Morgunblaðið - 10.04.1991, Side 21

Morgunblaðið - 10.04.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVÍKUDAGUR 10. APRÍL 1991 21 Tækifærið er komið eftir Halldór Hermannsson íslenska þjóðin hefur því miður ekki kynnst öðru stjórnarfyrirkomu- ■ lagi en samsteypustjórnum með öll- um þeim ógeðfelldu hrossakaupum sem þeim eru samfara. Þetta fyrir- komulag hefur gert lýðræðið veik- burða og seinvirkt. Undir lok þessa hrings, sem nú var að ljúka, komu glögglega fram sýnishom af þeirri ringulreið sem þessum sambræðslu- stjórnum fylgir. Þar sem stjórnar- skráin leyfir ekki pólitíska kosningu forseta með framkvæmdavaldi, sem gæti gefið möguleika á að gera lýð- ræðið virkara, þá væri sú leið æskile- gust að tveggja flokka kerfi næði að myndast í landinu. T.d. að nefna, hægri annars vegar og vinstri hins vegar, sem ættu möguleika á að skiptast á stjórnun landsins, eftir því sem vilji fólksins leyfði hveiju sinni. Nú eru ýmis deili til þess að grundvöllur sé að skapast í þessa veru. Atburðir þeir sem átt hafa sér stað í Evrópu undanfarin tvö ár gera það að verkum að hugmyndaá- greiningur milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags ætti að vera að mestu horfinn. Eftir standa persónu- legar togstreitur milli manna, sem hljóta að hverfa innan tíðar. Þá hef- ur Framsóknarflokkurinn alla jafnan talist til vinstri hreyfinga. Svo er að skilja á þingmönnum þessara flokka að þeim líki dável að vinna saman. Nú hefur það gerst á hægri armi stjórnmálanna að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur fengið nálægt 50% fýlgi í skoðanakönnunum. Flokkur- inn hefur kosið sér nýjan formann og sagt er „að nýir vendir sópi best“. Það er ekki íjarri lagi að halda, þar sem mikill hugur virðist vera í sjálf- stæðismönnum, að þeim takist að ná hreinum þingmeirihluta í þessum kosningum sem nú standa fyrir dyr- um. Þá myndi þjóðin loksins fá tæki- færi til þess að prófa meirihluta- stjórn eins flokks. Þ.e. að gera einn flokk ábyrgan gerða sinna þó ekki væri nema eitt kjörtímabil. Samein- aðir vinstri menn ættu þá möguleika á að ná meirihluta á þar næsta kjör- tímabili, ef að fólki fyndist sem sjálf- stæðismönnum hefði mistekist. Það er ekki úr háum söðli að detta þó að þetta yrði reynt. Nokkrir sjálf- stæðismenn óttast að flokkurinn nái ekki nógu vel saman eftir átökin við formannaskiptin, þegar betur er að gáð var þarna einungis um eðlilegar kosningar að ræða, milli tveggja dugandi manna. Hugsum okkur að Davíð hefði verið í sporum Þor- steins, þegar hann settist í form- annssætið árið 1983 milli tveggja stríðandi fylkinga, lítt sáttfúsra manna. Þau átakaár, sem á eftir fóru, heimtuðu sinn skerf af form- anninum í erfiðu hlutskipti. Almennt er talið að Þorsteini hafi tekist að koma á sáttum í flokknum. Vera má, hefði Davíð fengið þetta hlut- verk, áð hann hefði orðið að rýma formannssætið fyrir Þorsteini á ný- liðnu flokksþingi. Þannig geta örlög stjórnmálanna verið, enda ekkert við því að segja. Vinstri menn reyna nú af öllum kröftum að ýta undir þann áróður, að Davíð Oddsson sé þannig maður að hann muni aldrei sjá út fyrir borgarmörk Reykjavíkur, og í engu láta sig hag landsbyggðarinnar skipta. Þetta er auðvitað algjör fjar- st.æða. Davíð hefir stýrt Reykjavík eins og góðum og farsælum aflaskip- stjóra myndi sæma á skipi sínu. Hann mun einnig geta stýrt liag landsbyggðarinnar vel. Góður skip- stjóri breytist ekki þó að hann skipti um farkost. Menn hafa gert því skóna að nú muni fijálshyggjan óbeisluð helja innreið sína í Sjálf- stæðisflokkinn. Satt er það, að til muni vera menn í öllum flokkum sem fara offari í ýmsum málum og hug- myndum. Svo mun og einnig vera í Sjálfstæðisflokknum. Þar hafa nokkrir einstaklingar gert fijáls- hyggjuna að sérstöku hugarfóstri sínu, á þröngu sviði, en það er þeirra mál. Það er hins vegar eðlilegt að sérhver sjálfstæðismaður aðhyllist fijálshyggju að vissu marki, það er af hinu góða. Það er líka síður en svo að þeir kunni ekki að meta fé- lagshyggju þar sem hún hentar og á við. I margbreytileik lífsins er nauðsynlegt að menn séu ekki liða- mótalausir í hugsun og gerðum. Það gladdi mig að sjá þau ummæli höfð eftir Davíð Oddssyni í blaðaviðtali nýlega, að hann liti á það sem hlut- verk Sjálfstæðisflokksins, að vera „Sterk stjórn verður einungis til þegar einn flokkur fær meirihluta á þingi. í þessum kosn- ingum á Sjálfstæðis- flokkurinn einn þann möguleika. Nú er tæki- færið komið.“ ekki flokkur einhverra þröngra og einhæfra gilda. Töluverð andstaða virðist vera hjá mörgum vegna hugsanlegrar aðildar Halldór Hermannsson að EB. Ekki skal lagt neitt mat^ á það hér, hvorki með eða á móti. Ég vil hins vegar benda þeim sem andsnúnir eru aðild á það, að helsti möguleiki þess, að við þurfum ekki að sameinast EB í bráð, er að geta myndað sterka ríkisstjórn að kosn- ingum loknum. Sterk stjórn verður einungis til þegar einn flokkur fær meirihluta á þingi. í þessum kosningum á Sjálfstæð- isflokkurinn einn þann möguleika. Nú er tækifærið komið. Tími er kom- inn til að hrista af sér um stund hinar drepleiðinlegu og duglausu hrossakaupastjórnir. Það myndi svo sannarlega hressa upp á þjóðarand- Höfundur er fiskverkandi á ísafirði. Nes- og Melahverfi: Sími: 620185 Skrifstofa: Ingólfsstræti 5 Starfsmenn: Kolbrún Ólafsdóttir Haraldur Johannessen Kosningastjóri: Þórólfur Halldórsson Vestur- og Miðbæjarhverfi: Sími: 620187 Skrifstofa: Ingólfsstræti 5 Starfsmaður: Brynhildur Andersen Kosningastjóri: Kristjón Guðmundsson Austurbær og Norðurmýri: Sími: 620189 Skrifstofa: Ingólfsstræti 5 Starfsmaður: Jens Ólafsson Kosningastjóri: Kristinn Gylfi Jónsson Hlíða- og Holtahverfi: Sími: 82608 Skrifstofa: Valhöll 2. hæð Starfsmaður: Árni Jónsson Kosningastjóri: Jóhann Gíslason Háaleitishverfi: Sími: 82679 Skrifstofa: Valhöll I. hæð Starfsmaður: Trausti Þór Ósvaldsson Kosningastjóri: Karl F. Garðarsson Smáíbúða-, Bústaða- oe Fossvoeshverfi: Sími: 82675 Skrifstofa: Valhöll I. hæð Starfsmaður: Sóphus Guðmundsson Kosningastjóri: Óðinn Geirsson Laugarneshverfi: Sími: 620181 Skrifstofa: Borgartúni 31 Starfsmaður: Ragnar Ragnarsson Kosningastjóri: Axel Eiríksson Langholtshverfi: Sími: 678537 Skrifstofa: Fákafeni 11 Starfsmaður: Helga Jóhannsdóttir Kosningastjóri: Óskar Finnsson Árbæjar-, Seláshverfí og Ártúnsholt: Sími: 672902 Skrifstofa: Hraunbæ 102 b Starfsmaður: Ásta Gunnarsdóttir Kosningastjóri: Jóhannes Óli Garðarsson Bakka- og Stekkjahverfi Sími: 670578 Skrifstofa: Gerðubergi I Starfsmaður: Louise Biering Kosningastjóri: Guðmundur Jónsson Skóga- og Seljahverfi Sími: 670413 Skrifstofa: Gerðubergi I Starfsmaður: Guðlaug Wium Kosningastjóri: Rúnar Sigmarsson Fella- og Hólahverfi Sími: 670352 Skrifstofa: Gerðubergi I Starfsmaður: Bertha Biering Kosningastjóri: Jón Sigurðsson Grafarvogur. Sími: 676460 Skrifstofa: Hverafold 1-3 Starfsmaður: Sigurður Pálsson Kosningastjóri: Hreiðar Þórhallsson Utankjörstaðaskrifstofa: Opið kl. 9.00-22.00 alla daga Skrifstofa: Valhöll, 3. hæð Starfsmenn: Katrín Gunnarsdóttir, sími: 679903 Gísli Jensson, sími: 679938 Kosningastjóri: Óskar V. Friðriksson, sími: 679902 Kosningaskrifstofurnar eru opnar alla virka daga milli kl. 17.00 og 22.00 og um helgar milli klukkan 13.00 og 17.00. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals á kosningaskrifstofunum virka daga frá kl. 17.30 til 19.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 15.30. Nánari upplýsingar á kosningaskrifstofunum. X& FRELSI OG MANNÚÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.