Morgunblaðið - 24.03.1991, Qupperneq 6
6 FRETTIR/INNLENT
MOEGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 24. MARZ 1991
Stefán Aðalsteinsson ráðinn framk væmdastj óri norræna genabankans:
„Island er einn merkileg-
asti genabanki heimsins“
STEFÁN Aðalsteinsson búfjárfræðingur hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri norræna genabankans fyrir búfé. Stefán hefur verið
fulltrúi íslands í stjórn genabankans frá því hann var stofnaður
1979. Starf framkvæmdastjóra er nýtt og var Stefán valinn úr hópi
8 umsækjenda. Með ráðningu framkvæmdastjóra er ætlunin að
festa þetta starf í sessi. Stefán verður með aðstöðu í landbúnaðarhá-
skólanum í Ási í Noregi. Hann tekur til starfa í næsta mánuði.
„Starfíð er fólgið í því að safna
saman upplýsingum og setja upp
gagnabanka um allar tegundur og
kynstofna norræns búfjár og
hreindýra," sagði Stefán. „Einnig
að hvetja til átaks Norðurlanda-
þjóðanna til að vernda búfjárkyn
sem eru í útrýmingarhættu. Fylgj-
ast með framförum í rannsóknum
og vemdun erfðaefnis. Kynna
þetta fagsvið á vísindalegum
grunni og fyrir almenning.“ Stefán
á líka að taka þátt í samvinnu við
alþjóðlegan gagnabanka sem Bú-
fjárræktarsamband Evrópu og
FAO hafa stofnað til að vernda
erfðaefni í dýrum og vinna með
ýmsum öðrum alþjóðlegum stofn-
unum, m.a. að taka þátt í verndun
erfðaefna í dýrum í þróunarlönd-
unum.
Upplýsingar um búfjárkyn
í útrýmingarhættu
Stefán sagði að genabankinn
væri ekki eiginlegur banki þar sem
menn gætu lagt inn gen eða tekið
út. Hann væri fyrst og fremst
gagnabanki þar sem upplýsingar
um norrænu búfjárkynin væru allt-
af tiltækar. Stjómamefndin
ákvæði hvemig þær upplýsingar
yrðu notaðar.
„Við söfnum upplýsingum um
hvort einhver búíjárkyn séu í út-
rýmingarhættu og hvetjum ein-
stakar þjóðir Norðurlandanna til
að vemda þá stofna sem þannig
er ástatt fyrir. Ábyrgð á verndun-
inni hvílir á viðkomandi þjóðum.
Rök fyrir verndun geta verið marg-
vísleg. Ástæða getur verið til að
viðhalda stofninum vegna vísinda-
legra sjónarmiða, vegna ræktunar-
sjónarmiða, vegna menningarverð-
mæta eða til skemmtunar. Vemd-
unin getur verið í því fólgin að
halda lifandi dýrum af þeim stofn-
um sem í hættu eru, hægt er að
djúpfrysta sæði og geyma frjóvguð
egg. Varðandi djúpfrysta sæðið er
rétt að benda á að ekki er vitað
hvað út úr því kemur fyrr en sæð-
ið er notað.“
Morgunbiaðið/Ámi Sæberg Að frumkvæði norræna gena-
Stefán Aðalsteinsson „banka- bankans hefur íslenski hænsna-
stióri“ norræna genabankans. stofninn verið varðveittur.
Vestur-íslendingar vilja
fá íslensk hænsni
Stefán sagði að íslendingar
hefðu verið framarlega í verndun
búfjár. Nefndi hann sem dæmi að
verndun íslenska geitastofnsins
hefði verið ákveðin áður en norr-
æni genabankinn var stofnaður.
Það hefði verið gert með lögum
frá Alþingi þar sem Búnaðarfélagi
íslands var falið að varðveita stofn-
inn og hefði það verið gert með
prýði. Síðar hefði Ieifum íslenska
hænsnastofnsins verið safnað sam-
an og hefði Rannsóknastofnun
landbúnaðarins séð um að halda
honum við. Sagði Stefán að áhugi
væri á að fá fijóvguð egg af þess-
um stofni til Kanada. Fólk af ís-’
lensku bergi brotið vildi fá hænsni
sem minningu frá heimalandinu.
Sem dæmi um verndun gena hér
nefndi Stefán einnig að geymdir
væru skammtar úr öllum sæðinga-
nautum. Þá hefðu laxasvil verið
djúpfryst undanfarin ár og geymd
vegna hættunnar á að stofnar ein-
stakra laxveiðiáa biðu tjón af að-
kömulaxi.
„Við íslendingar erum með einn
merkilegasta genabanka heimsins.
Landnámsmennirnir söfnuðu dýr-
um á skip sín fyrir 1100 árum og
fluttu hingað. Þessir stofnar hafa
verið varðveittir lítið breyttir allan
þennan tíma. Hugsanlegt er að í
þessum stofnum séu mikil verð-
mæti sem gætu komið öðrum þjóð-
um til góða síðar,“ sagði Stefán.
Stefán Aðalsteinsson er fæddur
á Vaðbrekku á Jökuldal 30. desem-
ber 1928 og er því 62 ára gamall.
Hann er búfræðikandídai frá land-
búnaðarháskólanum í Ási í Nor-
egi, stundaði síðan framhaldsnám
í ullarrannsóknum, erfðafræði og
tilraunastærðfræði í Bretlandi. Á
árunum 1966-68 var hann í Edin-
borgarháskóla við rannsóknir á
erfðum lita í íslensku sauðfé og
tók þar doktorsgráðu 1969. Stefán
hefur verið sérfræðingur í ullar-
rannsóknum og erfðafræði við
Búnaðardeild Atvinnudeildar Há-
skóla íslands, síðar Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins, frá árinu
1957. Deildarstjóri búfjárræktar-
deildar RALA frá 1970. Stefán er
kvæntur norskri konu, Ellen Sæ-
tre, og eiga þau fimm syni.
Morgunblaðið/Sverrir
Július Hafstein, Óli Jón Hertervig, Davíð Oddsson og Ómar Einars-
son virða fyrir sér af líkan sundlauginni.
Arbæjarhverfi:
Fyrsta skóflustunga
að nýrri útisundlaug
DAVÍÐ Oddsson borgarsiyóri tók fyrstu skóflustunguna vegna bygg-
ingar sundlaugar við Fylkisveg í Árbæjarhverfi á föstudag. Á lóð-
inni verður 25 metra útilaug ásamt iðulaug, heitum pottum og vatns-
rennibraut.
Heildarflatarmál laugarhússins
verður 1.655 fermetrar, þar af 500
fermetrar í kjallara. í húsinu verða
böð, búningsklefar, gufubað, að-
staða fyrir starfsfólk, 10 metra inni-
laug og stórt miðrými undir gegn-
sæju hvolfþaki.
Áætlaður heildarkostnaður við
byggingu sundlaugarinnar með
búnaði og lóðarfrágangi er um 440
milljónir króna.
Jarðvinna hefur verið boðin út
og lægstbjóðandi var jarðvinnufyr-
irtækið Völur hf. Hljóðaði tilboðið
upp á tæpar 14,9 milljónir kr. sem
er um 80% af áætluðu kostnaðar-
verði. Steypuvinna við laugina hefst
í sumar. Árkitektar eru Björn S.
Hallsson og Jón Þór Þorvaldsson
en Verkfræðistofa Sigurðar Thor-
oddsen sér um hönnun burðarþols
og raflagna.
Leiðrétting
Heimilisfang Árnýjar Guðrúnar
Guðfinnsdóttur, sem fermist frá
Neskirkju kl. 11 í dag, misritaðist
í blaðinu í gær. Hún býr á Ásbraut
7 í Kópavogi.
Arsfundur Iðnlánasjóðs
ÁRSFUNDUR Iðnlánasjóðs verð-
ur haldinn á morgun, mánudag-
inn 25. marz, í Hvammi á Hótel
Holiday Inn. Fundurinn hefst kl.
13.
Jón Magnússon, stjórnarformað-
ur Iðnlánasjóðs, setur fundinn. Jón
Sigurðsson, iðnaðarráðherra, flytur
ávarp. Bragi Hannesson forstjóri
mælir fyrir ársskýrslu og reikning-
um sjóðsins.
Að síðustu flytur Jónas H. Har-
alz, bankastjóri við Alþjóðabankann
í Washington, erindi með yfirskrift-
inni „Velferð og hagvöxtur. Horft
til nýs áratugar“. Jónas H. Haralz.
Tekjur togarasjómanna:
Hækkun á síðasta árí
um 25% að meðaltali
MEÐALLAUN sjómanna á togurum hækkuðu um 25% á síðasta
ári miðað við aflahlut þeirra á árinu 1989. Hækkunin er mismun-
andi eftir landsvæðum og er mest suðvestanlands, þar sem mest
er um sölu á fiskmörkuðum og skipin sigla meira með aflann á
erlenda markaði. Skiptaprósenta vegna olíuverðshækkana lækkaði
á árinu úr 75% í 70% sem hefur áhrif á kjörin en á síðasta ári var
meðalhásetahlutur, að meðtöldu orlofi, um 2S5 milljónir kr. Þetta
kemur fram í útreikningum hagfræðings LÍU sem unnir eru upp
úr togaraskýrslum landsambandsins.
Frá gerð þjóðarsáttarsamning-
anna í febrúar á síðasta ári
hafa samningsbundin laun ann-
arra stétta hækkað um tæp 6% á
árinu en þrátt
fyrir að endan-
legar tölur um
fískverðshækk-
anir liggi ekki
fyrir er talið víst
að sjómenn hafi
að lágmarki notið
ríflega 20% launahækkunar sem
hefur veitt þeim kaupmáttaraukn-
ingu umfram aðra launþega sem
hafa flestir staðið í stað.
Verðmyndunar- og tekjuskipt-
ingarkerfið í sjávarútvegi sætir
margháttaðri gagnrýni þessa dag-
ana og er af
mörgum talið úr
sér gengið. Ekki
hefur þó verið
bent á raunhæf-
ar útgönguleiðir
en umræðan
hefur ekki síst
glæðst að undanfömu í ljósi sívax-
andi ójöfnuðar í tekjum sjómanna
og landverkafólks. Sjómenn hafa
notið mikilla hækkana á fiskverði
á síðasta ári og fískverðshækkan-
ir hafa verið verulegar að undanf-
örnu. Hafa þær valdið óróa meðal
fískverkafólks sem hefur lítið
fengið í sinn hlut af verðmæta-
aukningunni.
Þratt fyrir síbreytilegt mark-
aðsverð er talið að það hafí hækk-
að um 30-49% á síðasta ári en
það skilar sér í hærri tekjum sjó-
manna vegna aflahlutdeildar. Áf-
urðaverð á erlendum mörkuðum
hækkaði um a.m.k. 30% á síðasta
ári. Til að rétta hlut sjómanna sem
fá lægra verð í heimahöfnum hef-
ur svo héimalöndunarálag víða
verið hækkað að undanfömu og
er nú á mörgum stöðum á bilinu
30-40%.
Hólmgeir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sjómannasam-
bandsins, tekur undir, að þegar
miðað er við markaðsverð á botn-
físktegundum hafi hlutur sjó-
manna batnað verulega en hafa
verði mikla fyrirvara á saman-
burði við aðra launþega. Sjómenn
róa upp á hlut og taka jafnt á sig
verðhækkanir afurða sem lækk-
anir auk þess sem kjör þeirra ráð-
ast af úthlutun afla, samsetningu
og ráðstöfun hans hveiju sinni.
Þá má ekki gleyma „sérveiðun-
um“, sem hafa lýrt afkomu
margra sjómanna þegar litið er á
aflabrest loðnunnar, verðlækkun
rækjunnar og minni síldarsölu.
Hlutfall annarra físktegunda í
launum sjómanna er gróft áætlað
á bilinu 20%-30%.
Mismunur á kjörum sjómanna
innbyrðis er slíkur að engin heild-
armynd verður dregin af kjörum
stéttarinnar.
Um gagnrýni þá sem sett hefur
verið fram á tekjuhækkanir sjó-
manna að undanförnu segir Hólm-
geir: „Menn vilja gleyma því að
árið 1988 var sjómönnum sagt
að fiskverð mætti ekki hækka
vegna fallandi markaðsverðs á
fiskafurðum og lög sem sett voru
um launahækkanir náðu ekki til
sjómanna með þeirri skýringu að
laun þeirra réðust af fiskverði.
Nú þegar verið er að tala um að
laun sjómanna bijóti þjóðarsátt
eiga sjómenn allt í einu ekki að
vera á hlutaskiptum heldur að
fylgja launaþróun í landi. Ég get
ekki sett jafnaðarmerki á milli
launa sjómanna og þjóðarsáttar,"
segir Hómgeir.
Kjaramál sjómannastéttarinnar
hafa einnig blandast umræðu um
tekjujöfnunaráhrif skattkerfísins.
Sjómannaafslátturinn tekur mið
af lögskráningardögum og er
104.860 krónur miðað við 30
daga. Þessi upphæð er hins vegar
57.379 krónur hjá öðrum stéttum.
Þykir óhæfa að sjómenn um borð
í frystiskipum, sem í raun eru
fljótandi fískverkunarhús, skuli
njóta þessara skattfríðinda. Þetta
er þyrnir í augum fiskverkunar-
fólksins sem krefst hækkaðra
skattleysismarka sér til handa. í
raun er sjómannafslátturinn upp-
haflega hluti af kjarasamningum
sjómanna og hugsaður á sínum
tíma sem nokkurskonar umbun
þeim til handa fyrir að þurfa að
vinna langtímum saman fjarri
fjölskyldu og heimili og hafði þann
tilgang að laða menn að sjó-
mennsku. En þeir eru fleiri sem
geta nýtt sér sjómannaafslátt af
skattálögum. Farmenn kaupskip-
aflotans fengu þennan rétt í kjara-
samningum fyrir mörgum árum.
Beitingamenn í landi, sem ráðnir
eru upp á hlut, njóta einnig sjó-
mannaafsláttar, svo og áhafnir
feijuskipa og fiskifræðingar Ha-
frannsóknastofnunar í leitarsigl-
ingum þeirra með rannsóknaskip-
um stofnunarinnar.
BAKSVMÐ
Ómar Fridriksson