Morgunblaðið - 24.03.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.03.1991, Qupperneq 17
! jtíOÉGUNBLÁÐto’ ‘SUíslNUDAGim 24. MARZ 1991 Ásgeir Smári Einarsson myndlistarmaður. En sá er einn, sem í mörg ár hefur sótt innblástur í borgarlífíð og borgarlandslagið, eins og það birtist honum sem mynd og sál, og er ekki annað að sjá, en að honum aukist stöðugt ásmegin, og að hann haldi ótrauður áfram á sömu braut enn um sinn. Ásgeir Smári Einarsson hefur þegar skapað sér nafn sem sérstæð- ur málari borgarlandslagsins og sýning hans í Listhúsinu Borg um þessar mundir, sem stendur til 26. marz, ber því ótvírætt vitni að hér sé vaxandi listamaður á ferð. Það eru einkum nokkrir dúkar, sem skera sig úr sem renna stoðum undir þessa fullyrðingu, eins og hin- ar litrænu myndir „Borgarlandslag 11“ (3) og „Framtíðin“ (11), sem báðar eru málaðar af næmri tilfinn- ingu fyrir örfínum litbrigðum og ljósrænum blæbrigðum. Þá er hin stóra aflanga mynd „Tjörnin" (2), sem byggð er upp á ótal smáum húsaeiningum, með tjömina sem útgangspunkt, ákaflega vel máluð og hugvitsamlega upp byggð, og svo staðfestir málverkið „Brími" (20), að listamaðurinn getur ef vill brugðið upp sannfærandi mynd- heild í fáum og frjálslegum pensil- dráttumv Styrkur Ásgeirs Smára felst að mínu mati í þessum þrennskonar og innbyrðis ólíku vinnubrögðum, en veikleiki hans kemur sem fyrr fram í lausformuðum myndum, sem fullmikið er af á sýningunni. í þeim er sem liturinn og formin nái ekki að festast við myndflötinn og út- færslan er óákveðin og hikandi. Þetta nefnist á fagmáli, að vinnu- brögðin og meðferð myndefnisins tengist ekki innri lífæðum mál- verksins. Af slíkum myndum hefur of mik- ið og of víða óspart verið framleitt um dagana, enda vinsæll söluvam- ingur, og gerandinn ætti að forðast slík vinnubrögð sem heitan eld, því að hann þarf ekki á þeim að halda og hefur svo margt verðmætara til brunns að bera. En dregið saman í hnotskurn, þá er þetta ótvírætt þróttmesta framlag Ásgeirs Smára Einarsson- ar á myndlistarsviði til þessa, og vonandi vex honum enn ásmegin til svipmikilla átaka. Vmnupallar - Sölutilboð Gefum 20—30% af slátt af nokkrum vinnupöllum í mars Álhjólapallar Pallar hf. Dalvegi 16, Kópavogi, sfmar 641020 - 42322. Veggjapallar Innivinnupallar Gómsæt súkkulaðiskel frá NÓA - SÍRÍUS bíður þín - úr besta hráefni, fyllt Ijúffengu sælgæti og málshættinum þínum. NÓA-NÝJUNG: LÍMMIÐAR MEÐ DÝRUNUM HANS NÓA FYLGJA HVERJU EGGI HÉRÍ.NÚ AUCLÝStNCASTOFA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.