Morgunblaðið - 24.03.1991, Page 23

Morgunblaðið - 24.03.1991, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 23 Tónlistarhúsið í Reykjavík sem Guðmundur teiknaði og gæti orðið fysti arkitektúr hans sem rís hér á landi Hugmynd fæðist — samtenging Tónlistarhúss og heimssýningarskál- ans Snemma beygist krókurinn „Æviferill Guðmundar er stráður ýmsu dóti og ekki endilega alltaf rósum einsog sumir virðast halda. Jæja, þetta var nú útúrdúr, en svo haldið sé áfram með afrekaskrá Guðmundar, þá má geta þess, að hann er ekki aðeins andlegur atgervismaður, heldur einnig hagleiksmaður mikill í smíði hús- gagna. Meðal þess, sem hann hefur smíðað, er nokkurskonar „geim-stóll“. Ástæðán fyr- ir þessari nafngift er þreföld, þ.e.a.s.: mik- ill „geimur" er innan í stólnum, stóllinn tek- ur mikinn „geim“ ef honum er stillt upp í herbergi einhvers staðar og síðast en ekki síst, þá er hægt að halda „geim“ í stólnum vegna þess, að hann hefur innbyggt steríó- kerfi. Guðmundur hefur nokkuð fengist við kukl. Síðasta afrek hans á því sviði var, þegar hann breytti tveimur skyrílátum í nýtísku steríó-heyrnartæki. Til þess að sam- ræma frekari menntunarþarfir hinna marg- breytilegu hæfileika sinna hefur Guðmundur nú ákveðið að sigla til Noregs til þess að nema arkitektúr, en sú grein býðureinmitt upp á verklega og andlega vinnu samtímis." (Ur Tirnu, skólablaði Menntaskólans við Tjörnina 1973-74) viðunandi." Var samkeþpnin um tónlistarhús- ið þér á einhvern hátt minnisstæð? „Já hún varð það. Ég held að nánast ekkert verkefni sé öllu flókn- ara og meira ögrandi fyrir arkitekt Manstu hvað það var sem kveikti hugmyndina? „Ég man að ég reyndi að vinna gegn því sem mér þótti þá vera neik- vætt við lóðina, sem var hallinn og eins áleit ég í fyrstu að inngangur- inn yrði götumegin, en ekki garð- megin eins og síðar varð. Þessir punktar brýndu mig í leit að góðum lausnum og kveiktu hugmyndir, sem ég er ánægður með í dag. Hið jákvæða var hinsvegar frá fyrstu stund samspilið við Esjuna og Laugardalinn. Ég leitaði að sveigjanlegri hugmynd innan þessa ramma, því mig grunaði að hægt væri að nálgast væntingar og þarfír væntanlegra notenda hússins. Ég fór í einu og öllu eftir forsögninni og mig óraði ekki fyrir þeim umræðum og deilum, sem upp komu um tíma varðandi notkunarmöguleika húss- ins, en þær heyra sögunni til í dag, er mér sagt. Ég reyndi sem sagt að fella húsið inn í hið sjónræna umhverfi, m.a. með strengnum sem liggur milli Suðurlandsbrautar og aðkomunnar að húsinu, og myndar fallandi vatna- leið með gróðri. Anddyri snýr á móti Esjunni í norðri og myndar einskonar glervæng eða himnu milli Esjunnar og hinna tveggja fjalla í húsinu: stóra og litla salar, hins náttúrugerða og hins manngerða. Hinumegin í húsinu rís síðan annar glerveggur í fallandi og rísandi broti sem ímynd íssins, jökulsins." Þú leggur upp með heimspekileg- ar, skáldlegar vangaveltur og líkingamál. „Já, það hefur fylgt mér lengi að reyna að gefa aðferðafræðinni minni nýja vídd. Það nægir mér ekki að hugsa bara um hin starfrænu og sjónrænu gildi ein og sér. Mér fínnst ég þurfa meiri og annarskonar ögr- un, kröftugra púður fyrir sjálfan mig til að sprengja fram þær lausn- ir, sem ég leita að hveiju sinni. Þetta er mín eigin gjöf til sjálfs mín f verk- efninu og skilar sér stundum með áþreifanlegum og skýrum hætti í sjálfa bygginguna, t.d. í heimssýn- ingarhúsinu og í Kjarvalssafni. Þar má lesa ýmis tákn án flókinna út- skýringa. Annars eru auðvitað margar leiðir til að nálgast viðfangs- efnið, þessi hentar mér vel og gefur mér þegar best lætur fjórðu víddina í hið þrívíða viðfangsefni." Áttirðu von á að vinna í sam- keppninni um tónlistarhúsið? Enn kímir Guðmundur Jónsson: „Nei, ég gekk allan tímann út frá því að dönsk stofa, sem var leiðandi á þessu sviði myndi senda inn til- lögu, sem varð raunin, fyrir nú utan alla hina. Síðan var það á páska- morgun að síminn vakti mig og á línunni var Ármann Örn Ármanns- son, sem sagðist vera með páskaegg til mín! Ég trúði ekki því sem hann sagði mér, en þurfti síðan að þegja yfír leyndarmálinu þar til úrslitin voru kunngerð og fékk nógan tíma til að melta tíðindin. Tónlistarhúsið skipar sumsé svolítið sérstakan sess í hjarta mér, af mörgum ástæðum." Hvaða aðrar samkeppnir eru ofar- lega í huganum? „Þær sem ég hef þurft að vasast mest í eftir að ég var búinn að. vinna þær. T.d. íslenska framlagið á hönn- unarsýninguna í Malmö, sem var raðhús á þjóðlegum forsendum að hluta til. Ég þurfti að leggja á mig mikla vinnu til að þátttakan yrði að veruleika, gekk á milli ráðamanna og talaði við fjölda fólks. Loks gekk dæmið þó upp, mest fyrir stuðning Reykjavíkurborgar, sem þó átti minna en margir aðrir undir málinu. Því vænna þykir mér að heyra um áhuga Reykjavíkurborgar á tónlist- arhúsinu í dag. Eg get ekki stillt mig um að segja þér frá því, að ýmsir héldu að ég væri orðinn smáskrýtinn á þess- um tíma. Til að útskýra hugmyndina að húsinu skrifaði ég svolítið samtal milli mín og Snorra Sturlusonar og leiddi í því gamla manninum ýmis- legt fyrir sjónir, bæði um húsið og nútíma lifnaðarhætti. Einhveijir tóku þetta full bókstaflega og lásu á milli línanna að nú væri Guðmund- ur Jónsson heldur betur úti að aka! Eftir Malmö-sýninguna kom á daginn að þátttaka íslands var já- kvæð og af hinu góða, ef marka má þá umfjöllun, sem í kjölfarið fylgdi. Það vakti heilmikla athygli að íslensk hönnun stæðist saman- burð við annað það, sem þama var sýnt, og jafnvel vel það ef marka má þau skrif sem fylgdu í kjölfarið. Hönnunarmálum er sómi sýndur á hinum Norðurlöndunum og Finn- ar, Danir og Svíar eru kunnir víða Hugljómun um heimssýningarskála Norski stórútgerðarmaðurinn Knut Kloster, sá sami og stendur fyrir för víkingaskipsins, sem siglt verður frá Noregi til Ameríku með viðkomu á íslandi og á verða nokkrir íslendingar, hefur haft samband við Guðmund. Kloster hefur hrifist af því hvemig Vínlandsfundurinn kemur fram í heimssýningarská- lanum og er með magnaðar hug- myndir um að fá nokkur alþjóðleg stórfyrirtæki til að taka þátt í kostnaðinum við skálann, undir merkjum náttúmvemdar, hins hreina og hins tæra. Fyrir dymm stendur umhverfismálaráðstefna í Rotterdam í Hollandi, sem þykir einstök að því leyti að stórfyrir- tæki heimsins, stórvirkustu meng- unarvaldamir sjálfir, hafa boðað til hennar og hyggjast gera brag- arbót. Að auki vill Kloster setja vík- ingaskipið upp við íslenska skál- ann og hefur sér til fulltingis ekki ómerkari mann en Thor Hey- erdahl, þann fræga siglingagarp og skipstjóra á Kon Tiki og papýr- usbátnum Ra. Kloster er ekki þekktur fyrir að fara með fleipur og Guðmundur er þegar tekinn til við að velta upp ýmsum flötum: „Þetta getur verið frábært tæk- ifæri fyrir okkur íslendinga að verða miðsvæðis hvað varðar náttúruvemd. Ef vel tækist til gæti ísland með þessum hætti orðið tákn fyrir hreina, ómengaða náttúru um allan heim og mér þykir þetta tækifæri alltof gott til að skoða það ekki nánar. Það þarf ekkert að fjölyrða um þá þýðingu sem þessi náttúruvemd- ar- og hreinleikaímynd gæti haft í för með sér varðandi útflutning og ferðamannaiðnað og ég sé ekki betur en hún fari vel við hugmyndir manna heima um ís- land sem friðarmiðstöð.“ „Við erum kannski farnir að tala um fyrstu ráðstefnurnar í tónlistarhúsinu, um fríðar- og umhverfismál," skýturundirritað- ur inní og nú fæðist sú hugmynd að auðvitað eigi heimssýningar- skálinn að rísa í tengslum við þá glæsilegu menningar- og ráðstef- numiðstöð sem tónlistarhúsið verður. Þannig fengi mannvirkið allt nýja og spennandi merking- arvídd og yrði enn glæsilegra og forvitnilegra. Guðmundurþrífur teikniáhöld og byijar að teikna í gríð og erg. Húsin tvö tengd með gróður- og vatnastrengnum taka á sig mynd á pappímum og það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér táknmynd skips, sem siglir til vestur: Skip Leifs Eiifkssonar hins heppna. „Svei mér þá, það er eins og þetta hafí alltaf átt að vera svona,“ segir Guðmundur seinna. „Svona botna hugmyndimar stundum hvora aðra og það hef ég ævinlega til merkis um að þær geti ekki verið alvondar". um lönd í þeim efnum. Uppskera þeirra hefur verið í samræmi við þá þrautseigju, vinnu og mikla fé, sem veitt hefur veirð til hönnunarmála. Þú tjaldar ekki til einnar nætur á þessum vettvangi og viðhorfin á ís- landi eru ennþá mótuð af skorti á þolinmæði og skammsýnni sparsemi. í stærra samhengi skilar hönnun hvers lands sér t.d. sem hluti þeirrar ímyndar, sem land og þjóð hafa gagnvart öðrum þjóðum. Mér fínnst Islendingar vanmeta þýðingu hönn- unar ennþá, en það getur breyst eins og annað.“ Það er ekkert fararsnið á þokunni þegar við Guðmundur hverfum úr loftsölum SAS-hótelsins. Við þræð- um dulúðug, þokumettuð miðbæjar- stræti Óslóbæjar og stefnum á vinn- ustofu Guðmundar þar sem við ætl- um að fletta teikningum og ræða áfram saman. Og ekki skortir okkur umræðuefnin. Eg lít svo á að sú ákvörðun stjórn- valda að hætta við þátttöku í Heimssýningunni á Spáni og skipa okkur þannig, einni Évrópuþjóða á bekk með Albaníu, sem er heldur ekki með, sé slys. Á Heimssýning- unni gefst okkur einstakt tækifæri til að kynna land og þjóð í nýstár- legu ljósi. Eitt af meginþemum ís- lenska skálans er landafundir í Vest- urheimi og vegna þess að Spánveijar ætla að leggja þunga áherslu á Kri- stófer Kólumbus og vestursiglingu hans þykir mér enn meira liggja undir. Eini ljósi punkturinn í því máli er að norskur fræðimaður hefur nýlega komist að því að Kólumbus átti norskan afa! En grínlaust hef ég hugmyndir um að byggja megi skálann heima á íslandi, flytja hann til Spánar og reisa á Heimsýning- unni, og flytja hann síðan heim aft- ur að sýningunni lokinni. Þannig gæti hann haldið áfram að þjóna sem sýningarskáli fyrir ferðamenn, mót- tökusalur og þar fram eftir götunum. Skálinn segir í formgerð sinni sög- una um Ingólf Arnarson, sem siglir út til íslands og handan íslands sér til Vínlands. Á þennan hátt skapar sjálfur skálinn táknræna umgjörð um þá sýningu, sem í honum verð- ur. Éins er skálinn fjall með goshver á tindinum. Framhlið fjallsins er glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð, sem yfir seytlar vatn og sá sem inn í húsið fer, gengur inn í foss. Guðmundur sýnir mér teikningar, ljósmyndir, skissur, blaðagreinar í íslenskum og erlendum blöðum og það er ekki erfitt að verða áhuga- samur um þessi hans hjartans mál. Við gerum tveggja daga hlé á spjalli okkar og þegar ég hitti Guðmund aftur hafa málin tekið óvænta stefnu, eins og fram kemur hér á öðrum stað. Það sér til sjávar, Óslófjörðurinn er enn á sínum stað. Það er komið að kveðjustund, annar okkar er á leiðinni til Fomabúsflugvallar þeirra Óslóbúa að fljúga heim á Frón, en hinn, Guðmundur Jónsson arkitekt og mannvirkjaskáld ætlar rakleiðis á fund útgerðarmannsins Knut Kloster að ræða þar spenn- andi hugmyndir, sem í loftinu eru; hugmyndir sem eru ennþá svo ung- ar og ferskar, að engum hefur enn- þá dottið í hug að drepa þeim á dreif. Vonandi verða draumamir að veruleika og veruleikinn síðan kveikjan að nýjum draumum, sem enginn getur séð fyrir endann á. Ekki enn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.