Morgunblaðið - 10.04.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.04.1991, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991 K O S N I N G A R Ráðuneyti skýra út- gáfustarfsemi sína Samgönguraðuneytið hefur sent fra ser fréttatilkynningu þar sem harmað er að nefndarstarf á vegum ráðuneytisins um framkvæmdir, uppbyggingu og þróun í samgöngu- og fjarskiptamálum næstu 10-20 ár, hafi dregist inn í umræðu um útgáfu upplýsingarita innan stjórnar- ráðsins og vísar ásökunum sem fram hafa komið í því sambandi á bug. Skýrsla nefndarinnar kom nýlega út í bókinni Lífæðar lands og þjóðar. I frétt' samgönguráðuneytisins segir, að umrædd nefnd hafi verið skipuð 1989. í henni hafi átt sæti embættismenn og fulltrúar fyrir- tækja og hagsmunasamtaka á sviði samgöngu og flutningamála. Nefnd- in hafi lokið störfum í ársbyijun 1991, og allt sem komi fram í skýrsl- unni sé unnið af nefndinni eða starfs- hópum á vegum hennar. Hlutur ráð- herra felist eingöngu i því að rita ávarp í skýrsluna. Hún sé ekki hug- suð til dreifingar meðal almennings, heldur til notkunar fyrir stofnanir ráðuneytisins. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra hefur gefíð út yfirlýsingu vegna fréttar í DV um skilabréf menntamálaráðuneytisins, þar sem rakin eru verkefni sem unnið var að í tíð núverandi menntamálaráðherra. Segir í yfirlýsingunni, að Skilabréf 1991 hafi löngu verið tilbúið í ráðu- neytinu, sé hluti af fréttabréfi ráðu- neytisins, en útgáfaþess hafi byijað í ráðherratíð Birgis Isleifs Gunnars- sonar. í yfirlýsingu menntamálaráðherra segir að fréttabréfið, og skilabréfið, séu send skólamönnum og öðrum þeim sem starfi á sviði menntamála- ráðuneytisins. Veruleg eftirspurn sé eftir þessum upplýsingum, m.a. frá skólastjórnum og kennurum. Því sé skilabréfið í 1.000 eintökum umfram fréttabréfið. Lífsskoðun en ekki patentlausnir eftir Björn Bjarnason Eitt af einkennum stjórnmáiaum- ræðna hér er að hver hefur eftir öðrum en færri virðast staldra við og kynna sér mál frá grunni. í kosningabaráttunni sem nú stendur hafa klisjurnar um Sjálfstæðis- flokkinn verið tvenns konar og al- gerlega andstæðar. Fyrst eftir landsfund flokksins var því haldið á loft að sjálfstæðisstefnan og flokkurinn hefðu fengið á sig hörku- legra yfirbragð en áður. Þetta sögðu andstæðingarnir í nokkra sólarhringa. Síðan söðluðu þeir um og hófu þann söng að flokkurinn væri stefnulaus — að vísu hafa framsóknarmenn verið að bögglast með það sjónarmið, að sjálfstæðis- menn vilji aðild að Evrópubandalag- inu (EB), hvorki meira né minna. Sjálfstæðisflokkurinn boðar ekki aðild að EB. Hann vill hins vegar ekki útiloka umræður um málið eins og framsóknarmenn krefjast að verði gert og hafa í vandræðum sínum komist að þeirri furðulegu niðurstöðu, að kosningamar nú séu þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópu- bandalagið. Að hrapa að slíku er fráleitt á þessari stundu, þegar rík- isstjórn undir forystu framsókn- armanna á fullt í fangi með samn: inga um evrópskt efnahagssvæði. í þeim samningum er samið um 70-80% þeirra atriða sem koma til álita í samskiptum okkar við EB. Af hveiju vilja framsóknarmenn ekki að kosningarnar snúist um þessa samninga? Af hveiju vildu þeir ekki að Alþingi veitti umboð til þessarar samningagerðar en kusu að halda málinu alfarið innan ríkisstjórnarinnar? Sjávarútvegsstefna í kosningayfirlýsingu sjálfstæð- ismanna segir: „Móta skal sjávarút- vegsstefnu er nái til veiða og vinnslu.“ í sjónvarpsþætti með Dav- íð Oddssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins, taldi fréttamaður nægja að iesa aðeins fyrstu þijú orð þess- arar setningar og lét síðan í veðri vaka að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga stefnu. Ef setningin öll er les- in kemur í ljós, að í henni felst frá- hvarf frá fiskveiðistefnunni sem Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra Framsóknarflokksins, hef- ur mótað og nær aðeins til veiða en ekki vinnslu. Davíð Oddsson benti á þá staðreynd að það er munur á fiskveiðistefnu og sjávar- útvegsstefnu. Felst þannig mikil- væg stefnumörkun í þessar yfirlýs- ingu landsfundarins. Kristni og kirkja Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, þykir sér sæma að atyrða Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa lýst yfír stuðningi við kristni og kirkju í stjórnmálaálykt- un landsfundarins og kosningayfir- lýsingu sinni. Hefur þessum árásum hans á flokkin verið útvarpað að minnsta kosti tvisvar sinnum frá því að landsfundurinn var haidinn. I stjórnmálaályktuninni segir í upp- hafi hennar: „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á, að sjálfstæðis- stefnan byggist á mannúðlegum sjónarmiðum, frelsi einstaklingsins, lýðræðislegum stjórnarháttum, virðingu fyrir gæðum jarðar og kristinni trú og siðgæði.“ í þeim kafla ályktunarinnar þar sem ein- stök áhersluatriði eru tíunduð seg- ir: „Við undirbúning ungs fólks undir lífið eins og endranær á veg- ferð mannsins skiptir kristinn boð- skapur miklu. Staðinn verði vörður um hlut og fjárhagslegt sjálfstæði kirkju og kristinna safnaða og stutt við baráttu kristinna manna um heim allan fyrir réttlæti, friði og verndun náttúrunnar.“ Það eru líklega þessar setningar sem formanni Alþýðuflokksins þykja ámælisverðar. Ætli mörgum öðrum þyki ekki eftirtektarvert, að Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjóm- málaflokkurinn sem ályktar á þenn- an veg og vísar óhikað til mikilvæg- is þessara grundvallarsjónarmiða, sem í senn setja svip á stjórnar- hætti íslensku þjóðarinnar og lífs- skoðun? Flótti frá nútímanum Vinstrisinnar gangast upp í því að boða patentlausnir. Marxisminn og sósíalisminn er flótti frá nútíð- inni en átti að fela í sér fyrirheit um framtíðarríkið. Það fyrirheit AF INNLENDUM VETTVANGI HALLUR ÞORSTEINSSON Sex nýir flokkar bjóða fram í alþingiskosningimum Einnig væri á stefnuskrá framboðs- ins að sett yrðu lög til að fyrir- byggja hringamyndanir, og nauð- syn væri á nýrri íslenskri stjórnar- skrá sem innihéldi vilja og vonir þjóðarinnar. „Þá viljum við að sett verði lög um ábyrgð stjórnmála- manna, og til dæmis að í lok hvers árs skili þeir skýrslu um störf sín. Við viljum að bannað verði með lögum að gera ráð fyrir fjárlaga- halla við gerð fjárlaga, og leggjum áherslu á að ríkisábyrgðarsjóður verði minna notaður en verið hefur. Þá þarf Alþingi að þróast frá því að vera félagsmálastofnun fyrir- tækjanna eins og það er í dag yfir í það að vera stefnumótandi löggjaf- arstofnun eins og það upphaflega átti að vera,“ sagði Kristín. Heimastj órnarsamtökin í KOSNINGUNUM til Alþingis 20. apríl næstkomandi bjóða sex flokk- ar fram sem ekki hafa áður boðið fram í alþingiskosningum, en það eru Fijálslyndir, Þjóðarflokkur-Flokkur mannsins, Heimasljórnar- samtökin, Grænt framboð, Verkamannaflokkur íslands og Öfgasinn- aðir jafnaðarmenn. Fijálslyndir og Þjóðarflokkur-Flokkur mannsins bjóða fram í öllum kjördæmum, og Heimastjórnarsamtökin bjóða fram í öllum kjördæmum nema á Vestfjörðúm. Grænt framboð, Verkamannaflokkur íslands og Öfgasinnaðir jafnaðarmenn bjóða fram í Reykjaneskjördæmi, og Grænt framboð býður auk þess fram I Reykjavík. Fijálslyndir Að sögn Garðars J. Guðmunds- sonar, kosningastjóra Fijálslyndra, standa Borgaraflokkurinn og fijáls- lynt fólk úr öllum áttum að fram- þoði Fijálslyndra. Hann sagði að eitt helsta stefnumál flokksins væri að breyta núverandi skattakerfí með breytilegum persónuafslætti, þannig að skattleysismörk hækk- uðu upp í tæplega 88 þúsund krón- ur, en tekjur ríkisins yrðu þær sömu. „Við viljum að lögfest verði visst þak á skattheimtu opinberra aðila, og eftir að það hafi verið sett á þurfi % alþingismanna til að breyta því. Við teijum að þetta ætti að fá ríkiskerfið til að fara að hugsa eins og hinn almenni borg- ari, það er fyrst um tekjurnar og síðan um gjöldin," sagði Garðar. Þjóðarflokkur-Flokkur mannsins Flokkur mannsins bauð fram í öllum kjördæmum í síðustu alþing- iskosningum, en nú býður hann fram sameiginlega með Þjóðar- flokknum, sem þá bauð fram í flest- um kjördæmum. Að sögn Kristínar Sævarsdóttur, blaðafulltrúa fram- boðsins, standa manngildissinar að Flokki mannsins, en að Þjóðar- flokknum áhugamenn um jafnrétti á milli landshluta, og áhugasvið hins sameiginlega framboðs flokk- anna væri fyrst og fremst valddreif- ing. Hún sagði að framboðið legði áherslu á að lágmarkslaun yrðu aldrei undir skattleysismörkum, sem þyrfti að hækka, og að er- lendri lántöku ásamt innlendri lán- töku ríkissjóðs með sölu ríkis- skuldabréfa yrði tafarlaust hætt. Stofnaðar yrðu sérstakar stjórn- sýslueiningar landshlutanna, sem hefðu ákvörðunarvald um sameig- inlegar framkvæmdir og þjónustu hver í sínum landshluta, og áhersla væri lögð á þjóðaratkvæðagreiðslu um öll mikilvæg mál fyrir þjóðina. Heimastjórnarsamtökin voru stofnuð 10. mars síðastliðinn, og framkvæmdastjórn þeirra skipa þeir Tómas Gunnarsson, Jón Odds- son og Siguijón Þorbergsson. Að sögn Inga B. Ársælssonar, efsta manns á lista Heimastjórnarsam- takanna í Suðurlandskjördæmi, hyggst flokkurinn fyrst og fremst heíja baráttu gegn aðild að Evrópu- bandalaginu. „Þar ætlum við að koma fram sem höggheldur skjöld- ur kjósenda gegn þeim áformum fjórflokksins mitt í úrræðaleysi hans að hefja viðræður um evrópskt efnahagssvæði, sem í rauninni felur í sér að stíga tvö af þrem skrefum inn í EB. Gegn þessum áformum munum við snúast til harðrar bar- áttu,“ sagði Ingi. Hann sagði að auk þess legðu Heimastjórnarsam- tökin mjög mikla áherslu á upp- byggingu íslenskra atvinnuvega og umbætur í réttarfarsmálum, en þar teldu samtökin að átaks væri þörf þar sem réttarfarskreppa ríkti í landinu. Þá legðu Heimastjórnar- samtökin meðal annars áherslu á aukið lýðræði og jafnrétti, og vald- dreifingu frá miðstýrðu kerfi til fólksins. Grænt framboð Óskar Dýrmundur Ólafsson, efsti maður á lista Græns framboðs í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.