Morgunblaðið - 10.04.1991, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.04.1991, Qupperneq 26
26 I(iMOJíSHNB&AÍÖSS MlöVJKUlpAííli^/LQ.'iAPRÚb 1991 Vestur-Evrópusambandið; Fundur vegna EB-við- ræðna um málefni Kúrda Lúxemborg. Reuter. FRAKKAR kölluðu óvænt saman stuttan fund utanríkisráðherra Vestur-Evrópusambandsins (WEU), varnarsamstarfs sem níu aðild- aríki Atlantshafsbandalagsins eiga aðild að, í Lúxemborg í gær. Fór hann fram er hlé var gert á samráðsfundi Evrópubandalagsins (EB) um málefni Kúrda. Ljóst þykir að franska stjómin vilji með þessu leggja áherslu á þá stefnu sína að EB-ríkin samræmi í auknum mæli stefnuna í vamarmálum. stæðu vamarsamstarfi allra Evrópu- ríkja, sem nefnt hefur verið evrópska stoðin í NATO, og sambandið renni saman við EB. Þau tormerki era á því að eitt EB-ríki, írland, er ekki í NATO og fimm evrópsk NATO-ríki era ekki í V-Evrópusambandinu, þ. á m. ísland. Bretar, Hollendingar og Portúgalar hafa óttast að sam- runi WEU og EB gæti orðið til að Bandaríkjamenn teidu forystuhlut- verki sínu í NATO ógnað og Evrópu- menn vildu að bandaríski herinn í Vestur-Evrópusambandið var stofnað fyrir nokkram áratugum til að efla þátttöku Evrópumanna í vörnum álfunnar en starfsemi þess var lengst af lítil. Ýmis EB-ríki vilja nú að WEU verði kjaminn í sjálf- Suður-Afríka: Frumvarp um afnám Evrópu yrði dreginn á brott. Frakkar eiga aðild að NATO en hafa ekki tekið þátt í hernaðarsam- starfi bandalagsins frá árinu 1966. Fundarboð Frakka kom fram aðeins nokkrum stundum áður en utanríkis- ráðherrar EB hófu viðræður sínar um vanda kúrdískra flóttamanna og aðstoð við þá og hefur það ekki gerst áður að starf WEU hafi verið tengt EB með þessum hætti. Ráð- herrar WEU samþykktu tillögur æðstu manna ríkjanna níu um sam- starf við birgðaflutninga í tengslum við aðstoðina sem EB hyggst veita. Máttleysi Evrópubandalagsins við að móta sameiginlega stefnu í Persa- flóastríðinu hefur aukið mjög þrýst- ing á bandalagið um samstarf í ör- yggis- og varnarmálum. Keuter James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir við forsætis- ---- ráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, í gær. Tillaga Bandaríkjasljórnar um svæðisbundna ráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum: kynþátta- flokkunar Höfðaborg. Reuter. RÍKISSTJÓRN Suður-Afriku lagði í gær fram frumvarp til laga um afnám kynþáttaflokk- unar í landinu. Frumvarpið er í sex setningum og er talið ör- uggt að það nái fram að ganga á þinginu. Með framvarpinu eru tíu núgild- andi lög felld úr gildi, m.a. lög sem kveða á um hvemig skipta eigi fólki niður i tíu mismunandi kyn- þáttahópa. Hafa lög þessi verið grundvöllur kynþáttaaðskilnaðar- stefnu suður-afrískra stjómvalda undanfarin 43 ár. Þó að frumvarpið verði sam- þykkt er sá lagalegi möguleiki enn til staðar, þar til ný stjómarskrá gengur í gildi, að blökkumönnum verði neitað um sömu menntun og hvítir menn og að einungis hvítir fái að kjósa í kosningum. F.W. de Klerk, forseti Suður- Afríku, kynnti í febrúar umfangs- miklar umbætur í þá átt að draga úr kynþáttaaðskilnaði í Suður- Afríku. Með samþykkt þessa fmmvarps hafa allar þær umbæt- ur sem hann boðaði verið fram- kvæmdar. Forsetinn hefur einnig lofað að blökkumenn, sem eru fimm sinnum fjölmennari en hvítir menn í Suður-Afríku, hljóti full pólitísk réttindi. Varað við óhóflegri bjartsýni þrátt fyrir tílslakanir Israela Jerúsalem. The Daily Telegraph, Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í gær fundi með ísraelskum ráðamönnum þar sem rædd var m.a. tillaga Bandaríkja- stjómar um að efnt verði til svæðisbundinnar ráðstefnu um leiðir til að tryggja friðinn í Mið-Austurlöndum. Bandaríski utanríkisráðher- rann kvað fundina hafa verið gagnlega en varaði við óhóflegri bjart- sýni. Enn væri mikið starf óunnið áður en unnt yrði að hefja slíkar viðræður. David Levy, utanríkisráðherra ísraels, gaf í skyn eftir fund sinn með Baker að almenn samstaða ríkti um markmiðin með slíkri ráðstefnu en gert er ráð fyrir að hana sitji sendinefndir frá Arabaríkjunum og ísrael auk Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna. Baker ræddi einnig við sex manna sendinefnd Palestínumanna en áður en sá fundur fór fram lýsti formaður hennar, Faisal al-Huss- eini, yfir því að friðarráðstefna gæti aldrei skilað árangri sætu málsvarar palestínsku þjóðarinnar hana ekki. Kröfur og skilyrði ísraela Ráðamenn í ísrael hafa lýst yfir því að þeir séu í grandvallaratriðum hlynntir því að friðarráðstefna fari fram. Þessi yfirlýsing þykir til marks um að friðarframkvæði Bandaríkja- stjómar, sem hleypt var af stokkun- um eftir að styijöldinni við Persaflóa lauk, hafi loks skilað áþreifanlegum árangri þó svo fréttaskýrendur bendi á að ísraelar hafí bundið slíkar við- ræður mjög ákveðnum skilyrðum. Reuter Að sögn Levy setja Israelar það sem skilyrði fyrir svæðisbundinni ráðstefnu að sendinefndir komi allar saman á opnunarfundi hennar en síðan taki tvíhliða viðræður við. Þyk- ir sýnt að með þessu vilji ísraelar koma í veg fyrir að ráðstefnan líkist alþjóðlegum fundahöldum á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna og að niðurstöður hennar verði á einhvern hátt bindandi fyrir ísraela. Óstaðfestar fréttir hermdu að ísraelar væra jafnframt tilbúnir til að slaka nokkuð á þeim skilyrðum sem þeir hafa sett fyrir viðræðum við fulltrúa Palestínumanna. Fram til þessa hafa ráðamenn neitað að viðurkenna rétt Palestínumanna frá austurhluta Jerúsalemborgar til að taka þátt í slíkum viðræðum. Ónefndir ísraelskir embættismenn sögðu að stjórnvöld væra nú tilbúin til að fallast á að fulltrúar frá Jerú- salem tækju þátt í friðarráðstefnu ef mynduð yrði sameiginleg sendi- nefnd Palestínumanna og Jórdana. Hins vegar hefðu stjómvöld hvergi hvikað frá þeirri afstöðu sinni að ræða ekki við fulltrúa Frelsissam- taka Palestínu (PLO), sem ísraelar telja til hryðjuverkamanna. Hernámssvæðin ekki gefin eftir En þótt vísbendingar hafi komið fram um að ísrelar telji sig nú geta slakað á fyrri skilyrðum varðandi skipulag og umfang slíkrar ráð- stefnu hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að þeir séu tilbúnir til að verða við grandvallarkröfu Arabaríkjanna sem er sú að þeir gefí hernámssvæðin eftir gegn tryggingu fyrir friði. Raunar hefur Yitzhak Shamir sagt að ísraelar séu tilbúnir til að taka á öllum þeim atriðum sem stuðlað geti að öryggi og stöðugleika í þessum heimshluta í tvíhliða viðræðum við fulltrúa Arabaríkjanna. Þessi yfírlýsing for- sætisráðherrans þykir mörgum á hinn bóginn fremur óljós ekki síst þar sem hann hefur jafnframt marg- oft ítrekað að Vesturbakkinn, Gaza- ströndin og Gólan-hæðirnar verði ekki gefin eftir. Lengi hefur verið rætt um nauð- syn þess að kalla saman alþjóðlega ráðstefnu um málefni Mið-Austur- landa. ísraelar hafa ekki viljað Ijá máls á þessu en Bandaríkjamenn hafa þótt nokkuð tvístígandi. í síðasta mánuði lögðu bandarískir embættismenn hins vegar til að efnt yrði til svonefndrar svæðisbundinnar ráðstefnu. Þar sem ísraelar telja sig nú geta fallist á tillöguna í grund- vallaratriðum hafa vaknað vonir um að þetta frumkvæði Bandaríkja- stjórnar geti skilað raunverulegum árangri. Opinber viðbrögð Araba- ríkjanna liggja á hinn bóginn enn ekki fyrir en sýnt þykir að bæði stjómvöld í Egyptalandi og þó eink- um í Sýrlandi geti tæpast fallist á kröfur og skilyrði ísraela. Handalögmálá tævanska þinginn Uppþot urðu í tveimur af þremur málstofum tævanska þingsins í gær er stjórnarandstæðingar í Lýðræðislega framfaraflokknum eyðilögðu hljóð- nema, köstuðu bókum, veltu borðum um koll og helltu vatni yfir stjórnar- sinna til að hindra umræður um þingsköp. Síðan kom til harðra ryskinga milli þingmanna, eins og sjá má á myndinni, en þingmönnum stjórnar- flokksins, Þjóðernisflokksins, tókst að lokum að stilla til friðar með hjálp öryggisvarða. Stjórnarskrá landsins hefur tryggt öldruðum þingmönnum stjórnarflokksins fast þingsæti frá fímmta áratugnum og saka stjórnarand- stæðingar þá um að hafa hindrað lýðræðisumbætur. Vopnahlé í Persaflóastríðinu tók gildi í gær; Mjög erfitt getur reynst að framfylgja skilmálum Sameinuðu þjóðunum. Rcuter. The Independent. ÍRÖSK stjórnvöld hafa tilkynnt Sameinuðu þjóðunum að þau fall- ast á þá skilmála sem öryggisráðið setti fyrir varanlegu vopnahléi á miðvikudag í síðustu viku og tók vopnahléið formlega gildi í gær. I bréfi sem Ahmed Hussein, utanríkisráðherra íraks, sendi til fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um helgina eru gerðar margar og itarlegar athugasemdir við skilmálana en því samt lýst yfir að írakar hyggist fallast á þá. I skilmálum öryggisráðsins felst m.a. að gjöreyðingarvopnum íraka og öllum búnaði til framleiðslu þeirra verði tortímt undir alþjóð- legu eftirliti, að hluti tekna Iraka af olíusölu renni í stríðsskaðabætur og að svæði við landamæri íraks og Kúveits verði undir eftirliti frið- argæslusveita Sameinuðu þjóð- anna. Þegar hafa verið kynntar áætlanir um 1440 manna sveit, sem bera mun nafnið UNIKOM, og senda á til þessa svæðis. Meðal þeirra sem skipa sveitina verða 660 hermenn úr friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna á Kýpur, suð- urhluta Líbanon og Gólan-hæðum. En þó að írakar hafi fallist á vopnahlésskilmálana er björninn ekki unninn og sérfræðingar telja víst að ýmis vandkvæði eigi eftir að koma upp við framkvæmd skil- málana. Þannig má ganga út frá því sem vísu að eftirlit með vopna- búri íraka og tortímingu gjöreyð- ingavopna muni reynast mun erfið- ara en í hliðstæðum dæmum í samningum milli risaveldanna. Þannig er til dæmis minna vitað um fjölda íraskra eldflauga en eld- flaugar t.d. Sovétmanna. Meðan á Persaflóastríðinu stóð skutu írakar 81 Scud-eldflaug að ísrael, Saudí-Arabíu og Bahrain og talsverður íjöldi flauga því til viðbótar var eyðilagður af flugher bandamanna og sérsveitum. Lítið er hins vegar vitað um hve margar eldflaugar eru enn til og eina leið- in til að komast að því er að sér- stakir eftirlitsmenn ferðist um írak og fái aðgang að öllum þeim stöð- um sem þeir hafa hug á að heim- sækja með litlum eða engum fyrir- vara. Engin fordæmi era fyrir slíku eftirliti t.d. í afvopnunarsamning- um risaveldanna. Telja sérfræðingar hjá þeirri stofnun Bandaríkjastjórnar sem hefur eftirlit með afvopnunar- samningum undir höndum að þetta geti reynst mjög erfitt í fram- kvæmd. Þá er talið að það geti reynst erfítt að eyðileggja efna- og sýkla- vopn íraka. Risaveldin búa yfír sérstakri aðstöðu til slíks en vopn íraka yrði að eyðileggja í eyði- mörkinni þar sem engin sérstök aðstaða væri til staðar. Gæti tortíming vopnanna því reynst mjög hættuleg með tilliti til um- hverfismengunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.