Morgunblaðið - 24.03.1991, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991
í heimi listanna skipast skjótt veðurí lofti. Brynja Benediktsdóttir
leikstjóri var ekki fyrr komin til baka fró Tékkóslóvakíu, þar sem
henni hafði verið tekið með kostum og kynjum, er henni var sagt
upp störfum hér heima. Hér ræðir hún um dvölina í Prag og við-
horf sín til atburðanna í Þjóðbikhúsinu.
eftir Svein Guðjónsson
Fyrir rúmu ári gerðist sá atburður
á frumsýning’u í Þjóðleikhúsinu
að forseti Tékkóslóvakíu, Vaclav
Havel, reis úr sæti til að lýsa yfir
hrifningu sinni á uppfærslu leik-
hússins á leikriti sínu „Endur-
byggingunni". Hann lét ekki þar
við sitja heldur óskaði sérstaklega
eftir því að sýningin yrði fest á
myndband og notuð sem fyrir-
mynd annars staðar þar sem verk-
ið yrði sett á svið. í framhaldi af
þessu var leikstjóranum, Brynju
Benediktsdóttur, boðið á sýningu
Ríkisleikhússins í Prag á þessu
sama verki og þáði hún boðið nú
nýlega, ásamt eiginmanni sínum,
Erlingi Gíslasyni, en hann fór með
hlutverk Zdenjek Bergmann
skipulagsstjóra i uppfærslunni hér
heima. Þeim hjónum var tekið með
kostum og kynjum í Tékkósló-
vakíu og sjálf kveðst Brynja hafa
upplifað dvölina í Prag sem há-
punktinn á ferli sínum. En skjótt
skipast veður í lofti. Við heimkom-
una frétti hún að henni hefði ver-
ið sagt upp störfum hjá Þjóðleik-
húsinu.
Ferðin til Prag var skipulögð með
það fyrir augum að gefa okkur
kost á að kynnast því sem var
að gerast í leikhúslífínu í
Tékkóslóvakíu en fyrst og
fremst til að sjá sýninguna á Endur-
byggingunni og hitta aðstandendur
sýningarinnar í heimalandi höfund-
ar,“ sagði Brynja þegar hún var innt
nánar eftir tildrögum ferðarinnar.
„Havel hafði farið þess á leit við mig
að fá myndband af sýningunni hér
heima, sem hann vildi nota sem fyrir-
mynd. Menntamálaráðherra varð við
þessari ósk og ég vann myndbandið
í samvinnu við Fréttastofu sjónvarps
og sendi Havel. Hann hafði persónu-
Lga hönd í bagga með uppfærslunni
á þessari sýningu í Prag, með hlið-
sjón af myndbandinu sem við sendum
honum.
Hins vegar þótti mér vænt um að
sjá að leikstjórinn hafði þó farið sín-
ar eigin leiðir og skapað sýningunni
sinn sérstaka svip því það er nú einu
sinni svo að leikstjóri í hverri sýningu
verður að hafa svigrúm til að gefa
sýningunni þann „karekter" sem
hann sjálfur upplifír í verkinu. Það
er aldrei hægt að segja leikstjóra
fyrir verkum hvað varðar endanlega
útfærslu og í rauninni er það er óþol-
andi fyrir leikstjóra að láta skipa sér
að líkja í einu og öllu eftir verki ein-
hvers annars þannig að mér fannst
mjög gott að hitta leikstjóra upp-
færslunnar í Prag og ræða við hann
og ég held að honum hafi þótt mjög
gott að hitta mig. Við skildum hvort
annað. Leikstjóri er ævinlega höf-
undur sýningarinnar. En ef ég reyni
að útskýra muninn á sýningunni
hans og okkar hér heima þá fínnst
mér að okkar sýning hafí verið í fleiri
lögum og með fleiri undirtónum enda
hljótum við að upplifa svona atburði
með öðrum hætti en þeir, sem búið
hafa við það ástand sem lýst er í
verkinu."
Kaldhæðnisleg samlíking
„Þótt ástandið í leikhúsmálum í
Tékkóslóvakíu sé fremur dapurlegt
um þessar mundir vegna fjárskorts
var ákaflega skemmtilegt að koma
þarna og hitta þetta yndislega fólk.
Það var líka stórkostlegt að fylgjast
með sýningunni, því auðvitað kunn-
um við Erlingur verkið utanbókar
og gátum því fylgst með hverju orði
þótt við kynnum ekki orð í tungumál-
inu sem það var flutt á. Ég verð líka
að viðurkenna að ég var dálítið upp
með mér þegar ég varð þess áskynja,
að höfundurinn hafði ekki dregið úr
því hrósi sem hann viðhafði um sýn-
inguna hér heima og mér var tekið
þama eins og einhverri merkismann-
eskju. Havel hafði talað um íslensku
sýninguna bæði í leikhúsunum og í
fjölmiðlum og það var á allra vitorði
þama að sýningin hafði slegið í gegn
á íslandi og unnið hug og hjarta
höfundar. Við nutum þessa hróss og
lofsyrða svo sannarlega á meðan við
dvöldum þama og það var ákaflega
skemmtilegt að upplifa þetta. Mér
þótti því dálítið hart að geta ekki
flutt leikurunum mínum þessi lofs-
yrði við heimkomuna á sameiginleg-
um vinnustað okkar, því hann var
þá orðinn fyrrverandi vinnustaður
okkar flestra.
Ég kom frá Prag með stjömur í
augunum yfir þessum hápunkti ferils
míns og það kom mér því ákaflega
á óvart þegar ég frétti við heimkom-
una að búið væri að reka flesta þá
sem tóku þátt í þessari sýningu, auk
mín og starfsbróður míns, Benedikts
Ámasonar, og alla stjómendur söng-
leiks sem hann á eftir að fmmsýna
í vor. En það forkostulegasta við
þetta var kannski það að ég frétti
það fyrst í gegnum fjölmiðla að mér
hefði verið sparkað.
Og það' er kannski kaldhæðmslegt
að hugsa til þess að það er ákveðin
samlíking með leikritinu Endurbygg-
ingunni og því sem er að gerast hjá
Þjóðleikhúsinu. í leikritinu er annars
vegar verið að umtuma og spilla
menningarverðmætum, gamla þorpið
er rifíð og nýir kumbaldar settir í
staðinn og hins vegar er verið að
vaða á skítugum skónum yfír manns-
sálina og misþyrma henni. I Þjóðleik-
húsinu er verið að umbylta sal og
öllu framhúsi frá upprunalegri mynd
og þar hefur að vissu leyti verið
trampað á tilfinningum fólks með
þessum uppsögnum."
Einkennilegar yfirlýsingar
Brynja sagði að það væri fjarri
henni að sýta uppsagnimar í Þjóð-
leikhúsinu, en sem forseti Bandalags
íslenskra listamanna hefði hún að
sjálfsögðu ýmislegt við þær að at-
huga:
„Í rauninni hef ég engar skýringar
fengið á þessum uppsögnum og ég
hef undanfarna daga verið að reyna
að átta mig á og reyna að skilja
hvað vakir fyrir nýjum þjóðleikhús-
stjóra. Verst gengur mér að skilja
þær yfirlýsingar hans að það sé lífs-
nauðsynlegt fyrir listamenn að lepja
dauðann úr skel, — að fjárhagslegt
öryggi sé það versta sem fyrir lista-
mann geti komið. Er þá allt okkar
starf í Bandalagi listamanna, fyrir
bættum kjörum, unnið fyrir gýg?
Mig, sem forseta Bandalags lista-
manna, rekur í rogastans yfír þessum
yfírlýsingum forstöðumanns stærstu
leiklistarstofnunar þjóðarinnar um
að öryggi sé hættulegt listsköpun
listamanna. Slík yfirlýsing gengur
þvert á stefnu bandalagsins í kjara-
málum um áratuga skeið og hljómar
fölsk og hjáróma gegn þeim hugsjón-
um sem eru grundvallarorsök að
stofnun samtakanna 1928.
Og þessar yfirlýsingar koma ein-
mitt núna, á sama tíma og við höfum
unnið áfangasigur með nýjum lögum
um listamannalaun, sem nú hafa loks
náð fram að ganga eftir mikla bar-
áttu. Þau sjónarmið, að starfsöryggi
listamanna sé af hinu verra, ganga
þvert á allt sem við höfum verið að
beijast fyrir í áratugi og eru í raun-
inni ekkert annað en afturganga.
Ég tel það beinlínis hættulegt ef slík
sjónarmið ná að festá rætur með
þjóðinni. Með því værum við að stíga
mörg skref aftur á bak til þröngsýni
og fordóma, sem vissulega örlaði á,
á mestu neyðar- og niðurlæging-
artímum þjóðarinnar.“
Hörð samkeppni
„Á hinn bóginn skil ég þau sjónar-
mið að það verður að vera ákveðinn
sveigjanleiki varðandi verkefnaskipt-
ingu hjá stofnun eins og Þjóðleikhús-
inu. Við vitum að í heimi leikhússins
er samkeppnin ákaflega hörð. Ég var
árum saman lausráðinn leikari og
leikstjóri og þurfti að sanna mig í
starfinu áður en ég var „fastráðin",
ef hægt er að tala um fastráðningu
í ljósi þessara uppsagna. Hvað leik-
stjóra varðar tel ég hins vegar að
atvinnuöryggi hans feli það meðal
annars í sér að hann geti haft vinnu-
frið og listrænt frelsi, með öðrum
orðum að hann þurfí þá ekki að láta
undan þrýstingi neins staðar frá, til
dæmis fra leikhópum eða jafnvel að
hiaupa eftir duttlungum leikhús-
stjóra. Þannig getur leikstjórinn haft
frjálsar hendur með val á leikurum
og um leið ber hann fulla ábyrgð á
uppfærslunni. Á ferli mínum hef ég
bæði unnið með fastráðnum leikurum
og í leikhúsi á hlaupum, ef svo
mætti kalla.
Ég setti til dæmis upp Lýsiströtu
fímm sinnum, þar á meðal í Þýska-
landi 1974, og þar varð ég fyrir
hræðilegri reynslu. Fólkið sem ég
vann með voru „leikarar á hlaup-
um“, sem höfðu engan fastan sama-
stað og áttu enga samleið í raun og
veru. Andinn í leikhúsinu var skein-
legur því þarna voru allir að bítast
og að níða skóinn hver af öðrum.
Og ég sat ekki bara uppi með hóp
leikara sem í raun höfðu engan
áhuga á sjálfri listinni, á sjálfu verk-
efninu, heldur voru þeir orðnir litlir
pólitíkusar og í klíkum sem börðust
eins og úlfar um hlutverkin og meira
að segja bæjarráðið var að koma sín-
um gæðingum að og mér var gert
ljóst að ég fengi ekki aftur vinnu
nema að fara að þeirra fyrirmælum.
Það skipti mig hins vegar engu máli
því ég hef aldrei látið segja mér fyr-
ir verkum þó ég sé samvinnuþýð og
var á leiðinni heim hvort eð var, en
hinir leikstjórarnir þurftu að hlaupa
á eftir þessu öllu eða missa vinnuna
ella. Ég nefni þetta til að benda á
að svona getur þetta farið ef leik-
stjórinn nýtur ekki atvinnuöryggis
og verndar leikhússtjómar. í þessu
tilfelli horfði ég upp.á kollega mína
þurfa að fara eftir duttlungum alls
konar aðila sem voru að ota sínum
tota, og þar með var búið að svipta
þá listrænu frelsi. Og andinn í leik-
húsinu var mengaður af þessari ill-
gimi og samstöðuleysi sem leiddi af
þessari hræðilegu samkeppni og ör-
birgð. Listrænt frelsi leikstjórans er
fyrir öllu en því getur hann glatað
ef hann nýtur ekki atvinnuöryggis.“
Aðferðin var röng
„Það má finna anga af þessum
leiðinlega samkeppnisanda í leikhús-
unum hér heima og það er meðal
annars skýringin á því að Félag Ieik-
stjóra hefur ekki látið þessar upp-
sagnir nú til sín taka. Leikstjórafé-
lagið okkar er frábrugðið Leikarafé-
laginu að því leyti að það em ekki
gerðar neinar menntunarkröfur um
inngöngu í félagið. Menn geta geng-
ið í leikstjórafélagið eftir að hafa
leikstýrt í nokkur skipti, til dæmis í
sinni heimabyggð eða hjá sjálfum sér
og því er ekki raunhæft að tala um
að það gangi fímmtíu eða jafnvel
sjötíu leikstjórar um atvinnulausir á
íslandi, sem nú þurfi að komast að.
Þegar Þjóðleikhúsið var í fullum
gangi urðu að vinna við það um það
bil sjö leikstjórar í fullu starfí. Tvö
verkefni em talin til árslauna, það
er að segja auk tveggja „fastráð-
inna“ komast tíu lausráðnir að ár-
lega.
Persónulega vildi ég láta þetta
uppsagnarmál lönd og leið, en sem
forseti Bandalags íslenskra lista-
manna hlýt ég að leggja það fyrir
stjórnina, ekki síst vegna þess hvern-
ig að málum var staðið. Að mínum
dómi var aðferðin við þessar upp-
sagnir röng og siðlaus, því þarna var
vegið að starfs- og listamannsheiðri
margra einstaklinga, ómaklega að
mínu mati. Ég efast um að stjórn
nokkurs verkalýðsfélags myndi
kyngja því þegjandi og hljóðalaust
ef þannig yrði komið fram við ein-
hvern aðildarfélaga þess. Það versta
við þetta er að með þeirri aðferð sem
hér var beitt hefur verið settur blett-
ur á bæði Þjóðleikhúsið og lista-
mannsheiður vammlauss fólks, sem
hefur unnið að list sinni af elju og
ósérhlífni. Það verður að fínna ein-
hveijar aðrar leiðir ef rýma þarf til
fyrir nýju fólki í Þjóðleikhúsinu og
það verður einhver að gera, sem er
betur uppalinn en svo, að hann laum-
ist eins og illa innrættur hrekkjaióm-
ur að fólki, klappi því á öxlina og
segi „klukk, klukk, ég segi þér upp.“
Brynja var að lokum spurð hvað
hún hygðist taka sér fyrir hendur í
framtíðinni?
„Það sem mig hefur dreymt um
alla tíð, — að skapa manninum mín-
um fallegt og yndislegt heimili ...“