Morgunblaðið - 10.04.1991, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRIL 1991
23
Rjúkandi
eftir Hrafnkell
A. Jónsson
Húsnæði er ein af frumþörfum
mannsins. Öflugt húsnæðiskerfi er
af þeim sökum eitt mikilvægasta
kjaraatriðið, enda meðal þess sem
hvað oftast hefur komið inn í kjara-
samninga sem framlag ríkisins til
lausnar þeirra mála.
Við gerð kjarasamninga 1986 var
samið um þátttöku lífeyrissjóðanna
í fjármögnun húsnæðislánakerfisins.
Það var von þeirra sem að gerð þess-
ara samninga stóðu að þar væri
lagður grunnur að framtíðarlausn
húsnæðismála.
Það var öllum ljóst sem að þessum
málum stóðu að vandamálin í hús-
næðismálum voru gífurlega erfið.
Það þurfti að leysa uppsafnaðan
vanda margra ára. Hann var fjöl-
mennur hópurinn sem lenti á vonar-
völ vegna misgengis launa og láns-
kjara á árunum eftir 1980. Þess-
vegna voru miklar vonir bundnar við
kjarasamningana 1986.
í dag stöndum við á rústum þess
kerfis sem verkalýðshreyfingin lagði
grunninn að 1986. Jafnframt er fjár-
hagur fjölmargra sem treyst hafa á
húsnæðislánakerfíð ijúkandi rúst.
Hreinn óskapnaður
Þrátt fyrir að ég sé andstæðingur
Staða EB-mála á
ábyrgð Steingríms
eftir Inga Björn
Albertsson
Málefnaskortur framsóknar-
manna í kosningabaráttunni hefur
ekki farið framhjá neinum. Til þess
að breiða yfir hann hafa þeir tekið
þann pól í hæðina að skrökva að
þjóðinni. Það gera þeir með því að
láta kjósendur halda að nú sé verið
að kjósa um inngöngu í EB.
Þær viðræður sem átt hafa sér
stað við EB og við erum aðilar að
hafa verið undir forystu Steingríms
Hermannssonar, þannig að ef verið
er að kjósa um aðild að EB í þess-
um kosningum, þá er verið að kjósa
um stefnu framsóknarmanna. Það
eru þeir sem hafa komið okkur í
þessa stöðu.
En auðvitað er það alrangt að
um þetta sé verið að kjósa, enda
liggja engar tillögur fyrir um málið.
Innganga í EB getur ekki orðið
ákvörðunarmál á næsta kjörtíma-
bili, um það eru allir sammála, nema
þeir sem reyna nú að mála skratt-
ann á vegginn.
Kosningabarátta þeirra fram-
sóknarmanna er afar athyglisverð.
Kannast einhver við skattastefnu
þeirra, stefnu í atvinnumálum og
svo framvegis? Nei, auðvitað ekki.
En allir kannast við skattahækk-
analanganir þeirra og það eru ein-
mitt þau áform sem Sjálfstæðis-
flokkurinn vill koma í veg fyrir. Það
eru ýmsar leiðir færar til þess að
ná því markmiði og jafnframt að
Ingi Björn Albertsson
lækka skatta.
Við höfum lýst því yfir að lækk-
un tekjuskatts einstaklinga og fyr-
irtækja sé eitt af okkar baráttumál-
um. Jafnframt viljum við lækkun á
matarreikningi þjóðarinnar með
lækkun virðisaukaskatts og hækk-
un skattleysismarka. Þessar leiðir
eru færar og þær munum við fara
fáum við til þess aðstöðu.
Komist Sjálfstæðisflokkurinn
ekki til valda, heldur skattpíningin
áfram af fullri hörku. Um það
stendur valið 20. apríl næstkom-
andi, skattpíningu eða skattalækk-
anir. Valið er auðvelt.
Höfundur er alþingisnwður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Landssamband slökkviliðsmanna:
Aukin áhersla á rétt-
inda- og kjaramál
LANDSSAMBAND slökkviliðsmanna ákvað á síðasta ársþingi að
snúa sér meira að réttinda- og kjaramálum slökkviliðsmanna í
landinu. Sambandið hefur nýlega opnað skrifstofu þar sem seld
verða brunavarnartæki fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.
„Það var samþykkt á síðasta
þingi hjá okkur að landssamband-
ið léti réttindamál slökkviliðs-
manna meira til sín taka. Við vilj-
um að réttinda- og skyldunefnd,
sem ráðherra skipaði, ljúki störf-
um sem fyrst,“ segir Björn Gísla-
son, slökkviliðsmaður í Reykjavík.
Björn segir að slökkviliðsmenn
hafi fullan hug á að koma á meiri
festu í námi slökkviliðsmanna.
„Það ættu allir að fara í gegnum
ákveðinn grunn áður en þeir verða
slökkviliðsmenn, bæði þeir sem
eru skipaðir og eins hinir sem eru
atvinnumenn. Einnig vilja menn
að eldvarnareftirlit verði eflt og
gert skilvirkara," segir Björn.
Landssambandið stefnir einnig
að því að taka yfir kjaramál
slökkviliðsmanna en hingað til
hafa slökkviliðsmenn verið í ýms-
um starfsmanna- og hagsmunafé-
lögum víðs vegar um landið. Ætl-
unin er að efla sambandið veru-
lega.
Sambandið hefur opnað nýja
skrifstofu í Síðumúla 8 og þar er
ætlunin að vera með eldvarnar-
tæki til sölu. Þangað eiga allir að
geta komið og fengið hlutlaust
mat slökkviliðsmanna á þeim bún-
,aði sem á boðstólum er, en á skrif-
stofunni verða tæki frá flestum
söluaðilum í landinu.
rúst
„Þetta á ekki síst við
víða út um land þar sem
heyrir til undantekn-
inga að fólk vilji fjár-
festa á eigin ábyrgð í
íbúðarhúsnæði. Þessari
þróun verður að snúa
við. Það á að vera einn
liðurinn í því að efla
okkar heimabyggð að
fá fólk til að eiga þar
eigið húsnæði.“
Jóhönnu Sigurðardóttur í stjórnmál-
um batt ég miklar vonir við störf
hennar sem ráðherra húsnæðismála.
Ég treysti á skilning og þekkingu
Jóhönnu á kjörum þessa fólks sem
erfiðast hefur átt í húsnæðismálum.
Vonir mínar um að Jóhanna leysti
húsnæðismálin hafa orðið sér ræki-
lega til skammar. Húsnæðismál hafa
sjaldan verið lengra frá því að vera
leyst. Það er búið að rústa það sem
um var samið 1986, í stað þess er
kominn hreinn óskapnaður, þar sem
búið er að flækja félagslega íbúða-
kerfíð í stað þess að einfalda það
og gera það skilvirkara. Með hús-
bréfunum er síðan búið að varpa
fátækum húsbyggjendum fyrir fæt-
ur verðbréfabraskaranna, sem halda
ekki vatni yfir þeim dýrðartímum
sem runnir eru upp í húsum víxlar-
Hrafnkell A. Jónsson
anna. Húsbréfin eru langbesta fjár-
festing þeirra sem eiga peninga og
vilja láta þá renta sig. Hveijir borga
síðan þessar rentur, jú, vitaskuld
þeir sem standa í byggingu eða
kaupum á nýju húsnæði.
Hneykslanleg framkoma
Þá er framkoman gagnvart því
fólki sem á inni futlgildar umsóknir
í húsnæðiskerfinu þvílíkt hneyksli
að ég veit engin dæmi um slíkt.
Fólk sem hefur út á svör Húsnæðis-
stofnunar farið út í kaup eða bygg-
ingu íbúðar m.a. vegna þess að aðr-
ar lausnir hafa ekki verið tii, það
fær þau svör hjá Húsnæðisstofnun
ríkisins að það geti hugsanlega feng-
ið lán á næstu 3 árum, en hvenær,
því getur enginn svarað.
Húsnæðismálin verður að taka
föstum tökum, hagur hundruða
heimila er undir því kominn að þau
verði leyst.
Nauðsynlegt er að gera róttækar
breytingar á húsnæðislánakerfinu
þar sem öll venjuleg lánafyrir-
greiðsla við húsbyggjendur fari í
gegnum almennar bankastofnanir.
Þá ber að standa vörð um rétt þeirra
tekjulægstu í þjóðfélaginu með efl-
ingu verkamannabústaðakerfisins.
Þar ber að leggja áherslu á einföldun
núverandi félagsíbúðakerfis þannig
að það verði aðgengilegra fyrir þá
sem það þurfa að nýta sér. Eins á
að auðvelda framboð á leiguhús-
næði. Þrátt fyrir nauðsyn þess að
byggja húsnæði á félagslegum
grunni, þá er hitt enn nauðsynlegra
að byggja upp á nýjan leik sjálfs-
eignarstefnu í húsnæðismálum.
Þetta á ekki síst við víða út um land
þar sem heyrir til undantekninga að
fólk vilji fjárfesta á eigin ábyrgð í
íbúðarhúsnæði. Þessari þróun verður
að snúa við. Það á að vera einn liður-
inn í því að efla okkar heimabyggð
að fá fólk til að eiga þar eigið hús-
næði.
Grundvallaratriði við breytingar á
húsnæðislánum á að vera að færa
afgreiðslu lánanna og alla umsýslun
heim í ,„hérað“ þar sem leitað verði
eftir því að bankar og aðrar peninga-
stofnanir á heimaslóðum taki við
hlutverki Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins.
Það verður eitt stærsta verkefni
sjálfstæðismanna að kosningum
loknum að byggja upp á rústunum,
sem Alþýðuflokkurinn skilur eftir,
húsnæðislánakerfi sem leysir fólk
úr Ijötrum fátæktar og vonleysis
-sem ringulreiðin í húsnæðislánakerf-
inu hefur komið því í.
Höfundur er formaður
Verkalýðsfélagsins Árvakurs á
Eskifirði og skipar 2. sætið á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í Austurlandskjördæmi.
SYNINGAR EFTIR
Skemmtidagskrá, sem
byggirá söngferli hins
vinsæla söngvara,
Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Fram koma:
Ellý Vilhjálms,
Þorvaldur Halldórsson,
Pálmi Gunnarsson,
Rut Reginalds,
Hermann Gunnarsson,
Ómar Ragnarsson og
Magnús Kjartansson.
Leikstjóri:
Egill Eðvaldsson
Húsið opnað kl. 19. Glæsilegur matseðill. Borðapantanir í síma 77500.
Eftir skemmtidagskrá verður dúndrandi
dansleikurtil kl. 03.
Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar
I I III I I