Morgunblaðið - 24.03.1991, Side 11
MORGUNBLAglÐ SUNNUDA,GUR 24. .MARZ 1991
m
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Jón Ásgeir og Jóhannes í Bónus: „Við lækkuðum verðið í Hagkaup."
Hversu lengi mundi þetta lága verð
haldast og hversu lengi gátu um-
ræddar verslanir þolað lágmarksá-
lagningu á vörum sínum?
Verslanakeðjumar þijár eru um
margt ólíkar. Hjá Bónus starfar
aðeins 21 maður, meðan um 1.000
manns eru á launaskrá hjá Hag-
kaup og 600 hjá Miklagarði. Bónus-
verslanirnar eru í litlu húsnæði
miðað við stórmarkaði, en verslanir
Hagkaups og Miklagarðs í stóru
og rúmgóðu húsnæði. Stórmarkað-
amir taka við greiðslukortum en
Bónus ekki, og Bónus kaupir inn
vöruna gegn staðgreiðslu, en stór-
markaðamir fá greiðslufrest hjá
heildsölum og iðnfyrirtækjum.
En hver er orsökin fyrir þessu
verðstríði sem skyndilega geisar
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ólafur í Miklagarði: „Við veitum stærsta aðilanum mótvæeri."
Jón í Hagkaup: „Við erum engir ævintýramenn."
langt á undan Hagkaup. Strikakerf-
ið gerir okkur kleift að sjá að kvöldi
dags upp á krónu hver ágóði hefur
verið. Þegar þeir í Hagkaup lækk-
uðu verðið voru tugir manna að
vinna við verðbreytingar langt fram
á nótt, en hjá okkur unnu aðeins
ijórir menn það starf á sama tíma.
Það skiptir litlu hversu mikið
stórmarkaðir lækka pakkavömna,
landbúnaðarvörurnar era og verða
ódýrari hjá okkur og það höfum við
umfram aðrar verslanir. Menn tala
um lítið vöruúrval hjá okkur, en við
erum með allar þær vörutegundir
sem heimilin þarfnast.
Vöruverð hefur verið of hátt hjá
stórmörkuðum og slíkt hvetur tií
verðbólgu. Og hvert er veldi þess-
ara verslana? Ekki borga þær vör-
una með steypu svo mikið er víst.
Þegar nýtt kortatímabil hefst
minnka viðskiptin alltaf örlítið hjá
Bónus. Helgina sem Hagkaup
lækkaði vörur sínar hófst nýtt
kortatímabil, en þá brá svo við að
fullt var út úr dyrum hjá okkur.
Þegar stóri risinn ræðst á þann sem
minni er snýst fólkið til varnar. Það
veit að einokun er engum til góðs.“
Jón Ásbergsson í Hagkaup, segir
það ekki ætlunina að eltast við
hveija krónulækkun. „Vöruverð
okkar er aðeins 1,7% hærra en hjá
Bónus. Við stöndum ekki í því að
keppá' við þá, því bæði erum við
með meira vöruúrval, mikið úrval
af ferskvörum, bjóðum upp á stórt
og rúmgott húsnæði og tökum við
greiðslukortum.
Bónus getur selt vörur með þess-
ari álagningu ef þeir fá meiri sölu,
en það getum við lí'ka. Það er ekki
hægt að selja vörur á þessu verði
nema hægt sé að treysta því að
salan aukist.
Við verðum að rata milliveginn
milli álagningar og kostnaðar. í
Hagkaup er ekki lagt á fyrir kostn-
aðinum. Við erum engir ævintýra-
menn.“
Ólafur Friðriksson í Miklagarði
segir að enginn geti sagt um hversu
lengi þessi verðsamkeppni standi
yfir. „Menn verða að gæta þess að
samkeppni fari ekki út í öfgar, og
að vara sé ekki seld með óraun-
hæfri álagningu.
Það er ljóst að einhver verður
að gefa eftir. Nú er páskahátíð
milli verslananna?
Eigendur Bónus, feðgarnir Jó-
hannes Jónsson og Jón Ásgeir Jó-
hannesson, segja að þeir hafi verið
að höggva í markaðshlutdeild Hag-
kaups jafnt.og þétt. „ Þegar við
opnuðum fyrir tveimur árum var
25% verðmunur á vörum okkur í
hag, síðan lækkaði hann aðeins, var
síðan 20% í febrúar sl., og núna í
mars lækkuðum við enn vörur okk-
ar. I raun og veru hefur Hagkaup
ekki lækkað verðið hjá sér, heldur
hefur Bónus lækkað verðið hjá
þeim.“
Jón Ásbergsson, framkvæmda-
stjóri Hagkaups, segir ástæðuna
fýrir verðlækkuninni vera þá, að
þeir hafi séð að sala í pakkavörum
minnkaði þótt annað væri uppi á
teningnum þegar um ferskvöru
væri að ræða. „Við drógum þá
ályktun að fólk væri farið að skipta
innkaupum sínum og kaupa pakka-
vöruna annars staðar. Til að koma
til móts við þessa þróun lækkuðum
við verðið á þessum vörutegundum.
Við erum líka að huga að framtíð-
inni, spyijum okkur hvernig fólk
vilji versla og hvar. Ég lít ekki á
þetta sem verðstríð heldur sam-
keppni, og við getum alltaf átt von
á henni. Reyndar hefur hún verið
í áraraðir, eitt árið er það Kjötmið-
stöðin og annað árið Grundarkjör
eða einhver önnur ný verslun."
Ólafur Friðriksson, framkvæmd-
astjóri Miklagarðs, segir, að verð-
stríðið sé mest í ijölmiðlum. „Við
erum ekki að keppa við litlar þröng-
ar Bónusbúðir með 650 vöruteg-
undir. Við bjóðum upp á 12 til 14
þúsund vörutegundir, erum með
stórt og rúmgott húsnæði og hraða
afgreiðslu, tökum greiðslukort og
erum því í samkeppni við aðrar stór-
verslanir í bænum. Við vissum að
viðskiptavinir okkar biðu eftir við-
brögðum frá okkar hálfu þegar
Hagkaup lækkaði vöruverð og því
lækkuðum við verð á ákveðnum
vörutegundum, aðallega á pakka-
og nýlenduvörum til að vera í sam-
keppninni.“
Ólafur gefur ekki upp hversu
margar vörutegundir lækka, segir
að verð á ýmsum vörum breytist
daglega.
En hversu lengi þola verslana-
keðjurnar verðstríðið? Var
álagning ef til vill of mikil upp-
haflega, og halda vörur áfram að
lækka?
Engan bilbug er að finna á þeim
feðgum í Bónus og segja þeir, að
hvað sem tauti þá verði vöruverð
þeifra ávallt lægra en hjá stórmörk-
uðunum. „Tæknilega erum við
Sýnum um helgina allar gerðir Suzuki jeppa
Opið laugardag og sunnudag kl. 13-16.
$ SUZUKI
—✓///.-----------
SUZUKIBÍLAR HF.
feKEIFUNNI 17 • SlMI 68 51 00
Samurai
Vitara 5 dyra
Vitara fjallatröll