Morgunblaðið - 10.04.1991, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991
Morgunblaðið/Sigurgeir
Skipverjar og sprengjusérfræðingar skoða trollið við skipshlið.
Emma fékk dufl
í trollið við Eyjar
Vestmannaeyjum.
EMMA VE kom til hafnar í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld með
tundurdufl sem skipveijar fengu í trollið á Karganum vestan við
Eyjar. Duflið var virkt en sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunn-
ar sem komu til Eyja gerðu það óvirkt og eyddu því síðan.
Kristján Óskarsson, skipstjóri, Þeir komu til Eyja og sáu að duflið
sagði að þeir hefðu verið að toga á
Karganum, sem er hraun 10 mílur
vestan við Eyjar. „Ég var að prófa
að toga inn í hraunið, eftir asdik-
inu, og duflið hlýtur að hafa komið
í þar því ég veit ekki til að það
hafi áður verið togað þama,“ sagði
Kristján. Hann sagði að duflið hefði
verið í miðjum beig trollsins og
þeir hafí séð það strax og það kom
upp í skutrennuna.
„Við hífðum trollið inn og náðum
duflinu síðan úr því og festum úti
í síðu. Ég hafði samband við Land-
helgisgæsluna og þeir sögðu okkur
að fara strax í land með þetta.
var virkt. Þeir kiipptu síðan á ein-
hveija víra í því og gerðu það óvirkt
en síðan var því eytt einhvers stað-
ar austur á hrauni,“ sagði Kristján.
Grímur
Tillög*ur að Ósbraut yfir
Elliðaárvog lag*ðar fram
TVÆR tillögur að Ósbraut er tengja mun Sæbraut og Höfða-
bakka, hafa verið lagðar fram í borgarráði. í greinargerð Sigurð-
ar I. Skarphéðinssonar aðstoðargatnamálastjóra, er jafnframt
borinn saman kostnaður við tvöföldun Vesturlandsvegar frá
Reykjanesbraut að Höfðabakka og lagningu Ósbrautar.
í tillögu 1 er gert ráð fyrir
samfelldri hárri brú yfir smábáta-
höfnina í Elliðaárvogi og ósa Ell-
iðaáa, með möguleikum á tveggja
hæða gatnamótum og aðkomu að
fyrirhuguðu hafnarsvæði um
Kjalarvog. Verður ekið_ undir
brúna á lóð Olíufélagsins. Áætlað-
ur kostnaður er kr. 556 milij.
I tillögu 2 eru brýr styttar eins
og unnt er og tengingar við þær
eins brattar og unnt er miðað við
kröfur um stofnbraut. Ef tillagan
verður fyrir valinu, verður hafnar-
svæðið tengt með ljósastýrðum
gatnamótum við Kjalarvog. Áætl-
aður kostnaður er kr. 449 millj.
Mælt er með að fyrsti áfangi
verði boðinn út haustið 1991 og
að honum ijúki ári síðar. í honum
felist gerð undirganga undir
Höfðabakka ásamt syðri akbraut
Ósbrautar frá Breiðhöfða að und-
irgöngum. Enn fremur að lokið
verði við gróffyllingu í vegstæði
frá Sævarhöfða að smábátahöfn.
Annar áfangi, brúargerð, verði
boðinn út í ársbyijun 1992 og að
verklok verði haustið 1993. Þriðji
áfangi fari í útboð í ársbyijun
1993 og að honum ljúki haustið
1993. Þá verði lokið við vegagerð
vestan Sævarhöfða.
Áætlaður kostnaður við tvö-
földun Vesturlandsvegar frá
Reykjanesbraut að Höfðabrekku
er um kr. 683 millj. eða rúmlega
20% hærri en gerð Ósbrautar.
Fram kemur að kostnaðartölur
og greinargerð Þórarins Hjalta-
sonar yfirverkfræðings umferðar-
deildar, styðji þá ákvörðun að
leggja Ósbraut áður en hafíst er
handa við breikkun Vesturlands-
vegar. Þá hefur gatnamálastjóri
leitað eftir því við vegamálastjóra
að Ósbraut verði þjóðvegur í þétt-
býli og kostnaður greiddur úr
ríkissjóði.
Tillaga að Ósabraut,
vegtengingu
yfir Elliðavog
Næsta skref að breyta Búnaðar-
bankanum í hlutafélagsbanka
— sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra á ársfundi Seðlabankans
Jón Baldvin
vill kappræð-
ur við Davíð
JÓN Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins,
hefur skorað á Davíð Odds-
son, formann Sjálfstæðis-
flokksins, að mæta sér á opn-
um fundi í Reykjavík þar sem
rætt verði um stefnu flokk-
anna tveggja í sjávarútvegs-
málum, landbúnaðar- og
neytendamálum, skatta- og
ríkisfjármálum og húsnæðis-
málum.
Einnig segist Jón Baldvin
Hannibalsson reiðubúinn til að
ræða stefnu flokkanna tveggja
í Evrópumálum. Þetta kemur
fram í grein Jóns Baldvins, sem
birt er á blaðsíðu 22 í Morgun-
blaðinu í dag.
JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, lýsti því yfir á ársfundi Seðla-
bankans, sem haldinn var í gær, að næsta skref í þróun bankakerf-
isins ætti að vera að að breyta Búnaðarbanka íslands í hlutafélags-
banka, sem fyrst um sinn yrði þó alfarið í eigu ríkisins, en selja
ætti síðan ríkishlutinn smátt og smátt jafnframt því sem bankinn
aflaði sér eiginfjár með útboði nýrra hluta.
„Slík breyting á Búnaðarbank-
anum er eðlilegra upphafsskref en
að breyta Landsbankanum í hluta-
félag. Þar kemur m.a. til að um-
fang hans er minna og ekki síður
að fjárhagsstaða Búnaðarbankans
er betri en Landsbankans sem
Borgin kaupir
húsGunnars
Giumarssonar
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að kaupa hús Gunnars Gunnars-
sonar skálds við Dyngjuveg 8.
Kaupverð er kr. 23 millj.
í samkomulaginu felst að í hús-
inu verði starfrækt menningarstarf-
semi á vegum borgarinnar.
auðvitað gerir hlutabréf í honum
vænlegri kost fyrir Qárfestinga-
raðila,“ sagði viðskiptaráðherra.
. Hann greindi frá því á fundinum
að Seðlabankinn hefði nýlega skil-
að til sín greinargerð um kosti og
galla og nauðsynlegan aðdrag-
anda að því að ríkisviðskiptabönk-
unum verði breytt í hlutafélags-
banka. I henni væri meðal annars
bent á að almennt sé stefnt að
einkavæðingu ríkisbanka á Vest-
urlöndum þar sem slíkir bankar
eru á annað borð starfandi. „Við
eigum að fylgja sömu stefnu og
draga úr ríkisrekstri í bankakerf-
inu. Það hafa engin haldbær rök
verið færð fyrir því að skynsam-
legt sé að ríkið eigi tvo viðskipta-
banka af þremur hér á landi.“
Viðskiptaráðherra fjallaði einn-
ig um væntanlegar breytingar á
lagaákvæðum um verðtryggingu
ljárskuldbindinga. Hann sagði
ríkisstjórn og bankastjórn Seðla-
bankans hafa í árslok orðið sam-
mála um stefnumótun fram til
ársbyijunar 1993 um minnkandi
vægi verðtryggingar á fjárskuld-
bindingum og opnun lánamarkað-
arins. Fyrsti áfangi aðgerðanna
væri þegar kominn til fram-
kvæmda, næsti áfangi yrði stiginn
um næstu áramót og lokaskrefið
stigið í ársbyijun 1993 samtímis
því sem síðustu ijárhæðartak-
markanir á langtímahreyfingum
íjármagns milli íslands og annarra
landa falla úr gildi. „Er stefnt að
því að lagaákvæði um verðtrygg-
ingu fjárskuldbindinga falli úr
gildi þann dag. Eftir sem áður er
gert ráð fyrir að Seðlabankinn
reikni í framtíðinni út lánskjara-
vísitölu mánaðarlega vegna þeirra
verðtryggðu fjárskuldbindinga
sem í gildi verða. Frá ársbyijun
1993 á notkun verðtryggingar
ijárskuldbindinga hér á landi al-
farið að ráðast af fijáisu vali á
fjármagnsmarkaðnum. Rétt er að
geta þess að þetta fyrirkomulag
er við lýði í 22 af 24 aðildarríkjum
OECD.“
Nýr slökkviliðs-
stj óri tekur við
Þátttaka í Heimssýningunni á Spáni 1992:
Ríkið ábyrgist 150 milljónir
RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að skipa framkvæmdanefnd til að sjá
um þátttöku íslands í Heimssýningunni á Spáni á næsta ári og bygg-
ingu sýningarskála. Jafnframt samþykkti ríkisstjórnin að tryggja 150
milljónir króna til verkefnisins, eftir að norski útgerðarmaðurinn Knut
Utstein Kloster hafði boðið að tryggja fjármögnun 100 milljóna króna
af kostnaðinum, en heildarkostnaður er áætlaður um 250 milljónir
króna.
Fyrir skömmu fóru þeir Helgi
Pétursson og Baldvin Jónsson til
viðræðna við Kloster í umboði for-
sætisráðherra. Greinargerð þeirra
um viðræðurnar var tekin fyrir á
ríkisstjórnarfundi í gær. Jón Sveins-
son aðstoðarmaður forsætisráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið að samkvæmt þeirri greinar-
gerð væri þáttur Klosters sá, að
hann hugsaði sér að ábyrgjast að
framlag, sem nemur 90 til 100
milljónum króna, komi fram fyrir
hans tilstuðlan. „Þá er hann reynd-
ar með fleiri aðila inni í því dæmi,
eftir því sem best verður skilið."
Um ár er til stefnu og því segir .
Jón Sveinsson að tíminn sé orðinn
naumur og nefndin verði að vinna
bæði hratt og skipulega til að þátt-
takan í sýningunni geti orðið að
raunveruleika.
HRÓLFUR Jónsson vara-
slökkviliðsstjóri hefur verið
ráðinn slökkviliðsstjóri í
Reykjavík frá 1. desember 1991.
A fundi borgarráðs í gær var
lagt fram bréf Rúnars Bjarnasonar
slökkviliðsstjóra, þar sem hann
segir starfi sínu lausu frá 30.
nóvember 1991 að telja. Þá þegar
samþykkti borgarráð, að ráða
Hrólf Jónsson varaslökkviliðs-
stjóra í hans stað.
„Ég er þeirrar skoðunar að
menn eigi ekki að gegna starfi
slökkviliðsstjóra lengur en til sex-
tugs og þeim aldri næ ég í nóvemb-
er,“ sagði Rúnar. „Ég hef gegnt
þessu embætti í 25 ár og tími til
kominn að breyta til. Ennþá er ég
Hrólfur Jónsson.
ungur, hraustur og ágætlega
menntaður verkfræðingur og ekki
ólíklegt að einhveijir hafi áhuga á
að njóta ráðgjafar minnar á þeim
sviðum sem ég er sérfræðingur á.“
Krístín Á. Ólafsdóttir, Abl.,
lagði fram bókun á fundi borgar-
ráðs um að auglýsa ætti stöðuna
lausa til umsóknar.