Morgunblaðið - 24.03.1991, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991
21
um það mjög gott fyrir fimm árum
en nú eigum við varla ofan í okk-
ur,“ sagði hún. Þau voru í Komm-
únistaflokknum og komust vel
áfram en nú hjálpar það ekki leng-
ur.
Svipaða sögu var að heyra í
Sarajevo, höfuðborg Bosníu-Her-
segóvínu. Ellilífeyrir er greiddur
tveimur tii þremur mánuðum of
seint og vinnandi fólk fær laun með
höppum og glöppum. Ný ríkisstjórn
tók við í byijun febrúar. Fulltrúar
múslíma, Serba og Króata eiga
sæti í henni og eru byijaðir að raða
sínum mönnum í góð störf, nefndir
og ráð. Amira Kapetanovic í upplýs-
ingaráðuneytinu sagði að það væri
furðulegt að þessir menn hefðu
ekki lært það af langri stjómartíð
kommúnista að það borgar sig ekki
að ráða menn í störf eftir stjórnmál-
afiokkum heldur yrði hæfni að fá
að ráða. Hún sagði að efnahagserf-
iðleikarnir væru helsti vandi ríkis-
stjómarinnar. „Mikil félagsleg
vandamál og órói em fyrirsjáanleg
ef hann verður ekki leystur."
Forsætisráðherrann
fyrrverandi tukthúslimur
Ein stærsta verksmiðja stálfyrir-
tæksins Zenica er í Bosníu. 23.000
manns starfa þar. 11.000 gætu
annað störfunum og þá væri von
um að hún myndi bera sig. Þúsund-
ir verkamanna mótmæltu yfirvof-
andi uppsögnum fyrr í þessum
mánuði og stífluðu alla umferð til
Sarajevo úr norðri í heilan dag.
Ríkisstjómin hefur ákveðið að
'fresta uppsögnum að sinni.
Leikstjóri hjá sjónvarpinu sagði
að það væri verst að ráðherramir
væru ekki nógu vel valið lið. „Þjóð-
emi réð afstöðu fólks í kosningun-
um en ekki stefna flokkanna. Menn
sem vom reiðubúnir að básúna um
þjóðerni sitt komust áfram. Þetta
líður hjá og stjórnmálaskoðanir
munu ömgglega skipta meira máli
í næstu kosningum." Hann sagði
að það væru til dæmis miklu snjall-
ari hagfræðingar í Bosníu en for-
sætisráðherrann, Jure Pelivan, sem
er þó fyrrverandi bankastjóri. Hann
var fulltrúi Bosníu-Hersegóvínu í
bankaráði seðlabanka Júgóslavíu
þegar hann lenti í fangelsi fyrir að
samþykkja himin há veðskuldabréf
sem engin trygging var fyrir af
Agrokomerc- landbúnaðarfyrirtæk-
inu árið 1987. Nú er hann forsætis-
ráðherra og sagði að efnahagsvandi
sambandsríkisins væri afleiðing
óhagkvæms hagkerfis undir flokks-
ræði kommúnista. Hann sagði að
það þyrfti að koma á opnu markaðs-
kerfi og stuðla að framtaki einstakl-
ingsins. En hann sagði að efnahags-
vandi Júgóslavíu yrði ekki leystur
áður en pólitíski vandinn væri leyst-
ur. „Hann hefur aukið efnahags-
vandann."
Pelivan sagði að atburðimir í
Belgrad fyrr í þessum mánuði, þeg-
ar lögreglan skarst í leikinn og tveir
létust á mótmælafundi og herinn
sýndi mátt sinn, sannaði að það
þýddi ekki lengur að beita valdi við
stjóm landsins. „Fólk kærir sig
ekki um ofríki." Hann sagði að leið-
togar landsins yrðu að talast við
og leysa vanda þjóðarinnar á lýð-
ræðislegan hátt. Hann trúði ekki
öðm en að sambandsríkin í Júgó-
slavíu myndu starfa áfram saman
í einhverri mynd og landið myndi
hafa sameiginlegan gjaldmiðil og
her í framtíðinni. „En það verður
að minnka kostnað við sambands-
stjórnina, skera herinn niður og
staðsetja ríkisstofnanir, eins og
seðlabankann, fjármálaráðuneytið
og tollskrifstofuna, hvert í sinni
borginni. Það verður að koma i veg
fyrir að eitt ríki geti haft meiri
áhrif en önnur.“
Orðvör af ótta um atvinnuna
Serbía er stærsta og fjölmenn-
asta ríki Júgóslavíu. Um 42% íbúa
landsins búa þar, en Júgóslavar eru
alls um 24,5 milljónir. Belgrad er
höfuðborg Serbíu og Júgóslavíu.
Montenegró stendur með Serbíu í
innanríkisdeilum Júgóslavíu en hin
ríkin, Slóvenía, Króatía, Bosnía-
Hersegóvína og Makedónía, telja
Serba hafa of mikil völd í landinu
og vilja draga úr þeim. Gamlir
kommúnistar, sem nú kalla sig sósí-
alista, ríkja enn í Serbíu. Það er
undirrót hatrammra deilna undan-
farinna vikna. Þeir eru ekki reiðu-
búnir að gefa upp völdin og hafa
hluta hersins með sér, en Serbar
hafa frá fomu fari verið í foringja-
stöðum innan hans. Formaður her-
foringjaráðsins er hliðhollur Mi-
losevic og er reiðubúinn að beita
hernum hvenær sem er en varnar-
málaráðherrann telur rétt að lýð-
ræðislegrar lausnar verði leitað á
stjórnmáladeilum landsins án íhlut-
unar hersins.
Milosevic vann stórsigur, eða tæp
65% atkvæða, i forsetakosningun-
um í Serbíu í byijun desember en
flokkurinn hlaut aðeins 43% í þing-
kosningunum. Vinsældir hans hafa
dvínað í framhaldi af versnandi
efnahagsástandi. Verkamenn hafa
snúist gegn honum, menningarvitar
og stúdentar. En það þýðir ekki að
þeir hafi mikla trú á stjórnarand-
stöðunni.
Kona á fimmtugsaldri, sem er
mikill íslandsvinur, talaði fyrir hönd
margra þegar hún sagðist ekki bera
trausttil nokkurs stjórnmálamanns.
Hún er ekki lengur flokksbundin.
Hún var í Kommúnistaflokknum en
skráði sig ekki á ný þegar hann
skipti um nafn. Hún starfaði hjá
tímariti sem flokkurinn gaf út en
missti vinnuna þegar það var lagt
niður. Nú er hún hjá útgáfufyrir-
tæki og veit ekki hvað framtíðin
ber í skauti sér. „Það veit enginn
hvað er að gerast. Fréttum ber
ekki saman um það og maður veit
ekki hverju eða hveijum maður á
að trúa. Þetta er hörð valdabarátta.
Sjálf er ég ekki hrifin af kerfinu
sem ríkir hér.“ Hún bað mig að
birta ekki nafnið sitt. „Þú verður
að skilja ástandið héma. Ég vil
halda vinnunni og verð að vera
varkár. Maður veit ekki hvemig
þetta fer.“
yfirleitt. 43 til 45% íbúa landsins
em Serbar svo að meirihluti
óbreyttra hermanna era ekki Serb-
ar. Herinn býður upp á atvinnumög-
uleika sem Serbar hafa verið knún-
ir til að nota vegna fátæktar í rík-
inu, auk þess sem það er gömul
hermennskuhefð í Serbíu.
Þú ert sjálfur frá Montenegró.
Hvernig eru íbúamir þar stemmdir
í þessum deilum?
Já, ég er Serbi frá Montenegró.
Ef það kemur til átaka af því að
hin ríkin sætta sig ekki við forystu
Serbíu, hvort sem heldur er í sám-
bandsríkinu eða innan hersins, þá
munu Montenegróar standa með
Serbum. En íbúar Montenegró era
ekki margir, kannski um hálf millj-
ón. — Ég skal segja þér skrýtlu.
Montenegróar vora nátengdir Rúss-
um á 19. öldinni af því að Rússar
hjálpuðu þeim í baráttunni gegn
Tyrkjum. Þeir voru þá ekki nema
um 200.000. Montenegrói var
spurður hversu margir ’þeir væra
og hann svaraði: „160 milljónir, við
og Rússamir!“ Það er eins og þú
segðir „tæpar 23 milijónir, við og
Norðurlandabúarnir,“ ef þú værir
spurð um íjölda íslendinga.
Heldur þú að einhverjir herfor-
ingjar séu tilbúnir að stofna Júgó-
slavfu íhættu með heraðgerðum til
að halda völdum?
Alla Júgóslava skortir raunsæi
og enginn gerir sér grein fyrir því
sem er að gerast. Það á sér stað
Milovan Djilas
Þeoarbræður
berjast breytist
upplag tólks
bylting, hér og í Rússlandi. Það er
löng og erfið þróun.
Við höfum nú kosið þing lýðræð-
islegri kosningu í öllum ríkjunum —
með tilheyrandi svindli, eins og
vænta má á Balkanskaga. En það
er bara yfirborð stjómmálalífsins.
Kommúnisminn ríkir enn undir-
niðri. Litlar sem engar breytingar
hafa orðið á viðskiptalífínu, ríkis-
báknið drottnar enn. Það hefur ekk-
ert aðhald, almenningsálitið skiptir
sama og engu máli. Ríkisstjómin
segir fjölmiðlum, sjónvarpi og
stærstu dagblöðunum, enn fyrir
verkum. Þetta þarf allt að breytast
og aðlagast nýjum tímum. Mótmæl-
in í Belgrad fyrir hálfum mánuði
vora gegn sjónvarpinu, hvergi ann-
ars staðar í heiminum hafa svo fjöl-
menn mótmæli verið haldin á móti
sjónvarpi. Fjölmiðlar skipta nú
óhen\jumiklu máli. Sljómarand-
staðan kemst ekki af án fijálsrar
ijölmiðlunar, hún lognast út af án
hennar. Ég á við stjómarandstöð-
una í þinginu. Sjónvai-pið vitnaði til
dæmis nýlega aðeins í orð stjómar-
þingmanna í fréttum af umræðum
í þinginu. Það hafði ekki orð eftir
stjórnarandstæðingum en gerði í
staðinn gys að þeim.
Sjónvarpsstjórinn var knúinn til
að segja af sér. Skánuðu hlutirnir
ekkert við það?
Smávegis, en ekki nóg. Dagblöð-
in hafa líka batnað eitthvað. En
stjórnarflokkur Serbíu og foringja-
sveit hans era enn sterk svo að
þessar umbætur geta alltaf orðið
að engu. Uppbygging samfélagsins
og stjórnmálalífsins er ekki orðið
lýðræðislegra eða fijálslyndara.
Þetta er ekki fijálslynt samfélag.
Ekki enn. Byltingin þróast smátt
og smátt, enn friðsamlega en það
gæti komið til átaka og borgara-
styijaldar ef herinn lýsir yfir hern-
aðarástandi.
Ég held ekki að það yrði löng
borgarastyijöld. Og ég tel meiri lík-
ur á að það komi til svæðisbundinna
átaka en raunveralegrar borgara-
styijaldar.
Er ekki hugsanlegt að svæðis-
bundin átök myndu breiðast út og
það kæmi til blóðugra átaka eins
og á stríðsárunum?
Borgarastyijöld myndi ekki
standa 1 tvö eða þijú ár. Ég held
að Evrópa myndi blandast inn í
hana ef til hennar kæmi. Ekki hem-
aðarlega heldur með vopnasölu og
tæknilegri aðstoð við Slóveníu og
Króatíu. Arabar myndu styðja mú-
slíma fjárhagslega, en þeir yrðu
með Slóvenum og Króötum.
Serbía yrði einangruð, erhugsan-
legt að Sovétríkin myndu hjédpa
henni?
Kannski, en ekki mikið. Moskva
á í mikilvægum samningaviðræðum
við Evrópu og Bandaríkin og vill
ekki stofna þeim í hættu. Serbía
yrði mjög einangruð. Serbía er mjög
einangruð.
Margir telja að sambandsríkið
Júgóslavía hljóti að leysast upp.
Hvað heldur þú?
Ég held ekki. Það er möguleiki
en ég tel hann ekki mjög líklegan.
Það liggur í augum uppi að stjómar-
fyrirkomulag Júgóslavíu verður að
vera endurskipulagt frá grunni og
sambandsríkjunum veitt meira
sjálfræði. En lífið í landinu, stjórn-
mála- og efnahagsstefna, siðir og
venjur tengja júgóslavnesku þjóðr
imar saman. Það mun koma til
náins samstarfs jafnvel þótt sam-
bandsríkið leysist upp, kannski eins
og á Norðurlöndunum. Ég tel ekki
að það yrði harmleikur þótt Júgó-
slavía leystist upp. Borgarastyijöld
yrði hins vegar harmleikur. Og póli-
tík nokkurra stjómmálamanna gæti
leitt til borgarastyijaldar.
Bera Serbar einir ábyrgð á því
eða eru aðrar þjóðir samsekar?
Ekki bara Serbar heldur einnig
Albanir. Og það er hreyfíng í Kró-
atíu fyrir Stór-Króatíu. Stór-Kró-
atía myndi þýða borgarastyijöld.
Þetta fólk segir að hluti Bosníu til-
heyri Króatíu. Það eru 1,5 miHjón
Serbar í Bosmu. Það yrði borgara-
styijöld ef Króatía tæki yfir Bosniu.
Er þessi hreyfing beint framhald
á Ustasha-fasistunum í Króatfu á
stríðsárunum?
Hugsunarháttur Ustasha lifir
enn en Franjo Tudjman, forseti
Króatíu, er enginn Ustasha. Það
er óhróður þegar serbnesk blöð full-
yrða það.
Þú ert einn af fáum samborgur-
um þínum sem upplifði borgara-
styijöldina og veist hvað stríð er.
Borgarastyijöld væri hið allra
versta. Frekar vildi ég einræði. Ein-
ræði líður hjá en borgarastyijöld
breytir öllu. Hún breytir hugsunar-
hætti og upplagi fólks.
— ab.