Morgunblaðið - 10.04.1991, Side 25
MORGUNBLíAÐIÐ( MUDVIKUUAGUR lO.'APRÍL .1991 ’ V:'
25
Morgunblaðið/KGA
Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ræðir við danska rithöf-
undinn Hanne Vibeke Holst við opnun danskrar bókasýningar Máls
og menningar á mánudag.
Danskir vordagar:
Fengur við bryggju í heilt ár
Nægilegt fjármagn fæst ekki til að halda skipinu úti
FENGUR, rannsóknarskip Þróunarsamvinnustofnunar íslands, hefur
legið við bryggju í heilt ár vegna þess að nægilegt fé fæst ekki til
að halda því úti. Svar fæst á næstunni um hvort skipið verður leigt
til rannsókna við Alsír og Marokkó.
Björn Dagbjartsson, forstöðumað-
ur Þróunarsamvinnustofnunar ís-
lands, sagði að það kostaði um 30
milljónir á ári að halda Feng úti og
þá væru mannskapur, tryggingar
og veiðarfæri í lágmarki. Þýska þró-
unarsamvinnustofnunin óskaði ný-
verið eftir því að leigja Feng til fiski-
rannsókna við strendur Alsír og
Marokkó. Ef af verður mun skipið
leigt til eins og hálfs árs.
Skipið var smíðað í Slippstöðinni
á árunum 1983/84 og var sent til
Grænhöfðaeyja vorið 1984 þar sem
það var fram á mitt ár 1986. Þá var
það kallað heim til breytinga og
einnig vegna þess að ákveðin skil
voru í verkefnum þess við Græn-
höfðaeyjar.
Þegar heim kom var það leigt til
rækjuveiða á Kópaskeri í nokkra
mánuði en var síðan sett í slipp til
viðhalds og breytinga. Úr slipp kom
skipið í lok nóvember 1987 og fór
þá aftur til Grænhöfðaeyja þar sem
það var í tvö ár.
Fengur kom síðan hingað til lands
til viðgerða síðastliðið vor og þegar
þeim viðgerðum var hann bundinn
við bryggju og liggur þar enn.
Að sögn Björns barst stofnunni
beiðni um að senda skipið til Nígeríu
og Kamerún en knappur flárhagur
leyfði það ekki. Síðastliðið haust
barst beiðni um að senda Feng til
Madagaskar en sama sagan var
uppi á teningnum. Nægilegt ijár-
magn fékst ekki. Áætlað var að
Þróunarsamvinnustöfnunin þyrfti
140 milljónir á þessu ári en það var
skorið niður í 94 milljónir.
Hrollvekjandi gott úrval!
úað er ísköld staðreynd að
allir vilja eiga traust og
örugg kæli- og frystitæki.
En þau þurfa líka að vera
falleg, hljóðlát og spar-
neytin. Þess vegna eiga
Electrolux og Ignis erindi til
allra sem gera kröfur.
Úrvalið í kælideildunum
okkar er nánast hrollvekj-
andi og verðið eins og það
hafi legið í frysti í eitt ár.
Veldu Electrolux eða Ignis.
Við ábyrgjumst að þau
endast og endast.
Heimasmiðjan húsasmidjan
Kringlunni • Sími 68 54 40
Skútuvogi 16 • Simi 68 77 10
Raufarhöfn:
Hólmsteinn
hættir hjá
Jökli
HÓLMSTEINN Björnsson fram-
kvæmdastjóri Jökuls hf. og Fisk-
iðju Raufarhafnar hf. hefur sagt
starfi sínu lausu.
Hólmsteinn sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann væri búinn
að vera framkvæmdastjóri fyrir-
tækjanna í sjö ár og sér þætti tími
til kominn að breyta til.
Hann sagðist ekkert vera farinn
að hugleiða hvað hann tæki sér
fyrir hendur enda væri nægur tími
til stefnu. Hólmsteinn er stýrimaður
og útgerðartæknir að mennt.
Bókasýning opnuð
hjá Máli og menningu
BOKASYNING í tengslum við
Danska vordaga var opnuð í
verslun Máls og menningar á
Laugavegi á mánudag.
Jónfinn Joensen, deildarstjóri hjá
Máli og menningu, segir að á sýn-
ingunni sé að finna mikið úrval
danskra bóka, nútímabókmenntir
jafnt sem t.d. handbækur. Sýningin
stendur á meðan Danskir vordagar
verða í gangi eða fram í næstu viku.
í tengslum við Danska vordaga
bauð Mál og menning danska rit-
höfundinum, Hanne Vibeke Holst,
til Islands. Sagði Jónfinn ástæðuna
fyrir því að hún hafi orðið fyrir
valinu vera að bækur hennar væru
mikið notaðar við dönskukennslu í
framhaldsskólum hérlendis. Þá
hefði hún einnig skrifað handritið
að kvikmyndinni Nútímakonan sem
sýnd var í Háskólabíói í tengslum
við Danska vordaga.
Hanne Vibeke Holst hélt fyrir-
lestur um bækur sínar í Norræna
húsinu á mánudag og Einnig var
hún viðstödd opnun bókasýningar-
innar í Máli og menningu.
Keramikhúsið í nýju húsnæði:
Fylgjandi að ríkis-
bankar greiði arð
- segir fjarmalaraðherra
ÓLAFUR Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra, kveðst vera
fylgjandi því að ríkisviðskipta-
bankar greiði eigendum sínum
arð. Þá segist hann einnig vilja
að bankarnir greiði hærri
skatta.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í gær sagði Brynjólfur
Bjarnason, _ fráfarandi formaður
bankaráðs íslandsbanka, í ræðu á
aðalfundi bankáhs á mánudag að
íslandsbanki væri eina innláns-
stofnunin sem greiddi eigendum
sínum arð og að sömu lögmál ættu
að gilda um alla keppinauta á fjár-
magnsmarkaðnum. Þá sagði Brynj-
ólfur, að afnema bæri ríkisábyrgð
á skuldbindingum ríkisviðskipta-
bankanna.
Ólafur Ragnar tók fram, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
hann hefði ekki séð umrædda frétt
blaðsins, en sagði að hann hefði
löngum verið fylgjandi arðgreiðsl-
um ríkisviðskiptabankanna og í
raun einnig viljað að bankarnir
greiddu hærri skatta af miklum
gróða sínum. „Varðandi ríkis-
ábyrgðina þá tel ég að spurningin
snúist fremur um form hennar,“
sagði hann. „Ríkið er eftir sem
áður í raun ábyrgt fyrir skuldbind-
ingum banka sem er alfarið í eigu
þess, þó formleg ríkisábyrgð sé af-
numin.“
Námskeið í leirmótun og postulínsmálun
KERAMIKHÚSIÐ hefur flutt sig
um set og er nú til húsa í Faxa-
feni 10. Að sögn Kolbrúnar Svein-
björnsdóttur eins eiganda fyrir-
tækisins er sem fyrr boðið upp á
ýmsa leirmuni til kaups auk nám-
skeiða í leirkeragerð og málun. _
Kolbrún sagði, að fyrirtækið hefði
sérhæft sig í mótun listaverka og
muna í sérstökum mótum. Munirnir
eru ýmist seldir fullbúnir eða sem
svokölluð hrávara en þá á eftir að
ganga endanlega frá þeim, slípa og
mála. „Við framleiðum allt milli him-
ins og jarðar," sagði Kolbrún. „Bara
að nefna það, styttur og matarílát,
ýmist fíngerð eða úr grófum leir.
Við eigum um 4.000 mót sem fólk
getur valið úr. Margir kaupa muni
beint úr mótunum og vinna þá
áfram, ganga frá samskeytum og
slípa en koma síðan með þá til okk-
ar í lokabrennslu. Einriig er hægt
að fá munina einbrennda og pússaða
niður en ómálaða og loks seljum við
tilbúna leirmuni. Hér er því hægt
að fá munina á ýmsum stigum auk
þess sem við litum leirinn í öllum
þeim litum sem óskað er eftir, til
dæmis blómapotta í sama lit og
gardínur eða húsgögn."
Morgunblaðið/Sverrir
Frá námskeiði í Keramikhúsinu, Sigríður Fjóla Þórðardóttir nem-
andi, Lúðvík Jóelsson og Kolbrún Sveinsbjörnsdóttir eigendur fyrir-
tækisins og Guðrún Árnadóttir nemandi.
Á vegum fyrirtækisins eru haldin
námskeið í keramik- og postulíns-
gerð og málun auk þess sem þar er
starfandi keramikkennari, sem
kennir meðhöndlun leirs á renni-
bekk. Keramikhúsið selur einnig
brennsluofna fyrir keramik og allan
annan leir.
í nýja húsnæðinu hefur verið kom-
ið upp sýningaraðstöðu fyrir lista-
menn og er hún endurgjaldslaus. Þar
stendur yfir sýning á verkum Hall-
dórs Péturssonar og eru það myndir
af leikurum í hlutverkum sínum.
Fyr- jKið er 20 ára og í eigu
Sigi .c Pétursdóttur og fjölskyldu
og Kolbrúnar Sveinbjörnsdóttur og
fiölskvldu oe- eru starfsmenn fimm.