Morgunblaðið - 10.04.1991, Page 1
72 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
80. tbl. 79. árg.
MIÐVIKUDAGUR 10. APRIL 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Tillaga um griðasvæði fyrir Kúrda:
Bretar útiloka ekki
að hervaldi verði
beitt gegn Irökum
Nikosíu, Sameinuðu þjóðunum, Amslerdam, Washington. Reuter, The Daily Telegraph.
TILLAGA um griðasvæði fyrir kúrdíska flóttamenn í norðurhlutji
Iraks undir vernd Sameinuðu þjóðanna fékk góðar undirtektir
meðal leiðtoga Vesturlanda í gær. Stjórnvöld í Bagdad brugðust
hins vegar ókvæða við og kváðust ætla að beita öllum ráðum til
að hindra framgang hennar. Talsmaður bresku stjórnarinnar sagði
ekki útilokað að beita þyrfti hervaldi til að koma á griðasvæði fyr-
ir flóttainennina, sem hafa flúið grimmdarlegar ofsóknir hersveita
Saddams Husseins íraksforseta. Francois Mitterrand Frakklandsfor-
seti kvaðst telja að koma þyrfti hugmyndinni í framkvæmd innan
nokkurra daga.
Saadoun Hammadi, forsætisráð-
herra Iraks, sagði að tillagan mið-
aði að því að grafa undan sjálf-
stæði landsins og væri liður í sam-
særi bandarísku leyniþjónustunnar
CIA gegn íröskum stjórnvöldum.
írakar myndu beita öllum ráðum
til að koma í veg fyrir slíka íhlutun
í innanríkismál þeirra.
Douglas Hogg, talsmaður breska
utanríkisráðuneytisins, sagði að
breska stjórnin vildi ekki stofnun
sérstaks ríkis Kúrda. Búast mætti
við því að senda þyrfti fjölmennt
herlið á vegum Sameinuðu þjóð-
anna til að vernda flóttamennina.
Sir David Hanney, sendiherra
Bretlands hjá Sameinuðu þjóðun-
um, sagði að tillagan nyti mikils
stuðnings innan öryggisráðs SÞ en
hann hefði þó ekki beitt sér fyrir
því að ákvörðun yrði tekin þegar í
stað. Thomas Pickering, sendiherra
Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði að
stjórn sín styddi tillöguna.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti í gærkvöldi að senda
1.440 manna eftirlitssveit til að
fylgjast með hlutlausu svæði
beggja vegna landamæra íraks og
Kúveits.
Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, fór hörðum orðum um of-
sóknirnar gegn Kúrdum og sagði
að ekki kæmi ti! greina að aflétta
viðskiptabanni Sameinuðu þjóð-
anna á íraka fyrr en endi yrði bund-
inn á harðstjórnina í írak.
Turgut Aziz, forseti Tyrklands,
sakaði írösk stjórnvöld um að reyna
að hrekja alla íbúa norðurhluta ír-
aks úr landi. Hann sagði að
200.000 Kúrdar væru þegar komn-
ir til Tyrklands, 150.000 væru við
landamærin og 300.000 til viðbótar
á leiðinni til landsins. íranir segja
að 800.000 íraskir flóttamenn séu
komnir til írans.
Embættismenn í bandaríska
varnarmálaráðuneytinu sögðu í
gær að áætlað væri að brottflutn-
ingi bandarískra hermanna frá suð-
urhluta íraks lyki í lok mánaðar-
ins. Allt að 100.000 hermenn eru
í landinu.
Sjá „Mjög erfitt getur
reynst...“ á bls. 26.
Reuter
Kúrdísk móðir í flóttamannabúðum í tyrknesku fjallahéraði við landa-
mærin að Irak heldur á mánaðar gömlu barni sínu, sem brann illa
á andlitinu vegna sólskins á flóttanum frá írak. Barnið hefur ekki
fengið aðhlynningu lækna frá því það kom til Tyrklands 1. apríl.
Mið-Austurlönd;
Samkomulag
næst um svæð-
isbundna frið-
arráðstefnu
Jerúsalem. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum
og ísrael hafa náð um það sam-
komulagi í öllum helstu grund-
vallaratriðum að efnt verði til
svonefndrar svæðisbundinnar
ráðstefnu um frið í Mið-Austur-
löndum. Háttsettur bandarískur
embættismaður greindi frétta-
mönnum frá þessu í Jerúsalem í
gær eftir að James Baker, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
hafði átt fundi með ísraelskum
ráðamönnum og fulltrúum Pal-
estinumanna.
Embættismaðurinn sagði að
samstaða héfði náðst um að boða
bæri til ráðstefnu í þessu skyni.
Hann tók hins vegar fram að enn
væru öll atriði er lytu að fram-
kvæmd slíkra fundahalda óákveðin.
Ætti þetta jafnt við um skipulag
ráðstefnunnar sem þátttökuríki
hennar auk þess sem ekki hefði
verið ákveðið hvenær og hvar hún
yrði haldin.
Baker ræddi í gær við þá Yitzhak
Shamir, forsætisráðherra ísraels,
Moshe Arens, varnarmálaráðherra,
og David Levy, utanríkisráðherra.
Sjá „Varað við óhóflegri bjart-
sýni . . “ á bls. 26.
Gorbatsjov vill banna öll
verkföll í Sovétríkjunum
Leggur fram neyðaráætlun til að afstýra efnahagslegu og pólitísku hruni
Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, krafðist þess í
gær að bann yrði lagt við öllum
verkföllum í landinu í eitt ár til
að afstýra efnahagslegu hruni
og pólitískum glundroða í
Lýst yfir sjálfstæði Georgíu
Moskvu. Reuter.
ÞING Sovétlýðveldisins
Georgíu lýsti í gær yfir sjálf-
stæði lýðveldisins en forseti
þess, Zviad Gamsakhurdia, við-
urkenndi að stefna þyrfti að
fullu sjálfstæði í áföngum.
Þingmenn hrópuðu „Jengi lifi
Georgía" eftir að þingið hafði
samþykkt samhljóða ályktun um
að endurvekja sjálfstæðisyfirlýs-
ingu lýðveldisins frá 1918. Þrem-
ur árum síðar réðst Rauði herinn
inn í höfuðborg lýðveldisins, Tbil-
isi. Mikil fagnaðarlæti brutust út
á götum höfuðborgarinnar, fólk
faðmaðist og bílstjórar þeyttu
flautur sínar.
Gamsakhurdia viðurkenndi að
yfirlýsing þingsins jafngilti ekki í
raun úrsögn úr Sovétríkjunum.
„Yfirlýsingin styrkir hins vegar
Reuter
Zviad Gamsakhurdia, forseti
Georgíu, fagnar sjálfstæðis-
yfirlýsingu þings lýðveldisins.
lagalega stöðu okkar og gerir
okkur kleift að gæða fullveldi
okkar raunverulegri merkingu og
beijast af meiri krafti fyrir fullu
sjálfstæði í áföngum,“ sagði for-
setinn.
Yfirlýsingin var samþykkt er
þess var minnst að tvö ár eru lið-
in síðan sovéskir hermenn réðust
á mótmælendur úr röðum sjálf-
stæðissinna í Tbilisi og urðu 20
þeirra að bana. Samþykktin gæti
haft alvarlegar afleiðingar fyrir
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta
og tilraunir hans til að koma í veg
fyrir sundrungu Sovétríkjanna.
Hart hefur verið lagt að Gor-
batsjov að lýsa yfir neyðarástandi
í héraðinu Suður-Ossetíu, þar sem
tugir manna hafa beðið bana í
átökum Georgíumanna og Osseta.
Gamsakhurdia hefur hótað alls-
heijarverkfalli í lýðveldinu ef sov-
éskar hersveitir verða ekki fluttar
úr héraðinu.
Iandinu. Hann lagði einnig til
að mótmælafundir yrðu bann-
aðir á vinnutíma og mæltist til
þess að þeim lýðveldum Sov-
étríkjanna, sem hafna samvinnu
um stofnun nýs ríkjasambands,
sættu harðri refsingu.
Gorbatsjov lagði tillögur sínar
fram á fundi Sambandsráðsins,
sem er skipað leiðtogum flestra
leiðtoga Sovétlýðveldanna, og eru
þær liður í „neyðaráætlun“, sem
Sovétforsetinn hefur lagt fram og
á að gilda í eitt ár. Krafa hans
um bann við verkföllum virtist
líkleg til að auka enn spennuna
milli Gorbatsjovs og Borís Jeltsíns,
leiðtoga Rússlands. Óljóst var
hvernig bannið gæti orðið til þess
að binda enda á verkfall náma-
manna í Síberíu og Úkraínu, sem
staðið hefur í rúma fimm vikur,
án þess að beita þyrfti valdi.
„Við okkur blasir efnahagslegt
hrun með öllum þeim afleiðingum
sem slíkt hefur fyrir alþýðuna og
landvarnir okkar," hafði sovéska.
fréttastofan TASS eftir Gor-
batsjov. „Við verðum að binda
enda á illdeilurnar. Við getum
ekki horft aðgerðalaus upp á hrun
Sovétríkjanna." Sovétforsetinn
tók skýrt fram að grípa þyrfti til
harðra aðgerða gegn þeim lýðveld-
um, sem hafna samvinnu við Sov-
étstjórnina um að koma á nýju
ríkjasambandi.
í neyðaráætlun Gorbatsjovs er
kveðið á um að fijálsræði í gjald-
eyrismálum verði aukið, hvatt
verði til erlendra fjárfestinga, tek-
in upp nánari samvinna við vest-
rænar efnahagsstofnanir og stefnt
að varfærnislegri einkavæðingu. I
greinargerð með áætluninni er
einnig dregin upp svört mynd af
efnahagskreppunni í landinu.
Framleiðslan minnkaði í nær öllum
greinum atvinnulífsins á fyrsta
fjórðungi ársins og þjóðartekjurn-
ar minnkuðu um 12%.
Verkamenn í 60 fyrirtækjum í
Hvíta-Rússlandi efndu til þriggja
stunda verkfalls í gær til stuðnings
kröfum námamanna um að Gorb-
atsjov segði af sér. Þeir sögðust
staðráðnir í að halda baráttunni
áfram og boðuðu mótmælafund í
höfuðborg lýðveidisins, Mínsk, í
dag.