Morgunblaðið - 24.03.1991, Síða 42

Morgunblaðið - 24.03.1991, Síða 42
áL MflftGUJ'jBIrAÐIÐ SUbjNUDAGUR. £4, -MARZ .19,91. VEGAAÆTLUN TIL FJÖGURRA ÁRA MESTAR FRAMKVÆMMR Á VEST-OG •• AUSTFJORM eftir Guðjón Guðmundsson VEGAAÆTLUN til næstu fjögurra ára var samþykkt sem lög frá Alþingi í vik unni. Samkvæmt henni á að leggja bundið slitlag á 462 km á þessum fjórum árum. Á þessu ári verður lagt bundið slitlag á 71 km. í vegaáætlun er einnig gert ráð fyrir stórtækum framkvæmdum í brúargerð og jarðgangagerð. Kosti ur framkvæmda næstu fjögurra ára eru áætluð 25.197 milljónir kr.. Stærsti hluti fram- kvæmda vegna bund- ins slitlags verður á Austurlandi eða alls um 23 km, 14,7 km á Suðurlandi, 12 km á Norðurlandi eystra, 9,6 km á Vesturlandi, 7,8 km á Vestfjörðum og 4,1 km á Reykja- nesi. Þegar litið er til næstu fjög- urra ára verður einnig mest um framkvæmdir við bundið slitlag á Austfjörðum eða alls 129,7 km, 88,6 km á Suðurlandi, 86 km á Norðurlandi eystra, 71,8 km á Vest- urlandi, 38 km á Vestfjörðum, 26,9 km á Norðurlandi vestra og 20,8 km á Reykjanesi. Bundið slitlag er ekki lengur sér- greint í fjárveitingum á vegaáætlun heldur fellur liðurinn „sérstök verk- efni“, (vegagerð, brúarsmíði og rannsóknir), einnig undir fjárveit- inguna. Til lagningu bundins slit- lags og sérverkefna verða veittar 1.187 millj. kr. á þessu ári og 5.165 millj. kr. á þessari vegaáætlun. Stórbrýr Samkvæmt vegaáætlun eiga 579 milljónir kr. að renna til bygginga stórbrúa á næstu fjórum árum, og að auki bætast við 32% af þeirri upphæð frá kjördæmunum sjö, þannig að heildarfjármagns £il þessa liðar hljóðar upp á 764,3 millj. kr. I þeim fjárhæðum sem á eftir fara er aðeins tekið mið af fjárveitingu á vegaáætlun, ekki framlagi kjördæmanna. Smíði brúar yfir Markarfljót hefst á þessu ári bg ráðgert að því verki verði lokið 1994. 196 milljón- ir kr. renna til þessa verkefnis, þar af 132 millj. kr. á næsta ári. Þá verður hafist handa við undirbúning og byijunarframkvæmdir við brú- arsmíði yfír Gilsfjörð á þessari vegaáætlun og verða veittar 60 millj. kr. til þess, en áætlað er að heildarkostnaður nemi 700 millj., kr. Að sögn Jóns Rögnvaldssonar, tækniforstjóra Vegagerðarinnar, verður verkið að líkindum boðið út 1994 og það unnið á 2-3 árum. 97 millj. kr. renna til smíði brúar yfír Dýrafjörð, en áætlað er að því verki ljúki á þessu ári. 78 millj. kr. fara í brú yfir Vesturós í Héraðsvötnum sem smíðuð verður 1993-1994. Loks renna 80 miITj. kr. til smíði brúar yfír Breiðdalsá á Austfjörðum sem áætlað er að verði lokið á árinu 1993. Þá verður hafíst handa við smíði brúar yfír Kúðafljót á árinu 1994 og renna 56 millj. kr. til þess verkefnis, en framkvæmdir verða mestar þar 1995. 12 millj. kr. er óráðstafað í þénnan lið. Jarðgöng . Tæpir tveir milljarðar kr., 1.924 Kvikmyndin Hvíti víkingurinn; SÍCILD FERMINCARCJÖF Fagurt tákn heilagrar þrenningar, íslenskur verndargripur, sem er seldur til styrktar blindum. Hönnuður: Asgeir Gunnarsson. < ^ FÆST HJÁ GULLSMIÐUM UM LAND ALLT cl Hcildsöludreifing: Biindrafélagið, Hamrahlíð 17, Reykjavík. Frumsýning samtímis á öllum Norðurlöndum 20. september KVIKMYNDIN Hvíti víkingurinn eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem jafn- framt er leikstjóri, verður frumsýnd samtímis á öllum Norðurlöndum 20. september nk., en fjórir 70 mínútna sjónvarpsþættir verða frumsýnd- ir snemma á næsta ári. Norrænu sjónvarpsstöðvarnar sameinuðust um verkið og er upptökum lokið, en unnið cr að klippingu og verið er að semja tónlist. Undirbúningur að Hvíta víkingn- um hófst fyrir um þremur árum, þegar leiklistarstjórar norrænu sjón- varpsstöðvanna ákváðu að fela Hrafni Gunnlaugssyni að skrifa handrit að þáttaröð, sem byggðist á íslenskum sögum um kristnitökuna á Norðurlöndum. Jafnframt var ákveðið að Lars Bjalkeskog hjá sænska sjónvarpinu tæki að sér stjórn undirbúnings verklegra fram- kvæmda. Heildarkostnaður er áætlaður um 35 milljónir sænskra króna eða rúm- lega 340 milljónir íslenskar. Norrænu sjónvarpsstöðvarnar leggja fram ákveðinn hlut, norræni sjónvarps- sjóðurinn styrkir verkið og það er að hluta til fjármagnað af einkafyrir- tækjum og sjónvarpsstöðvum utan Norðurlanda. Fjöldi leikara kemur fram í verk- inu og í stærstu senum eru um 600 þátttakendur. Aðalhlutverkin, Askur og Embla, _ eru í höndum tveggja unglinga, íslendingsins Gottskálks Dags Sigurðarsonar og norsku stúlk- unnar Maríu Bonnevie. Egill Ólafs- son leikur Ólaf Tryggvason Noregs- konung og Helgi Skúlason leikur Þorgeir Ljósvetningagoða. Svíinn Thomas Nordström leikur Þang- brand biskup og Þorsteinn Hannes- son Goðbrand jarl. Bríet Héðinsdótt- ir, Thorgils Moe, Róbert Arnfinns- son, Ami Tryggvason, Flosi Ólafs- son, Jón Tryggvason, Þráinn Karls- son og Sveinn M. Eiðsson fara einn- ig með stór hlutverk. Listamenn frá öllum Norðurlönd- um hafa unnið að verkinu. Ensio Suominen, þekktasti leikmynda- teiknari Finna, sem hefur m.a. gert leikmyndir við flestar myndir Rajne Molberg, teiknaði leikmyndina. Karl Júlíusson teiknaði og framleiddi bún- inga. Kvikmyndatökumaður er Svíinn Tony Forsberg, stjómandi hljóðvinnslu er Norðmaðurinn Jan Lindvik og landi hans, Dag Alve- berg, er framleiðandi. Svíinn Silvia Ingimarsson, sem hefur m.a. klippt verk Ingmars Bergmans, vinnur að klippingu og danska tónskáldið Hans-Erik Phillip er að semja tónlist- ina, sem verður leikin af norsku sin- fóníuhljómsveitinni. Hvíti víkingurinn segir frá ungu fólki á tímum mikilla þjóðfélags- breytinga. Leikurinn hefst í Noregi á dögum Ólafs Tryggvasonar og berst síðan til íslands og víða um Norðurlönd. Þetta er ekki sagnfræði- legt verk heldur skáldverk um ein- staklinga og örlög þeirra í ölduróti tímans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.