Morgunblaðið - 10.04.1991, Síða 20
20
'MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 10. APRÍL 1991
ALÞINGISKOSNINGAR
Sj ávarútvegsráðherra
kastar steinum úr glerhúsi
eftirEinarK.
Guðfinnsson
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra var sýnilega felmtri
sleginn. Þegar hann flutti ræðu sína
á miðstjómarfundi Framsóknar-
flokksins um miðjan síðasta mánuð.
Hann vék í máli sínu að þeirri kröfu
sjálfstæðismanna, að setja á odd-
inn, að sjávarútvegsráðuneytið
kæmi í hlut Sjálfstæðisflokksins,
ætti hann aðild að stjórnarmyndtan-
arviðræðum að afloknum kosning-
um.
Svo var að heyra að þessi krafa
kæmi illa við sjávarútvegsráðherr-
ann og kannski ekki nema von. Þau
fara senn að telja átta árin sem
hann hefur verið hæstráðandi til
sjós og lands í þessum málaflokki.
Og ef til vill bara mannlegt að una
því illa, að það sé orðað að tími sé
kominn til mannaskiþta í þessu
þýðingarmikla ráðuneyti.
Eðlileg krafa
Engum ætti þó að koma á óvart
að slík krafa sé uppi hjá stærsta
stjómmálaflokki landsins. Okkar
bíða ótalin og óþijótandi verkefni á
vettvangi þessarar starfsgreinar á
næstu árum. Þó hæst beri vitaskuld
mótun heildstæðrar sjávarútvegs-
stefnu, er taki bæði til veiða og
vinnslu.
Halldór Ásgrímsson kvartaði
mjög undan því að þjóðin fengi lítið
að vita um stefnu Sjálfstæðismanna
í sjávarútvegsmálum. Auðvitað veit
ráðherrann betur. Stefna sjálfstæð-
ismanna í þessum máiaflokki hefur
glögglega komið fram í landsfund-
arályktun, í skrifum formanns mál-
efnanefndarinnar að loknum lands-
fundi, í afstöðu fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins í sjávarútvegsnefndum
Alþingis og málflutningi þing-
manna flokksins við umræður um
fiskveiðistjómun, sem tíðum hafa
farið fram á Alþingi. Þær umræður
hefur ráðherrann jafnan verið við-
staddur og veit því betur.
Ekki úr háum söðli að detta
Sjálfur hefur hann ekki úr ýkja
háum söðli að detta. Því sannleikur-
inn er sá að hann hefur á ferli sín-
um sem sjávarútvegsráðherra, fylgt
stefnu í fiskveiðistjórnun sem er
gagnstæð því, sem hann og flokkur
hans boðaði fyrir kosningarnar
1983, en það ár tók hann við emb-
ætti sjávarútvegsráðherra.
Ég tel nauðsynlegt allra hluta
vegna að rekja það mál hér nokk-
uð. Ekki síst vegna þess að minni
sumra hrekkur stundum skammt.
Því er ekki vanþörf á að hressa
svolítið upp á það.
Hvað sagði Steingrímur?
Höfum það í huga að framsókn-
armaðurinn Steingrímur Her-
mannsson var sjávarútvegsráðherra
næst á undan Halldóri Ásgríms-
syni. Það er á ámnum 1980 til
1983. Hann var þá, ekki fremur en
nú, ekki banginn að hafa uppi yfir-
lýsingar. Okkur Vestfirðingum (en
hér var hann í framboði í þá tíð)
sagði hann til dæmis tæpitungu-
laust:
„Eg er ekki hlynntur kvótakerfi
og sé á því ýmsa annmarka."
Þetta var á því herrans ári 1980
og sjávarútvegsráðherrann var að
flytja sitt pólitíska testamenti í sjáv-
arútvegsmálum yfír vestfirskum
sveitarstjómarmönnum.
Og hann sagði meira:
„Kvótakerfið tryggir ekki
nauðsynlega samræmingu veiða
og vinnslu ... Þá sýnist mér þó
nokkuð flókið að ákveða kvóta
fyrir hvert einasta fiskiskip,
bæði togara og báta.“
Þeim sem vilja lesa nánar um
afstöðu ráðherrans, er bent á að
lesa kafla úr ræðu hans, sem birt-
ist í framsóknarmálgagninu hér
vestra, ísfírðingi; slegið upp yfir
þvera forsíðuna.
Stefna Framsóknar:
Enginn kvóti!
En það er ekki nóg með þetta.
Téður Steingrímur Hermannsson
fylgdi í sjávarútvegsráðherratíð
sinni, kerfi fískveiðistjórnunar, sem
sjálfstæðismaðurinn Matthías
Bjarnason hafði þróað og Kjartan
Jóhannsson, Alþýðuflokksmaður,
einnig nýtt sér. Og allt gekk vel.
Raunar svo vel, að þeir framsóknar-
menn boðuðu sérstaklega í stefnu-
yfirlýsingu sinni árið 1983:
„Framsóknarflokkurinn telur
að stýring fiskveiða hafi þróast
á réttan hátt á undanförnum
árum. Lögð er áhersla á að unn-
ið verði áfram að þróun þessarar
stýringar í ljósi reynslunnar."
Með öðrum orðum: Það var mat
framsóknarmanna að ekki ætti að
söðla um við stjórn fískveiða. Fyrr-
greind orð Steingríms um kvótann
áttu greinilega enn við. Kjósendum
landsins var fluttur sá boðskapur,
að kæmist Framsóknarflokkurinn
til valda og áhrifa í sjávarútvegs-
málum, yrði fylgt sömu stefnu
áfram. Um kvótakerfi yrði sýnilega
ekki að ræða.
Stefnan svikin
En hvað gerðist? Halldór Ás-
grímsson, fór í sjávarútvegsráðu-
neytið; nauðugur að eigin sögn. Og
árið var ekki liðið er hann sveik
stefnumörkun Framsóknarflokks-
ins. Kvótakerfið var orðið lögfest
fyrir áramót .1983/1984.
Þetta er lærdómsrík saga. Svo
lærdómsrík, að ég tel fyllilega tíma-
bært að rifja hana upp nú í ljósi
ummæla Halldórs Ásgrímssonar á
miðstjórnarfundi Framsóknar-
flokksins.
Það situr síst á Halldóri Ásgríms-
syni, svo ágætur maður sem hann
annars er, að tala í þeim dúr, sem
hann gerði á miðstjórnarfundi
Framsóknarflokksins. — Hann, sem
sagði eitt fyrir kosningar 1983, en
framkvæmdi svo allt annað að þeim
loknum, í einu mikilvægasta máli
síðustu áratuga, er varðar alla þjóð-
ina. Þegar hann talar á þessa lund
er hann sem steinkastari í glerhúsi.
Framferði þeirra framsóknar-
manna í þessu máli er og verður
dæmi um makalausan pólitískan
„Framferði þeirra
framsóknarmanna í
þessu máli er og verður
dæmi um makalausan
pólitískan tvískinn-
ungshátt. Og það sæmir
þeim því illa að hreykja
sér hátt þegar kemur
til málefna fiskveiði-
stjórnar í þessu landi.“
tvískinnungshátt. Og það sæmir
þeim því illa að hreykja sér hátt
þegar kemur til málefna fiskveiði-
stjórnar í þessu landi.
Höfundur er varaþingmaður og
skipnr 2. sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum.
Einar K. Guðfinnsson
Að standa vörð um
það gamla og úrelta
eftir Finn Ingólfsson
Miðvikudaginn 13. mars sl. birt-
ist í Morgunblaðinu um margt at-
hyglisverð grein eftir Ólaf F. Magn-
ússon lækni. Ólafur kemst í grein
sinni að þeirri niðurstöðu, reyndar
þeirri sömu og einn fundarmanna
á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur
komst að 20. febrúar sl., að lítill
munur væri á íhaldi og kommum í
heilbrigðismálum. Því það hafí sýnt
sig að þegar þessir flokkar hafi
ráðið í heilbrigðisráðuneytinu hafí
ríkt algert stefnuleysi.
Harður dómur
Þetta er harður dómur yfír verk-
um eigin flokks, en Ólafur er vara-
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík. Ólafur kemst að þeirri
niðurstöðu í grein sinni að í heil-
brigðisráðherratíð Guðmundar
Bjamasonar hafi orðið veruleg
umskipti varðandi stefnumörkun í
heilbrigðismálum. Af orðum vara-
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
H vað er
ArmaHex
Það er heimsviðurkennd
pípueinangrun í hólkum,
plötum og límrúllum frá
P. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640
í Reykjavík verður ekki annað ráðið
en að Sjálfstæðisflokkurinn sé
stefnulaus í heilbrigðismálum og sú
stefnumörkun, sem orðið hafí í þeim
málum á undanförnum árum sé
komin frá framsóknarmönnum.
Þetta er alveg hárrétt hjá Ólafi. Það
hefði því verið viðkunnanlegra hjá
honum að minnast á nokkur atriði
í þeirri viðamiklu stefnumótun, sem
orðið hefur á undanfömum 4 árum
í heilbrigðis- og trýggingamálum,
heldur en að fara með rangtúlkanir
og dylgjur.
Stefnumótun
Hér vil ég minnast á örfá atriði
en sem þó eru homsteinar stefnunn-
ar í heilbrigðis- og tryggingamál-
um.
1. Fyrir fáum dögum var sam-
þykkt á Alþingi tillaga til þings-
ályktunar um íslenska heilbrigðis-
áætlun. Hér erum að ræða fyrstu
heildarstefnumótunina í íslenskum
heilbrigðismálum, sem tekur til
allra þátta heilbrigðisþjónustunnar.
Áætlunin er i samræmi við stefnu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar um heilbrigði allra árið 2000.
Að þessari stefnumótun hafa marg-
ir unnið og úr hinum ýmsu stéttum
heilbrigðisþjónustunnar ásamt
émbættismönnum og stjórnmála-
mönnum. Hér er um pólitíska stefn-
umörkun að ræða og það ánægju-
lega átti sér stað að á Alþingi var
þingsályktunin samþykkt sam-
hljóða.
2. í góðri samvinnu ríkis og
sveitarfélaga tókst að komá á nýrri
verkaskiptingu á milli þessara aðila
á sviði heilbrigðis- og trygginga-
mála með það að markmiði að gera
hana skýrari og markvissari:
3. Breyting hefur verið gerð á
lögunum um heilbrigðisþjónustu í
kjölfar breytinga á verkaskiptingu
milli ríkis og sveitarfélaga. Mark-
mið þeirrar breytingar var að draga
úr miðstýringu og færa vaid og
verkefni, sem áður voru inni í heil-
brigðisráðuneytinu og á borði borg-
arstjórans í Reykjavík, út til sjálf-
stætt starfandi stjóma heilbrigðis-
stofnananna.
4. Skipað hefur verið Sam-
starfsráð sjúkrahúsanna { Reykja-
vík, sem hefur það hlutverk að auka
sérhæfíngu og samstarf sjúkrahú-
sanna og ná þannig fram hagræð-
ingu í rekstri.
5. Fyrir Alþingi var langt frum-
varp til laga um almannatrygging-
ar. Hér var um að ræða heildarend-
urskoðun á almannatryggingalög-
gjöfínni, sem er að stofni til frá
1971. I frumvarpinu er um grund-
vallarbreytingar á almannatrygg-
ingalöggjöfínni að ræða, sem hefur
það megin markmið að færa frá
þeim sem betur mega sín til hinna
sem við erfíðari aðstæður búa. Lög-
gjafínn tók ,ekki afstöðu til þessa
frúmvarps, en stefna Framsóknar-
flokksins birtist skýrt í frumvarp-
inu.
6. Fyrir Alþingi var lagt frum-
varp til laga um gjörbreytingu á
lyfsölu og lyfjadreifíngu í landinu.
Til þessa frumvarps hefur löggjaf-
inn enn ekki tekið afstöðu, en stefna
Framsóknarflokksins kemur þar
skýrt fram. Með frumvarpinu er
stefnt að stórkostlegum spamaði í
lyfjamálum til að skapa forsendur
Finnur Ingólfsson
„Það er sorglegt til þess
að vita að ungnr maður
í læknastétt skuli í raun
berjast gegn nýjungum
og breyttum tímum.“
fyrir skattalækkunum.
7. Um mitt ár 1990 lagði heil-
brigðisráðherra fram i ríkisstjórn-
inni víðtæka stefnumótun um upp-
byggingu heilsugæslunnar í
Reykjavík. Markmiðið er að allir
Reykvíkingar hafi aðgang að
heilsugæsluþjónustu og þannig
verði ekki lakar búið að Reykvíking-
um í þessum efnum en öðrum lands-
mönnum.
8. Með samningum við lækna
hefur verið leitast við að draga úr
kostnaði við sérfræðilæknishjálp.
Tekist hefur með samstilltu átaki
læknafélaganna, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins og
Tryggingastofnunar ríkisins að
lækka kostnað við sérfræðilæknis-
hjálp á föstu verð lagi úr 979 millj-
ónum króna árið 1988 niður í 800
milljónir króna árið 1990.
Hér hefur verið minnst á fáa en
afskaplega mikilvæga vegvísa á
þeirri leið sem Framsóknarflokkur-
inn hefur verið að varða til betra,
hagkvæmara og ódýrara heilbrigð-
is- og tryggingakerfis.
Að standa vörð um það
staðnaða
Um útúrsnúning staðreynda,
dylgjur og vísvitandi misskilning á
ýmsum þeim atriðum, sem fram
koma í grein Ólafs, mætti hafa
mörg orð. En flest af því sem þar
kemur fram hefur áður 4erið hrak-
ið í blaðagreinum af heilbrigðisráð-
herra, undirrituðum og fleirum.
Ólafur F. Magnússon, varaborg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hef-
ur sett sér það að standa vörðum
gamalt, þjónustulítið og staðnað
kerfi sjálfstætt starfandi heimilis-
lækna. Á sama tíma er hins vegar
verið að byggja upp þjónusturíkt
og nútímalegt heilsugæslukerfí fyr-
ir Reykvíkinga. En Ölafur vill auð-
vitað, eins og sönnum sjálfstæðis-
manni sæmir, standa vörð um hið
gamla og úrelta. Heimilislæknum,
sem vilja vinna í heilsugæsluþjón-
ustunni, hefur fjölgað og þeir sem
starfað hafa í einyrkjakerfinu hafa
sóst eftir því að flytjast yfir og sá
tilflutningur hefur átt sér stað.
Þetta stafar af því að í eðli sínu
vilja heimilislæknar veita víðtæka
og góða þjónustu.
Það er sorglegt til þess að vita
að ungur maður í læknastétt skuli
í raun beijast gegn nýjungum og
breyttum tímum með því að þver-
skallast við og neita að viðurkenna
nýja og breytta tíma. Það sem verð-
ur þó að virða honum til vorkunnar
er það að hann er í forsvari fyrir
stjórnmálaflokk sem stendur
traustan vörð um það gamla, staðn-
aða og úrelta.
Ilöfundur skipnr efsta sœti
frnmboðslista
Framsóknarflokksins í Reykja vík.