar 95 þingsæti af 200
og þyrftu því liðsinni einhvers
reersMM .ts auoAauviviua QiöAjaviuoHOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991
Golfkylfur fyrir eitthundrað millj
ónir íslenskra króna á uppboði
St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssvni, fréttaritara Morgnnbiaðsins.
SOTHEBY’S uppboðshaldaramir
í Lundúnum búast við að fá 100
upptæka. í bílaeltingaleik við einn
smygiaranna skemmdust bæði
flóttabíll hans og bíll tollgæzlunn-
ar.
Með 51 milljón í aukatekjur
Ríkisendurskoðun gerði athuga-
semd við að sérfræðingur á
Ríkisspítulum fékk 51 milljón
króna í verktakagreiðslur frá
Tryggingastofnun ríkisins. Sér-
fræðingar á spítulunum fá veruleg-
ar greiðslur af þessu tagi utan
fastra launa.
Vonzkuveður fyrir norðan
Vonzkuveður með mikilli snjó-
komu gekk yfír Norðurland. í
Grímsey þurfti fólk að flýja hús
vegna rafmagnsleysis. Vélar Lax-
árvirkjunar skemmdust vegna
krapa og gijóts og á Tjömesi fékk
120 metra breitt snjóflóð og lokaði
þjóðveginum..
Þjóðleikhúsið opnað á ný
Þjóðleikhúsið var opnað á ný
eftir breytíngar og endurbætur.
Kostnaður við viðgerðimar var um
500 milljónir króna.
Gagnrýni á eignarhlut
Eimskips
Fráfarandi stjómarformaður
Flugleiða, Sigurður Helgason,
gagnrýndi stóran hlut Eimskips í
félaginu á aðalfundi þess. Þar var
Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskips, kjörinn stjómarformað-
ur.
BHMR áfrýjar til
Hæstaréttar
BHMR hefur áfrýjað dómi í próf-
máli gegn ríkinu tfl Hæstaréttar.
Flugmannadeila tíl
Félagsdóms
Vinnuveitendur hafa ákveðið að
vísa boðuðu verkfalli flugmanna til
Félagsdóms. Flugmenn hafa boðað
verkfall á föstudaginn langa og
-eftir það dagsverkföll í hverri viku
á öllum leiðum félagsins, takist
samningar ekki.
þriðja flokksins til að hafa meiri-
hluta á þingi.
Nefskattur afnuminn
Ríkisstjóm íhaldsflokksins í
Bretlandi hefur ákveðið að aflétta
nefskattmum umdeilda, sem
Margaret Thatcher, fyrrverandi
forsætisráðherra, lagði á í fyrra.
Nefskatturinn hefur verið jafnhár
á hvem einstakling óháð tekjum
og hefur hann runnið til sveitarfé-
laga. í hans stað á að koma nýtt
gjald sem byggist á fasteignamati
en einnig verður tekið tillit til
fjölda fullorðinna er búa í viðkom-
andi húsnæði.
Havel í höfuðstöðvum NATO
Vaclav Havel, forseti Tékkó-
slóvakíu, sagði í opinberri heim-
sókn í höfuðstöðvum Atlantshafs-
bandalagsins í Bmssel í gær að
sér væri það ánægja að geta bo-
rið fram afsökunarbeiðni fyrir
hönd Tékka og Slóvaka vegna
þeirra lyga sem fyrrverandi leið-
togar landsins hefðu látið frá sér
fara um NATO. Hann kvað aðild
Tékkóslóvakíu að bandalaginu
ekki tímabæra en vel kæmi til
greina að opna upplýsingaskrif-
stofu um NATO í Prag og jafnvel
Bratislava.
Saddam sakaður um að nota
sýruíhernaði
Kúrdar segjast nú hafa náð
norðurhluta Iraks á sitt vald.
Uppreisnarmenn í írak hafa sakað
íraska stjómarherinn um að dreifa
brennisteinssýra yfir óbreytta
borgara í olíub*mum Kirkuk í
norðurhluta landsins. Bandaríkja-
stjóm hyggst Ieggja fram tillögu
um friðarskilmála fyrir öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna þar sem þess
verður krafist að írakar eyði öllum
eldflaugum sínum og gjöreyðing-
arvopnum.
milljónir íslenskra króna fyrir 23
golfkylfur, sem þeir hyggjast
bjóða upp í sumar.
Willie og sonur hans, Laurie,
Auchterlonie voru báðir atvinnugolf-
leikarar og golfkylfusmiðir í Si.
Andrews í Skotlandi, miðstöð golf-
leiksins. Þeir söfnuðu báðir golfkylf-
um sigurvegara Opna breska meist-
aramótsins á árabilinu 1860 til 1930.
I safni þeirra eru 23 kylfur, sem
sagðar eru hafa tilheyrt ýmsum sig-
urvegurum þessarar frægu golf-
keppni. Feðgamir fóru að lokinni
keppni tíl sigurvegarans og báðu um
eina kylfu, sem hann hafði leikið
með. Willie Auchterlonie sigraði
sjálfur í þessari keppni árið 1893 og
ein kylfan í safninu var í eigu hans.
Nú hafa Sotheby’s uppboðshaldar-
amir í Lundúnum ákveðið að efna
til uppboðs á ýmsum merkilegum
gripum úr sögu golfsins í sumar,
þegar opna breska meistaramótið
verður haMið á Royal Birkdale vellin-
um í Southport. Þeir_ eiga von á að
fá um 100 milljónir ÍSK fyrir þetta
kylfusafn Auchterlonie-feðganna.
Sotheby’s hyggst einnig selja
gamla golfbolta á uppboðinu. Einn
þeirra frá fímmta áratug síðustu ald-
ar, sem Allan Robertson í St.
Andrews gerði, er talinn munu selj-
ast á um eina milljón íslenskra króna.
„Lýðveldisflótti“ Honeckers,
mannúðin og réttarríkið
ÞAÐ vakti almenna kátinu í þýska Sambandsþinginu þegar Helm-
ut Kohl kanslara varð það á í umræðum um fjárlög á miðvikudag
í síðustu viku að ávarpa Hans-Jochen Vogel, formann Jafnaðar-
mannaflokksins, sem „Hr. kollega Honecker“. Kohl áttaði sig á
mistökunum þegar hláturrokur þingmanna hristu salinn, leiðrétti
þau, og hélt ræðu sinni um efnahagsmál áfram. Mönnum hug-
kvæmdist ekki að leggja neina dýpri merkingu í þessi sérkenni-
legu mistök kanslarans enda hann ekki þekktur sem orðheppn-
asti máður Þýskalands.
Það var ekki fyrr en daginn
eftir að það var gert opin-
bert að lítil tveggja hreyfla
skrúfuvél í eigu Rauða hersins
hafði um hádegi á miðvikudag
lagtaf stað til Moskvu frá sovésk-
um herflugvelli í austurhluta
Þýskalands. Farþegar í vélinni
voru Erich Honecker, fyrrverandi
leiðtogi Austur-Þýskalands, og
eiginkona hans, Margot, sem
gegnt hafði ráðherrastöðum í
Austur-Þýskalandi. Hafði Kohl
verið sagt frá þessum flutningum
rétt áður en hann steig upp í
ræðustólinn í Sambandsþinginu.
Tilkynning um Moskvuför
Honeckers var ekki gefín út fyrr
en daginn eftir og kom hún eins
og þruma úr heiðskíru lofti. Eng-
an hafði grunað neitt. Sama dag
og flótti Honec-
kers var gerður
opinber birti til
að mynda dag-
blaðið Die Welt
forsíðufrétt þar
semhaft vareftir
mönnum hjá sak-
sóknaraembættinu í Berlín að
þeir væru bjartsýnir á að hægt
yrði að draga Honecker fyrir dóm-
stól síðar á þessu ári. Það eina
sem á skorti væri smá samstarfs-
vilji af hálfu Sovétmanna!
Flótti Honeckers hefur vakið
upp gífurlega reiði í Þýskalandi,
ekki síst austurhluta landsms.
Honecker er í hugum flestra Þjóð-
veija persónugerving hins kom-
múnfska Austur-Þýskalands.
Hann var maðurinn á bak við
Beriínarmúrinn og það var hann
sem skrifaði undir tilskipun sem
heimilaði austur-þýskum landa-
mæravörðum að beita skötvopn-
um gegn þeim sem reyndu að flýja
landið. Hét það Republikílucht —
eða lýðveldisflótti — á austur-
þýsku lagamáli og varðaði margra
ára fangelsi næðust ménn lifandi.
Bundu -margir fyrrverandi Aust-
ur-Þjóðveijar vonir við að réttað
yrði í máli Honeckers og litu á
það-sem tákn um áreiðanleika
hins þýska réttarríkis.
Saksóknaraembættið í Berlín
gaf í fyrra út handtökuskipun á
hendur Honecker vegna þeirra
manndrápa sem framin voru við
þýsk-þýsku landamærin að til-
skipun hans. Hann á einnig fjöl-
margar kærar til viðbótar yfir
höfði sér, m.a. vegna stuðnings
við hryðjuverkasamtökin Rauðu
herdeildina (RAF).
Fór heilsan batnandi?
Einungis heilsubrestur Honeck-
ers hefur fram að þessu komið í
veg fyrir að hann verði sóttur til
saka. Sovétmenn gáfu líka ört
hrakandi heilsu kommúnistaleið-
togans fyrrverandi upp sem
ástæðu fyrir því að þeir hefðu flutt
hann til Moskvu. Þetta hefði verið
gert af „mannúðarástæðum".
Dagblaðið Die Welt segist hins
vegar hafa heimildir fyrir því hjá
lækni á sovéska hersjúkrahúsinu,
þar sem Honecker dvaldi síðastlið-
ið ár, að heilsa hans hafí þvert á
mótí farið batnandi dagana áður
en hann var fluttur austur.
Viðbrögð þýskra stjómmála-
manna voru mjög hörð við þessu
atviki. Sovéski sendiherrann var
kallaður inn á teppið (þó ekki fyrr
en einum og hálfum sólarhring
eftir að vél Honeckers fór í loftið)
og Hans-Dietrich Genscher, ut-
anríkisráðherra, lagði fram hörð
mótmæli þegar hann var í Moskvu
fyrr í þessari viku. Þó að sovéskar
herflugvélar hafí rétt til að taka
á loft og lenda
í Þýskalandi án
sérstaks leyfis
er það óneitan-
lega óvirðing
við fullveldi
Þýskalands að
flylja mann úr
landi sem stendur til að draga
fyrir dómstóla.
Samband Sovétríkjanna og
Þýskalands hefur orðið sífellt nán-
ara undanfarin ár og er þetta
atvik ekki talið eiga eftir að hafa
veraleg áhrif þó að það kunni að
„kasta ákveðnum skugga" á sam-
skipti ríkjanna „í einhvem tíma“,
svo notuð séu orð talsmanns
þýsku ríkissljómarinnar.
Talað er um að ekki megi gera
Honecker þann síðasta greiða að
láta hann verða þess valdandi að
slettist upp á samskipti Sam-
bandslýðveldisins og Sovétríkj-
anna og Sovétmenn leggja mikla
áherslu á að þetta atvik hafí ver-
ið „einstætt“.
Harðlínumennimir og
fullveldissamningurinn
Ekki er alveg ljóst hvaða
ástæður liggja að baki því að
Sovétmenn ákváðu að grípa til
þessarar „einstöku" aðgerðar. Því
hefur verið haldið fram að Honec-
ker hafi hótað að draga Sovétrík-
in með sér niður í svaðið yrði rétt-
að í máli hans og ætlað að leggja
fram gögn um afskipti Sovét-
manna af austur-þýskum málum
sem gætu verið þeim óþægileg.
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi
hefur líka verið gagmýndur harð-
lega innan Kremlarmúra fyrir að
skilja „gömlu félagana“ eftir í
súpunni. Það hefði reynst honum
mjög erfitt að réttlæta það að
gamall félagi, sem sat tíu ár í
fangelsi hjá nasistum og komm-
únistar í Sovétríkjunum settu í
háa valdastöðu þegar Austur-
Þýskaland var stofnað 1949, ætti
að enda líf sitt í þýsku fangelsis-
Honecker á gangi í garði so-
véska hersjúkrahússins í Bee-
litz, skammt frá Berlín, þar sem
hann dvaldist mánuðina áður
en hann flúði til Moskvu. Mynd-
in, sem tekin var í febrúar, er
sú síðasta sem tíl er af Honec-
ker í Þýskalandi.
sjúkrahúsi. Þá er athyglisvert að
nákvæmlega tveimur sólarhring-
um eftir að Honecker kom til
Moskvu fór Vladimír Terekov,
sendiherra Sovétríkjanna í Bonn,
í þýska utanríkisráðuneytið og
afhenti Genscher samning ijór-
veldanna við þýsku ríkin undirrit-
aðan og staðfestan af Æðsta ráði
Sovétrikjanna. Við afhendinguna
sagði hann m.a.: „Hið sameinaða
Þýskaland hlýtur óskorað full-
veldi“. Miklar deilur stóðu innan
sovésku stjómarinnar um þennan
samning og telja margir frétta-
skýrendur í Þýskalandi að Gor-
batsjov hafí gefíð harðlínumönn-
um Honecker sem dúsu gegn því
að þeir féllust á samninginn
við Þýskaland.
Þrátt fyrir öll stóra orðin er
mörgum þýskum stjómmála-
mönnum það líka eflaust töluverð-
ur léttir að ekki verður af réttar-
höldum yfir Honecker, að minnsta
kosti ekki að honum viðstöddum.
Þótt fáir dragi í efa grimmdarverk
hans og ómannúðlega stjómar-
hætti gætu réttarhöldin orðið lög-
fræðilega erfið. Veijendur Honec-
kers hefðu eflaust byggt vöm sína
á því að lög viðkomandi ríkis,
Austur-Þýskalands, hefðu ekki
verið brotin. Þá eru heldur ekki
mörg ár síðan vestur-þýskir
stjómmálamenn tóku á móti
Honecker með pomp og prakt þó
að stjómarhættir austan múrsins
væm þeim að fullu ljósir. Honec-
ker var heldur ekki sá eini sem
framdi myrkraverk. Fastir starfs-
menn öryggislögreglunnar Stasi
voru eitt hundrað þúsund og laus-
ráðnir um þijú hundruð þúsund.
Réttarhöld yfir Honecker hefðu
fyrst og fremst verið táknrænt
en um leið sársaukafullt uppgjör
við fortíðina og austur-þýska
stjómarhætti. Maðurinn á saka-
bekknum hefði hins vegar verið
78 ára gamall og dauðvona. Ekki
mjög spennandi tílhugsun fyrir
flesta stjómmálamenn.
BAKSVIÐ
eftir Steingrím Sigurgeirsson